Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.08.1981, Blaðsíða 7
Helgin 8.-9. ágúst 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Dr. I.M.Potent Karlmaðurinn biður, konan aö versla. deildir nugtaksins eru þess vegna endalausar. Mér virðist hann falla hér á sjálfs sins bragði og rugla saman kenningum um menningu, og menningu sjálfri. Við getum flokkað niður menningu eins og við viljum, en eitthvað verður aö vera hægt að gripa i til sönnunar, annars eru þetta tómir hugarórar og litt sannfærandi. Þá vaknar spurningin: hvaö bendir til þess að kvennamenning sé i rauninni til? Hvað hefur hún fram að færa? Þeirri athugasemd hefur verið fleygt fram i þessu sam- bandi, að við séum að bita höfuðiö af skömminni meö þvi að upphefja kvennamenningu, þvi hún er menning hins kúgaða hóps og konur virðast ekkert hafa fram- kvæmt sem hægt er að stæra sig af. Hér má staldra við og forðast það að gripa i tómt. Vel má biðja um sannanir fyrir þeirri rök- semd að konur hafi menningu út af fyrir sig. Svar við þvi ætti að vinna bug á þeirri neikvæðu grun- semd, sem reyndar kemur oft frá konum sjálfum, að kvennamenn- ing sé menning hins kúgaða, og það aö upphefja hana hindri að- eins jafnréttisbyltinguna. Þess vegna leyfi ég mér að kippa beisl- inu hér og leggja drög að svari. Vil ég þarmeð koma þeirri skoðun fram aðsvartsýni af þessu tagi er okkur sjálfum hættulegust, og, gerir ekki annað en að stuöla að þvi misrétti sem þegar rikir. Hvaða sannanir benda til þess að kvennamenning sé til? Til þess að svara þessari spurn- ingu verður að lita á þjóöfélög, eða hópa af konum, sem búa við önnur kjör en þau sem við þekkj- um. Eru ekki til þjóðfélög þar sem konan hefur annaöhvort yfir- hönd eða jafnrétti, sem sýna hvaö þær gera þegar út úr niðurbæling- unni er komið? Ekki dugir að taka sem dæmi einstakar konur i heföbundnum „karlaþjóöfélög- um”, ef svo má að orði komast, konur s.s. Golda Meir, Margaret Thatcher, Indira Gandhi, o.s.frv., þvi þar er ekki um kvennamenn- ingu að ræöa heldur nútimapóli- tik. Það hamlar svari, að mann- fræöingar eru langflestir karl- menn-, og draga fram einkenni þess hóps sem þeir rannsaka, með sinum eigin fordómum um kynjaskipun i heilu lagi. Þess vegna sný ég mér að konu sem skrifar með það sama fyrir aug- um og ég. Hér á ég viö bók sem nefnist Women and Work eftir Sheila Lewenhak.Þar rekur hún sögu verkakonunnar alveg frá steinöld og til okkar tima. En hér fjalla ég aöeins um það ástand sem hún telur að hafi rikt áður en Algeng stelling i hinum iön- væddu rikjum og talin 95% örugg, en aðeins á versl- unartima. Til aö þessi stell- ing gefi 100% öryggi gegn kynmökum, þarf maöurinn heist aö biöa viö búöar- dyrnar. Kristjana Gunnarsdóttir: Árni Bergmann birtir hugleið- ingu i Þjóðviljanum helgina 1-2 ágúst þar sem hann m.a. kemur niður á nokkur atriöi i svari minu til Helgu Kress um kvennamenn- ingu. Hér á eftir vil ég nefna örfá atriði i sambandi við þessa hug- leiðingu og einnig lita á þetta efni i ljósi kvennavinnusögunnar. Árna Bergmann viröist litast vel á menningu gyðinga meðan hún er kúguð af rússum, en þegar gyðingar eignast ísrael umskipt- ast þeir i valdastétt og „þá koma vonbrigöin.” Eins mundi fara fyrir konum, ályktar hann. Honum list eins og er svo vel á „kvennamenninguna” meðan hún er niðurbæld, að hann stingur upp á þvi að við notum orðið sem nýtt heiti yfir hinu góða, og oröið „karlamenning” nýtt heiti á hinu illa. Þessi hugmynd ris úr flagi greinar minnar, að honum virð- ist, en misskilningurinn hjá hon- um er sá, að ég dæmdi ekki þau einkenni kvenna- og karlamenn- ingar sem ég taidi upp. f rauninni finnst mér „stærilæti, hroki, svik- semi, kaldlyndi,” vera alveg eins „góð” og „frelsi, þolgæöi, og gjafmildi.” Árni virðist bræða saman kvennamenningu og kúgaöa menningu, en þar fer hann úr horfinu. Kvennamenning hefur á ýmsum tímabilum verið mis- munandi sterk. Spurningin i kjarnanum þegar hugtakiö „kvennamenning” kemur úr kaf- inu er stundum: hvernig hugsa konur, hvað gera þær vel i heild- ina séð? Konur finna það að þær eru öðruvisi en karlmenn að ein- hverju leyti, og þann neista þarf að finna. Eins er með iistamenn: þeim er ráðlagt að vera sjálfum sér trúir Ekki dugir að herma eft- ir öðrum, en i staðinn að starfa frá eigin sjónarheimi, annars koma aldrei annað en hálfhugsuð verk, tískufyrirbæri, eftirherm- ur, og getgátur. Ennfremur nefnir Arni að hug- takiö „menning” sé ónákvæmt. Það má skilgreina það á ýmsa vegu, og nefnir hann mögulegar undirdeildir sem dæmi (timi, heimshluti, þjóðerni, stéttir, öll skipta þar máli). Hann er hlynnt- ur þeirri skilgreiningu að menn- ing sé einungis imyndað kerfi bú- ið til af þeim sem vilja. Undir- Hann Ragnar lækkaði verðið á ryksugunum — því er nú rétti tíminn að gefa þeirri gömlu frí og fá sér eina virkilega góða VOLTA ryksugu — þá bestu frá Svíþjóð EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10A - SlMI 16995 kvennakúgunin hófst, hvernig sem annars stóö á þvi. Lewenhak styðst við rannsókn- ir mannfræðinga og fornleifa- fræðinga um steinaldarmenningu yfirleitt, og notar nútima þjóð- flokka sem mannfræðingar telja að búi við sömu einkenni á tutt- ugustu öid. Einkum koma við sögu hér eskimóaþjóðir, og „san” fólk, eða „busmen” á ensku. Einnig notar hún sem dæmi þjóð- flokka i Polynesiu, Tierra del Fuego, Kina, Japan, Astraliu (frumbyggjar), Tibet, Ameriku (indjánar), Vestur Afriku, Melanesiu, Súdan, Egyptalandi, Fuegi, Borneó, Úganda. og Sahara. Heildaryfirlit hennar vis- ar á eftirfarandi: Af atvinnuvegum kvenna virð- ist sem konur hafi gegnum ald- irnar fengist við sum þau störf sem ennþá einkenna „kvenna- vinnu”. Má nefna samtining fæðuefna, einkum i söfnunarþjóð- félögum, s.s. söfnun skelfisks, vatnajurta, eggja og fugla. Mik- iö ber á þvi að konur beri byrð- ir, s.s. vatn og börn, og gangi mikið. önnur vinna kvenna virð- ist vera smádýraveiöar, smáfisk- veiöar, köfun eftir hafsbotnsaf- uröum, landbúnaöarstörf, og um- önnun jarðgróðurs og búpenings. Einnig koma fram þreskjuvinna, kvarnarvinna, barkarbátasigl- ingar, og sund. Siðast nefnir hún matreiöslu. Aheildina litið er hér um að ræöa vinnu sem gerist mest annaö hvort heima fyrir eöa nálægt heimilinu, meðan karl- menn eiga aö hafa farið viðar i leit að stærri bráð. Að lokum nefnir hún hestamennsku, dýra- smölun, fjárklippingu, og mjólk- urframleiðslu. í þessum atvinnugreinum hafa konur sjálfar eflt tækni og visindi, sem viðurkennist ekki úr þvi aö allur þjóöflokkurinn notfærir sér þetta sameiginlega. A tæknilega sviöinu má nefna ýmsar aðferðir við upphitun, húsabyggingar, lit- un efna, leirgerö, geymslu mat- væla, fóstureyðingar, sykur og saltgerö, áburð við garðrækt, og alkoholbruggun. Á sviði visinda kemur mjög greinilega fram brautryðjendastarf I þessum greinum: efnafræöi, stærðfræði, flatarmálsfræði, læknisfræði, lyfjafræði, og þarafleiðandi eitur- Iyfjafræöi. Asamt hinu tæknilega i menn- ingu þeirra, koma fram ýmsar iöngreinar sem konur hafa til- einkað sér og viröast framkvæma auöveldlega. Hér eru um að ræða: vefnað, hekl, körfuvefn- að, saumaskap, fatargerð. Þær búa til ilát , net kaðla, hljóð- færi, skartgripi, leður, verkfæri, þræði, tjöld, og þær spinna. Ct frá þessu viröast þær koma við sögu i listgreinum einkum á sviði tón- listar og höggmyndasmiöi. Svo kemur glögglega fram að konur hafi tekiö forystuna I ýms- um félagsmálum. Konur sáu um trumbusláttinn sem sendi skeyti milli manna. Þær hafa skapað galdrafræöigrein og fengist mikið við galdra og töfrabrögð, stund- um i sambandi viö lækningar og sálf ræöi. Þær viröast vinna mikiö saman og skemmta sér um leið. Lewenhak dregur einnig fram dæmi um mannvonsku kvenna (s.s. að þær berji eiginmenn og beri út börn), og loksins að þær hafi komið upp sjálfsvarnarlist- grein, að mestu sameinuð sjálfs- varnarlist karla nú. Seinast er sagt að konur hafi fengist mikið viö sögusagnagerð, boriö með sér þjóðtrú og þjóösögur, að hluta til barnanna vegna. A að upphef ja það litla sem er konum til skammar? Af hinu ofangreinda má giska á Framhald á blaðsiðu 26 Kvennamenning og verkalýðsstéttin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.