Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 5
Helgin 17.-18. október 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 Hún nær 380 km hraöa á klst. Lestirnar eru farar- tæki framtíðarinnar” sagði Mitterrand er hann vígði mestu hraðlest í heimi Á meðal allra klunnalegu gömlu lestanna I Gare de Lyon járnbrautarstöðinni i París stendur hún eins og páfagaukur i búri. Litirnir eru appclsinugulur, grár og hvitur og staðreyndin er sú að þessilága rennilega, glæsta lest, sem minnir helst á geimöld, getur flogið. Hún er kölluð TGV (train á grande vitesse) þ.e.a.s. lest hins mikla hraða og er hrað- skreiðasta lest i heirni: getur náð hvorki meiri ne' minni en 380 km ingi en áður. Þar aö aukt gera þeir sér vonir um að selja þessa tækni til fjölmargra landa þannig að e.t.v. mun TGV taka yfir mik- inn hluta járnbrautarkerfisins i Evröpu áður en mörg ár liða. Francois Mitterand, forseti Frakklands, sem er sonur járn- brautarstöðvarstjóra, beið lest- arinnar i Lyon og fór með henni tilbaka til Parisar. Hann lýsti þvi yfirviðþetta tækifæri að Frakkar væru tilbúnir að leggja i nokkra áhættu til að fjárfesta i slikum hátæknilegum framförum. Hann bætti þvi við að sú skoðun hefði lengi veriö rikjandi aðlestir væru farartæki fortiöarinnar en nú virtist margt benda til að þær væru einmitt farartæki framtið- arinnar. (GFr - byggt á Time) Nýjalestiná fullri f erð i vigsluferðinni. Frakkar gera ráð fyrir að iiinan tiðar muni hún ryðja gömlu iestunum burt um alla Evrópu. . hraða á klukkustund. Um siðustu mánaðamót var TGV, sem kölluðhefur verið Con- corde lestanna, tekin i notkun með viðeigandi athöfn og á hár- réttum tima. Nákvæmlega kl. 2.27 rann hún Ut af palli M með boðsgestum innanborðs, þ.á m. nokkrum ráðherrum úr frönsku stjórninni. Hið venjulega iskur og skrölt sem fylgir slikri brottför var ekki til staðar. Fyrstu 125 kilómetrana var lestin á hinum venjulegu sporum frönsku járn- brautanna þar sem hámarks- hraðinn er 125 km . Eini hávaðinn sem heyrðist ihinum þægilegu og hljóðeinangruðu klefum var suð i loftræstingarkerfinu, ljúfir Chop-; intónar og tappaskot Ur kampa- vinsflöskum. Þegar komið var að Saint-Florentin var svo gefin út tilkynning: „Við erum komin á nýja sporið, hraðinn verður nU aukinn i 260 km á klukkustund.” Farþegar gripu ósjálfrátt i stól- bökin eftir þvi sem hraðinn jókst en reyndar varð hraðaaukningar- innar litt vart nema landslagið þaut nú fram hjá glugganum á slikum hraða að erfitt var að greina kýr, bæi og gróður fyrir ut- an. Einum boðsgestanna varð að orði: „Sjáið, það gárar ekki einu sinni á rauðvininu minu”. Kl. 4.57, tiu mi'nútum á undan áætlun, rann lestin inn i járn- brautarstöðina i Lyon. Þessi leið er 424 km og tekur i venjulegri hraðlest 3 klst. og 48 min. en nú var hún farin á 2 klst. og 30 min. t lokþessa mánaðar verðurbúið að taka 38TGVlestiri notkun ááætl- unarleiðum og árið 1983 verður farið alla leið til Marseille á þeim áaðeins 4klst. og 50minútum eða tveimurtimum skemur en nú tek- ur að fara leiðina. Frönsku járnbrautarlestirnar (S.N.C.F.) hafa eytt 1.6 miljarði dollara til að koma upp þessu nýja lestakerfi á undanförnum 11 árum og er það hið fyrsta sinnar tegundar f heiminum. 011 út- færsla og útlit þessara nýju lesta virðast taka fram þvi besta sem áður þekktist t.d. hinum frægu Shinkansen-lestum i Japan sem faral60kmáklst.Hverlester 200 metrar á lengd með 8 vögnum og eru engin skil á milli vagna. Hið straumlinulaga form lestanna var prófaði sérstökum vindgöng- um. Þærganga fyrir rafmagni að ofan og eru um hálfum metra lægrien aðrar lestir. Þær taka 386 farþega, 111 á fyrsta farrými og 275 á annað farrými. Þar sem ómögulegt er fyrir lestarstjórann að lesa á umferð- armerki er það tölva sem les á þau og gerir viðvart um á hvaða hraða má aka. TGV eyðir litlu meiri orku en gömlu lestarnar og að sjálfsögðu miklu minni heldur en þegar fólk erfluttsömu vegalengdiri bileða flugvél. Þar sem mikill hluti af rafmagni Frakklands er fram- leitt i vatnsorkuverum og kjarn- orkuverum mun fjárfesting i þessu nýja rafmagnslestarkerfi gera Frakka óháðarioliuinnflutn- Verðtrvinríiur er orðin f llll ""j^p —siálfsagður hlutur_ ® w V flP v Flll P3FI nll■■ ■■■■■■...... Jtuga ao ávaxtunmni_ Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs bera í dag hœrri vexti en önnur áhœttulaus íjáríesting. Meðalvextir eru 3,2% á ári allan lánstímann auk íullrar verðtryggingar. Raunverulegt verðmœti þeirra tvöíaldast á lánstímanum, sem er 22 ár. Enda þótt skírteinin séu ekki innleysanleg á íyrstu íimm árum, hefur verið hœgt að veðsetja þau eða selja með litlum íyrirvara á verðbréíamarkaði. _______Full verStrvaaing.____ Örugg oa arðbær iiáríestina. KvnniS vkkur kiörin á verðtrvaaðum _____spariskírteinum ríkissjóðs,_ Útboðslýsingar liggja írammi hjá söluaðilum, sem eru bankar, sparisjóðir og nokkrir verðbréíasalar. ÍÆxk SEÐLABANKI ISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.