Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 3
Helgin 17,—18. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Helder Camara hálfa öld á biskupsstóli: Rauði erkibiskupinn og auðhringir í augum brasílskra stjórnvalda var Dom Helder Camara undir- róðursmaður/ nytsamur sakleysingi í höndum kommúnista. Aðrir dáðust að hugrekki þessa vinar fátæklinganna og andlegs föður margra þeirra kirkjunnar manna í Rómönsku Ameríku, sem kenna sig við frels- unarguðfræði. Hann tók biskupsvígslu fyrir 50 árum og var þess minnst fyr- ir skömmu i hinum fátæku sókn- um hans í Brasiliu norðaustan- verðri með messugjörðum, heillaóskum og gestakomum. Á svörtum lista Um niu ára skeið, frá 1968 til 1977, var „rauði erkibiskupinn” á svörum lista I brasiliskum blöðum. Nafn hans var ekki nefnt, rödd hans heyrðist ekki I útvarpi, andlit hans sást ekki I sjónvarpi. Allt þar til herfor- ingjastjórnin byrjaði að slaka nokkuð á eftirliti sinu með öllu pólitisku lifi voru vissir menn og málefni bannhelg, og Dom Helder Camara var einn aí þeim. Og um leið liggur mikill straumur manna til hins aldraða erkibiskups, sem tekur öllum með mestu ljúfmennsku, hefur þó óbeit á tilstandi öllu og segir: það er kirkjan með fólk- inu sem skiptir máli. Kirkjan breyttist Kirkjan i Rómönsku Ameriku breyttist mikið á sjöunda áratugnum. Biskuparáðstefnur, hirðisbréf, fjölmargir kirkj- unnar menn fluttu svipaðan boðskap: Það er sjálf gerð sam- félaganna i Rómönsku Ameriku sem heldur svo mörgum i fátækt. Og kenningar Krists krefjast þess, að kirkjan, eina stofnunin sem nær til allra stétta og allra byggðra bóla, vinni bæöi að þvi að útrýma þessari fátækt og að þvi að skapa samfélag sem ekki kúgar fólk. Þetta gat þýtt margt. A einum staö er nunna að kenna starfs- hópi i lltilli kirkju hvernig hann getur barist fyrir rafvæðingu fátækrahverfis. í öörum staö veitir prestur vinstrisinnum á flótta undan hermönnum griðstað i kirkju sinni. f dóm- kirkjunni hefur eini lögfræðing- urinn sem þorir að taka að sér mannréttindamál leitað hælis. Nýskipaöur erkibiskup kallar saman blaðamannafund til að lesa upp nöfn saklausra manna sem settir hafa verið i fangelsi. ,,Án umbóta i sveitum mun hin ómennska eymd sem leigu- liðar búa við halda áfram. An breytinga á bankastarfsemi verður fátt gert fyrir þróun lands okkar. Og án umbóta i skattamálum munu hinir riku verða rikari, en hinir fátæku halda áfram að þjást.” Svo komst Helder Camera að orði á blaðamannafundi árið 1964. Fjórum mánuðum áður höföu herforingjar I Brasiliu steypt stjórn Joao Goularts for- seta, sem bandarísk blöð höfðu kallað „vinstrisinnaöa” (Þaö er svo sem ekki nýtt að Bandarikjamenn vilji heldur einræðisstjórn „hefðbundinna” herforingja en kjörna umbóta- stjórn I álfunni). Og herfor- ingjarnir tóku til óspilltra mála við að kæfa niöur andóf af öllu tagi. Helder Camara var einn þeirra fáu sem hvergi hopaöi: hann fordæmdi eymdarkjör alþýðunnar þar til öllum fjöl- miðlum var lokað fyrir honum. Hann neitaði að syngja messur til heiðurs stjórninni, hann for- dæmdi Vietnamstriöið og efndi til námskeiða fyrir þá sem reyndu að skipuleggja landbún- aðarverkamenn I samtök. Sósialismi ekkibannorð I ræðu sem hann hélt á ráðstefnu i Sao Paulo árið 1967 komst hann m.a. svo að orði: „Hviskyldum við ekki viður- kenna að þaö er ekki til einhver ein gerð af sósialisma? Hvers vegna ættum viðekkiaðkrefjast þess að kristinn máður geti með frjálsum hætti notað orðið sósialismi? Það er ekki endilega tengtefnishyggju. Það þarf ekki að tákna kerfi sem eyðileggur einstaklinginn og samfélagið. Það getur táknað stjórn sem þjónar samfélaginu og einstak- lingnum”. Helder Camara hefur sagt við franskan ævisöguritara sinn að Dom Helder Camara: Ahrifamestur þeirra manna sem ’-eynt hafa að taka kirkjuna úr þjónustu valdastétta. hann beri virðingu fyrir þeim mönnum sem hafa „með hreinni samvisku” kosið leið of- beldis i hinni pólitisku baráttu (en ekki fyrir stássstofuskæru- liðum). En hann telur andóf án ofbeidis, bæði kristilegri aöferð og raunbetri — þvi ofbeldisbylt- ingar i þriðja heiminum leiði jafnan til þess að risaveldin koma á vettvang til að ráða þvi sem þau vilja. Helder Camara hefur einnig beðið forláts á þvi að stundum virðist hann i starfi sinu og prédikunum meira likjast stjórnmálamanni en biskupi. En viö aðstæður i heiminum i dag, segir hann, er sem guð- spjöllin skipi svo fyrir aö menn séu önnum kafnir I mannleg vandamál. Voldugasta aflið Helder Camara komst nokkru eftir strið að þeirri niðurstöðu að höfuöandstæðurnar i heimin- um væru ekki milli Austurs og Vesturs, heldur milli auðugra iðnrikja og hinna fátæku fram- leiðenda hráefna. Honum fannst þaö hin mesta hræsni ef aö kirkjan styddi eða legöi blessun sina yfir þann kapitaliska ránsskap. Hann hefur meðal annars sagt: Herir eru sterkari en þjóðar- leiötogar og fjölþjóöahringirnir eru öflugri en herir. Njósnaþjónusturnar skipta og miklu máli fyrir fjölþjóðahring- ina og ekki aðeins til að kanna viöskiptaaöstæður. Auðhring- irnir þurfa að vita hvort rikis- stjórnirnar séu reiðubúnar til að vinna meö þeim eða hvort þær 'ætla að gera þeim erfitt fyrir. Og ef svo er, þá geta hringirnir skipt um stjórn eða hvað sem er. Þaö eru fjölþjóöahringirnir sem eru i raun og veru sterkasta aflið i lifi okkar... Svo segir þessi kirkjuhöföingi sem hefur veriö kallaöur kommúniskur áróðursmaður af auökýfingum, er elskaður af fátækum mönnum og ber ekki önnur virðingartákn en tré- kross... (áb byggði á Guardian.) Ijondon er...b sembýöur þér næstum því aut fyrir sárálítíð AJIt sem þú hefur heyrt um London er satt. Tveggja hæða, rauðir strætisvagnar iulla niður götur fullar af heimsfrægum verslun- um. Verðir drottningarinnar skipta um vakt á vélrænan hátt framan við Buckingham höllina og á hver ju homi virðist vera eitthvað sem allir kannast við. Westminster Abbey er rétt hjá Big Ben, sem er aðeins steinsnar frá styttunni af Nelson og hinum megin við homið er Piccadilly Circus.þú röltir bara ámilli. Og London er ennþá aðal verslunarmið- stöð Evrópu, uppfull af alls konar tilboð- um. Þú færð t.d. gallabuxur í skemmunni hjá Dickie Dirts í Fulham fyrir 130 krónur og hljómplötur á spottprís í plötubúð- unum við King’s Road. London er.... full af ókeypis fjársjóðum í London eru yfir 400 söfn og listasalir og að þeim er yfirleitt ókeypis aðgangur. Ef þú kaupir farmiða, sem heitir London Transport Red Rover, getur þú ferðast um borgina í heilan dag og skoðað London af efri hæðinni á stórum rauðum strætó. Miðinn kostar aðeins um 33 krónur. London er... ódýr, yinalegur pub Þegar þú verður svangur skaltu gera eins og Bretar gera, bregða þér inn á næsta pub. Þótt þeir séu ólíkir, segja þeir hver London =1= Ef þú ert hrifinn af knattspyrnu mætti minna á að í London eru 3 fyrstudeildar lið. Þú kemst á leik fyrir 30 krónur . Það er fallegt að virða London fyrir sér frá ánni. Þess vegna er upplagt að sigla frá Westminster Pier til Greenwich, - en þar er National Maritime safnið. Þeim 30 krónunum er vel varið - og svo er ókeypis innásafnið. London er .... hótel við þitt hæfi London er full af hótelum. Þar em lítil hótel þar sem þú færð herbergi fyrir 180 krónur og enskan morgunverð fyrir 25 krónur, stærri hótel á meðalverði og luxus hótel í hæsta gæðaflokki. London er alltof stór í eina auglýsingu. Það er því gott að geta gengið að bækling- um og bókum BTA hjá bókaverslun Snæ- bjamar. En það er ekki nóg. Þú verður að sjá London sjálfa. Þú kemur aftur hlaðinn ómetanlegum minningum og líklegast með afgang af gjaldeyrinum. um sig heilmikið um breskan lífsmáta. Glas af bjór og k jötkaka með salati kostar ekki nema svo sem 25 krónur og vingjamlegt andrúmsloftið kostar hreint ekki neitt. London er.... full af íjöri Það er alveg sama á hverju þú hefur áhuga - leiklist eða tónlist, þú finnur það í London. Þar eru yfir 50 leikhús, 3 ópemhús, 5 sinfóníuhljóm- sveitir, og engin poppstjama hefur „meikaða” almennilega fyrr en hún hefur spilað í London. Nú er líka hægt að kaupa leikhúsmiða á sýningar samdægurs í miðasölunni á Leicester Square fyrir hálfvirði. FLUGLEIDIR lækka ferðakostnaðinn Þú getur notfært þér ódým sérfargjöldin og hagstæða samninga Flugleiða við Grand Metropolitan hótelkeðjuna og keypt flugfar og gistingu á einu bretti! Einnig hafa ferðaskrifstofumar á boðstól- um stuttar helgarferðir með flugferð, gist- ingu og morgunverði inniföldum í verðinu. Athugaðu málið, - úrvalið er gott. BRITISH TOURIST AUTHORITY veitír ókeypis upplýsmgar Ef þú hefur samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn þeirra eða ferða- skrifstofumar, getur þú fengið sendan bækling frá British Tourist Authority með nánari upplýsingum um London, ásamt verðskrá og ferðaáætlun Flugleiða.. Komdu sem fyrst í heimsókn! nógaðsjá,nógaðgera!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.