Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ííelgin íl—18. október 1981 (og heppni?) Sagan segir a6 Joan Arma- trading hafi ákveöiö aö snúa sér aö lagasmíö — þaö er aö segja i hljómlistarlegum skiiningi — eftir aöhafa, 14 ára aö aldri, séö Marianne Faithful I sjónvarpi. Fram að þvi haföi markmiö hennar verið aö fást viö annars konar lög — sem iögfræöingur. Joan Armatrading er fædd 9.12.1950 á eynni St. Kitts i Vest- ur Indium, en fluttist til Birm- ingham i Englandi 7 ára gömul. Ariö 1972 kom út hennar fyrsta plata, Whatever’s for us. (og mér hjartfólgnust af plötum hennar). Var hún vægast sagt sérstök i þann tiö, og er enn, nema hvaö nú veit maður hvernig Joan Armatrading syngur, aö hún er góöur músfkant og semur ferlega góö lög. Walk under ladders er átt- unda plata Jóhönnu (... nei, ég held varla aö Marianna sé henni svo mikil fyrirmynd) — og enda þótt hún segist (i laginu I’m lucky) vera svo heppin aö henni sé óhætt að ganga undir stiga, hún þurfi ekki aö strá salti yfir öxlina og geti veriö án hérafót- ar, fjögurra blaöa smára, krossa og kraftaverka, þá getur hún ekki taliö mér trú um aö velgengni sin sé tóm heppni. í hennar tilviki eru þaö ótviræöir hljómlistarhæfileikar. A Walk under ladderser Joan upp á sitt besta I lagasmiö, en ekki veit ég af hverju hún leikur einungis I 4 lögum af 10 á hljóö- færi. Þaö finnst mér afturför frá fyrstu plötu hennar þar sem hún leikur á gitar eöa hljómborö i öllunum lögunum, en still henn- ar er mjög persónulegur — og þar af leiðandi smekklegur. En engu aö siöur mun Under the ladders teljast hennar fuli- komnasta plata. A Næstkomandi miövikudags- kvöld, þann 21. nóv., er fyrsta unglingakvöldiö i Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut. Ekk- ert aldurstakmark veröur þar annaö en gildir um útivist krakka I lögreglusamþykkt borgarinnar. Miöaverö er 35 krónur. A þessu fyrsta unglingakvöldi á vegum klúbbs Nefs troöa upp hljómsveitirnar Nast úr Kópa- vogi, Vonbrigöi, Fullnæging og Geöfró. Siöast talda hljómsveit- in hefur á aö skipa kvenmanni i forsöngvarasæti. Annaö á dagskrá Nefs: Fræbbblar og Grenj, í kvöld laugardag. Purrkur Pilinikk, Sveinbjörn allsherjargoði og Lojpippos og Spojshippus (þriggja manna hljóögervlasveit) föstudaginn 23. okt.. Djasskvöld: Kvartett Árna Elvars laugardaginn 24. okt.. Æskulýðsmiðstöðvar Tappi tikarrass i Tónabæ á morgun, 18. okt.. Joan Armatrading — Walk under ladders daegurtonlist MARIANNE FAITHFULL „Að lifa af °g slá í gegn ’ plata meö henni — Sister Morphine eftir Mick Jagger og Keith Richard i Rolling Stones, en Marianne samdi textann (Stones eru meö þetta lag á Sticky fingers). Ekki var þaö þó eingöngu leiklistargyöjan sem stal tima og athygli Marianne frá hljóm- plötugerö, heldur hættulegur fé- lagsskapur af sauðahúsi Systur Morfin. Og nærri var fröken Faithfull dauö af pilluáti i kjöl- fardauöa Brians Jones i Rolling Stones, áriö 1969. Áriö 1970 tók Marianne þátt i flutningi verksins Oben und Untan eftir Karl Heinz Stock- hausen i Royal Court leikhúsinu i London i hlutverki „friöar, feguröar og alls góöa I heimin- um”. ’73 tróö hún upp i nunnu- klæöum meö David Bowie i sjónvarpsþætti og þau sungu saman Sonny og Cher lagiö I got you babe. bá heyröist i fyrsta skipti hin „nýja” raust Mari- Marianne Faithfull er hetja. Ekki hefur hún bara lifaö þaö af aö vera I miöri hringiöu alls þess sem neikvætt telst og hneyksianiegt I tengslum viö poppbransann alveg frá upp- hafsdögum frægöarferils Bitla og þá einkanlega I tengslum viö Rolling Stones (siöan 1964), — heldur kom hún öllum á óvart i hitteöfyrra meö plötu sinni Broken English, sem telja verö- ur með bestu rokkplötum rokks- ins. Nú er komin ný plata meö Marianne, Dangerous acquain- tances.betta er hennar áttunda breiöskifa, sem þykir varla mikiö afrek á heilum átján árum. bess ber þó aö gæta, aö Marianne Faithfull sneri sér aö leiklist bæöi á sviöi og i kvik- myndum árin 1968 til 1975. A þessu timabili kom þó út ein litil I V Dangerous acquaintances anne Faithfull. Hún sem var þekkt fyrir engilbliöa þjóölaga- rödd söng nú aö a.m.k. áttund neöar, heldur grófri röddu. betta er afleiöing eiturlyfja- neyslu og þaö tók Marianne sex ár aö aölaga sig — og notfæra sér „viskýröddina”. En þaö er ekki bara röddin sem gerir Broken Englishþaö sem hún er, heldur túlkun Marianne Faith- full á textum fullum af margra ára innibyrgöri reiþi vegna bit- urrar lifsreynslu — söngvar um misnotkun á mannfólki (kon- um), efnum og aöstæöum. A nýju plötunni sýnir Mari- anne Faithfull fram á aö hún ætlar ekki aö velta sér upp úr fortiöinni um alla framtiö, þótt hún minnist aö visu á hana I Ums|ón: Andrea Jónsdóttir Ur kvikmyndinni Girl on a motorcykle (68)» bálékMFá mótiAlain Delon. mv * w Truth bitter truth, og ég gæti imyndaö mér aö þar væri Johns Lennon einnig minnst. Mari- anne semur um nútiöina — i ljósi fortiöar sinnar — og þaö eru engar gyllivonir eöa draum- ar um framtiöina. Lögin eru eft- ir liösmenn hljómsveitar hennar: Jo Mavety, Barry Reynolds, Terry Stannard og Steve York (eitt eftir Steve Win- wood sem jafnframt leikur á Dangerous Acquaintances, en hann og Steve York voru bábir i Spencer Davis Group i „den tiö”, (eins og elstu unglingar muna). Loks er eitt lag eftir ektamaka Mariönnu, Bob Brierly (Vibrators). Ekki finnst mér Dangerous Acquaintances (Hættuleg kynni) eins geysisterk og Brok- en English, enda kannski eöli- legt. — Ég bjóst ekki viö neinu frá MF áöur en ég heyröi þá siöarnefndu, en miklu eftir aö hafa hlustaö á hana nær stans- laust i tæp tvö ár. En þetta er smekksatriði og veit ég aö sum- ir taka þá nýju framyfir Broken English, sem þeim þótti hafa um of dökkt yfirbragö. Og sjálf sagöi Marianne I fyrra, aö næsta plata sin yröi ekki eins svartsýnisleg: „Lifiö er ekki bara hasar, samviskubit og kynferöisleg örvænting”, en um þaö siöastnefnda geröi hún „óprenthæfan” texta, byggöan á ljóöi eftir leikritaskáldiö Heathcote Williams, og flytur frábærlega á Broken English. Lagiö heitir Why d’ya do it. Enda þótt Marianne Faithfull sé ekki eins tannhvöss á þessari nýju plötu og á hinni fyrri slær hún flestum viö I túlkun á þvi efni sem hún flytur. Og ég vil ráöieggja þeim sem ætlar aö Hæfileikar fjárfesta I nýrri rokkplötu aö hlusta á Dangerous acquain- tances áöur en hann ákveöur sig — að ég nú ekki tali um Broken English, ef fólk bindur sig ekki eingöngu viö sjóöheitar „lummur”. t lokin má svo kannski enda á þvi,sem heföi átt aö byrja á, þ.e. aö Marianne Faithfull fæddist i Hampstead i Eng London 29.12. 1946. Svo óska ég henni langra lif- daga og vona aö hljómlistar- gyðjan veröi henni traustur bandamaöur og missi ekki enn einn „rokkpersónuleikann” I hendur Herólns konungs. „Enough is enough” eins og þeir segja, eöa: fyrr má nú rota en dauörota. Hljómleikar næstu viku

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.