Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 4
skrifar Fellur gengi dollarans? Skrautfjaðrirnar fjúka af Thatcher og Reagan 4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. október 1981 stjórnmál á sunnudegi Ragnar Arnalds Þungar áhyggjur af ef nahagsþróun flestra ríkja, blandaöar áberandi svartsýni um breytingu til hins betra á komandi ári einkenndu umræöur á ný- afstöönu þingi Alþjóöa- gjaldeyrissjóösins og Al- þjóöabankans. Fram- kvæmdastjóri sjóðsins, frakkinn de Larosiere, ræddi i framsöguræðunni um ógnvekjandi aukningu atvinnuleysis víða um heim, gífurlegan við- skiptahalla flestra ríkja, einstæða hæð vaxta og óstöðugra ástand í gengis- málum en verið hefur um tíu ára skeið. Vandi fá- tækra þjóða, sem ekki framleíða olíu, er að sjálf- sögðu mestur og átakan- legastur, en rikar stórþjóð- ir eins og Bandarikin, Bretland, Þýskaland og italía eiga ekki siður í óvenjulegum erfiðleikum: í Bretlandi, svo dæmi sé nefnt, eru 3 milljónir manna án atvinnu, þ.e. 12% vinnufærra manna, eöa fleiri en þegar atvinnuleysið varð mest I kreppunni miklu á fjórða áratugnum. I Bandarikjunum eru 8 milljónir án atvinnu eða 7,5% vinnufærra manna og atvinnu- leysið eykst þar óöfluga. Skipbrot hægri stefnunnar Ljóst er, að þjóðir, sem búa við stórfelldan halla i rikis- og þjóð- arbúskapnum komast ekki undan þvi að stokka upp efnahagsmál sin, ef vandinn á ekki að aukast með ári hverju. Þvi kom ekki á óvart, þegar thaldsflokkurinn náði meiri hluta i breska þinginu fyrir tveimur árum undir forystu Margaret Thatcher, að harðar efnahagsaðgerðir voru boöaðar. Að sjálfsögðu eru það mikil von- brigði fyrir ýmsa hægrimenn, þegar nú blasir við, að aðgerðir hennar hafa gersamlega mis- heppnast, ástandið hefur jafnt og þétt versnað, og sá ávinningur fyrir þjóðarbúið sem náðst hefur með aðhalds- og niðurskurðarað- geröum hefur glatast meö þeirri sóun sem stóraukið atvinnuleysi hefur haft i för með sér. Nákvæmlega það sama hefur verið að gerast i Bandarikjunum þetta áriö. Reagan forseti réðist gegn verðbólgunni með stórfelld- um niðurskurði á félagslegri þjónustu og framlögum til þjóð- félagshópa, sem verst eru stadd- ir, jafnhliða þvi sem dregið var verulega úr peningamagni i um- ferð. En þau jákvæðu áhrif sem þessar harðvitugu aðgerðir hefðu hugsanlega getað haft voru að engu gerð þegar Reagan stór- jók hernaðarútgjöldin og lækkaöi beina skatta mjög verulega, eink- um á háum tekjum og miklum eignum. Fyrirsjáanlegur halli á bandarisku fjárlögunum varð engu minni en áður, jafnvel meiri og er nú áætlaður 42—50 þús. millj. dollarar á næsta fjárlaga- ári, en það er hliðstæð skulda- söfnun rikissjóðs miðað við þjóð- arframleiðslu og varð mest hér á landi i tið rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar, — og er þá mikið sagt. Sjúklegt ástand Afleiöingin af gifurlegum halla i rikisfjármálum Bandarikjanna er sú, að rikissjóður er áfram mjög fyrirferöarmikill á lána- mörkuðum. Þegar þessi stað- reynd kemur til viðbótar strangri takmörkun peningamagns i um- ferð verða áhrifin þau, aö vext- irnir eru i algeru hámarki. Vextir á skammtimalánum i Bandarikjunum eru nú 18—19% en á langtimalánum 15—16%. Verðbólgan er hins vegar talin 10—12%. Að sjálfsögðu er það mjög sjúklegt ástand þegar skammtimavextir eru 7—8% hærri en verðbólgustig. En hitt er þó enn frekar til marks um efna- hagslega öfugþróun þegar vextir af langtimalánum eru talsvert hærri en vextir af skammtima- lánum. Að sjálfsögðu er þessu öfugt farið, þegar ástandið i pen- ingamálum er eðillegt. Þessir gifurlega háu vextir i Bandarikjunum (miðaö við verð- bólgustig) hafa ýmsar afleiðing- ar. Fjárfesting einkum i bygging- ariðnaði dregst saman og at- vinnuleysi eykst, en við það minnka tekjur rikisins enn frekar og ýmis útgjöld aukast, en verð- bréf lækka i verði. Með auknum halla rikissjóðs minnka siðan lik- urnar á verulegri vaxtalækkun. Háir vextir i Bandarikjunum, miklu hærri en i Evrópu, hafa að visu haft það i för með sér ásamt ööru, að gengi dollarans hefur hækkaö gifurlega út á við. En fyr- ir bandariskt efnahagskerfi er þaö hæpinn ávinningur, þar sem útflutningur veröur að sama skapi dýrari og samkeppnisað- staða bandariskra fyrirtækja hef- ur versnað mjög verulega á ár- inu, sem aftur leiðir til samdrátt- ar i framleiðslu og aukins at- vinnuleysis. Reagan féll i nákvæmlega sömu gryfjuna og Thatcherstjón- in i Bretlandi. Hann hafði lofað hinum auðugu stuðningsmönnum sinum skattalækkunum og taldi sig tilneyddan aö standa viö það loforö. En þessar skattalækkanir ásamt auknum hernaðarútgjöld- um gera honum ókleift að ná jafn- vægi i rikisfjármálum, þrátt fyrir miskunnarlausan niöurskurð á félagslegri þjónustu. Fjármála- óreiðan fer þvi vaxandi og efna- hagskreppan dýpkar. Skrautfjöðrin i hatti Thatchers, hátt gengi enska pundsins, fauk út i veður og vind, þegar Reagan tók að beita sömu aðferöum vest- an hafs og gengi dollarans snar- hækkaði. Nú eru ýmsir sem spá þvi að gengidollarans munilækka aftur. Viðskiptahalli bandariska þjóð- arbúsins fer nú mjög vaxandi, en hagstæður eða óhagstæöur við- skiptajöfnuður er eitt af þvi sem mest áhrif hefur á gengi gjald- miðla. Mikill munur 'á vöxtum i Bandarikjunum og Evrópu hefur þó valdiö mestu á þessu ári, eins og áður var sagt og er þvi taliö að gengi aollarans haldist fram á næsta ár, a.m.k. meðan þessi vaxtamunur helst. En fleira hefur stuðlað að hækkun dollarans, m.a. úrslit frönsku kosninganna og veruleg- ur viöskiptahalli i Vestur-Þýska- landi og Japan. Viöskiptajöfnuð- ur Þjóðverja og Japana hefur þó veriðað breytast til batnaðar, um leið og sá bandariski snarversnar og mun þetta með öðru stuðla að lækkun dollarans. Spurningin um gengislækkun dollarans er þvi ekki hvort hún verður, heldur hvenær og senni- legast er að þaö veröi á næsta ári. Áhrifin á íslenskt efnahagslíf Óhjákvæmilegt er að horfast i augu við þá staðreynd, að lækkun á gengi dollarans getur aukið verðbólgu á íslandi. Verðbólga á Islandi hefur lækk- að mjög verulega á þessu ári eöa úr rúmum 70% i árslok 1980 (á þriggja mánaða mælikvarða) og niður i 40%. Þessi árangur hefur náðst i kjölfar efnahagsaðgerð- anna um siðast liðin áramót með aðhaldi i gengis- og verðlagsmál- um, með þvi að dreifa árangri kjarasamninga á s.l. hausti jafnt yfir árið og með þvi að halda rikisfjármálum i jafnvægi. En óneitanlega hefur gengishækkun dollarans jafnframt hjálpað til, þótt ekki megi ofmeta þau áhrif, eins og ýmsum hættir til, enda er það staðreynd að hækkun dollar- ans hefur einnig valdið miklum vandamálum i ýmsum atvinnu- greinum, ekki sist iðnaði. Nú er útlit fyrir, að viðskipta- halli íslandinga á þessu ári verði um 100 milljónir eða 0,5% af þjóð- arframleiðslu og er það ágæt út- koma, enda eru þau riki ekki mörg utan oliuframleiðslusvæð- anna sem hafa svo litinn halla i viðskiptum við önnur riki. Þetta felur i sér að umfangsmiklar framkvæmdir i landinu á þessu ári, þ.á m. gífurlegar orkufram- kvæmdir, bygging raforkuvera og lagning hitaveitustokka i mjög mörgum sveitarfélögum, fram- kvæmdir sem nýtast þjóðinni i a.m.k. 40—50 ár, eru greiddar næstum þvi að öllu leyti á árinu sem er að liða af aflafé þjóðar- innar, þar sem gjaldeyrisforðinn eykst næstum jafnmikið og nem- ur erlendum lántökum. Horfur eru á að þetta jafnvægi i utan- rikisviðskiptum geti haldist á næsta ári. Af þessum horfum i viöskipta- lifinu er eðlilegt að draga þá ályktun, að erlendar langtima- lántökur gætu og mættu vera minni. Fjármagnið er til i efna- hagskerfi okkar, en vandinn er að safna þvi saman I þágu orku- framkvæmda og fjárfestingar- sjóða til að draga úr erlendum lántökum. Stærsta uppspretta innlends sparnaðar er bankakerfið en það leggur fram 7% af innlánsaukn- ingu til sameiginlegra þarfa landsmanna I lánsfjáráætlun. Næststærsta uppsprettan er lif- eyrissjóðakerfið, sem lánaö hefur tæp 40% að ráöstöfunarfé sinu til endurlána á vegum fjárfestingar- sjóöa. Flest bendir til þess, að eitt brýnasta viðfangsefnið i islensku efnahagslifi sé aö efla innlendan sparnaö enn frekar og þar með að draga úr erlendum lántökum, sem geta verkað verðbólughvetj- andi, þegar aukin innlend fjár- mögnun er möguleg og gæti leyst erlent lánsfé af hólmi. 1 mörgum nálægum löndum eru vandamálin fjórþætt: 1. Feiknarlegt atvinnuleysi. 2. Stórfelldur viðskiptahalli við útlönd. 3. Mikill halli i ríkisfjármálum. 4 Verðbólga. Á íslandi háttar til á allt annan veg: A þremur sviðum efnahags- mála er ástandið þokkalegt mið- aö við flestar aðrar þjóðir, at- vinnuástand er betra en viðast annars staðar og viöunandi jafn- vægi i utanrlkisviöskiptum og rikisfjármálum. A fjórða sviðinu er hins vegar töluvert verra ástand en almennt gerist: mjög mikil verðbólga. En þó getur enginn neitað þvi(að ein- mitt á þessu ári hefur einnig náðst mjög mikill árangur i bar- áttu við verðbólguna. Við erum þvi sannarlega á réttri leið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.