Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 7
Helgin 17.—18. olrttfber I981' ÞJ6ÖVILJINN —'StÐA 7 Rætt viö Kristbjörgii Jónsdóttur nýskipaöan yfirmatsmann: Aldrei heyrt niðrandi orð „Þú ert heppin aðná i mig núna — þaðer heldur iítið að gera hjá mér í augnablikinu, en ég býst við að allt fari á f Ijúgandi ferð eftir helgina." Sú sem þessi orð mælir við blaðakonu heitir Kristbjörg Jónsdóttir og starfar hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða að Nóatúni 17. Krist- björg var skipuð yfirfiskmatsmaður mánudaginn 12. október. Yfirf iskmatsmenn eru nú 27 að tölu á landinu öllu, og er Kristbjörg fyrsta konan sem skipuð er f sllkt embætti. Okkur þótti þvi vel við hæf i að kynna hana fyrir lesendum. „Ég er fædd og uppalin i Vest- urbænum, nánar tiltekib viB Kaplaskjólsveg. Faöir minn, Jón Helgason, var húsgagnabólstrari og móöir min hét Maria Majas- dóttir.” Nú hváir blaöakonan. Kristbjörg brosir. „Nafniö er vestan úr Bolungarvik — þaö er von þú spyrjir. Annars er þetta ekkert einkennilegra en fööur- nafniö þitt t.a.m. (Styrkár). Ég hef þó nokkrum sinnum heyrt þaö, en aldrei Majas.” Undirrituö viðurkennir sann- leiksgildi þessara oröa, og viðtal- iö getur haldiö áfram. Spurt er um aðdraganda þess, að Krist- björg er skipuö yfirfiskmatsmaö- ur. „Þetta kom alveg af sjálfu sér, held ég. Ég hef unniö i fiski allt frá árinu 1962 og vann þá fyrst hjá Bæjarútgerðinni i Hafnarfirði, siöan i saltfisk og skreiö hjá Jóni heitnum Gunnarssyni og Aöal- steini Loftssyni. Ég byrjaði i sild 1963 og fór á matsnámskeið upp úr þvi, siöan tók ég saltfiskmat áriö 1972. Þá haföi ekki verið haldiö slikt námskeiö um langt skeiö. Þaö má einnig geta þess, aö ég var fyrsta konan sem fór i saltfiskmat, en siöan hafa nokkr- ar konur fariö i þaö.” — Nú hefur þú unnið við fisk- vinnu um margra ára skeiö. Hverjar finnast þér vera helstu breytingarnar á kjörum verka- fólks á þessum tima, t.d. aöbún- aöi? „1 fyrsta frystihúsinu, sem ég . vann i, var aðbúnaður i einu oröi sagt hörmulegur. Húsakynnin voru frá þvi skömmu eftir alda- mót og allt var unnið meö hand- afli. Nú er allt vélvætt og húsa- kynnin hafa breyst mikiö til batn- aðar. Um kjörin aö ööru leyti, t.d. kaupgetuna, má segja sömu sögu. Ég get nefnt sem dæmi, aö þegar ég byrjaöi i frystihúsi var ég klukkutima að vinna fyrir siga- rettupakka. Þú getur siöan reikn- aö út hversu lengi fólk er aö vinna fyrir pakkanum i dag.” Og blaöakonan gerir þaö: siga- rettupakkinn kostar 17 krónur og 15 aura, byrjunarlaun i fiskvinnu er 26krónur og 59 aura. Crtkoma: nýliði er 0.63 klst. aö vinna fyrir pakkanum. Menn fá sumsé fleiri sigarettur fyrir timann nú heldur en árið 1962. Kristbjörg brosir auövitaö. „Ef allt annaö hefur þróast i sömu átt, erum viö auö- vitað miklu betur sett i dag. Hins vegar er augljóst, aö enginn lifir eöa deyr á dagvinnunni. Eftir- og næturvinnan gera gæfumuninn, jafntnúna eins og þá. Fólk veröur aö þræla til aö ná mannsæmandi launum.” — Geturðu iýst starfi þinu fyrir okkur? Hvaö gerir yfirfiskmats- maöur eins og þú? „Viö yfirfiskmatsmenn fylgj- umst meö fiskvinnslunni i land- inu. Viö tökum stikkprufur og aö- gætum hvort allt er i lagi. Við dæmum fiskinn til mats fyrir vinnslu. Siöan taka fiskmats- mennirnir viö. Ég hef mest veriö viö mat á saltfiski undanfariö og þaö kemur þvi ekki til minna kasta aö dæma fisk fyrir vinnslu heldur eftir á. Eins og ég sagöi áöui; fylgjumst viö meö öllu land- inu og þvi fylgja starfinu mikil ferðalög. Ég hef veriö aðallega hér á suðvesturlandi, en fariö vestur á Olafsfjörö, Patreksfjörö og fleiri staöi fyrir vestan. Allur aöbúnaöur i stöövunum hefur breyst gifurlega, þótt ástandiö sé auövitaö ekki gott alls staöar. Þetta er nokkuö mismunandi frá einum staö til annars. Þaö eru einkum litlu stöövarnar, sem mættu taka sig á, einkum varö- andi hreinlætisaöstööu.” — Aö lokum, hvernig hefur þér veriö tekiö? Nú hlær Kristbjörg. „Þaö hafa allir tekiö mér vel. Fólk var kannski svolitið hissa fyrst aö sjá konu i yfirmatsmannsstarfi, en ég hef aldrei heyrt niörandi orö i minn garö — þaö er frekar á hinn bóginn aö fólk lýsi yfir ánægju sinni og finnist þetta skemmti- legt. Þessu starfi geta konur auö- vitaö gegnt jafnvel og karlar, a.m.k. eru þær ekkert verri.” fer hver aö verða síðasturað Veqna mikillar solu undanfarnar tryqqja sér vikur er nú mjög farið að qanga Daihatsu Charade á þá Daihatsu Charade 1981, sem á frábæru verði: vift gettim bnftift upp á — kr. 79.956.- á viðráðanlegu verði — f yrir þá með ryðvörn, skráningu og sem eru að leita sér að nýium bíl. fullum bensíntanki. Aðauki frábær kjör. Siðast en ekki sist — VTð bjóðum þér 30 þúsund krónur viðurkennd þ|ónusta. ao lam, eoa ainugum moguieiKa a aðtaka góðan Daihatsu upp i Daihatsuumboðið Ármúla 23, s. 85870 — 39179 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.