Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. ágúst 1981 STARFSFÓLK óskast til ef tirtaldra starfa: VERKAMANNASTARFA LAGERSTARFA V E RKSMIÐ J U ST ARF A SKRIFSTOFUSTARFA OG FLEIRA Einnig vantar starfsmann i sölu- og skrif- stoíustarf með staðsetningu i Garðabæ. Umsóknir sendist starfsmannastjóra, er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD Húsnæði óskast 2—3ja herbergja ibúð óskast til leigu. Upplýsingar gefur Þórarinn Guðnason. Simil—40—09. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur LISTSÝNING í tilefni 90 ára afmælis Verzlunarmanna- félags Reykjavikur hefur stjórn félagsins ákveðið að efna til sýninga á myndverkum félagsmanna sinna. Stjórnin vill þvi hvetja þá félagsmenn, sem hafa hvers kyns myndsköpun að fri- stundavinnu, að taka þátt i sýningunni. Sýningin verður haldin i Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16, frá 19. september til 4. október n.k. Félagsmenn, iátið skrifstofu félagsins vita og aflið ykkur upplýsinga i sima 26344 um nánara f yrirkomulag. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur RANNSÓKNARAÐ RÍKISINS Verkfræðingur - Raunvísindamaður Rannsóknarráð rikisins leitar eftir verk- fræði- eða raunvisindamenntuðum manni tii starfa, m.a. að gerð langtimaáætlunar um þróun rannsóknarstarfsemi i þágu at- vinnuveganna. Æskileg grundvallar- menntun á sviði verkfræði og raunvisinda. Góð ritfærni og hæfileiki til samvinnu mikilvægir kostir. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu berist skrifstofu Rannsóknaráðs rikisins fyrir 30. ágúst nk. Eiginmaður minn Ólafur t>. Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni Hafnarfirði, þriðju- daginn 11. ágúst klukkan 13.30. Þeirsem vilja minnasthins látna eru beðnir að láta félög og liknarstofnanir njóta þess. Kagnhildur G. Gisladóttir. Sigrún: Eins og aö eignast barn sem maður myndi Jórunn: Leikhúsið er okkar lifselexfr. Ljósm: gel. aldrei láta frá sér. Ljósm: gel. nokkrir hurfu til starfa i Iðnó og Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsið ruddi þeim braut. Þess má minn- ast að 21 leikari hefur stigið sin fyrstu spor sem atvinnuleikari hjá AL. Sigrún: Fjármálin voru erfið, það voru ekki greidd nein æfinga- laun og lág sýningarlaun. Þannig er hægt að vinna 2—3 mánuði, en svo verður fólk aö fara og fá sér aðra vinnu. Leikarar verða að lifa og sjá fyrir sér eins og aðrir. Spurningin var alltaf: lifir leik- húsið áfram næsta vetur? Það var stefnan að leyfa sem flestum að komast að til að leika, sem vissulega getur verið gott, en hefur þann galla að peningarnir sem inn koma dreifast á marga, öryggið er ekkert og engin sam- fella i listsköpuninni, þegar alltaf kemur nýtt og nýtt fólk til starfa. Það sem okkur vantar núna er tækifæri til að vinna saman svo að lisitin blómgist. Jórunn: Ef við litum á efnis- valið þessi þrjú ár fyrir sunnan, þá eru verkin nokkuð sitt úr hverri áttinni. Við spyrjum okkur, hvernig er hægt að skapa samhengi i listsköpuninni, skapa okkar stil og þjóna um leið áhorf- endahópnum ? Fyrsta skilyröi er auövitað að fólk geti helgað sig þessari vinnu án stöðugra áhyggna af lífsaf- komunni og þurfi ekki að rjúka i einhverja „arðbæra” vinnu til að bjarga sjálfu sér og fjölskyldunni frá gjaldþroti. Það gefur auga leið að þaö þarf mikilhæfan leik- ara sem getur hoppað upp á svið með löngu millibili og leikið eins og engill. Viö verðum að geta unnið samfellt ef útkoman á að vera góð. Súru eplin Sigrún: Siðastliðinn vetur urðu ákveðin timamót við það að fá Hafnarbió og þar með erum við komin að þriðja þætti sögunnar. Okkur varð ljóst aö leikhúsið var orðiö mikið bákn og gifurlega timafrekt að taka allar ákvarð- anir á stórfundum. Leikhúsráðið varð til, sem samanstendur af leikhússtjórum og fulltrúum leik- ara, alls fimm manns, auk þess sem framkvæmdastjórinn situr fundina. Hugmyndin var að skapa eins konar ventil, sem stöðugt endurnýjast. Þennan vetur uröu lika til hópar innan hússins, sem hver og einn bar ábyrgö á sinni sýningu, lika fjár- hagslega. Jórunn: Það er súrt epli að bita i, en alþýöuleikararnir velja og hafna, gera það upp við sig hvort þeir eru tilbúnir til að fórna leik- húsinu tima sinum og jafnvel að búa við sult og seyru, eða hvort þeir vilja heldur halda á aðrar slóðir. Þannig hefur þetta verið undanfarið. Við stefnum að þvi að festa hóp- ana i sessi, einn er þegar fastmót- aður, sá sem setti upp „Pældiði” þau eru búin aö æfa upp nýtt verk. Annar hópur er að verða til og það errúm fyrir þann þriðja. Vonandi gengur dæmið upp, þvi það er fer- legtað leikhús með þennan áhorf- endafjölda skuli arðræna sina eigin leikara og reyndar okkur öll sem þar vinnum, þvi leikararnir eru jú leikhúsið. Þetta er sigursaga! — Hvernig stendur á þvi að fólk leggur á sig alla þessa vinnu, inn- réttar hcilt leikhús og leikur á fullu fyrir lítið sem ekkert kaup? Sigrún: Ég var fyrr i vor á fundi alþjóða leikhússtofnunar- innar, þar sem m.a. var fjallaö um frjálsa leikstarfsemi. Ég var i hóp sem ræddi um sjálfstæða leikhópa. Þar,voru sagðar mis- jafnar sögur, en viðast hvar er háð hörð barátta fyrir viðurkenn- ingu. Þegar ég sagði frá Alþýðu- leikhúsinu, þv^að við værum með 300 sæta leikhús, hefðum sýnt 190 sýningar á siðasta leikári og fengið 30.000 áhorfendur, spurði fólk, hvernig er þetta hægt? A eftir komu gamalreyndir leikhús- menn til min og sögöu: Þetta er sigursaga! Alþýðuleikhúsið hlýtur að verða viðurkennt. Hvers vegna leggjum viö allt þetta á okkur? Af þvi aö við ætl- um og erum reyndar búin að byggja upp okkar eigið leikhús ekki sist vegna þess að þetta leik- hús á sér mikinn hljómgrunn meðal leikhúsunnenda. Það má likja AL við það að eignast barn, sem maður myndi aldrei láta frá sér, af þvi að maður sér von i barninu. Jórunn: Einnig vegna þess að við höfum lært þetta fag og viljum vinna við það. Við höfum okkar hugmyndir um leikhús, það er okkar lifselexlr! Frá Heródesi til Pílatusar — Þið talið um viðurkenningu og eigið þá við aö yfirvöld sjái sóma sinn i að styrkja Alþýðu- leikhúsiö almennilega, ekki satt? Sigrún: Við höfum gengiö frá Heródesi til Pilatusar ár eftir ár og gert grein fyrir þörf okkar á fjármagni. Alltaf rekumst viö á þetta sama, ákveðna hræöslu hjá ráðamönnum. Viö fáum vinsam- legar móttökur, en svör t.d. borgaryfirvalda eru: við viljum ekki annað atvinnuleikhús. En við erum atvinnuleikhús sem hefur fjölda manns i vinnu. Það er gömul saga að nýtt leik- hús tekur ekki áhorfendur frá þeim sem fyrir eru, heldur eykst aðsóknin og áhuginn. Hvað er þá eðlilegra en að þriðja atvinnu- leikhúsiö komi upp? Hvað hefur ibúum borgarinnar fjölgað mikið frá þvi að Iönó var gert að at- vinnuleikhúsi seint og um siðir? Um tugi þúsunda. Er nokkuð undarlegt þó að kallað sé á nýtt atvinnuleikhús? Hvað um fólk sem rikið er að mennta sem leik- ara, ]>arf það ekki vettvang til aö starfa á? Þar að auki, fyrir þjóð sem hefur leikhús i hávegum og á sennilega heimsmet i leikhús- sókn, ætti það að vera augljóst aö tilvera frjálsra leikhópa er nauð- syn, jafnt leiklistinni, áhorfend- um og þeim sem að listinni vinna. Að neita að viðurkenna þessa staðreynd er menningarleg blinda, og sist vilja íslendingar láta slikt á sig sannast. I þessu máli mætti taka mið af þvi, sem gerist t.d. á Norðurlöndunum, en þar fá frjálsir leikhópar álitlegan stuðning frá rikinu. Þjónum líka landsbyggðinni Jórunn: Alþýðuleikhúsið hefur sett alls 12 verk á svið, þar af frumflutt 5 ný islensk verk. Niu þeirra hafa farið i leikför um landið. Leikhúsiö hefur alltaf miöað starfið við það að þjóna lika landsbyggðinni. Leikmynda- teikniarar fá þau einu fyrirmæli að miðá leikmyndina viö að hún sé flytjanleg. Sigrún: Það vita allir að leikhús stendur aldrei fjárhagslega undir sér. Ef svo ætti að vera yrðu mið- arnir að vera miklu dýrari og það þýddi að fólk hefði ekki efni á að sjá sýningarnar. En að sjálfsögðu bjóðum við miða á sama verði og hin leikhúsin. Jórunn: Við getum auðvitað ekki krafist án þess aðgefa á móti og það teljum við okkur svo sannarlega hafa gert. Við erum búin að sýna og sanna að i AL eru alvarlega þenkjandi listamenn að störfum og fólk vill koma og sjá það sem verið er að gera. Við ætlum að lifa af — Hvað um framtiðina i Hafnarbiói, verðið þið ekki að nýta húsið út i ystu æsar til að ná upp i kostnað? Sigrún: Hafnarbió er okkur gifurlega dýrt og þess vegna verður það að nýtast sem allra best. Viö höfum skrifaö bréf til leikfélaga úti á landi og boðiö þeim afnot af húsinu. Eins höfum við boðið ýmsum félögum sam- starf. Það er hægt að halda tón- leika i húsinu, okkur er sagt að hljómburðurinn sé einn hinn besti i bænum. Einnig má flytja þar alls konar dagskrár. Það hefur sýnt sig að unglingar sem eiga jú i fá hús að venda hafa mjög gjarnan sótt tónleika i Alþýðu- leikhúsinu. — Ef allt gengur að óskum og þið fáið peninga til að halda leik- húsinu gangandi, hvað verður þá á dagskrá er haustar? Jórunn:Við ætlum aö lifa af og ætlum aö starfa áfram, hvernig sem við förum að þvi. Það er búið að æfa leikritið „Sterkari en Superman” eftir Roy Kift, sem fjallar um fatlað fólk og ófatlað, það verður frumsýnt strax i haust. Siðan fylgir leikrit eftir dönsku skáldkonuna Vitu Ander- sen sem heitir: Elskaðu mig. Timinn leiðir i ljós hvað siðan gerist. _ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.