Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 28
MOÐVIUINN Helgin 8.-9. ágúst 1981 nafn Wkunnar Alþýðu- flokkurinn Sumarsveinar vikunnar eru aö þessu sinni forystu- menn Alþýðuflokksins. Þeir hafa i vikunni skemmt al- menningi með ýmisskonar uppátækjum, sem leiftra af þeirri orðsnilld, sem helst má likja við hrós einnar primadonnu um aðra að afstöðnum löngum samæf- ingum. En gefum mannvitsbrekk- unum orðið: „Upphlaup ritstjórnar i miðvikudagsblaði Alþýðu- blaðsins, grinblaðinu, var undanfari leikrits, sem sett vará svið af Vilmundi Gylfa- syni, sem er meistari i upp- setningu farsa af þessari tegund. Hinsvegar er þetta sorglegt leikrit." (Sighvatur Björvinsson i Hp) „Hvernig má það vera, að þeir þykjast hafa gert sam- komulag við mig, um blaö sem þeir héldu að Jón Bald- vin væri farine að citatýra? Allir sjá aö þetta (Kjartan Jóhannsson og félagar, aths. Þjv.) eru raktir ósannida- menn” (Vilmundur Gylfason i Mbl.). ,,Þetta blað var endemis bölvað rugl. Skilekki hverjir nenna að skrifa svona þvætt- ing. Ég er ekki aöeins óánægður með framlag Vil- mundar i þessum efnum (verkalýösmálum, aths. Þjv.) heldur einnig Jóns Baldvins, meðan hann sagf við stjórnvölinn” (Jón Karlsson, verkalýðsleiötogi á Sauðárkróki i Hp.) „Það er alls ekki veriö að reka mennina, en það greiðir enginn launagreiðandi mönnum laun, sem neita að vinna fyrir þessum launum” (Jóhannes Guðmundsson, frkv. Alþbi. i Hp). „Vilmundur var rekinn fimm sinnum i siðustu viku og situr þó enn. Mér hefur hins vegar aðeins verið sagt upp einu sinni. (...) I dag- blöðunum i dag les ég að ekki sé búið að segja mér upp” (Garðar Sverrisson, blm. Abþbl. i Hp) Ég hef sagt álit mitt á skrifum blaðsins um verka- lýðsmál á réttum stöðum (...) Skrif af þessu tagi er ekki hægt að þola öllu lengur” (Jón Helgason, form. Einingar i Hp). „Ritstjórinn neitaði að vinna sin störf i samræmi við almenna vinnuskyldu og samkvæmt samkomulagi frá föstudegi” (Blaðstjórn Alþbl. i fréttatilkynningu). „Þetta mál snýst um rit- skoðun. Stöövun á útgáfu blaös og meðhvaða hætti það var gert” (Jór Baldvin Hannibalsson i Hp). „Hvernig maður er Kjartan Jóhannsson eigin- lega og um hvað er hann að dylgja? Hvers vegna er hann hræddur og i' felum”. „Ef þessir menn (Kjartan Jóhannsson og Sighvatur Björgvinsson, aths. Þjv.) eiga eftir að stjórna Islandi i framtiöinni, þá hjálpi okkur Guö” (Vilmundur Gylfason i Mbl. og DB). Mættum viö fá meira að heyra ? —m Aðalsími Kvöldsími 81333 81348 AbaUimi Þjó&viljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná I af- greiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Helgarsími afgreiðslu 81663 Hópurinn samankominn fyrir utan Iðnó. Hópur ungra strengjaleikara æfir fyrir tónleika um næstu helgi: Ameðan flestungt fólk kcppist við að vinna sér fyrir aurum, er rúmlega tuttugu manna hópur sem þenur strengina daglangt fyrir ekkert kaup nema ánægjuna. Þetta er strengjasveit ungra hijóðfæraleikara, sem stofnuð var sl. vetur. Hópurinn hélt tónleika við góðan orðstir, i Bústaðakirkju um sl. jól, undir stjórn Guðmundar Emilssonar og nú cr hópurinn að æfa saman fyr- ir nýja tónieika um næstu helgi. Flest þetta unga fólk er við tón- listarnám erlendis, eöa hefur nýlokib námi, en upphaflega kynntist það i Tónlistarskólanum í Reykjavik. Fyrir ágóöann af tónleikunum s.l. vetur hefur þessi hópur nú fengiö hingað til lands þekktan fiðluleikara og stórnanda, Josef Vlach, en einnig veitti menntamálaráðuneytið fé til komuhans. Við ræddum litillega við Vlach, er við hittum hann og hópinn á æfingu niöri i Iðnó. Vlach er sjálfur fiöluleikari og heitir eftir honum heimsfrægur kvartett, Vlach kvartettinn, en Vlach er einn af stofnendum hans. „Égkom hingaðtillands fyrir milligöngu Islendinga sem ég hef kennt erlendis. Og þetta hefur verið ánægjulegt, krakkarnir eru mjög hæfileikamiklir og geta náð langt ef þau eru dugleg.” — Hvernig er að ferðast um og stjóma i hinum ýmsu löndum? ,,Það er mjög skemmtilegt; ég hef ferðast mikið með Vlach kvartettinum og sem stjórnandi fer ég oftastutan 2—3svar á ári, einkum til Skandinaviu. Fólk er vissulega ólikt i hinum ýmsu þjóðlöndum, en tönlistarlega er það svipað.” — Hvort er skemmtilegra að spila sjálfur eða kenna? „Þaö er skemmtilegra að spila á meðan maöur er ungur og fúllur aforku,en þegar frá liður verður kennsla og stjómun hentugari,” sagöi Vlach. Strengjasveitin, sem æfir dag- lega I Iðnó, er eins og fyrr segir samansett af ungum tónlistar- mönnum og spjölluðum við stuttlega við nokkur þeirra. Þetta unga féik, sem æfir 6 tíma á dag, auk þess sem það þarf að æfa sig einslega, hefur sáralitla mögu- leika á launaöri vinnu i sinni grein á meöan þaö er aö læra og jafnvel takmarkaöa atvinnu- möguleika að námi loknu. En þau vildustofna sina eigin hljómsveit. „Og með þvi að hafa aðeins strengi höfum við möguleika á aö spila ýmis verk og fá ómetanlega þjálfun, einkum þegar við erum svo heppin aö hafa jafn góðan kennara og Vlach,” sagöi eitt þeirra. Þau æfa og spila sem sagt kauplaust og fyrirkomulagið byggist a samvinnu. Hópurinn tekur sameiginlegar ákvarðanir um efnisskrá og nýia meðlimi. Við ræddum v!% nokkra kennsla og svo að spila með sinfóniuhljómsveitinni. Það er mjög þýðingarmikið fyrir okkur að fá tækifæri til aö spila hér saman, þegar við erum f skólafri- um og við vonumst til að geta haldið þvi áfram,” sagði Asdi's. Rósa Hrund Guömundsdótti'’, spilará fiðlu: ,,Ég er nýkomin heim, en var i Mönchen i 5 ár við nám . N úna er ég i' sinfóniuhljómsveitinni og kenni viö Tónmenntaskólann. Það erákafiega mikils viröi fyrir okkur að fá kennara eins og Vlach til okkar og við getum lært mikið af honum, Hann hefur bent okkur á að það sé nauösynlegt fyrir okkur aö reyna að halda áfram að æfa saman, þótt hópurinn tvistr- ist, þvi þannig fæst ákveðið á- framhald og þróun i samleikinn”, sagöi Rósa. Við spurðum Guðrúnu Sig- uröardóttur, sem spilar á selló, hvort það væri jafnvægi á milli hinna einstöku hljóðfæra, og hvort ákveðin hljóðfæri væru t.d. vinsælli en önnur hjá ungu fólki, sem hefur tónlistarnám. „Fólk velur sér hljóðfæri alger- lega frjálst, og það er eins og að þaö dreifist nokkuð jafnt á öll hljóðfærin. I dag er einna mestur skortur á bassaleikurum, en vinsælastar eru violurnar." — Spilið þið einhverja ákveðna tegund af tónlist? „Nei, viö spilum eiginlega allt sem er skrifað fyrir strengi. Við verðum með tvenna tónleika núna og á efnisskrá eru verk eftir Dvorák, Hándel^Mozart, Bach og Britten, auk þess sem ætlunin er að spila eitt islenskt verk. Arnþór Jónsson hefur verið við nám i sellóleik I Manchester undanfarin 4 ár og hyggst halda áfram námi erlendis á komandi vetri. Hann sagði aöspuröur að þaö væri vissulega erf'itt að fjármagna svo langt og dýrt nám og veltur það jafnan nokkuö á fjölskyldum viðkomandi, hvort og hversu lengi þeir geta verið i námi. Við spurðum hann hvað hljóðfærin kostuðu og hvernig nemendur fjármögnuðu sin hljóðfærakaup. „Gott hljóðfæri getur kostað jafn mikiö og einbýlishús og það getur auövitað veriö erfitt að fá peninga fyrirþvi. Við veröum aö kaupa þessi hljóöfæri sjálf og fáum y fi rle it t ekk i s ty rk i t il þess. Og þaö vantar oft talsvert á að skilnings gæti á þessu námi, t.d. viö veitingu námslána. Þaö er stundum eins og það sé veriö aö gefa manni peningana og að tón- listarnám þyki heldur ómerki- legra en t.d.læknanám, enda þótt atvinnumöguleikar okkar á meðan við erum i námi, séu sára- litlir,” sagði Arnþór. Tónleikarnir verða um næstu helgi, — á föstudagskvöld i Iðnó og á laugardagskvöld i Bústaða- kirkju og hefjast báöir kl. 8.30. — þs. meðlimi slrengjasveitarinnar. Fyrst við Asdisi Valdimarsdótt- ur, sem spilar á viólu: „Ég er aö læra i New York, — hef lokið fyrsta ári og á 3 ár eft- ir”, sagði hún aðspurð. Við spurðum hana hvernig hUn klyfi kostnaöinn við námið. „Við fáum námslán, en þau duga skammt, þvi námiö er mjög dýrt.” — Hvað ætlarðusvo að gera að námi loknu? — segir stjórnandi þeirra, tékkneski fiðluleikarinn Josef Vlach „Ég býst viö að koma heim, en atvinnumöguleikarnir eru ekki mjög miklir, fyrst og fremst „Hef ferðast mikið með Viach kvartettnum", segir Jósef Vlach. „Vióiurnar vinsælastar um þess- ar mundir”, segir Guðrún Sig- urðardóttir. Rdsa Hrund er nýkomin heim eft- ir 5 ára fiölunám í Mlinchen. „Tónlistarnám er mjdg ayri ■, segir Asdis, sem stundar nám i New York. „Gott hljóðfæri getur kostað svipað og einbýlishús”, segir Aniþór, scm var við nám I selló- leik i Manchester. „Hæfileikamiklir krakkar”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.