Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 4
. 4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 25. — 26. jiill 1981 st jórnmál á sunnudegi Lífskjör á íslandi Það er mikil lenska á tslandi að gera mikið úr þeim ágætu lífs- kjörum, sem hér eru talin rikja. Upplýsingar, sem styðja slika trú, eru vinsælt efni i fjölmiðlum. Þar eru gjarnan sagðar fréttir um bifreiða- og heimilistækjaeign landans miðað við nágrannalönd- in og með reglubundnum hætti greint frá sæti tslands á afreka- skrá OECD um þjóðartekjur á ibúa. Hér er ekki ætlunin að hefja vangaveitur um, hvað valdi þessum mikla áhuga okkar tslendinga á svona samanburði. Vafalaust fara i þvi efni saman vissir þættir i hinni islensku þjóðarsál, sem ekki er vert að ræða nánar, og sú blákalda pólitiska staðreynd, að kjósendur hafa tilhneigingu til að dæma rikisstjórnir eftir þeim lifskjör- um, sem þær búa þegnum sinum. Stjórnmálaflokkar þeir, sem þaulsetnastir eru i rikis- stjórnum, ásamt þeim hags- munahópum, sem þeir eru fulltrúar fyrir, hafa þvi augljósa ástæðu til að draga upp sem glæstasta mynd af lifskjörum hér á landi. A hinn bóginn virðist ástæða til að vekja athygli á þvi, að það kann að reynast dýrkeypt sjálfs- blekking að ofmeta árangur þeirrar efnahagsstefnu, sem hér hefur rikt undanfarna áratugi. Hlutlægt mat á stöðu hins islenska efnahagslifs og þeim lifskjörum, sem það hefur búið landsmönnum, er auðvitað for- senda þess, að unnt sé að taka skynsamlegar efnahags- ákvarðanir i framtiðinni. Ragnar Árnason stig og verkkunnátta hér á landi er að auki sist lakari en i þessum löndum. Þau slöku lifskjör, sem rikja á Islandi eru fyrst og fremst áfellis- dómur yfir þeirri efnahagsstefnu, sem fylgt hefur verið hér á landi siðustu 2 áratugi. Þessi efnahagsstefna hefur i megindráttum verið mótuð af borgaraflokkunum tveimur, Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk, sem eiga lengsta valdasetu i rikisstjórn á þessu timabili. Eitt helsta einkenni þessarar efna- hagsstefnu er auðvitað fyr- irgreiðsla við þá fjárhagslegu hagsmuni, sem að baki þessara stjórnmálaflokka búa. Þegar fyr- irgreiðslupólitikinni sleppir, hef- ur efnahagsstefna þessara flokka einkennst af tilraunum til að þröngva einföldustu markaðs- kenningum ameriskra og enskra hagfræðibókmennta og forskrift- um alþjóðlegra fjármálastofnana upp á islenska hagkerfið. Upp úr þessum kokkabókum hins engil- saxneska kapitalisma er hin gat- slitna gengisfellingastefna þess- ara stjórnmálaflokka sprottin. Til þeirra má einnig rekja þráhyggju þessara stjórnmálaflokka, að efnahagsörðugleikarnir stafi af of háum timalaunum verkafólks, og skilgetið afkvæmi hennar lág- launastefnuna. Ennfremur má rekja til þessara fræða þá skoðun Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, að besta hagnýting islenskra orkulinda felist i þvi að leigja þær erlendu einka- fjármagni. Þetta er orkusölu- stefnan. 1 samræmi við hugmyndafræði markaðshyggjunnar hafa borgarflokkarnir falið eigendum atvinnufyritækjanna að taka þorra fjárfestingaákvarðana Lífskjör og efnahagsstefna Samanburður við nágrannalöndin Ýmislegt bendir til þess, að efnahagsárangur hér á landi sé langt frá þvi að vera eins glæsi- legur og samanburðartölur islensku fjölmiðlanna gefa til kynna. t fyrsta lagi er rétt að vekja at- hygli á þvi, aö margvislegir tæknilegir öröugleikar eru á þessum vinsæla fjölþjóðlega samanburði. Tilviljunarkenndar sveiflur i gegnisskráningu islensku krónunnar, og raunar annarra gjaldmiðla einnig, gefa t.a.m. i mörgum tilfellum hag- stæöari samanburð en efni standa til. Fjölmiðlarnir hafa siöan, af ástæðum, sem þegar hafa verið nefndar, talsverða tilhenigingu til að slá þessum sérstöku tilvikum upp sem fréttaefni. Þá er þess að geta, sem er miklu meira grundvallaratriði, að þjóðarframleiðsla hér á landi er árangur mun lengri vinnutima en tiðkast i nágrannalöndunum. Ekki mun fjarri lagi aö áætla, að meðalvinnutimi hér á landi sé allt að fimmtungi lengri en i nágrannalöndunum. Einnig er at- vinnuþátttaka hér á landi óvenju mikil. Það stafar ekki eingöngu af þvi, að hér er minna atvinnuleysi en viða erlendis, heldur miklu fremur þvi hve tiltölulega stór hluti þjóðarinnar er á starfsaldri og þátttaka kvenna og unglinga i atvinnulifinu er umfangsmikil. Sé tekið tillit til þessara atriða og t.d. miðað við þjóðartekjur á hverja unna vinnustund kemur i Ijós, að ísland er næsta aftarlega i röðinni, miðað við nágrannalönd- in. Þessi staðreynd endurspeglast auðvitað með einkar skýrum hætti i óvenjulega lágu raunvirði timakaups launþega hér á landi. Það má að sjálfsögðu lengi deila um, hvað telja ber góð llfskjör. A hinn bóginn verður það vart taliö að öllu leyti til betri lifskjara hér á landi þótt unnt sé að auka vöru- framleiðslu með mun lengri vinnudegi og allmennari atvinnu- þátttöku, á kostnað tómstunda, en þekkist I samanburðarlöndunum. f þriðja lagi má það ekki gleymast, þegar llfskjör hér á landi eru borin saman við nágrannalöndin, að tsland er i ýmsu tilliti harðbýlla en þessi lönd. Til að jafna þann mun, sem er á ýmsum landkostum, t.a.m. veðurfari, hitastigi samgöngum o.s.frv., þurfa Islendingar á meiri tekjum að halda. Hér á landi er með öðrum orðum nauðsynlegt að eyða meira fé I húsnæði, upphit- un, klæði og samgöngur til að ná sama lifskjarastigi á þessum sviðum og tiökast víða erlendis. Slök lífskjör og brottflutningur fólks af landinu Einn besti mælikvarðinn á almenn lifskjör hér á iandi miðað við það sem gengur og gerist i nágrannalöndunum er e.tv. sá, hversu margir þeirra, sem á öðru eiga völ, kjósa að búa hér á landi. Sé litið á þennan mælikvarða virðast aimenn lifskjör hérlendis vera siður en svo góð miðað við nágrannalöndin. Samkvæmt tölum Hagstofu fslands hefur brottflutningur fólks héðan verið miklu meiri en aðflutningur allar götur siðan 1960, að frátöldum árunum 1972 og 1974. A árunum 1966—1970 og 1976—1979 nam þessi landflótti nær 0.4% árlega. Þessari þróun er nánar lýst i meðfylgjandi töflu. Umræddir fólksflutningar ættu að vera þeim, sem vegsama almenn lifskjör á fslandi nokkurt umhugsunarefni. Það virðist ekki ýkja langsótt að lita svó á, að allt þetta fólk hafi með brottflutningi sinum af landinu greitt sitt at- kvæði um lifskjör á Islandi með fótunum, svo notað sé vinsælt orðatiltæki úr Morgunblaöinu. Grundvallar- vandamál í efnahagslífinu á komandi árum Enda þótt þvi fari fjarri, að horfur i islenskum efnahags- málum séu nauðsynlega slæmar er ástæða til að vekja athygli á nokkrum þróunareinkennum efnahagslifsins, sem benda til þess, að það geti orðið enn tor- veldara að bjóða upp á frambæri- leg lífskjör á Islandi i framtiðinni en verið hefur fram að þessu. 1 fyrsta lagi er þess að geta, að aldursskipting þjóðarinnar hefur á liðnum árum verið einkar hag- stæð frá sjónarmiði framleiðslu- starfseminnar. Vegna hinnar hröðu fólksfjölg- unar fram yfir miðja þessa öld hefur tiltölulega stór hluti þjóðar- innar verið á starfsaldri undan- farna tvo áratugi eða svo. Siðan 1965 hefur hins vegar dregið veru- lega úr fæðingatiðni. Jafnframt hefur meðalævi lengst og eftir- launaaldur færst niður. Það er þvi fyrirsjáanlegt, að á verulega smærri hluta þjóðarinnar en verið hefur, verður á næstu ára- tugum lögð sú byrði að annast þá framleiðslustarfsemi, sem á að standa undir lifskjörum þjóðarinnar i heild. Þessi þróun er auðvitað ekkert einsdæmi hér á landi. í ýmsum nágrannalönd- um er hún þegar vel á veg komin. 1 annan stað er skynsamlegt að átta sig vel á þvi, að hagvöxtur á Islandi hefur á undanförnum tveimur áratugum fyrst og fremst byggst á æ yfirgripsmeiri nýtingu á náttúruauðlindum bæði til lands og sjávar. Hámark þess, sem unnt er að kreista út úr þessum auölindum á ári hverju, er hins vegar takmörkum háð. Flestum ætti nú að vera orðið ljóst, að afrakstur þessara auðlinda, ekki síst I sjávarútvegi, er nú kominn I námunda við þetta hámark. Það er amk. full- Ijóst að hagvöxtur, byggður á sivaxandi sjávarfangi, eins og á siðustu tveim áratugum, getur ekki endurtekið sig I framtiðinni. Islenskt efnahagslif stendur þvi á vissum krossgötum um þessar mundir. Annars vegar eru lífs- kjör hér á landi lakari en gerist viða erlendis með þeim afleiðingum, að brottflutningur fólks úr landinu er mjög umtals- verður. Hins vegar eru vissar horfur á þvi, að erfiðleikar á þvi að halda uppi lifskjörum hér á landi i framtiðinni fari vaxandi jafnframt þvi að það blasir við, að hagvaxtaraðferðirnar, sem byggðust á sivaxandi sókn i fiski- stofna, munu ekki lengur skila árangri. Efnahagsstefna borgaraflokkannna og lífskjör almennings Það er auðvitaö ekkert náttúru- lögmál, að á íslandi skuli vera lakari lifskjör en i nágrannalönd- unum. Island er t.a.m. auðugra af náttúruauölindum en margar þær þjóðir aðrar, sem bjóða þegnum sinum betri lifskjör. Menntunar- efnahagsstarfseminnar. Fjár- festingar þessara aðila hafa á hinn bóginn reynst i næsta litlu samræmi við þjóðarhag. Astæðan er öðru fremur sú, að virk sam- keppni, sem samkvæmt amerisk- um hagfræöibókum á aö visa at- hafnamönnum á hina réttu fjár- festingabraut, hefur ýmist ekki verið fyrir hendi, eins og i verslunargreinum, eða visað mönnum i alranga átt eins og i fiskveiðum. Meginástæðan fyrir óviðunandi lifskjörum á Islandi er ekki versnandi viðskiptakjör, verðbólga, launakröfur verka- lýðshreyfingarinnar, svipull sjávarafli, oliuverðhækkanir og hvaö þetta heitir nú allt saman. Astæðan er i grundvallardráttum þau gifurlegu fjárfestingarmistök sem hafa árum saman verið gerð i islensku efnahagslifi undir fána einkaframtaks og frjálsrar sam- keppni. Það er sú efnahagsstefna, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, sem hefur látið þessa fjárfestingasóun viðgangast og jafnvel ýtt undir hana, sem ber fyrst og siðast ábyrgð á hinum löku lifskjörum alþýðufólks á Islandi. Efnahagsstefna Alþýðubanda- lagsins Alþýðubandalagið hefur a undanförnum árum gagnrýnt þá efnahagsstefnu markaðs- hýggjunnar, sem nú hefur verið lýst, og lagt fram tillögur um skynsamlegriefnahagsieiðir.Þess sjást nokkur merki innan núver- andi rikisstjórnar, eins og vinstri stjórnarinnar 1971—1974, að skoðanir Alþýðubandalagsins hafi hlotið nokkurn hljómgrunn. Talsvert vantar þó enn á, að Alþýðubandalagið hafi markað og sett fram efnahagsstefnu sina á Þann ýtarlega, kerfisbundna hátt, sem krefjast verður af sósialiskum flokkum. I þvi efni er mikið verk óunnið. Leiðarljós slikrar efnahagsstefnu hlýtur fýrst og siöast að taka mið af lífs- kjörum hinna verst settu i þessu landi. Fólksflutningar til og frá íslandi 1961-1979 Brottfluttir umfram aðflutta Timabil árleg meðaltöl 1961-65 .. 212 1966-70 .. 650 1971-75 .. 4 1976-79 .. 821 Heimild: Hagstofa íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.