Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 15
f • »■« » ; I I 14 'áttíA — þJóÐVILJINN Helgin 17.—18. október 1981 Helgin 17.—18. október 1981 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 15 sem nota irsku eru einmg þeir Irar sem liklegastir eru til að kunna frönsku eða itölsku, hafa útsýn út fyrir hinn enska heim... — Vandi einstaklingsins, vandi listamanns sem vill halda fram sinu gildismati, sinum andlegu viddum, er nokkuð svipaður þrátt fyrir allt — hvort sem þú ert fæddur á Islandi, trlandi eða t.a.m. i Bandarikjunum. Alls- staðar þurfa menn að slást fyrir þvi takmarki sem þeir hafa sett sér, hrinda af sér ásælni tilgangs- leysisins. Viðast hvar mæta menn þvi ástandi, að flest það sem rikir i samfélaginu eins og gerir allt marklaust, vinnur gegn mark- sækinni, skapandi viðleitni. Og við stöndum alltaf andspænis spurningum eins og þeim, hvort listin geti haft einhver áhrif yfir- leitt i sliku samfélagi. Ég hefi mikið verið að hugsa um allt þetta hér á Islandi. Um leið verður dvölin hérna mér tii- efni tilaðvelta þvi fyrir mér hvað gæti verið á Irlandi. Viðtal við Michéal Ó Síadhail, írskukennara skáld og íslenskumann Þessu næst kom þar okkur tali að Michéal Ó Siadhail er skáld á irsku og grunur kviknar um aö sú iðja sé honum enn meira virði en málfræðin. Hann hefur gefið út ljóðabækur og fer innan skamms á skáldaþing alþjóðlegt i' Lun- dúnum. Það sem ort var á irsku, segir hann, var með mjög hefðbundn- um hætti allt þar til fyrir fjörtiu árum að farið er að yrkja nútima- ljóð á málinu. Það sem þá og nokkru fyrr var ort á irsku og svo á ensku af irskum skáldum. Yeats og þeim körlum, var mjög bundið irskri sögu og lykilmálum, enda margt i deiglunni þá. Hin sérstöku irsku mál eru ekki lengur miðlæg i skáldskapnum með sama hætti og þá var. Skáld- in á hvaða máli sem þau yrkja eru i rikari mæli en þá einstakl- ingar en aö þau eigi sér sterkan samnefnara i' irsku þjóðerni. Texti: Árni Bergmann — Myndir: Gunnar A l/t litrófið Ég get ýmislegt sagt um irska tungu en þetta hér er þó kjarni málsins fyrir mér: ef irskan deyr út þá er heimurinn fátækari á eftir. Það er Michéal Ó Siadhail sem svo mælir, irskur málfræðingur og skáld, sem er hingað kominn tii að kenna irsku á námskeiði i Háskólanum. Og sjálfur talar hann islensku. Ég lærði hana fyrir tólf árum þegar ég var i þjóðháttafræði i Noregi*§egir hann, kom svo hingað tvisvar i heimsókn, en hefi aldrei verið hér við nám. varpsefni á irsku, stjórnendur sjónvarpsins eru mjög hallir undir ensk-ameriska framleiðslu. Það er stundum haft við orð að breska sjónvarpið BBC geri meira fyrir velsku og skoska gel- isku en við lrar gerum fyrir okkar mál. Það er sitthvað til i þessu. A hitt er að lita að a.m.k. fimmt- ungur Walesbúa notar enn sitt keltneska mál i daglegum sam- skiptum meðan ibúar Gaeltacht hjá okkur eru ekki nema svona þrjátiu þúsundir. þessi langa saga að baki, þegar irska var mál hinna fátæku og fyrirlitnu. Flest það sem er að gerast i samfélaginu ýtir undir það að fólk tali ensku. En semsagt: allir fá einhverja nasasjón af irsku. Og allmargir hafa sérkennilega viðkvæmnistil- finningu fyrir málinu, ekki sist millistéttarfólk. Þegar amma og afi eru búin að losa sig við máliö þá kemur upp einhver söknuður og þig langar að snúa til baka. Það er kannski of seint. En þú Sérstaða Ira er svo þessi, að það er svo stutt i fortið hjá okkur sem var allt ööruvisi en nútiminn. A Arameyjum i Connemara hefur verið mannlif svipaö þvi sem gerðist annarsstaðar i Evrópu fyrir tveim eða þrem öld- um. Og svo situr þetta fólk nú við sjónvarp og glápir á Dallas. Við höfum verið að stökkva yfir tvær aldir og hvað þýðir þaö fyrir okkar sálarlif? Konan min til dæmis, hún gekk beríætt i skól- ann i Donegal þar sem hún fædd- ist. Þar um slóöir voru litil sam- félög sem byggðu á alar sterkri samhjálp — einn íræöimaður hefur sagt aö þau væru forkapi- Ort fyrir hvern? Ég segi fyrir sjálfan mig, að ég er stundum efins um hvað gera skuli ef ég er nokkurnveginn jafn- vigurá irsku og ensku. Ég þykist hafaeitthvaðað segja öðrum sem skáld og þá er spúrt: við hverja viltu tala? Sem skald á irsku finnst mér ég stundum eins og Það er góð aðsókn að nám- skeiöinu, sem stendur i tvo mán- uði og gengur greitt með átta-niu stundum á viku, Það er gott að menn fái tækifæri til að spreyta sig á keltnesku máli, segir Mi- chéal, þau eru i hinni indóevr- ópsku fjölskyldu en um leið mjög sérstæð. Hann vinnur annars viö vis- indastofnun i Dublin, er aðstoðar- prófessor i irsku, rannsakar irskar mállýskur og hefur nýlega gefið út sjálfsnámsbók i irsku, sem hefur selst vel, gott ef hún er ekki metsölubók á sinu sviði. Skökk stefna Sú rækt sem menn leggja við eigin tungu stækkar heiminn trskumælandi svæðin, t.d. i Connemara héldu áfram að drabbast niður (Ljósm. AB) Og eins og eðlilegt er fórum viö að tala um örlög irskunnar sem hafa mörgum orðið þyngri en tár- um taki. Enn er irska töluð i nokkrum sveitum, segir Mikkjáll (þær eru einu nafni kallaðar Gaeltacht). En þróun þess málsvæðis hefur nú alllengi verið með þeim hætti, að menn hafa hlotið að spyrja sig hvort málið gæti lifað áfram i þessum plássum meðan svo litt hefur gengið að endurreisa það i landi öllu. Þvi miður var tekin skökk stefna i upphafi þess tima aö við trar gátum ráöiö okkar málum. Höfuðáherslan var lögð á aö fá irsku inn i skólana um allt land stað þess að einbeita kröftum að þvi að styrkja irskumælandi sveitir með efnahagslegum ráð- stöfunum, gera fólki kleift að lifa þar, koma upp bæjun; koma i veg fyrir að landflóttinn héldi áfram að vera mestur þaðan. Ég skal játa aö sjálfur er ég heldur svartsýnn á þessa fram- vindu, en hinu er ekki að neita aö ýmsir ljósir punktar eru til. Það er alltaf slangur af fólki einnig i borgunum sem setur metnað sinn i að tala irsku heima fyrir. Ég hefði orðið var við nokkuð aukna aðsókn að barnaskólum þar sem allt fer fram á irsku — hvort sem það er mál feðranna sem mestu ræður um það, eða þá það, að þetta eru góöir skólar. Þetta fólk er litill minnihluti, en minnihluti samt. alltskuli fyrir irskuna gert og svo raunverulegri frammistöðu hins opinbera. Þeir foreldrar sem vilja stofna skóla á irsku þurfa að standa i pappirs- og peninga- striði við stjórnvöld um nauðsyn- leg leyfi og rekstrarfré. Mönnum alltof litið af þvi að semja sjón- kaupir að minnsta kosti sjálfs- námsbók i irsku — og bókin min til dæmis verður metsölubók. Og erlendis viðurkennir þú ekki annað en auðvitað talir þú irsku, mikil ósköp. En oft nær þessi við- kvæmni ekki lengur en til þess að irskan verði eins og skraut á hillu i stofunni. Það er lika raunverulegur vandi að irskan er svo gjörólik ensku. Ég neita þvi að hún sé miklu erfiðari — en hún er öðru- visKtildæmis eiga sérstað i irsk- um orðum samhljóðavixl i beyg- ingum — þau dilla ekki aðeins rófunni með fallendingum, þau kinka kolli lika). En þessi mikli munur er alltaf notaður sem af- sökun hinum lata og slappa: þetta er svo erfitt, segja menn, það er ekki nokkur vegur að læra þennan fjanda. Á hillu í stofunni detta niður á milli tveggja stóla: annarsvegar er fólkið i sveitinni sem hefur ekki forsendur til að skilja hvað nútimaskáld er að fara, hinsvegar irskufólki i borg- unum, sem kaupir irskar bækur einkum vegna málstaðarins, svo og svo margar ljóðabækur á ári á irsku. Þaðer að visu kostur, að ég þekki þetta fólk og það þekkir mig. En ég er þvi miður neyddur til að spyrja, hve lengi þetta varir: getur það gerst eftir hundrað ár, að einhver opni ljóða- kver á irsku og geti lesið, að ein- hver verði þá til, sem á næmum menntaskólaaldri verður fyrir neista i hjarta sinu frá kvæði okkar tima, neista sem glæðist i þann loga að allt i einu skiptir ekkert máli i heiminum nema þetta kvæði? Hitt fer svo ágætlega saman að vera skáld og málfræðingur. Það er eins og myndhöggvari fari i steinafræði — ég er alltaf i fræð- unum að glima við hráefni skáldsins. Það er heldur enginn fjandskapur milli visindaiðkana og skáldskapar. Það er bara m eir a gam an að kvæöum, þv i þau eru margslungnari — og þegar best lætur getur maður bent á ei- lifðina með fingrum málsins. talisk. Viö erum enn meö allt lit rófið i kollinum. Það er vitanlega ljóst hvað veidur: viðerum rétt ofan i Bret- um, við erum I nábýli við öflug- ustu tungu veraldar — og svo er Jöfnuður byssunnar Já, þú minnist á Norður-irland, á þessa menn serh skrifa og tala eins og allt muni breytast við sameiningu landsins. Ég skal játa að ég á stundum erfitt með aö átta mig á þvi, hvað Norður-tr- land er mér, Vitaskuld hefi ég samúö með þeim sem þjást. Vita- skuld mun ég andmæla þeim sem segja um hungurfanga IRA, aö „glæpur er glæpur” eða ein- hverja aðra slika markleysu. En það er svo margt undarlegt að gerast i þessu máli, ekki sist þegar þetta gamla uppeldi i ka- þólsku og prótestantisma, sem menn eru enn kenndir við, hefur riölast mjög og einhverjar aðrar viðmiðanir komið i staðinn. Ég sá áletrun á húsvegg i Derry sem var á þessa leið: „Guð skapaði mótmælendur og kaþólikka, en riffillinn gerði okkur jafna”. Finnst þér þetta ekki skrýtin setning og hrollvekjandi? Hvað þýöir hún? Vitanlega er skipting Irlands vitleysasem aldrei gengur. Og ég er viss um að landið sameinast, það kemur að þvi. En hitt er svo annað mál, að það út af fyrir sig leysir engan stóran vanda. Við munum sitja sameinaðir — i Efnahagsbandalaginu og horfa á Dallas. Lifiðer alltaf miklu flóknara en menn vilja vera láta. Þess vegna er ég skáld... áb. i T^unnxKrryx^rx^uterf^xiffirr^t^ • t nOdti’t, iOOxrrxK>^<^nroJíXX>r»TiCXÍTXwr'Ujrr .í Orvs umi .V <sfuJjr<j&nTS wf* ulu fwuf''!GfcOU OTf-i aX'vXr - Einangrun og forvitni Enskan glymur allt um kring og menn hafa lengi trúað þvi, að án hennar væru þeir einangraðir og sambandslausir i heiminum. Það er nú svo. Hin hliðin á þessu er sú, að írar horfa á allt með ensk-ameriskum augum og það er viss innilokun. Mér finnst að Islendingar séu að ýmsu leyti minnisveitamenn en við — vegna þess að þið eigið ykkar mál,notið það á öllum sviðum og svo er það lika áætt að hafa það mótvægi við ensk-ameriskum áhrifum sem tengt er við Norðurlönd og kunn- áttu i málum þeirra . Sú rækt sem menn leggja við eigið mál stækkar heiminn: hve oft hefi ég ekki orðið var við það, að þeir •amt Gegn tilgangsleysi I orði og á borði —- En hvað er að vera Iri nú um stundir? spyr blaðamaður og hefur I huga, að þótt tunga og bókmenntir séu þau tilverusvið sem mestu ráða, þá koma fleiri þættir til greina. Ahugamenn um lif irskunnar eru einatt gramir út i stjórnvöld: manni sýnist mikið misræmi i opinberum yfirlýsingum um aö Allt litróf sögunnar situr i kollinum á okkur. — Götumynd frá Dublin Lífiö er svo flókiö Þess vegna reyni ég aö vera skáld SH Við gætum setiö sameinaðir írar - í Efnahags- bandalaginu og glápt á Dallas

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.