Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. október 1981 mer er spurn Hildur Jónsdóttir svarar Svövu Guðmundsdóttur... Hvaða kröfur þurfa verkakonur að setja á oddinn í komandi samningagerð? Hildur JónSdóttir ... og spyr Erling Hansson gæslumann: Er hætt að mismuna kynjum við ráðningar á ríkis- spitalana? í beinu framhaldi af svari minu vil ég spyrja Erling Ilansson gæslumann, sem sæti á i samstarfsnefnd Sóknarstarfs m anna og gæslumanna á Kleppi, eftir- farandi spurninga: Hver er staðan i baráttu Erling Hansen ykkar fyrir launajafnrétti milli gæslumanna og Sóknarstarfsmanna? Hafa rikisspítalarnir farið eftir fyrirmælum Svavars Gestssonar um að hætta að mismuna kynjum við ráðn- ingar i stöður gæslumanna? Það er geysilega þýðingar- mikið að átta sig á þvi að konur nálgast það nú óðfluga að veröa helmingur allra félaga innan ASt og i BSRB eru þær þegar i meiri- hluta. Þessar konur íylla láglauna- hópana innan beggja stóru heildarsamtakanna. Þegar spurt er hverjar séu þeirra brýnustu kröfur sem setja þarf á oddinn, þá er um leið verið að spyrja um hver séu brýnustu mál helmings launafólks innan ASl og BSRB og hver séu brýnustu mál láglauna- hópanna i landinu. Samkvæmt leikreglum lýö- ræðisins ætti að liggja beint við aö stefna forystu heildarsamtak- anna sé i fullu samræmi við hags- muni kvennanna, að mál þau sem brenna á helmingi launþega i ASI séuengin „sérmál” kvenna, held- ur raunveruleg baráttumál heildarsamtakanna. Og þegar þar við bætist að allir vilja rétta hlut láglaunahópanna (eða svo er sagt) — er þetta þá nokkurt vandamál? Já, þetta er vandamál. Þrátt fyrir allar yfirlýsingarnar um 'hækkun lægstu launa (launa kvenna og ófaglærðra verka- manna) þá tala staðreyndirnar skýru máli. Kjararannsóknar- nefnd hefur komist að þvi að á þvi samningstimabili sem nú er aö ljúka hafi kaupmáttur iönaðar- manna hækkaö mest, þar næst kaupmáttur almennra verka- karla, en kaupmáttur verka- kvenna hali lækkað. Bragð er að... t raunveruleikanum þýðir þetta að kjaraskerðingin hafi bitnað minnst á iönaðarmönnum, meira á verkakörlum, lang mest á verkakonum. Þetta er m.a. það sem rætt var á ráðstefnu nokkurra verka- kvennafélaga af Faxaílóasvæð- inu nú i septemberlok, en ráð- stefnan var haldin i ölfusborgum. Niðurstöður ráðstefnunnar túlka vel hvaða kröfur þaö eru sem verkakonur vilja berjast fyrir i komandi samningum, hvaða kröfur forystu ASl ber að setja fram, eigi hún aö teljast raun- verulegur fulltrúi umbjóðenda sinna. Kaupmátt sólstöðusamning- anna frá ’77 sem náö verði með grunnkaupshækkunum. Allt launafólk veit, ekki sist þær lág- launakonur sem nú eiga að lifa af rúmlega 4 þúsund krónum á mánuði, að það er ekki hægt aö treysta endalaust loforðum rikis- stjórna um „hjöðnun verðbólgu” og „skattalækkanir”, sem lið i kaupmáttaraukningu, þegar reynslan kennir okkur aö látlaust visitölukukl og „efnahagsráðstaf- anir” eru notaöar til aö klipa af honum aftur. Lolorðapakkar hafa ætiö reynst innihaldslitlir þegar á hólminn er komið. Samningar gildi frá I. nóvember. Bitur reynsla launa- fólks af samningunum seinasta hausts kennir okkur að bráönauð- synlegt er að setja timatakmörk. Raunhæfa baráttu gegn þræl- dómi bónuskcrfisinsSú barátta er aðeins möguleg með stórhækk- un timakaups. Hin lágu grunn- laun neyða konur til að gangast undir bónusþrældóminn eigi þær á annaö borð að lifa al' launum sinum. Bónusinn er ekkert annað en nútimaþrælahald sem eyði- leggur heilsu og þjónar aðeins at- vinnurekendum. Raunverulega kauptryggingu og atvinnuöryggi. Launafólk allt, nema konurnar i fiskvinnslunni, hafa lögbundinn eins til þriggja má'naöa uppsagnarfrest á launum. Þær þúsundir kvenna sem starfa i fiskvinnslunni hafa ekki þennan rétt i raun; i skjóli kauptryggingarsamnings- ins er hægt aö senda þær heim með aðeins viku fyrirvara. Upp- sagnirnar geta svo varað vikum samanogeru konurnar þá launa- lausar á meðan. Veikindafri vegna veikinda barna. Allar mæður á vinnu- markaði (70% giftra kvenna vinna utan heimilis) þekkja af eigin raun hve brynt er ao lá veik- indadaga vegna veikinda barna, sem launaðir verði i gegnum tryggingakerfið. Sókn hefur nú þegar náð takmörkuðum réttind- um i þessa átt, en það er ekki rétt stefna að taka leyfið af eigin veik- indadögum. Launajafnrétti strax. Þessi gamla krafa er enn i fullu gildi, launamisréttið milli þeirra sem vinna áþekk störf er hróplegt óréttlæti og aldeilis furðulegt hvað það viðgengst. (dæmi: Kleppur) En á meðan verkalýðshreyfing- in kúvendir ekki stefnu sinni og býst til raunverulegrar baráttu fyrir jafnlaunastefnu, er erfitt að sigrast á stjórnvöldum og at- vinnurekendum sem reyna af fremsta megni að halda konum á botni launastigans. Eða haldið þið ekki að hagkvæmara sé fyrir at- vinnurekendur að borga 5 þúsund kvenna niðri og þannig unnið gegn sterkri samstöðu meðal alls verkafólks, kvenna sem karla, ófaglærðra sem faglærðra? BSRB. I fóstrudeilunni á sið- asta vori afhjúpaðist rækilega með hvaða hætti reynt er aö koma i veg fyrir aukið launajafnrétti milli kynjainnan BSRB. Kvenna- störfunum svokölluðu, jafnvel þó þau krefjist mikillar reynslu og e.t.v. sérmenntunar, er einfald- lega raðað á neðstu taxtana, sið- anerbentá þessa niðurröðun eins og heilaga belju, engu má hnika til. Þessi pólitik, jafnvel þó hún sé flutt fram af talsmönnum „sósialisma og verkalýðshreyf- ingar”, er eins andstæð vinnandi fólki og hugsast getur og þeim meirihluta sem er innan BSRB. Konur innan BSRB þurfa aö berj- ast gegn þessari röðun og fækka töxtum innan BSRB. Eg vil enda svar mitt með þvi að vitna til ályktunar sem fyrr- nefnd ráðstefna verkakvenna samþykkti. Viðgerum „þá kröfu til forystu ASl að i komandi samningum verði konur kvaddar til að fjalla um sina sérsamninga, svo sem ræstingu, bónus, mötuneyti og kauptryggingarsamninginn og verði konum, sem gerþekkja hvernig honum er beitt, fengið þaö verkefni. Jafnframt gerir fundurinn kröfu til að konur fái meiri hlut- deild i samningagerð og ákvörð- unum i kjaramálum en þær hafa haft fram að þessu. Um leið mót- mælir fundurinn þvi, að i 54 manna nefndinni, sem talin er vera samninganefnd, séu aðeins 10 konur og krefst þess að þær verði helmingur.” Það er sjálfsögð lýðræðiskrafa að verkafólk fái sjálft að vera með i að semja um sin mál, en þau séu ekki stöðugt lokuð inni i neíndum. ritstjórnargrein Kjartan með Vilmundarstæla t fyrsta sinn um langt skeið hafa rikisfjármál verið i viöun- andi jafnvægi, fjárlög hafa reynst raunhæfari en áöur, ilt- gjöld og tekjur rikissjóös nokkurnveginn staðist á, og skuld rikisins viö Seölabankann verið greidd niður. Að þetta skuli hafa gerst i fjármálaráð- herratfö Ragnars Amalds er stjórnarandstæöingum að sjálf- sögðu míkill þyrnir i augum. I hans tfð hefur þaö veriö gert sem Alþýðuflokkur og Sjálf- stæöisflokkur hafa sifellt lofaö en sjaldnast staöið viö. Og hvað er þá til ráöa? Hvernig á aö sannfæra lands- menn um aö allt sé f óefni i ritósfjármálum? Kjartan Jó- hannsson, formaöur Alþýðu- flokksins, þóttist hafa fundiö ráöiö er hann sl. miðvikudag fullyrti i útvarpi, sjónvarpi og blöðum aö fjárlagafrumvarpið séfalsaö og slikur ráðherra sem Ragnar Arnalds myndi hvar- vetna annarsstaöar veröa neyddur til þess að segja af sér. Formaöur Alþýðuflokksins þenur k jaftinn og segir aö i raun og veru sé enginn rekstraraf- gangur á rikissjóði, þvi að bók- haldiö sé falsaö, rekstrargjöld séu fluttyfirí lánsfjáráætlun og fjármögnuð þar meö lánum til þess aö geta sýnt jákvæöa út- komu á yfirborðinu. En for- maður Alþýöuflokksins gætir þesss vandlega að nefna engin dæmi gifuryrðum sinum til stuönings, enda er hann ekki maöur fyrir þeim og mælir í ör- væntingu. Kjartan veit betur Kjartan Jóhannesson veit aö sjálfsögöu miklu betur en svo að hægt sé fyrir fjármálaráðherra að bókfæra rfkisútgjöld eins og honum sýnist og færa útgjöld i lánsfjáráætlun til að losna við rekstrarhalla. 1 lögum um rikis- bókhald, gerð rikisreiknings og fjárlaga eru nákvæm fyrirmæli um bókfærslu rikisútgjalda og eru ráöherrar jafnt sem em- bættismenn að sjálfsögðu bundniraf þeim lögum.Þaö eru gróf ósannindi hjá Kjartani Jó- hannssyni þegar hann fullyröir aö þannig megi leyna útgjöldum og falsa afkomu rfkissjóðs. Engu breytir hvort Utgjöld rfkissjóös eru greidd með fram- lagi eöa láni. t báðum tilfellum eru þau færð til útgjalda hvort heldur i' fjárlagafrumvarpi, fjárlögum eöa rfkisreikningi. Rekstrarafkoma rikissjóös versnar því að sama skapi. Skarpari skil milli A- og B-hluta Enda þótt Kjartan Jóhanns- son hafi veriö um skeiö á þingi virðist hann ekki hafa áttaösig á skiptingu fjárlaga i A og B- hluta, eða á þróun fjárlaga- gerðar siöustu ár. Honum og öðrum til upplýsingar skal þess getiö héraö A-hlutinn fjallar um afkomu rfkissjóðs og allra stofnana rikisins sem fyrst og fremst eru háðar fjárveitingum frá Alþingi. Þegar rætt er um stööu rikissjóös rekstrarafkomu eöa halla, skuldastöðu við Seðlabanka o.s.frv. er ávallt átt við A-hluta fjárlaga. t B-hlut- anum er fjallar um rikisfyrir- tæki sem standa aö öllu eða verulegu leytiundirkostnaði við starfsemi sina. En B-hluta fyrirtækin fá oft beint framlag úr A-hluta og taka jafnframt lán tilstarfsemisinna eins og önnur fyrirtæki. Ef fyrirtæki væru færöi stórum stil úr A-hluta yfir i B-hluta og þau siðan látin taka lán mætti meö rökum segja að rikisútgjöld kæmuekki tilskila. Staöreyndin er hinsvegar sú, aö þessu hefur veriö öfugt far». Flugmálastjórn hefur veriö færö úr B-hluta yfir i A-hluta, fjárfestingar Rafmagnsveitna rikisins sömuleiðis, og með eng- um rökum verður þvi fram- haldiö að þetta létti rikissjóði róöurinn heldur þvert á móti. 1 fjárlögum eru tvimælalaust hireinni skil á milli A-hluta og B- hluta en áöur hefur verið. Einn fjárlagaliður orkar þó tvimælis að þessu leyti, en það eru svonefndar byggðalinur, sem fimm fjármálaráðherrar hafa látið undir höfuö leggjast að afla tekna til. En nú hefur rikisstjórnin ákveöið aö afla tekna i raforkukerfinu til þess að standa undir kostnaðinum viö byggöalinurnar. Þá er óget- ið fjármagnsútgjalda vegna Kröfluvirkjunar sem hafa sveiflast á milli A-hluta og B- hluta fjárlaga, og eru nú komin i B-hluta aftur á fjárlagafrum- varpinu 1982. Þetta er liklega eina stóra dæmiö um færslu stofnunar yfir i B-hluta á seinni árum og er það rökrétt vegna stóraukinnar orkuvinnslu i Kröfhi ánæstu árum,að virkjun- in standi sjálf undir fjármagns- kostnaöi meö tekjum af orku- siflu, eins og allar aðrar virkj- anir. Einar Karl Haraldsson Viröir ekki' staöreyndir Fullyrðingar Kjartans Jó- hannssonar um falsaöa afkomu rikissjóðs eiga sérþvi enga stoð. En þær eru varhugaveröar vegna þess aö meö þvi að halda sllkum þvættingi fram eru stjórnmálamenn að gera sitt til þessaö sannfæra almenning um að enginn munur sé á þvi hvort afkoma rikissjóös sé góð eöa slæm. Allt sé þetta hvort sem er hreint fals. En kannski átta mennsigá gaspri Kjartansþeg- ar hann i sama vetfangi fullyrð- ir að enginn rekstrarafgangur séá f járlagafrumvarpiRagnars Arnalds og að iþvísé 140miljón króna varasjóöur sem nota megi I efnahagsaögerðir. Þessi réttmæta ábending Kjartans gengur I þveröfuga áttviö aðrar fullyrðingar hans og sýnir betur en flest annað að I frumvarpinu er borð fyrir báru. Það er mikilvægur þáttur i okkar lýðræðiskerfi aö menn þekki og viröi staðreyndir, og raunar forsenda þess að hægt sé aö takast á um stefnu, tdlkun og leiðir á lýðræðislegan hátt. Mál- flutningur Kjartans Jóhanns- sonar formanns Aiþýðuflokks- ins brýtur i bága viö alla sæmi- lega lýðræöishefö. Hann cr tek- inn aðstæla Vilmund Gylfason i meöferð staðreynda. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.