Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 28
DJÚDVUHNN Helgin 17.—18. október 1981 nafn vihunnar Þórir Helgason yfirlæknir Nafn vikunnar er Þórir Helgason yfirlæknir, en um fátt hefur meira veriö rætt liöna viku en rannsóknir hans á syk- ursýki hér á landi og kenningar hans um hvaö valdi insúlinháöri sýkursýki hjá ungum drengjum. lslendingar hafa löngum hrif- ist þegar landinn skarar fram úr á einhverju sviöi og fyllast stolti ef hans er getiö aö góöu á erlendri grund og vist er aö þær eru ekki margar íslensku grein- arnar sem hiö vitra timarit „Lancet” hefur birt um dagana. Þessar tilfinningar hafa þó ver- iö nokkuö blendnar þessa vik- una þvi þjóöarrétturinn, — sjálft hangikjötiö liggur undir þeim grun aö valda sykursýki, ekki þó hjá neytandanum heldur afkvæmum hans. Þórir Helgason er yfirlæknir göngudeildar sykursjúkra á Landspitalanum. Hann hefur um árabil unniö viö meöferö og eftirlit meö sykursjúkum, ekki aöeins i höfuöborginni heldur einnig á Akureyri þar sem litil göngudeild, eins konar útibú frá Landspitalanum hefur veriö strarfrækt um nokkurra ára skeiö. Viö Eyjafjörö er sykur- sýki mun algengari en annars staöar á landinu, einkum sú insúlin-háöa, en rannsóknir Þóris ná til alls landsins þó Akureyri hafi mjög veriö i sviösljósinu undanfarna daga. Rannsóknir Þóris hafa beinst aö hangikjötinu einu, enn sem komiö er,vegna þess aö neysla hangikjöts er vlöast hvar bund- in viö jól og áramót en mark- tækur fjöldi ungra drengja sem fengiö hafa insúlinháöa sykur- sýki átti þaö eitt sameiginlegt aö vera fæddir um niu mánuö- um eftir þessa hátiöir. En önnur matvæli hljóta aö vera undir sömu sök seld. Um þaö segir Þórir Helgason i viötali viö Þjóöviljann sem birt er á siöu II i fréttakálfi: „Auövitaö má bú- ast viö þvi aö þessi sömu nitrósóefni sé aö finna t.d. i salt- kjöti, svinakjöti, magál og fleiri matvælum sem meöhöndluö eru meö nitrat/nitrit söltun. Mag- állinn er þó senniiega hvaö verstur af þessari fæöu vegna þess aö sum áhrifamestu nltró- sósamböndin sækja einkum i fituvefinn þannig aö þau gætu fundist þar I mun meira mæli en i vöövanum sjálfum.” Þaö er áreiöanlega ekki sárs- aukalaust fyrir Islendinga aö horfa fram á hangikjötslaus jól, hvaö þá er magálnum, reykta svinakjötinu og jafnvel saltkjöt- inu veröur aö sleppa lika. Húmoristarnir hafa bent á aö menn geti nú leyft sér aö neyta þessara gómsætu rétta áfram, fari þeir I annars konar bind- indi, nú eöa þá ef getnaöarvarn- ir eru tryggar. Hvaö sem þvi liöur er vist aö niöurstööur tilraunanna sem nú fara fram i Aberdeen er beöiö meö eftirvæntingu hér á landi og erlendis. Hinar fyrstu koma eftir mánuö og þá veröur ljóst hvort tekist hefur aö framkalla sykursýki á tilraunadýrum á sama hátt og Þórir telur aö veröi meöal mannfólksins. — AI AbaUImi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aó ná i blaöamenn og aóra starfsmenn blaösins i þessum simum: Rítstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins i sima 81663 Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Vopnfimi er rikur þáttur I sýningum Pekingóperunnar Pekingóperan í Reykjavík Góðir gestir eru væntanlegir til Reykja- víkur í næstu viku. Þeir bera með sér framandi listform frá fjarlægu landi. Þetta er Peking - óperan frá Wuhan og verða 4—5 sýningar í Þjóðleikhúsinu. Er ekki að efa að fólk mun flykkjast á þessar sýn- ingar,enda er um að ræða skrautfjöður í kínverskri menningu með aldagam- alli hefð. Pekingóperan eöa Beijing- óperan — eins og nafniö er skrifaö skv. samræmdri nú- timastafsetningu á kin- versku — er samnefnari fyrir ákveöiö listform en ekki einn óperuflokkur eins og flestir kynnu aö halda. Pekingóperu- flokkar eru starfandi viöa um Kina og þessi er frá Wuhan, sem er borg i héraöinu Hupeh rúmum 100 km fyrir vestan Shanghai. Þetta óperuform er iöandi af ljósum, hljóöi og hreyfingum og i farteski flokksins frá Wuhan eru mörg af bestu verkum Kin- verja. Hann var stofnaöur áriö 1950 og frægur fyrir vald sitt á margvislegum stilbrigöum og hefur yfir aö ráöa fjölda úrvals listamanna. Pekingóperan i Wuhan hefur veriö á feröalagi um Evrópu aö undanförnu Meö orö Maós formanns úm „Aö láta hundraö blóm blómstra” og „Aö grisja hiö gamla svo hiö nýja megi spretta” aö leiöarljosi, hefur flokkurinn endurskoöaö og sviö- sett óperur um sögulegt og goö- sögulegt efni á borö viö „Söng Yishui árinnar”, „Keisarinn og gleöikonan”, „Quan Yu i Mai- cheng-borg”, „Api gerir usla i himnariki”, „Apakonungurinn berst viö átján Lo Hans”, „Bai- hua prinsessa”, „Þriggja vega mót”, „Dularfulli knapinn”, „Wusong berst viö þorparann”, „Haustfljótiö”, „Song Jiang skráir ljóö á múrinn” o.s.frv. Þá hefur þessi flokkur enn- fremur sviösett og endurskoöaö nokkrar óperur meö efni úr samtimanum svo sem „Efna- fjölskyldan”, „Brúin á Jielong Giao”, „Orustan viö Baoziwan” o.fl. Aö auki hefur flokurinn endurunniö nokkrar úrvals heföbundnar óperur. Til aö gefa dálitla innsýn inn i eitt verka Pekingóperuflokksins frá Wuhan skal hér tekiö sem dæmi „Api gerir usla i Himna- riki” en þaö fjallar um fræga goösögn I Kina sem er afar vin- sæl: „Apakonungurinn Sun Wu-kong, sem býr yfir yfir- náttúrulegu afli og mikilli vopn- fimi, lýsti sig „Spámanninn mikla og Jafningja Himnarikis” riki himnanna til ögrunar. Jaspis keisari Himnahiröar- innar og goösögulegur stjórn- andi alheimsins finnur þá þaö ráö til aö lækka i honum rost- ann, aö bjóöa honum til mikillar peru-veislu á himnum þar sem hann skuli handtekinn. Þaö er ekki fyrr en hann er kominn i garöinn aö apinn áttar sig á þvi aö honum erekki ætlaöur staöur i veislunni. í reiöi sinni læöist hann inn i veislusalinn, boröar perurnar, drekkur viniö og hámar I sig allan þann gómsæta mat sem ætlaöur var til veisl- unnar og sóöar út garöinn á himnum. 1 drykkjuvimunni fer hann hjá höll æöstaprests Taó þar sem hann þjórar allan elixirinn sem æöstipresturinn haföi útbúiö handa Jaspis keisaranum. Slöan hverfur hann heim á Fjall Ávaxta og Blóma. Allt þetta reitir keisar- ann til mikillar reiöi og hann sendir Li prins á Himnum meö keisaralegt liö til aö handsama Sun. En Sun Wukong stjórnar gagnsókn apanna og rekur óvin- inn ógurlega á flótta og snýr sigrihrósandi heim á Fjall Blóma og Avaxta”. Eins og áöur sagt er margt frábærra listamanna i Peking- óperunni frá Wuhan. Má þar nefna óperuleikkonuna Wang Wanhua, óperu-Wusheng - leikarana Guo Yukun og Liu Hengbin. Wang Wanhua hefur gert ýmsum kvenhlutverkum góö skil t.d. qinyijsem er fátæk og heiövirö kona, huadan þ.e. lifs- glöö kona og daomadan sem er eins konar valkyrja meö leik- hæfileika. Hún hefur gott vald á hrynjandi og er söngvari ágætur, nákvæm meö af- brigöum eg fer á kostum i hinum margvislegustu hlut- verkum. 1 óperunni „Vaihua prinsessa” sýndi hún hvaö bjó i hlutverki stoltrar ungrar stúlku sem var aö skynja ástina i fyrsta sinn. Guo Yukun wusheng-leikari hefur unniö mikla listræna sigra. Hann nýtur sin best i hernaðarhlutverkum sem út- heimta mikla vopnfimi, einkum meö fjögur litil flögg bundih á bakiö. Hann hefur fundiö upp nýjungar i bardagaaöferöum sem hann grundvallar á fimi sinni og góbri tækni og mörg bragöanna eru frá honum runnin (t.d. aö kasta leik-vopn- um á andstæðing sinn). öll brögöin undirstrika þá persónu sem leikin er og má t.d. nefna túlkun hans á apakonunginum (sem komin er úr frægri og klassiskri kinverskri skáldsögu „Vesturferöin”.) Liu Hengbin wusheng-leikari er frábær i vopnfimi og vopna- burður hans þekktur fyrir lif og ákafa. Hlutverk hans i óperunni „Apakonungurinn” hefur vakiö fögnuö viöa. Þess skal aö lokum getiö ab aögöngumibasala á Peking- óperuna hefst I Þjóðleikhúsinu kl. 13.15 i dag, laugardag. » — GFr Atriöi Ur einni sýningu Pekingóperunnar fró Wu- han Búningarnir eru ákaflega litrikir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.