Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 13
Helgin 8.-9. ágúst 1981 þjóÐVILJINN — SÍÐA 13 kvlkmyndir Reykviskir kvikmynda- gagnrýnendur eru ekki alltaf öfundsverðir. i sumar hefur myndaúrvalið í biounum t.d. verið á þann veg, að auðvelt er að telja á fingrum annarrar handar þær myndir sem yfirleitt er hægt að fjalla um. Einhverra hluta vegna virðast bidstjdrarnir bless- aðir vera þeirrar skoðunar að aldrei sé fdlk eins þurfandi fyrir ofbeldi og rusl einsog á sumrin, þegar sdlin skin. Litið bara á bló- auglýsingarnar: „hrottaspenn- andi lögreglumynd ”, „hörku- spennandi og viðburðarik mynd um barnsrán”, „æsispennandi og hrolivekjandi ný bandarisk kvik- mynd ilitum”... Kannski halda þeir að „menn- ingarmafian” sé farin af landi brott, komin á námskeið i Sviþjóð öll einsog hún leggur sig, og þvi þurfi þeir ekki að hafa áhyggjur af henni. Kannski fer enginn i bió á sumrin nema unglingarnir, og bióstjórarnir þykjast nú aldeilis vita hvað þeim kemur best. Eða eru þeir f samkeppni við videóið? Einsog allir vita felst heilbrigð samkeppni i þvi að vera nákvæm- lega einsog keppinauturinn nema bara ennþá betri, svæsnari eða hvað það nú er. t þessu frjálsa samfélagi dettur engum heilvita manni i hug að bregða út af venj- unni, bjóða upp á „öðruvi'si val- kosti”. Hrottalegar ofbeldis- myndir eru í tisku i Amerikunni og þá skulum við fá þær lika, takk fyrir. Ofbeldistiska Nú verð ég að játa á mig smávegis uppreisn. t staðinn fyr- ir að fara i bíó og sjá einhverja af þessum þrið jaflokksmyndum ##Hrotta- spennandi hrollvekjur5 CHOCK GYSEREN Í.AMLA BIO Spegilbrot AGATHA. CHRISTIE S Mirror Crackd HARRY Spennandi og viftburöarik ný ensk-amerisk litmynd. byggö á sögu eftir Agatha Christie. Meö hóp af úrvals leikurum Karlar i krapinu Ný, sprenghlægileg og fjörug gamanmynd úr villtra vestr- Afar spennandi og viöburftarik mynd sem gerist vift strendur Þýskalands. Aftalhlutverk: Michael York með axir eru óstöðvandi. Glæpa- maðurinn er að visu handsam- aöur i lokin, en glæpurinn blifur, og óttinn blifur. Kannski heldur þú að glæpamaðurinn sé dauður, en þá hverfur likhans skyndilega. Hann getur komiö aftur, þegar minnst varir. t besta falli losnar þú ekki við hann úr martröðum þinum. Konurnar i myndunum eru óttalegar tæfur og eiga það til að snúast til varnar, en tilburöir þeirra i' þá átt eru klaufalegir og kjánalegir. Eina von þeirra er að einhver góður karlmaður bjargi þeim úr klóm morðingjanna, og það kemur fyrir i þessum mynd- um. Hinsvegar kemur það aldrei fyrir að konur bjargist af eigin rammleik. Þær eru algjörlega háðar karlmönnum, sem stjórna lifi þeirra. Þannig á það að vera, segja aðstandendur slikra kvik- mynda. ..Eðlileg” hvöt Að baki þessum kvikmyndum býr heimspeki, sem á sér djúpar rætur i vestrænni menningu. Þessi sama heimspeki skin út Ur blaðafréttum af nauögunum og kvennamorðum, og við höfum m.a.s. séð glitta i hana i islensk- um blöðufn, þótt ekkisé hún eins áberandi hér og i stórborgar- blöðum erlendis. t stuttu máli sagt byggisthún á þeirri skoðun, að allir karlmenn búi yfir löngun til að misþyrma konum. Þeirsem geta sigrast á þessari „eðlilegu hvöt” eru góðir menn, þeir sem geta það ekki eru vondir. Hin sanna siðmenning er fólgin i að bæla niður hvatir, en við getum aldrei leyft okkur að efast um að þessar hvatir sp'u fvrir hendi Ef viðeigandi að ráöast á bláókunn- uga konu, nauðga henniog drepa, en það er fullkomlega eðlilegt að heilbrigðan mann langi til þess. Lögreglan heldur vörö um sið- menninguna, viðheldur óbreyttu ástandi. Fólkið vill þetta Mikið hefur verið rifistum það, hverskonar áhrif ofbeldismyndir hafi. Þeir spekingar eru til sem halda því fram að menn hafi gott af að sjá þessar myndir, meö þvi fái þeir útrás fyrir allar „eMilegu hvatirnar” og sú útrás sé ekki eins skaðleg og hjá þeim sem gripa til axarinar i sama tilgangi. Þessi skoðun er greinUega byggð á þeirri heimspeki sem lýst var hér að framan. En gamall og góð- ur málsháttur segir að börnin læri það sem fyrir þeim er haft. Fyrir skömmu var frá þvi grgint hér i blaðinu að 14 ára unglingar i Jap- an hefðu að meðaltali séð 13.000 manns deyja á sjónvarpsskermi - i nærmvnd. Hvaö skýldu þeir Vert er að geta þess, áður en lengra er haldið, að við höfum hingað til verið blessunarlega laus við það alversta af þessum iðnvarningi, svo er kvikmynda- eftirlitinu fyrir að þakka. En eft- irlitið nær vist ekki til videósins, þannig að þetta alversta er kannski komið hingað eða væntanlegt inn á gafl til visitölu- fjölskyldunnar — og hverætlarþá að banna innan 16? Sally Vincent segir frá nokkr- um kvikmyndum, sem hún sá i breskum kvikmyndahúsum i fyrra. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fjalla um of- beldisverk, sem karlmenn fremja á konum. Samkeppnin i þessari iðngrein — ofbeldismyndafram- leiðslunni — er orðin afskaplega hörð, og áhorfendur hafa harðnaö að sama skapi. Nú er ekki lengur hægt aö valda hryllingi meö tómatsósunni einni saman, og framleiðendurnir hafa fundið upp ýmsar aðferðir, sem þykja gefa góða raun. Ein þessara aðferða er fólgin i þvi, að gera áhorfandann (sem i langflestum tilfellum er karl- kyns) að nauðgara og morðingja. Verstu atriðin eru tekin frá sjónarhorni mannsins með öxina. Kvenfólkið er sýnt einsog áhorf- andinn/morðinginn sé að njósna um það. Og þetta kvenfólk er undantekningarlaust vont og ber enga virðingu fyrir karlmönnum. Þetta eru konur sem eiga það skilið að fá á baukinn. Glæpurinn blifur Dæm ig ert atriði af þessu tagi er aö finna í myndinni Hann veit að þú ert ein (He Knows You’re Alone). Þar er stúlka elt gegnum skóg. Morðinginn eltir hana og áhorfandanum finnst hann vera morðinginn, vegna þess að hann sér stúlkuna með augum hans, nálgast hana hægt aftan frá, skynjar ótta hennar, og á endan- um er engu likara en öxin sé i höndum áhorfandans og hann þurfi ekki annað en lyfta henni og láta höggið riða. Morð eru staðreynd, sem enginn fær gert neitt við, sam- kvæmt heimspeki þessara mynda. Brjálaðir morðingjar sama hvert fórnardýrið er. Greinarhöfundur vitnar i hátt- settanbreskaniögreglumann, sem hún hafði rætt við um kvenna- morðin i Yorkshire i fyrra. Lögga þessi sagði eitthvað á þá lejð, að kvennamorðinginn hefði áreiðan- lega ekki myrt konurnar ef lögreglumaður hefði horft á hann. „Hann er nefnilega ekki galinn. Hann þekkir muninn á réttu og röngu!” Semsé: allir menn vilja konum illt, en góöir menn 'nafa einskonar innbyggða löggu sem varar þá við afleiðingunum. Vondu mennirnir kjósa að láta aðvörunarorðin sem vind um eyru þjóta, og þessvegna þarf alvöru lögreglu til að halda þeim I skefjum. Það er nefnilega ekki L OV V.iU að sýna okkur myndir sem eru allar eins, nema hver annarri svæsnari. Þeir hofða allir til sama áhorfendahópsins, sem aft- ur hefur leitt til þess að flestir sem ekki tilheyra þeim hópi eru hættir að fara I bló. Svo slysast þeir kannski alltl einu til að sýna góða mynd, en þá fer hún auðvit- að fyrir ofan garð og neðan hjá fólki sem hún hefði átt að höfða til, vegna þess að það er hætt að sækja bfó og li'ka vegna þess að myndin er auglýst alveg á sama hátt og þessar „hrottaspenn- andi”. Niðurstaðan af þessum bolla- leggingum getur ekki orðið nema ein: það vantar menningarpólitik i bíóin. STOÐSTÓLUNN Heilsunnar Góóur stóll sem léttir vinnu og eykur vel- líðan. Bakið er fjaðr- andi og stillanlegt og gefur mjög góðan stuðning. Halli set- unnar er breytanlegur og hæðarstillingin sjálfvirk. Fáðu þér Stoðstólinn heilsunnar vegna. STALIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.