Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA— ÞJÓÐVILJINN Helgin 17,—18. október 1981 Dans á rósum Samtal úr leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur Auftur: Af hverju fá menn magasár, Asta? Er það af stressi, eða er þaö af drykkjuskap, eða er þetta bara ættgengt? Asta: Ætli það sé ekki allt þetta. Og sjálfsagt margt fleira. Auður: Já. Bara maður vissi, hvað maður ætti að gera. Asta: Þið gætuð reynt að hætta að rifa hvort annað i ykkur eins og úlfar. Auður: Höfum við gert það? Asta: Hvað finnst þér sjálfri? Auður: Og er það mér að kenna? Asta: ÞU ert nú varla alveg heilög. — Annars ætla ég mér ekki að taka afstöðu i þvimáli, hvoru ykkar það er að kenna, en þú getur verið alveg voðalega ósveigjanleg, mamma. Auður: Já,þaö er auðveltað standa fyr- ir utan og dæma fólk. Asta: Ég er ekki að dæma ykkur....ég.... Hvað, ertu að fara eitt- hvað? Auður: Nei, nei, bara Ut á snUru. Asta: (Þegar Auður er farin). Reynið þiö bara að vera góðar við pabba, þegar hann kemur. Vala: En ef ég verð ekki hér. Varstu ekki að bjóða mér að koma suður? Asta: Jú, en þú sagðist ekki vilja það. Vala: Ég sagðist ekki vita það. Asta: Nú viltu það þá? Vala: Ég veit það ekki. Asta: Ó, guð hvað þú getur verið erfið. Vala: Ég veit ég er erfið. Ég hef heyrt þaö áður. En það getur lika verið erfitt að Vala (Sigrún Edda Björnsdóttir) og Asta (Saga Jónsdóttir). Ljósm.: Jóhanna ólafs dóttir Mæðgurnar Auður, Ásta og Vala ræðast við. Vala er 14 ára eiga svona mommu eins og þig. Ég skal bara láta þig vita það. Asta: Vala min! Vala: Já, heldurðu að það sé eitthvað gaman að eiga einhverja mömmu ein- hversstaðar, sem maðurþekki ekki neitt, en er samt að reyna að skipta sér af manni. Ég vil fá að vera i friði. — Eða þessi pabbi minn? Hver er hann? Hver er þessi andskotans Vésteinn? Bók eða plata á jólunum? Asta: Pabbi þinn var gjörsamlega von- laus maður. Heldurðu að það hefði verið betra ef ég hefði gifst honum? Vala: Mér er alveg sama. Ég gef skit i svona andskotans foreldra! Ég ætla bara að fá að vera hjá afa og ömmu, þangað til ég get séð um mig sjálf. — Ég ætla að saf na peningum og reyna að komast til út- landa. Asta: Heldurðu að þú safnir peningum með þvi' að vinna i fiski? Vala: Ef maður er duglegur. Ég get farið i bónus. Svo get ég ltka reynt að fá mér betri vinnu. Asta: Maður fær ekki góða vinnu nema hafa menntun. Vala: Þér finnst náttúrlega ekkert góð vinna nema milljón á mánuði. Asta: Ég hef ekki milljón á mánuði. Vala: En Siggi? Hann hefur kannski tvær. Asta: Vala min, af hverju erum viö að rifast þetta? Vala: Af þvi bara. Ég vil ekki að eitt- hvert fi'nt fólk úr Reykjavik sé að skipa sér af mér. Bjóða mér hitt og þetta. Þið ætlið bara að kaupa mig. Asta:Égætla ekki að kaupa þig. Og ég er ekki ffntfólkúr Reykjavik. Ég er alin upp i þessu húsi. Ég er mamma þin. Vala: Nei. Asta: Vala! Vala: Já,mér er alveg sama þó ég segi það. Ég á enga mömmu og engan pabba. Ég á bara afa og ömmu. Ésta: Vala min. Vala: Láttu mig vera! Asta: Nei, Vala. Lof mérað tala við þig barn. Lof mér að biðja þig fyrirgefningar ef ég hef brugðist þér. Elsku Vala min. Komdu til min suður og leyfðu mér að reyna að bæta fyrir það. Vala: Nei. Þú vilt bara fá að bæta fyrir það, svo þú fáir betri samvisku. Asta: Nei, Vala min, það skiptir máli fyrir okkur báðar. Það er ekki of seint að lÖ'nnast upp á nýtt. Okkur hefur alltaf þótt vænt hvorri um aðra, er það ekki. Siggi er ágætur, og Hörður litli bróðir þinn er yndislegt barn. Vala : Hálfbróðir minn! Asta: Hann er bróðir þinn. Þú þarft ekki að vera afbrýðisöm út i hann. Ég elska þig barn. Vala: ÞU elskar bara sjálfa þig. Asta: (Uppgefin) Hvað hefur eiginlega gert þig svona grimma? Vala:Lifið, manneskja! Astarævintýri á Akureyri. Asta (Saga Jónsdóttir) og Vaiur læknir (Sigurður Skúlason).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.