Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 23
Helgin 17,—18. október 1981 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 23 vísnamál Umsjón: Adolf J. Nú er komið hrímkalt haust Haustiö kom meö hriö og frosti um mikinn hluta landsins. Þaö er allra manna mál aö haustið hafi komið of snemma, þaö hafi þjófstartað, eins og sagt er á iþróttamáli. Ei til staöar fannst nú féö, fennti i hlaðið naustið. Þungur skaði, þvi er séð, þjófstartaði haustið. A. Þó að haustvisur Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds séu flestum visnavinum kunnar og hafi aö minnstakosti ein þeirra birst áður hér i Vi'snamálum, þá er eitt vist, aö sjaldan veröur góö visa of oft kveöin: Hllt fram streymir endalaust ár og dagar liða. Nú er komið hrimkalt haust, horfin sumars bliða. Fölna grös, en blikna blóm, af björkum laufin detta. Dauðalegum drynur óm dröfn viö fjarðarkletta. AHt er kalt og allt erdautt, eilifur rlkir vetur. Berst mér negg I brjósti snautt, sem brostiö ekki getur. Frimann Einarsson frá Þing- skálum ber fremur mildan hug til haustsins og segir: Ó, haustið föla hljóða með húmsins svala blæ, með glitið mána glóða og gnúða strönd við sæ. Nú blundar blessuö moldin og blómin dauð og týnd. Af hélu föl er foldin og fjöllin snævi krýnd. Aö sjá haustlaufin falla gefur hug hagyröingsins tilefni til að tjá sig. Kristinn Bjarnason frá Ási kvað: Fölnar viðir, fellur lauf, frost að hliðum sverfur, blómaprýöin drúpir dauf, deyr og siöast hverfur. Þó haustiö sé kalt og laufin fölni, þá býr það samt yfir litum i laufi og ljósbliki frá mána- skini, og ekki má gleyma rómatiskum hugblæ, ekki siöur en vorsins. I kvæöi eftir Stein- grim Thorsteinsson er þetta fyrsta visan: Vor er indælt, eg það veit, þá ástar kveöur raustin. En ekkert fegra á fold eg leit en fagurt kvöld á haustin. Og fjóröa erindið i kvæöinu er eigi siöra: Setjumst undir vænan við. Von skal hugann gleðja. Ileyrum sætan svanaklið, sumariö er að kveðja. A björtum haustkvöldum rennur máninn sitt skeiö yfir himinbogann. Einar M. Jónsson kvaö um mánann: Enn þú heldur öruggt vörð, ert á næturflakki, eltir vora öldnu jörð eins og tryggur rakki. Gleður marga sérhvert sinn svipurinn þinn fráni. Þú ert gullvægt gæðaskinn, gamli nætur-máni. Stundvls alltaf ár og sið ert og leiðitamur. Allt þó breytist, alla tlð ertu jafn og samur. Úlfgrátt skin þitt er að sjá eins að fornu og nýju. Það ætti að hengja horn þittá heiðursmedallu. Haustin gera sér ekki manna- mun, þau koma i Skagafjöröinn sem annarsstaöar og hafa þar sina hentisemi hvernig svo sem Skagfirðingar yrkja. Hjörleifur Jónsson kvaö um haust: Smári og fjóla falla I dð, fegra ei hóla lengur. Skýjabóli fölu frá fögur sólin gengur. Þannig kvaö bóndinn á Gils- bakka i Skagafirði. Og svo var þaö um haust, liklega I skag- firskum fjárréttum, sem Hjör- leifur kvaö þessa visu: Rauð til viöar sólin seig, sopin hinsta dreggin. Hundurinn upp við manninn meig, maðurinn út i vegginn. Jafnvel þó ekki væri haust, haföi Hjörleifur gaman af ofur- litiö rómantiskri ást og enda- taflinu i þeim leik: Meyjan sig á ballið bjó, byrjaði dans i salnum. Augljóst var, hún að sér dró unga sveina i dalnum. Þar voru mestu ósköp af ávöxtum á borðum eins og þeim sem Eva gaf unnustanum foröum. Guðsmaðurinn gifti hjón, gekk það af i spretti, ellefu stundum eftir nón á þau klafann setti. Einn um haust gengur Rós- berg G. Snædal á vit minning- anna og finnur þar fögur djásn: Eiiui ég sveima undir haust, öllum gleymi kviða, læt um heiminn hömlulaust huga dreyminn liöa. Hræðist valla veður stór, vog þó falla taki, sá er alla ævi fór einn aö fjallabaki. Djásn ég finn og fögur söfn forn er kynni sanna. Flýtur inn á friðarhöfn floti minninganna. Eftirfarandi visa er gáta. Þeir sem ráöa hana sendi ráöningu sina i ferskeyttri visu til Þjóö- viljans merkt Visnamál: Dvel I fangi Drafnarhyls, djásn i fögru safni. Krýp á hlaði klettaþils, kunnur I skálda nafni. A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.