Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 11
Helgin 17,—18. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Thor Vilhjálmsson skrifar UNDIR ETNU A Sikiley 1963. F.v. Breitburd túlkur, Alexej Surkov, Giancarlo Vig- orelli og Anna Akhmatova Hðtel San Domenico. Taormina á Sikil- ey- Þessi staður geymist i islenskri bók- menntasögu. Þar var Halldór Laxness ungur maður og islensk eldsal að skrifa allsherjarbók, alþjóðlegt uppgjör: Vefar- ann mikla frá Kasmir. Halldór hefur lika sagtfrá þessum ungu dögum iTaormina, bið eftir peningum i allsnægtum örlætis- ins við nógu skrýtinn gest, nógu langt að- kominn. 1 Taormina sat veturlangt annar is- lenskur listamaður sem lika hefur á sinu listasviði markað spor, og hafði ómæld áhrif á heila kynslóð listamanna, Þor- valdur Skúlason. Þarna voru þessir tveir listamenn i deiglunni hvor á sinum tima við rætur eldfjallsins Etnu, sem si'ðar kyntu elda á tslandi þar sem ungir menn hertu vopn sin og verktól listar sinnar. Þar er allt einn aldingarður sem býr i miðjum hliðum bröttum milli sævarins bláskæra og skýlausa himinblámans; höfgar blómkrónur strjúka kollinn þess sem skýzt um lund, gljálauf kitla enni og vanga meðan hunangsflugur susurrandi suða. Oleander undir oliuviðnum; gulald- in og glóaldin augum glæða yndi, og vin- viðurinn lýsirmeð þungum klösum af blá- um og grænum berjum þar sem hann fléttast um reistar stengur og þekjur, nektar er þar nógur handa þeim sem kann að lesa, ódáins. A morgnana sátum við úti við hvitar marmaragrindur á svölunum, á mósaik- pöldrum sem vissu að flóanum með lit- agnamynstur við tær: hvit segl rufu mistrað skilleysi himins og hafs, há og grönn á lystisnekkjum og Jeikskútum; ferjur og farskip ösluðu fyrireimieða oliu milli landa, eyja og meginlandanna. Við hverjir? Við vorum gestir vegna bókmennta- verðlauna sem voru ýeitt árlega, kennd við Taormina: Premio di Taormina. Þau voru i tvennu lagi: annarsvegar handa framúrskarandi evrópsku skáldi, hins- vegar til að heiðra italskt skáld. Það er langt siðan. Ég hafði verið boð- inn að vera þarna þegar rússneska skáld- konan Anna Akhmatova tæki við þessum verðlaunum úr hendi ítalska rithöfundar- ins Giancarlo Vigorelli sem var magnað- ur framkvæmdastjóri Comes, Samfélags Evrópskra Rithöfunda, árið 1964. Comes stóð að nokkru leyti að nefndum bókmenntaverðlaunum. Altént var Vigo- relli atkvæðamestur þar, sem viðar á þessum árum. Comes var að ýmsu leyti sérstakt rithöfundafélag vegna þess hve mjög bar þar alla tíð á rithöfundum sem fengust við að skrifa, og höfðu getiö sér orð þessvegna, bauðst fyrir það að taka þátt í þessu samfélagi. Þar áttu rithöf- undarbeina aðild; en ekki valdir gegnum rithöfundafélög sem oft velja sendimenn sina og fulltrúa úr hópi embættismanna sem eru aftur iðulega kosnir úr hópi litt eða ekki skrifandi manna sem stundum ná að mynda meirihluta i rithöfundafé- lögum sem ættu þóað vera að berjast fyrii hagsmunum þeirra sem verja ævi sinni i að skapa bókmenntir en vinna stundum i raun gegn þeim likt og til að jafna metin milli þeirra og hinna slakari. 1 þessum samtökum var sótzt eftir þeim skáldum sem ortu, þeim rithöfundum sem skrif- uðu; þeim sem höfðu eitthvað að segja. Það var verk Vigorelli að Anna Akh- matova fékk að fara frá Sovétrikjunum, hið fyrsta sinni siðan fyrir byltingu, til Sikileyjar og taka á móti verðlaunum sin- um. Frá þvi segir nokkuð i bók minni: Fiskur i sjó, fugl úr beiui. Þangað var þá þess vegna stefnt mannvali úr flokki evr- ópskra rithöfunda; þar var Tvardovski ritstjóri Novi Mir, helzti baráttumaður gegn ritskoðun innan Sovétrikjanna, sá sem birti i riti sinu fyrstur söguna eftir Soltsénitsin: Dagur i lifi lvans Denisov- itsj, og varð sjálfur persónugervingur andlegrar reisnar og frelsisanda á bók- menntasviðinu. Þar voru fremstu skáld Itala Ungaretti og nóbelsskáldið Quasi- modo,auk yngri skálda og rithöfunda eins og Piero Buttitta, Alberto Arbasino og Elio Pagliarami. Þar voru ýmsir ágæt- ustu fulltrúar þýska rithöfundahópsins sem varð heimsfrægur sem hin eldskirða samvizka Þýzkalands eftir niðurlægingu og formyrkvun nasismans: Gruppe 47, þau Ingeborg Bachman, Hans Magnus Enzensberger og frumkvöðullinn hópsins Hans Werr.er Richter. Artur Lundkvist var þar og Maria Wine, Rafael Alberti, André Frenaud, hinn irski Desmond O’Grady, júgóslavinn Mladenovic, ljóð- skáldið Istvan Sijmon frá Ungverjalandi og fleiri ágætir höfundar og skáld sem samfögnuðu drottningu silfurskeiðsins; svo hafði Akhmatova verið nefnd um það leyti sem hún var málvina Modigliani og hafði verið i Paris um 1910,hún var löng- um miðpunktur i óstýrilátum hópi lista- manna i framúrstefnunni i Pétursborg semog Leningrad,svosem sú borg nefnd- ist eftir byltinguna, i uppstreyminu mikla sem varð fyrst á eftir þegar ólgaði og svall hugmyndafjör á öllum listsviðum; þótt siðar væri flest barið niður, bestu skáld og listamenn myrtir eða mýldir. Mandelstam, Marina Tsvetajeva og Past- ernak, þetta voru nánustu vinir önnu Akhmatovu, og urðu öll fyrir ofsóknum sem kenndar voru við Jósep Stalin. Við gestirnir vorum látnir gista i gömlu og frægu klaastri sem nú var búið að breyta ihótel, San Domenico og var orðið ennþá frægara en áður; einkum eftir að Antonioni lét þar gerast lokaþátt kvik- myndar sinnar Ævintýrið, L’Aventura. Og biðum eftir að Anna Akhmatova birtist. Dag eftir dag. Hvað dvaldi Akhmatovu? Af hverju kom hún ekki? Og hvernig skyldi hún vera nú? Þessi kona sem var svo nett og finteygð á ljósmynd- inni frá Pétursborg, Sánktipétursborg; svo maður tali nú ekki um teikninguna sem Modigliani gerði af henni, árið sem þau þekktust iParis, og deildu hugsunum i Luxemborgargarðinum við sólgullnar flugperlur vatns i gosbrunninum hjá hljóðum steinhörpum goðvætta sem stóðu deplóttaraf laufskuggum á stöplum, þögn ódauðlegra skálda sem komast ekki burt af stefnumótinu við þig og þina, pilgrim- inn með kver skálda þessarra i vasanum eða á milli frétta af voða samtimans i dagblaðinu ásamt spurningunni hvernig mannkyninu verði bjargað og auglýsing- unum um örugga aðferð til að komast hjá einsemd. Þarna sátu þau dögum oftar og fóru með ijóð. Di lante cose quante io ho vedute Dal tuo potere e dalia tua boutate Riconosco la grazia e la virtute. Segir skáldið við heittelskaða Beatrice, himinfagra dis sinna vona, draummynd- ina sálarinnar, i Paradisarbálki Guðlega leiksins, XXXI 82 - 87: Af öllum þeim merkjum sem ég hef séö máttar þins og góðleika, þekki ég aftur þokkann og dyggðina. Og einn morguninn mætti ég skáldinu Elio Pagliarami i rósagarðinum undir glerþakinu i hótelinu miðju. Hann var að yrkja hagnýt framúrstefnuljóð upp úr pólitiskum hagskýrslum til að vinna marxismanum fylgi, en þau voru þvi mið- ur svo flókin og svo mikið framúr að eng- inn gat orðið skáldinu samferða utan þeir sem höfðu þegar tileinkað sér sama lær- dóm og hann og helzt komizt að sömu nið- Dit Mynd Modiglianis af önnu Akhmatovu frá árinu 1910 eða 1911. urstöðu svo um langferð var varla að ræða i ljóðeykiskáldsins. Hann var orðinn dáldið lotinn og framsettur af kyrrsetum i grúskinu og hreyfingarleysi við yrkingar og á skraffundum i skjóli til að undirbúa byltinguna, og af góða holla matnum hjá Cesaretto i Via della Croce i Róm þar sem vinið var óspjallað chianti. Það kom m illiliðalaust frá vinbóndanum i Toscana. Þar gengu bláklæddar konur um beina með hvita hanzka á höndum i löngum mjóum sal méð tvær öndverðar raðir af borðum.ogeinþeirra "kökk afelliogmeð kölkun i mjöðm, og bá-u fönginfyrir ein- hleypa andans menn sem voru fastagest- ir, og höfðu hver sina serviettu, háðu sömu kappræður daglega og urðu svo miðaldra og feitir;unz þeirfóru að horast aftur þráttfyrir holla matinn ómengaðan af gerviefnum og vinið, og urðu smám saman gamlir; og þóttust þó enn biða eftir byltingunni, sem yrðiað fara skipulega og sidkkanlega fram; og sögðu syni Cesa- retto sem nú rak staðinn skrýtluna sem þeir voru vanir að geyma handa gamla manninum meðan hann lifði. Þannig lifi lifði Elio bak við sin stóru þykku gleraugu sem margfölduðu litlu nærsýnu augun hans, gekk ilsiginn og dragfættur eins og smáfugl með dagblað i hendi og tvær þr jár bækur sem hann bar alveg upp að augunum til að vita hvort hann hefði ekki gleymt neinni þeirra á borðinu hjá tebollanum undir sykurmol- anum sem hann gleymdi að nota, eða á gólfinu á klóinu. Hann setti stóran haus- inn undir sig eins og hann ætti von á éli undir glerhimninum baðaður blómum sem gáfustupp á að bera honum liti sina, og var þá bara að spyrja eins og aðrir: Akhmatova, er hún komin? Er hún ekki komin? Jú, hún er komin. Og hún dansaði ein hérna i nótt. 1 þessum blómagarði, Með myndina afsjálfrisér frá 1911 i hjartanu. Ha? Hvað ertu að segja! Er það? Já,ogþað var litill fugl sem sá hana. Og flaug upp að glerþakinu. Og morsaði með gogginum fréttinaá rúðuna yfirþeim, svo hún bærist út um löndin. Þá biakaði hann hendinni slaklega við mér, hristi stóra höfuðið og hvarf milli blómanna með bækurnar og dagblaðið i armkrikanum, og öxlin þeim megin lægri hinni, og rótaði með hæl sinum mörðum sígarettustubb uppúr stéttinni framan við móttökuskrifstofuna, og styggði hvitt fiðrildi sem hafði villzt i veg fyrirskáldið nærsýna sem sá það ekki, þvi hugurinn varbundinn fjarskalegum álita- málum marxiskrar hagspeki. Daginn eftir kom Anna Akhmatova. Loksins. Hún var þá orðin holdug babúska: Amma. Og sveif á milli létt og þyngdar- taus. Drottning silfurskeiðsins.Eldskirð, tær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.