Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. október 1981 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Olafsson. Kjartan Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristin Ástgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs- son. Jón Guðni Kristjánsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Björn Br. Björnsson . Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Unnur Kristjánsdóttir Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Sfmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavlk, sími 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf.. ritstjórnargrein úr aimanakínu Peningar, menningarsköpun og varöveisla # Þegar tal berst að framkvæmdum í þágu menn- ingar eða útgjalda hennar vegna, fara menn gjarna í föt þeirra alþingismanna sem í fátækt aldamótanna deildu um byggingu safnahúss yfir menningarauð landsins. Þar fara þeir sem brýna þingmenn til dáða í nafni andlegrar reisnar og sóma þjóðarinnar — og mæta úrtölum eða spotti íhaldsmanna sem þykjast alltaf þurfa að láta eitthvað hagnýtt hafa forgang. Upp á síðkastið hefur þetta dæmi svo gerst f lóknara vegna þess, að menningarliðið er ekki samvirkt í spurningum sínum um örlæti eða nísku samfélags; hver hópur starfar út af fyrir sig meðan hagsmunir einstakra atvipnuvega sækja f ram í breiðri f ylkingu. # Niðurstaðan hefur orðið sú, að framlög til skapandi menningar og varðveislu menningararfs- ins (safna) hafa verið rýr og langt undir þeim opin- bera metnaði í menningarmálum sem gjarna heyrist í á tyllidögum. Svo hefur lengi verið. Sú stjórn sem nú situr hefur ekki gert stórátök í þessum efnum — en þess ber þó að geta sem gert er og stef nir í rétta átt. 0 Á þeim fjárlögum sem nú hcifa verið lögð fram aukast framlög til ,,safna, lista og annarrar menn- ingarstarfsemi" um 47,7% — sem eru þó nokkuð yfir útgjaldaaukningu annarri á vegum menntamála- ráðuneytisins, sem og aukningu á helstu útgjalda- liðum ’ d. sjávarútvegsráðuneytis og dómsmála- ráðiK ris. Sérstök ástæða er til að benda á það, að framlog til lista aukast um 66,8%. Þar er um að ræða nýjar f járveitingar til Alþýðuleikhúss og til þýðinga- sjóðs, se Guðrún Helgadóttir fékk samþykkt frum- varp jm og á að auðvelda að góðar bókmenntir erlendar komist til íslensks almennings. Þar er veru- leg aukning til leiklistarstarfsemi úti á landi, og ekki sísttil Leikfélags Akureyrar. # Þetta eru vissulega skref í retta átt. Og sama má segja um framlög til byggingarsjóðs Þjóðarbókhlöðu, sem komst inn í stjórnarsáttmála að frumkvæði Alþýðubandalagsins. # En skref í rétta átt loka vitaskuld ekki fyrir gagn- rýni. Enn sem fyrr eru stjórnmálamenn helst til feimnir í þessum málum,og i ýmsum greinum koma eyður í viðleitni þeirra. Til að mynda skyggir það á ár.ægju yf ir nokkru átaki í þágu lista, að slakað er á á öðrum sviðum. Hér mætti sérstaklega til nefna út- gjöld til starfsemi þeirra safna sem fara með varðveislu menningararfsins eins og það heitir. Þetta á ekki hvað síst við um aðalsöf n eins og Listasaf nið og, Þjóðminjasafnið. Að vísu gerist það tíðinda, að Þjóð- minjasaf n fær f járveitingu fyrir einum nýjum starfs- manni, en að öðru leyti eru f járframlög þess vegna aðeins 30% meiri en í fyrra og til Listasafns 27% hærri, og er augljóst hvað þetta þýðir í verðbólgu á borð við okkar. # Fjármálastef na af þessu tagi verður vitanlega til þess, að menningarstof nanir þær sem nú voru nef ndar verða illa færar um að gegna því hlutverki sem til er ætlast og verða f yrir ómaklegu aðkasti f yrir bragðið. Þennan slaka þárf að vinna upp sem allra fyrst. Og væri þá ekki úr vegi að brýna áhrifamenn á frændum okkar Færeyingum: nú munum við hafa tíu starfs- menn við Þjóðminjasafn, en Færeyingar eru þegar komnir meðellefu fasta menn á sitt Þjóðminjasaf n — og eru þó aðeins f jórðungur okkar að fólksf jölda. — áb. Meö lögum skal land byggja, en meö ólögum eyöa. Allir kannast viö þessa setningu, gott ef helmingur hennar er ekki letraöur I einkennismerki hinn- ar islensku rikislögreglu. Frá þvi aö mannlegt samfélag fór aö taka á sig mynd i likingu viö þaö, sem viö þekkjum, hafa menn streist við að setja reglur og lög um hegöan þegnanna. Tilgangurinn meö þessu er nátt- úrulega augljós; til þess aö skipulag riki, en ekki ringulreiö, þurfa menn aö koma sér saman um hegöunarmynstur, er sveigi þegnana til atferlis, sem leiöir ekki til árekstra milli einstakl- inga eöa hópa. Skilyröi þess, aö lög og reglur haldi og valdi þessu hlutverki sinu, er þaö, aö menn séu al- mennt sáttir viö aö undirgang- ast þá skyldu eöa þvingun, sem af lagasetningunni leiöir. Vitan- lega er og veröur aldrei hægt aö semja og setja þær reglur. og lög, sem allir beygja sig fyrir, enda væri þá ef til vill ónauö- synleg setning þeirra. Þvi er þetta tekiö til umræöu hér, aö nú er alþingi aö koma saman. Alþingi er höfuösmiöur lagannaílandinu.reglugeröir eru settar vegna ákvæöa I lögum og þá sem nánari útfærsla þeirra. Enginn veit hversu m.örg lög eru i gildi i landinu, enda hefur lagasmið vaxiö hraöar en verð- bólgan. Oft hefur veriö sagt, aö Is- lendingar séu ólöghlýöin þjóö, hafi frá fornu fari vanist þvi aö fara i kringum lögin, og sá fund- ist mestur, er færi sinu fram i trássi viö þau. Ef þetta er rétt, þá mætti freistast til aö álykta, aö svona háttarlag sé runniö frá þeim tima, er menn sátu undir erlendu valdi og lögin sett mönnum til miska og typtunar. Lögbrot varö þvi nokkurs konar uppreisn gegn erlendu valdi. Nú er öldin önnur. En hvaö meö lögin og löghlýönina? Til þess, aö almenningur fari eftir lögunum, þurfa þau aö vera þannig úr garöi gerö, aö aug- ljóst sé, aö þau séu til bóta, geri samfélagiö betra, þau séu aug- ljós nauösyn. Þau mega ekki ganga þvert á hegöunarmynst- ur fólks og eiga aö vera þannig aö ekki sé auövelt aö komast upp með brot á þeim. Viö skulum af handahófi taka nokkur lagaákvæöi til skoöunar, sjá hvernig fariö er eftir þeim og hvernig brugöist er viö þegar þau eru hundsuö. Nú eru i landinu nýsett lög um húsaleigu. Tilgangur þeirra er sá, aö tryggja þaö, aö leigutaki og leigusali haidí réttí sinum hvor fyrir öörum. En hver er Með lögum skal land byggja, eða hvað? reyndin oft á tiöum? Ef hringt er i mann, sem auglýst hefur Ibúö til leigu og hann spuröur um hversu mikillar fyrirfram- greiöslu sé krafist, segir hann, aö sex mánaöa greiösla sé nægj- anleg. Sé þá spurt hversu lengi leigutaki geti búist viö aö halda Ibúöinni er svariö eitt ár. Sveinn Kristinsso skrifar Samkvæmt áöurnefndum lög- um er ekki heimilt aö krefjast meiri fyrirframgreiöslu en sem nemur einu þriöja af þeim tima, er leigutaki á rétt til aö halda húsnæöinu. 1 þessu tilviki eru þaö átján mánuöir. Nú er hins vegar húsnæöisskortur, og sá, sem er á götunni, getur neyöst I þessu tilviki til aö brjóta lög, sem áttu aö vernda hann sjálf- an. Ef vibkomandi vill hins veg- ar ekki sætta sig viö þessi mála- lok, stendur hann uppi húsnæö- islaus, og engum viburlögum er hægt að koma yfir leigusalann. Eins og allir vita er óheimilt aö flytja til landsins kjötvörur, hráar eöa niðursoðnar. Allir vita hins vegar, aö fólk stendur i þvi aö smygla inn skinku og kjúklingum og ööru góögæti. Sjómenn fara meö þennan varn- ing inn i landið nánast án eftir- lits. öllum finnst þaö sjálfsagt mál enda þessi erlenda vara miklu fremri innlendri aö gæð- um, aö sagt er. Á siöustu misserum hefur oft veriö haft á orði, aö leyfa ætti innflutning á sterkum bjór til landsins. Bindindispostular ,hafa hins vegar varaö mjög viö þvi meö sterkum rökum. Hitt vita þó allir, aö I landinu er rek- inn viöamikill heimilisiönaöur, þar sem bjór er bruggaöur af ýmsum tegundum og oftast sterkari en sá, sem innfluttur yröi. Enginn hreyfir hönd né fót, þó þarna séu lögbrotin augljós. Þá er lika i landi hér stundað- ur drjúgur undirheimaiönaður I tilbúningi sterkra drykkja. Suöugræjur eru viöa til á bestu bæjum og margir hafa náð langt I þeirri list, að búa til ómengaö- an spiritus. Einstaklingsfram- takiö blómstrar kannski bara i þessari iðngrein. Nýlega voru sett lög um not- kun bllbelta. Þessi lög eru hald- laus, bæöi eru menn mjög ósammála um gagnsemi þeirra og svo hitt, að engin viöurlög eru þó þau séu brotin fyrir framan augun á lögreglunni. Ekki skal hér dregiö i efa, að gagnsemi þessara öryggistækja eróvéfengjanleg, en þegar allur almenningur er á annarri skoö- un stoöa lagaákvæðin litt. Þessi dæmi hér aö framan eru alls ekki tekin i þvi skyni aö sýna fram á, að viðkomandi lög þjóni engum tilgangi. Ætlunin var aö benda á aö einhverjar forsendur vantar, svo aö þau nái tilgangi sinum. Ótal önnur dæmi mætti taka, þó þessi hafi oröið fyrir valinu. Sem áöur sagöi, varö þessi hugdetta til vegna nýs alþingis. Þingiö á eftir að setja alls kyns lög á þessum vetri. Gæti þaö ekki veriö tilbreyting fyrir al- þingismenn, aö sniglast i gegn- um lagabunkana og nema eitt- hvaö af þeim úr gildi án þess að samþykkja ný i staðinn? Svkr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.