Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.10.1981, Blaðsíða 17
Helgin 17.—18. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Guömundur Georgsson læknir: Hafa Samtök herstöðvaandstæðinga Hvernig eiga tengslin viö friðarhreyfingar annars staðar I Evr ópu breytt um stefnu? Þessi spurning heyrist æ oftar og sumir bæta við, hvort Samtök- in séu orðin félagsskapur friðar- sinna? Svarið við báðum þessum spurningum er að minni hyggju, nei. Samtök herstöðvaandstseð- inga (SHA) hafa ekki breytt um stefnu og þau eru ekki orðin félagsskapur friðarsinna. Að visu munu án efa vera til friðarsinnar i hópi herstöðvaandstæðinga, en þeir munu væntanlega vera fáir, sem eru það í strangasta skilningi þessa hugtaks, þ.e. að ekki megi beita valdi við neinar kringum- stæður. Ég hygg, að flestir her- stöðvaandstæðingar telji réttlæt-. anlegt, að þjóð, sem er beitthem- aðarofbeldi, gripi til vopna og gildir þar einu, hvort horft er til Afghanistan eða San Salvador. Það haggarhins vegar ekki þeirri staðreynd, að allir herstöðvaand- stæðingar berjast fyrir friði. Hvi er spurt? Astæðan fyrir þvi, aö spurt er um stefnubreytingu er vafalaust þær breyttu áherslur, sem hafa orðið i málflutningi herstöðva- andstæðinga, svo og sú samstaða og samvinna, sem Samtök her- stöðvaandstæðinga hafa tekið upp við þær friðarhreyfingar, sem sprottið hafa upp i Evrópu á siðustu mánuðum og hafa eflst Guðmundur Georgsson. svo mjög, aö þær eru íarnar að raska svefnró Reagans og Wein- bergers. Undanfarin tvö ár hafa Sam- tökin lagt áherslu á að gera grein fyrir stöðu vigbúnaðarkapp- hlaupsins og þeirri tortimingar- hættu sem vofir yfir mannkyni öllu. Jafnframt hafa verið dregn- ar fram i dagsljósið þær breyt- ingar, sem hafa orðið á vigbúnaði herstöðva Bandarikjanna hérlendis, sem hafa leitt til breyt- ingar á eðli þeirra. Það er orðið ljóst, að herstöðvarnar eru liður i kjarnorkuv igbún aði Bandarikj- anna. Iþvisambandi skal minnt á þá einföldu staðreynd, að kjarnorkuvopn eru eðlis sins vegna árásarvopn. Felst í þessu stefnubreyting? Tvi'mælalaust ekki. Litum aðeinsi'stefnuskrá SHA. Þar seg- ir: „Samtök herstöðvaand- stæðinga litaá störf sin og stefnu, sem þátt i viðtækri baráttu gegn heimsvaldasinnuðum hernaðar- bandalögum, drottnunarstefnu og siauknum vigbúnaði hervelda”. Sá aukni þungi, sem hefur verið lagður i baráttuna gegn vigbún- aðarkapphlaupinu er þvi i' fullu samræmi við stefnuskrá SHA og tengist augljóslega markmiðum þeirra. Það er raunar mjög óeðli- legt, ef herstöðvaandstæðingar hefðu ekki lagt áherslu á baráttu gegn vi'gbUnaðarkapphlaupinu, ef haft er í huga, að ,,aldrei fyrr hef- ur eyðingarmáttur vopna verið svo yfirvofandi, algjör og alls staðar nálægur, aldrei fyrr hefur mannkynið staðið frammi fyrir raunverulegri hættu á sjálfsút- rýmingu eins og nú”,eins og seg- ir i skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem Kurt Waldheim skipaði fyrir tveimur árum til að gera úttekt á kjarnorkuvigbúnaði og leggja fyrir Allsherjarþing S.Þ. i ár. Það er einnig eðlilegt að varpa ljósi á gjörbreyttan UtbUn- að herstöðvanna hérlendis og hvernig þær tengjast þeirri ógn, sem að ofan getur. Það er ofurskiljanlegt, að mörgum herstöðvaandstæðingum þyki nóg komið af herfræðilegri og hertæknilegri umræðu, enda hygg ég, að velfiestir herstöðva- andstæðingar hafi rótgróna óbeit á öllu hernaðarbrölti, og mun það sennilega meginástæðan fyrir þvi,að þeirhafa lengstaf vanrækt að mæta „herfræðilegum rökum” herstöðvasinna. Nú er svo komið, að vart heyrast þær raddir i þeim herbúðum, sem halda þvi fram, að i herstöðvum Bandarikjanna hérlendis felist vöm fyrir tsland og kemur það m .a. fram i skýrslu um utanrikismál, sem lögð var fyrir alþingi á liðnum vetri. Það er að minum dómi rangsnúin mannúð, að ekki megi gera lands- mönnum grein fyrir þeirri tor- timingarhættu, sem herstöðvar hérlendis geta leitt yfir þjóðina, eins og komið hefur fram i málflutningi sumra her- stöðvaandstæðinga. Fólk snyst ekki gegn vanda, sem það þekkir ekki og ,,það er þörf á myndun sterks almenningsálits, sem gæti með timanum mótað þann vilja allra rikja að hætta að treysta á kjarnorkuvopnakerfi i öryggis- málum”. svo að aftur sé vitnað i skýrslu ofangreindrar nefndar S.Þ. Þurfa Samtök her- stödvaandstædinga breyta um stefnu? Sú spurning hlýtur að verða áleitin, hvernig best megi vekja upp sterkt almenningaálit. Þurfa Samtök herstöðvaandstæðinga að breyta einhverju i stefnu sinni og markmiðum til að laða fleira fólk til virks samstarfs? Hvernig eiga tengslin við friðarhreyfingar annars staðar i Evrópu aðvera? Þæreru,sem kunnugt er, af mjög að vera? mismunandi toga, og eiga sumar e.t.v. ekki nema fátt eitt sam- eiginlegt með Samtökum her- stöðvaandstæðinga. Þessar spurningar verða ofarlega á baugi á Landsráðstefnu Her- stöðvaandstæðinga, sem . haldin verður 24. og 25. október i ölfus- borgum. Það er full ástæöa til að hvetja fólk til að velta þeim fyrir sér fram að landsráðstefnu og mæta siðan þar og taka þátt i þeirri stefnumótun sem þar á sér stað. Það má vera að sú ráðstefna marki timamót i' starfsemi her- stöð va a nd st æði nga. 13. október 1981. ÍSLENSKA ÓPERAN Aðalíundur StyrKtarfélags íslensku óperunnar verður haldinn laugardaginn 24. október n.k. kl. 14.00 i Gamla biói við Ingólísstræti. B'unaareí ni: Aðalfundarstörf Húsnæðismál. Stjórnin. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboðum i eftirfarandi: 1. Útboð RARIK—81018 Götugreiniskápar og tengibúnaður. Opnunardagur 18. nóv. 1981 kl. 14.00 2. útboð RARIK-81019 Háspennu- og lág- spennubúnaður fyrir dreifistöðvar. Opnunardagur 19. nóv. 1981 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, fyrir opnunartima, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með mánudeginum 19. október 1981 og kosta kr. 25.- hvert eintak. Reykjavik 16. október 1981 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Hjúkrunar- fræðingar F',ræðslunefnd HFi gengst fyrir að eftir- taldir fyrirlestrar verði haldnir um sjúk- dómsgreiningu, meðferð og hjúkrun vegna illkynja sjúkdóma i október og nóvember 1981: Þriðjudaginn 20. október: Sjúkdómsgreining v/illkynja sjúkdóma. Miðvikudaginn 21. október: Geislameðferð v/illkynja sjúkdóma. Fimmtudaginn 22. október: Lyfjameðferð v/illkynja sjúkdóma. Þriðjudaginn 27. október: Fræðsla til sjúklinga með illkynja sjúk- dóma. i nóvember, nánar auglýst siðar: Hjúkrun v/illkynja sjúkdóma. Allir fyrirlestrarnir verða haldnir I Hjúkr- unarskóla íslands, kennslustofu 6, og hefj- ast kl. 20.00. Fyrirlestrargjald kr. 30.00. Kaffi innifalið. Hjúkrunarfræðingar Notið þetta einstæða tækifæri. Mætið vel og stundvislega. Fræðslunefnd HFi. Herstöðvaandstæðingar i Borgarnesi Herstöðvaandstæðingai'i Borgarnesi haldafund að Kveld- úlfsgötu 25, þriðjudaginn 20. oktöber kl. 20.30. Guðmundur Georgsson læknir kemur á fundinn og kynnir starf og stefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga. llerstöðvaandstæðingar I Borgarnesi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.