Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. október 1981 Afsaltpétri Læknavísindi á íslandi hafa i gegnum tíðina aðallega snúist um hangiket. Síðasta hangiketsvísindaaf rekið leit dagsins Ijós í öllum dagblöðunum núna í vikunni og kom satt að segja eins og reiðarslag yfir landsmenn, en þósérstaklega akureyringa. Ekki var „séra” Pétur Sigurgeirsson fyrr búinn að koma sér f yrir á biskupstróninum og orðinn „herra" Pétur, en mikið fjaðrafok upphófst á Akureyri útaf öðrum Pétri. Og þetta var enginn annar en sjálfur saltpétur- inn. Það er ógnvekjandi staðreynd, að f yrst núna á ofanverðri tuttugustu öldinni skuli bent á það með gildum, séríslenskum vísindarökum, aðgetnaðurá jólum sé óæskilegur, vegna þess að saltpéturinn í jólahangiketinu á Akureyri valdi sykursýki í afkvæmum sem koma undir á fæðingarhátíð frelsarans og fæðast þar af leiðandi í október. Eins og alþjóð er kunnugt, hef ur þessi stór- merka kenning nú verið sett fram í hinu út- breidda læknatímariti Lancet, en höfundur hennar, Þórir Helgason yfirlæknir, er sagður orðinn heimskunnur af þessari uppgötvun og er ekki annað að sjá en að, eins og nú er komið málum, sé saltpétrað hangiket orðið einn versti óvinur alls þess sem lífsanda dregur, a.m.k. á Akureyri. Elstu heimildir um saltpétur er að finna í Matteusarguðspjalli: Þér eruð salt jarðar- innar, en ef saitið dofnar, með hverju á þá að se’.ta það? Sannarlega segi ég yður: Með pétri saltsins. (Mt. 25.47). Þetta er að visu skráð f yrir hartnær tuttugu öldum og ekki vitað hve lengi gyðingar höfðu þá notað saltpétur i kjötiðnaðinum, en það er óhrekjanleg staðreynd að mannkynið hefur þurft að horfast í augu við ófá dauðsföll á síð- astliðnum tvöþúsund árum, og hefði vafalaust verið hægt að fækka þeim til muna, ef grand- varir fulltrúar læknavísindanna hefðu strax í upphafi bent á, hvílíkur ægilegur lífsháski mönnum er búinn af saltpétri. Sagt er að akureyringar séu í hnípnara lagi þessa dagana, því margir voru farnir að hugsa til hefðbundins jólahalds með hangi- keti, fírugum bólförum og öðru húllumhæi, en nú hafa vísindin bent á, að ekkert nema sykur- sýkin bíði þeirra, sem koma undir eftir hangi- ketsveislu. Fjölmiðlar hafa þegar kannað viðbrögð akureyringa og kennir þar að vísu margra grasa. Forstjóri kjötiðnaðarstöðvar KEA, Öli Valdimarsson, segir orðrétt í Þjóðviljanum þ. 14. okt.: „HÖFUM EKKI NOTAÐ SALTPÉTUR i 12 ÁR". Síðan heldur kjötiðnaðarforstjórinn áfram: „Ég væri tilbúinn að trúa þessu, ef ég eða bræður mínir hefðu fengið sykursýki. Ég er annar ættliðurinn, sem gerir lítið annað en éta hangikjötalla daga. Ég er að vísu ekki fæddur í október og enginn okkar bræðra." (Tilv. lýkur). Þessi ummæli kjötiðnaðarforstjórans eru að því leyti merkileg að samkvæmt þeim er — og takið nú vel eftir — saltpéturinn í jólahangi- keti akureyringa, saltpéturinn sem veldur því að þeir f á sykursýki, ef þeir koma undir á jól- unum, — já, rétt — sá saltpétur er semsagt EKKI i jólahangiketinu á Akureyri. Það hefur lengi verið séríslensk vísindaleg aðf erð að hafa niðurstöðu rannsókna klára og á hreinu, áður en rannsóknirnar sem til hennar leiddu hef jast. Nú legg ég til, að aðeins verði brugðið af þessari leið og fyrirliggjandi upplýsingar og forsendur notaðar í vísindalegum tilgangi. Það er semsagt Ijóst að saltpétur hefur ekki verið í hangiketi á Akureyri í tólf ár og samt fæðastakureyringar, sem koma undir á jólun- um, með sykursýki. Ergo: Sykursýki á Akureyri stafar af því, að enginn saltpétur er í jólahangiketinu. Hvað sem öðru líður má það vera lýðum Ijóst, að ef akureyringar vilja vera lausir við að fæðast með sykursýki í október, þá eiga verðandi foreldrar um þrjár leiðir að velja. Semsagt þær, að hætta að borða hangiket á jólunum, hætta að gera „hitt" á jólunum, eða það sem öruggast er, að njóta hvorki hangi- kets né „hins" á fæðingarhátíð frelsarans. Vísast er að þetta verði akureyringum þung- ur róður, að minnsta kosti ef marka má orð Gunnlaugs P. Kristinssonar, formanns sykur- sjúkra á Akureyri á forsíðu Þjóðviljans 14. okt. sl.: „HÆTTI EKKI VIÐ HANGIKJÖT" Og síðan: „Ég ann nú hangiketinu meira en svo, að ég hætti að borða það". (Tilv. lýkur). Þessi sykursjúklingur veit sýnilega hvað á að velja og hverju að hafna á jólunum, og mætti þessi gamli húsgangur vel koma í orða- stað hans: Hangiketssíðan feita fríða f resta mun barnasmiðinni. Ég held að ég bíði og hætti að ríða í hangikets blíðutíðinni. sHráargatrid Einn af þekktustu blaöamönnum nú- timans, Harrison Salisbury, fyrrverandi ritstjóri The New York Times var á feröinni á ts- landium daginn. M.a. átti hann hádegisveröarfund meö islensk- um blaöamönnum i húskynnum Blaöamannafélags tslands. Salisbury var I mörg ár frétta- ritari blaös sins i Moskvu en sagöist nú vera óvelkominn i Sovétrikjunum enda heföu Rússar þann háttinn á aö reka erlenda fréttaritara úr landi ef þeim likaöi ekki skrif þeirra. Jón Asgeir Sigurösson blaöa- < maöur spuröi þá Salisbury hvort hann vissi aö islenskum blaöamönnum væri meinaður aögangur aö Bandarikjunum ef þeir tilheyröu vissum stjórn- málaflokki. Harrison Salisbury kvaöst hafa heyrt þetta kvöldiö áöur og liti þaö mjög alvarleg- um augum, svo alvarlegum aö hann hygöist ræöa máliö viö ákveöna aðila er hann kæmi aft- ur heim til Bandarikjanna. Ungir Sjálfstæöismenn hafa harðlega gagnrýntflokksbræöursina, svo sem Sverri Hermannsson, fyr- ir aö þiggja boösferöir austur til Sovétrikjanna meöan Rússar fara meö hernaö á hendur Af- ghanistan. Litil eru þó geö guma þvi aö nú er Erlingur Kristjáns- son, einn af framámönnum i Sambandi ungra sjálfstæöis- manna aö fara i næstu viku i boösferö austur til Sovétrikj- anna á vegum Æskulýössam- bands fslands i boöi KOMO — Æskulýössambands Sovétrikj- anna. Vara formannskosningin á landsfundi Sjálfstæöisfiokksins veröur spennandi, og enn eiga eftir aö bætast viö framboö. Kalla- samkundan, Friörik, Sigurgeir og Matthías kemur til meö aö fá haröa samkeppni þvi þær stöll- ur Björg Einarsdóttir og Ragn- hildur Helgadóttir munu báöar gefa kost á sér til varafor- manns. Hafskip h.f. hætti fyrir nokkru aö tryggja skip sin hjá Almennum tryggingum og voru uppi um þaö ráöageröir aö félagiö stofn- aöi sitt eigiö tryggingafélag. Forstjórar fyrirtækisins, fóst- bræöurnir og frimúrarnir Ragn- ar Kjartansson og Björgólfur Guömundsson, gripu þó til eigin ráöa og keyptu meiri hluta hlutabréfa i Reykviskri endur- tryggingu i þvi skyni aö fóöra tryggingar félagsins erlendis. Var sú tillaga borin upp á stjórnarfundi af formanni stjórnar Hafskips, Albert Guö- mundssyni. Nú brá svo viö aö tillagan var felld á fundinum og þess I staö ákveöiö aö stofna nýtt endurtryggingafélag eins og áöur haföi til staöiö. Sitja nú Ragnar og Björgvin uppi meö Reykviska endurtryggingu og litiö lausafé þvi aö einu skipin sem þetta tryggingafélag hefur á sinum snærum heita nefnilega Mávurinn og Eddan og allir vita hvernig fór meö sjóferö þeirra. Albertsmenn I Sjálfstæöisflokknum þinga nú nær dag og nótt um hugsanlegan mótleik viö ákvöröun fulltrúa- ráös Sjálfstæöisflokksins um lokaö prófkjör. Hafa ýmsir kaupmenn i Reykjavik m.a. gert skyndikannanir meöal starfsfólks sins um hvort þaö vilji ganga i Sjálfstæöisflokkinn og hafa viöbrögðin veriö nei- kvæö. Viröist þvi allt benda til sérframboös Alberts. Meö ákvöröuninni um lokaö prófkjör telja sumir aö forysta Sjálfstæö- isfiokksins hafi lika slátraö mjólkurkúnni þvi aö undanfarin ár hafa veriö sendir happdrætt- ismiðar tii allra sem þátt hafa tekiö I prófkjöri og voru lang- Ragnhildur Helgadóttir bestar heimtur meöal óflokks- bundins fólks sem nú fælist frá. Albert Guömundsson á sæti i flugráöi. Hann hefur lýst yfir þeirri skoöun aö veita beri Arnarflugi leyfi til áætlunarflugs út úr landinu. Eins og kunnugt er eru starfsmenn Flugleiöa annars sinnis. Svo bar til á dögunum að þeir gengu á fund Alberts Guö- mundssonar og hótuöu honum þvi aö þeir mundu hvorki styöja hann i prófkjöri né kjósa Sjálfstæöisflokkinn I kosningum ef hann samþykkti leyfi til Arnarflugs. En Albert er séöur. Hann hefur ákveöiö að leggja máliö fyrir þingflokk Sjálf- stæöisflokksins til ákvöröunar og jafnframt að hlita niöur- stööum ákvöröunar hans. Þetta er nýjung i þingpólitiskri sögu Alberts. Fyrra hefti Bræörabanda Úlfars Þor- móössonar er nú búiö hjá dreifi- aöila þó aö enn sé hægt aö fá hana i búöum. Þaö er vist aö ekki voru þaö frimúrarar sem keyptu bók úifars nema i óveru- legum mæli. Gárungarnir segja aö skýringin á þvi sé sú aö þeir hafi ekki tima aflögu til lestrar þessa dagana þar sem verið er aö tæma birgöageymsiur I fri- murarahóllinni vegna væntan- legrar lögreglurannsóknar á ólögmætum vinveitingum. Hér i Skráargatinu var sagt frá þvi fyrir skömmu aö Kristján Eld- járn, fyrr. forseti Islands, væri dómari I spurningakeppni sem sjónvarpsstöövar i Noregi, Svl- þjóö og Danmörku gangast fyr- ir. Nú er búiö aö sýna nokkra af þessum þáttum i norska sjón- varpinu og þykja þeir heldur klaufalega geröir og gera Norö- menn góölát grin aö þeim. I staö þess aö þjóðirnar keppi sin á milli eru hóparnir blandaöir þessum þremur þjóöernum og eru gagnrýnendur I einum keppnishópnum, rithöfundar i öörum, bókaútgefendur I þeim þriðja og bókaormar i þeim fjóröa. Einn af dómendum er Ivar Eskeland, eitt sinn for- stjóri Norræna hússins. t einni spurningunni var spurt um norska sálmaskáldiö Peter Dass og gekk keppendum erfiö- lega aö finna rétta svariö. Til þess aö koma þeim á sporiö sagöi tvar aö hann væri mesta sálmaskáld Noröurlanda á fyrri tiö ef frá væri taliö islenska sálmaskáldiö Pétur Hallgrims- son! Enginn i þættinum sá ástæöu til aö leiörétta þetta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.