Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 8
. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.—18. oktöber 1981 Litið inn hjá íslenskri grafík og rabbað við stjórn félagsins Sigrún Eldjárn ásamt dóttur sinni, Ingiberg Magnússon og Jens Kristieifsson. Ljósm.: eik Lif og leikur, litógrafla 1981 eftir Jenný E. Guðmunds- dóttur. Djúpavatn, dúkrista 1981 eftir Jens Kristleifsson Skreióin dúkrista 1981 eftir KJartan Guöjónsson ,, Grafíkin kemst nœst því að vera /'• •• i • • 11>> fjolmiðill Einhver fallegasta myndlistarsýning sem undirrit- aöur hefur lengi séö stendur nú yfir I Norræna hús- inu. Þaö er samsýning félagsins lslensk grafik. Maöur kemst strax i sólskinsskap þegar inn er komiö og þaö helst a.m.k. fram á næsta dag. Viö fengum stjórn félagsins til aö rabba svolitiö viö okkur um' isienska grafik en I henni sitja þau Ingiberg Magnús- son formaöur, Sigrún Eldjárn ritari og Jens Krist- leifsson gjaldkeri. — Hvaö er félagiö gamalt? — Upphaflega var þaö stofnaö 1954 en lognaöist siöan út af á ný þar til þaö var endurvakiö áriö 1969. Þá var fyrsta sýningin haldin á vegum félagsins I Unuhúsi en sú sýning var siöan farandsýning víöa ú land áriö eftir. — Og siöan hafiö þiö haldiö reglulega sýningar? — Já, viö tókum þátt I NGU-sýningu (Nordisk grafíks union) áriö 1972 og siöan 1975 hafa veriö sam- sýningar reglulega annaö hvert ár þar meö talin afmælissýning 1979. Auk þess var yfirlitssýning á Is- lenskri grafík á listahátíö 1976. — Er ekki ákaflega dýrt aö vera grafiklistamaöur? — Jú, þaö er mjög dýrt. Astæöan fyrir þvi aö félagiö lognaöist út af á 6. áratugnum var fyrst og fremst sú aö menn höföu ekki aöstööu til aö stunda grafik og sneru sér þvi aö málverkinu. Þeir höföu aögang aö pressu i Handlöa- og myndlistarskólanum en er út úr honum var komiö var draumurinn búinn. Eruö þiö þá sjálf meö eigin verkstæöi? — Já, hvert okkar hefur eigin aöstööu en hins vegar finnst okkur ungt fólk sem gert hefur góöa hluti I skóla ekki skila sér sem skyldi. Þaö er búiö aö læra inn á flókna og dýra tækni en er svo ekki tilbúiö aö fara aö skera heima hjá sér viö frumstæö skilyröi. — Þyrfti þá ekki aö vera verkstæöi I eigu félagsins sem fóik heföi aögang aö? — Jú, þaö er á stefnuskrá en kostar ákaflega háar upphæöir. — Nýtur félagiö opinberrar aöstoöar? — Viö höfum sótt um fé af fjárlögum og I fyrra fengum viö 1 miljón gamalla króna. Sú upphæö hrekkur skammt og fór aö mestu I rekstur. — Nú hefur hlaupiö mikil gróska i grafik á undan- förnum árum og áhugi almennings hefur vaknaö. Hver er skýringin? — Þab eru sjálfsagt margar ástæöur. Ein er sú aö haldiö hefur veriö uppi stifri kynningarstarfsemi á graflk og grafískum aöferöum. Fólk veit þvi vel orbiö hvaö graflk er og þetta er sú myndlist sem fólk á kannski aubveldast meö aö eignast þvi aö hún kemst kannski næst þvl aö vera fjölmiöill af öllum mynd- listarformum. Þaö voru munkar sem byrjuöu aö bauka viö þetta um 1400 og tilgangur þeirra var ein- mitt sá aö fólk gæti eignast myndirnar. Aö svo mæltu kvebjum viö þau Ingiberg, Sigrúnu og Jens en þess má þó geta aö lokum aö verb flestra myndanna liggur á bilinu 600-1500 krónur, enda hafa þær runniö út eins og heitar lummur. —GFr t gróandanum, sáldþrykk 1981 eftir Þórö Hall Skammdegisdraumur, dúkrista 1980 eftir Ingiberg Magnússon Spásögn, æting/aquatinta 1981 eftir Sigrid Valtingojer Strengjaleikur, mezzótinta 1981 eftir Sigrúnu Eidjárn 18 cic þuribur \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.