Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.—31. janúar 1982 kvikmyndir Kvikmynd: S.O.B. Leikstjóri: Blake Edwards Handrit: Blake Edwards Tónlist: Henry Mancini Meðai leikenda: Julie Andrews, William Holden, Richard Mulii- gan, Stuart Margolin, Larry-Hag- man, Robert Vaughn, Sheliey Winters, 1 Sýningarstaöur: Tónabió. Handritshöf undur og leikstjóri S.O.B., Blake Edwards, er án efa þekktastur hér á landi fyr- ir kvikmyndir sínar um Bleika pardusinn, sem urðu líklega einar fimm talsins, og 10, sem sýnd var hér ekki alls fyrir löngu. Á undanförnum árum hefur álit kvikmyndagagnrýn- enda á Blake Edwards ver- ið Iftið, myndir hans á síðastliðnum árum hafa þótt fremur þunnur þrettándi — en 10 fékk ef ég man rétt ágæta dóma vestra, og S.O.B. er mun Illkvittið háð um Hollívúdd Felix kvikmyndaleikstjóri (Richard Muiligan) gerir mislukkaóa mynd og leggst i rúmiö, þungt haldinn — og vinur hans (William Ilolden) reynir árangurslaust að koma honum i betra ska: Svo snýr Felix viö blaðinu: mislukkuðu kvikmyndinni er breytt i kyn- óramynd með freudiskum undirtónum, og fjárhagnum borgið! ari mynd en hann hefur gert í sjónvarpsþáttunum. Julie Andrews leikur eiginkon-. una hans sómakæru helst til svip- laust miðað við aðra leikara i myndinni — þaö stafar nú trúlega fremur af þvi að hún er ekki góð leikkona en að þetta „eigi að vera svona”. En allir hinir: William betri mynd en flestar þær myndir hans, sem ég hef augum litið. Reyndar dregur maður ósjálf- rátt þá ályktun að þaö hljóti að vera auðvelt fyrir kvikmynda- framleiöanda að gera grin að kvikmyndaframleiðendum, en hér tekst Blake Edward óvenju vel upp, og grinið hefur mark- vissan tilgang frá upphafi til enda. Og maður hlær hjartanlega þegar tilefni gefst til — húmorinn er kannski helst til illkvittinn að mati sumra, en þess ber að geta, að tilgangurinn helgar hér meöal- ið. Blake Edwards er á heima- slóðum, þegar hann lýsir brjál- Jakob S. Jónsson skrifar uðum kvikmyndaleikstjórum, sómakærum kvikmyndaleik- konum, ófyrirleitnum umboðs- mönnum og kvikmyndaversfor- stjórum, sem einskis svífast — svo ekki sé minnst á slúðurdálka- kellingar af báðum kynjum. Vissulega er myndin, sem dregin er upp af öllu þessu fólki og kringumstæðum þess og gjörð- um verulega ýkt — en meö þvi að hún styöst vandlega við þær hug- myndir sem við gerum okkur gjarnan um óvandaða klæki inn- an kvikmyndaheimsins, hittir hún i mark og verður þegar best lætur, óborganlega fyndin. Ric- hard Mulligan (góði, gamli, vit- lausi Burt úr Löðri) leikur hér Felix kvikmyndaleikstjóra, sem á að baki hverja vinsælu myndina á fætur annarri. Hann gerir svo eina mislukkaöa mynd og verður klikkaöur fyrir vikið, reynir fjór- um sinnum að koma sér fyrir kattarnef, en finnur svo loks hið eina „rétta” ráð til að bjarga heiðri sinum og mannorði — og siðast en ekki sist: öllum pening- unum! Hann breytir sakleysis- legri ævintýramynd i dularfulla kynórakvikmynd með freudiska sálfræði að bakhjarli. Til allrar hamingju sleppa nú kvikmynda- áhorfendur viö að sjá mikið úr þessari mynd hans Felix — þau brot, sem sýnd eru benda til þess að hann sé alls ekki góður kvik- myndaleikstjóri; en raunir hans eru drjúgt aðhlátursefni, þó þau endi með dauöa hans. Mulligan fær hér gott tækifæri til hrein- ræktaðs farsaleiks, jafnt lifs sem liðinn og aödáendur Löðurs geta séð hann leika mun betur i þess- Holden, Shelley Winters, Robert Vaughn með fleirum — gamlir kunningjar annað hvort úr sjón- varpi eða af hvita tjaldinu — gera sitt eftirminnilega. Og árangurinn verður fyndin mynd og skemmtileg, sem gefur manni færi á að skopast að hræsni og yfirdrepsskap, trúgirni og ver- girni og flestum öðrum mannleg- um löstum — þeirra sem gera kvikmyndir i Hollivúdd ég get ekki stillt mig um að lauma smáathugasemd i restina: auð- vitað er grinið þannig gert, að áhorfandinn getur hugsað þakk- látur i bragði: Mikið á ég gott að vera ekki svona! — jsj- Vel gerður og ögrandi húmor Kvikmynd: 1941 Handrit: Robert Zemeckis og Bob Gale. Leikstjóri: Steven Spielberg. Tónlist: John Williams. Kvikmyndataka: William A. Fraker Meðal lcikenda: Dan Ackroyd, Ned Beatty, John Belushi Christopher Lee, Toshiro Mifune, Warren Oates. Sýningarstaður: Stjörnubió. Sú saga er sögð af Steven Spiel- berg, að hann hafi löngum iðkað þrásetu á skrifstofum og i upp- tökuverum Universal-kvik- myndafyrirtækinu, uns hann var orðinn heimagangur þar og að allra áliti i fastri vinnu. Meira að segja á hann að hafa fundið af- drep, sem hann hafi merkt sér og smám saman tekið að sér ýmis verkefni, uns kom að fyrstu leik- stjórninni: The Sugerland Express^ þá ku allt hafa komist upp, en þá var of seint fyrir fyri- tækiðað snúa við blaðinu. Og eins og er um flest ævintýri, þá endar þetta svo ósköp fallega: allir urðu glaðir og ánægðir yfir nýja leik- stjórnanum, enda urðu myndir hans grfðarlega vinsælar og rökuðu saman fé: Jaws og Close Encounters. Áreiðanlega er þessi saga hrein lýgi, en ekki er hún verri fyrir það; hún undirstrikar meira að segja það undrabarnsorðspor, sem fer af þessum unga leik- stjóra, sem hefur á undra- skömmum tima tryggt sér sess meðal þekktustu kvikmynda- 1941 er um margt frábrugðin fyrri myndum Steven Spielbergs: rifandi fyndin, ekki sist fyrir það, að ráðist er miskunnarlaust á þjóðerniskennd Bandarikjamanna og heimssýn þeirra — húmorinn hefur þannig mjög ákveðinn tilgang, þótt mörgum þyki hann eflaust voðalega andstyggilegur. gerðarmanna. Og iiklega stafa vinsældir Spielbergs ekki sist af valihans á efnivið: bæðii Jaws og Close Encounters er gælt við hugmyndir, sem ala ósjálfrátt á spennu og ótta — „hugsa sér, ef ...?” — og fyrir þá, sem vilja láta hræra dálitið i tilfinningum sinum i bió, eru þetta áreiðanlega hinar ákjósanlegustu myndir. Það þætti mér þvi ekki ótrúlegt, þótt aðdáendur spennumynda yrðu fyrir vonbrigðum með nýjustu mynd Spielbergs, 1941. Hún er ekki æsimynd á borð við áöurnefndar fyrri myndir hans — byggir meira að segja að sumu leyti á sönnum atburðum — en þvi er ekki að neita, að sitthvað fæst i staðinn fyrir spenninginn. 1941 er nefnilega ósvikin ærsla- mynd — aö mörgu leyti svipuð bandariskum ærslamyndum eins og þær gerast yfirleitt en bara mun betri, fyrst og fremst vegna þess, að i henni er minna um dauða punkta, nóg af gömlum út- þvældum klisjum sem snúið er i andstæðu sina og gleöilega mikið af vel hugsuðum og útfæröum húmor. Arið 1941 stóðu Kaliforniubúar i þeirri trú, að Japanir myndu þá og þegar gera innrás i fylkið, og múgæsing greip um sig þegar loftvarnarsirenur fóru i gang i eitt skiptið og rafmagn fór af Los Angeles. Um svipað leyti komst japanskur kafbátur upp að vesturströnd Bandarikjanna og skaut nokkrum skotum að borg- inni. Þetta eru i aðalatriðum þau atvik, sem Spielberg grundvallar myndina á — og svo er hrúgað saman alls kyns vel þekktum minnum úr bandariskum sögum og kvikmyndum, kúrekinn i orr- ustuflugvélinni er á sinum stað (John Belushi), striðsóði og geðveiki hershöfðinginn (Warren Oates), föðurlandsvinir og fóstur- landsins freyjur eru á sinum stað auk allra annarra, sem of langt mál yrði upp að telja — þó má ég til með að nefna Robert Stack i hlutverkihins háttprúða og agaða hershöfðingja Stilwells, sem bregður sér i bió til að upplifa ævintýriDumbós filsins fljúgandi (sem Walt Disney skóp), meðan allt ætlaði um koll að keyra utan kvikmyndahússins. Og ekki er siður fyndin ræðan, sem Tree lið- þjálfari (Dan Ackroyd) hélt yfir múgnum um ábyrgð og skyldur hins Bandariska Borgara; handritshöfundar hafa greinilega ekki skirrst við að gera óspart grin að hermennsku, banda- riskum móral og siðferði — svo ekki sé minnst á bandariskar hugmyndir um óvininn sjálfan — The Enemy, sem þarna birtist i gervi Japana og Þjóðverja, sem auðvitað eru heimskan upp- máluð, rétt eins og i lummu- legustu áróðursmynd frá striðs- timum. 1941 mun hafa fengið ærið mis- jafnar viðtökur heimafyrir — enda varla nema von, þegar svo ærlega er skipast að þvi, sem enn er mörgum Bandarikjamann- inum heilagra en ritningin sjálf. Og einmitt fyrir það, hve ögrandi húmorinn i myndinn er (vel að merkja: trúlega meira frá sjónarmiði milli- og yfirstéttar- innar bandarisku en okkar islen- dinga) hlær maður enn hjartan- legar að allri bölv... vitleysunni. —jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.