Þjóðviljinn - 30.01.1982, Side 15

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Side 15
Helgin 30,—31. janúar 1982 ÞJÓÐ i— StÐA 15 næstu ár þjálfaöi ég þar einnig, i félagi viö Guðmund Jónsson i bæöi skiptin. Haustiö 1976 fór ég til Köln i Vestur-Þýskalandi á námskeið hjá þýska knattspyrnu- sambandinu, og haustið eftir dvaldi ég á sama stað i þrjá mánuði. Þá fylgdist ég með þjálfun 1. deildarliðs Kölnar. Sumarið 1977 lá leiðin aftur til Akureyrar, nú til að þjálfa lið KA. Þar var ég i þrjú ár, 1977—79. Fyrsta árið unnum við 2. deildina og hin tvö lékum við i 1. deild. Siðustu tvö sumur hef ég svo þjálfað yngri flokka hjá Fram, og kem til með að gera það i sumar, samhliða landsliðsþjálfara- starfinu.” — Hvað er eftirminnilegast frá þinum ferii sem knattspyrnu- maður? „Tapleikurinn frægi gegn Dönum, 14-2, gleymist aldrei. Annars er erfitt að tina til einstök atriði, það er af svo mörgu að taka. Svo einkennilegt sem það kann að virðast var ég mikið taugastrekktari fyrir leiki gegn islenskum liðum en fyrir lands- leiki.” — 1 hverju liggur munurinn á þjálfun landsliðs og 1. deildar- liðs? „Það er feikilegur munur á þessu tvennu. Það væri kannski ekki rétt að tala um þjálfun landsliðs, starf landsliðsþjálfara liggur að mestu i skipulagningu og undirbúningi fyrir einstaka leiki. Undirbúningsþjálfun er öll i höndum félagsliðanna. Lands- liðsæfingar byggjast ekki á að keyra menn út með erfiðum æfingum heldur i að samhæfa leikmenn svo þeir myndi liðs- heild. Það er mikill kostur fyrir landsliðsþjálfara að félagsliðin koma yfirleitt áþekk, likamlega séð, til leiks i Islandsmóti. Eftir það tekur leikskipulag og sálfræði við. Ég tel að maður sem er snjall i að búa lið undir einstaka leiki eins og landsleiki sé hinn ákjós- anlegi landsliðsþjálfari. Hann getur verið sérhæfður, þarf ekki að vera sterkur þjálfari að öllu leyti.” — Er islensk knattspyrna á réttri leið? „Við erum i framför, það hefur sýnt sig á undanförnum árum. Ef við litum á landsliðið, þá byrjar það að springa út á dögum Tony Knapps um 1974 og siðan hefur það verið stigandi á uppleið. Siðasta ár var það besta i lands- leikjasögu tslands. Rætt við Jóhannes Atlason landsliðs- þjálfara í knatt- spyrnu Missum miðlungs- leikmennina líka Um félagsliðin gegnir öðru máli þvi við missum alltaf bestu leik- mennina út i atvinnumennsku. Góðir leikmenn og sterkir persónuleikar hverfa. Það versta fyrir félögin, og um leið 1. deildarkeppnina, er að þau eru farin að missa miðlungsleik- mennina lika, einkum til hinna Norðurlandanna. Það þarf þvi mikla endurnýjun til aö fylla i skörðin.” Byrjað á öfugum enda! „Sér þá unglingastarf félag- anna til þess að fyllt verði f þessi skörð? „Þvi miður hefur ekki verið staöiö nógu vel að málum I þeim efnum. A undanförnum árum hefur gifurlegt fjármagn farið i þá erlendu þjálfara sem félögin hafa i auknum mæli fengið til sin en þar hefur verið byrjað á öfugum enda. Þaö er ekkert vafa- mál að þeir hafa margir hverjir lifgað mjög upp á knattspyrnuna hérlendis, en málið er að þeir þjálfa eingöngu þá elstu en koma ekki nálægt sjálfri grunnþjálf- uninni. Hún fer fram i yngri flokkunum, þar er grunnurinn að framtiöinni lagður, en þvi miður hafa þeir verið vanræktir einum of.” — Hvað er þá til ráða? „Við eigum að reyna að fá betri þjálfara fyrir yngri flokkana, og þar á ég við menn með reynslu og þekkingu. Raunin hefur viða verið sú að óreyndir menn hafa verið látnir taka við yngri flokk- unum, þeim mun óreyndari eftir þvi sem neðar dregur i flokkana. Þetta er algerlega röng stefna sem þarf að breyta. Það er handhægast fyrir mig að taka Fram sem dæmi þvi þar þekki ég best til. Hjá Fram voru á sjöunda áratugnum, fram undir 1970, mjög sterkir yngri flokkar sem voru yfirleitt i fremstu röð. 1 kjölfarið kom sterkur meistara- flokkskjarni hjá félaginu og góður árangur náðist. A árunum 1970—74 og jafnvel til 1977 var Fram stöðugt i baráttu um bikara i meistaraflokknum. Eftir 1972 var hins vegar kastað til hönd- unum með unglingastarf félags- ins og á átta ára timabili vannst ekki einn einasti Islandsmeist- aratitill i yngri flokkunum. Það var loks árið 1980 sem 3. flokkur varð íslandsmeistari. I kringum 1977 var byrjað að taka til hend- inni hjá yngri flokkunum á nýjan leik. Góðir og öflugir menn feng- ust til starfa i nefndum og ráðum en það er mjög mikilvægt atriði. Það er ekki nóg að ráða góða þjálfara ef ekki er stutt á réttan hátt við bakið á hinum ungu leik- mönnum, félagslega séð. Atvinnumennska á íslandi? — Nú minntist þú á flótta leik- manna til annarra landa. Er hægt að sporna við þeirri þróun með einhvers konar atvinnumennsku og væri slikt æskilegt? „Ef fjárhagslegt bolmagn er til staðar, væri það mjög æskilegt. Slikt myndi liklega halda mönn- um frá að fara til hinna Norður- landanna en það yrði hægara sagt en gert. 1 dag þarf gifurlegt fjár- magn til að halda einni knatt- spyrnudeild gangandi. Mikið hefur breyst siðustu tiu árin, félögin gera meiri kröfur til leik- manna og leikmenn aftur meiri kröfur til félaga. Rekstur knatt- spyrnudeildanna gengur að miklu leyti út á hálfgerða betlistarfsemi og ef áhorfendafjöldi hjá viðkom- andi félagi minnkar, eykst betlið. Ég held að fáir hafi viðunandi lausn á þessu mali. Að visu væri hægt að virkja fyrirtækin meira en spurningin er, hversu mikið við getum spennt bogann. Ég get ekki séö beina atvinnumennsku i náinni framtið. Þróunin er að visu i þá átt að hygla leikmönnum sem mest en það eru takmörk fyrir þvi hversu langt er hægt að ganga.” — Hvað með landsliðið sjálft? Eiga landsliðsmenn að fá greitt þegar þeir leika fyrir tslands hönd? „Ég sé ekki tilgang i þvi. Það hefur alltaf verið metnaðarmál að leika með landsliðinu og mér virðist svo vera enn. Það ætti ekki að vera sérstakt takmark hjá mönnum að fá vissa upphæð fyrir hvern landsleik.” — Að lokum, Jóhannes. Hvað viltu segja um framtið okkar i landsliðsmálum? „Islenska landsliðið 1981 náði mjög góðum árangri og sterkur kjarni hefur myndast. I þvi liggur styrkur góðra landsliöa; þau hafa náð átta manna kjarna, skipuðum reyndum leikmönnum sem hafa spilað mikið saman og þekkja hver annan. Þessu höfum viö nú náð og þvi er mjög mikilvægt að þessi kjarni fái að halda sér og breytingar á liðinu séu ekki of örar. Atvinnumennirnir okkar eru að sjálfsögðu inni i myndinni þvi þeir eru jú yfirleitt rjóminn af okkar knattspyrnumönnum. Hættan á stórslysum eins og 14-2 leiknum er margfalt minni i dag en fyrir 15 árum af ofangreindum ástæðum og það er óhætt að vera hæfilega bjartsýnn á fram- tiðina.” VS Mauno Koivisto sem s.l. þriðjudag var kosinn í’orseti Finnlands er ósköp venjulegur maður en samt rikir eins konar Koivisto-æði i Finnlandi. Hann var kjörinn með ótrúlegum yf- irburðum og er nánast þjóðsagna- persóna i landinu. Kunnugir segja að vinsældir hans stafi einmitt af þvi hversu venjulegur hann er og laus við allt skrum og yfirborðsmennsku. Hann er öðru visi en hinn „klassiski” stjórnmálamaður. Kiovisto er af venjulegu al- múgafólki i Turku og braust til mennta eftir að hann varð full- orðinn. Hann gekk snemma i Jafnaðarmannaflokkinn en á þeim árum var sá flokkur jaínan i stjórnarandstöðu og heldur mátt- vana. Siðan kom til sögu Raíael Paasio, eins konar Mitterrand þeirra Finna, sveigði krataflokk- inn til vinstri og boöaöi samvinnu við róttækari öfl. Þetta leiddi til þess að fylgi hans jókst verulega og fiokkurinn komst til valda i fyrsta skipti eítir strið árið 1966. I kjölfarið kom svo sameining tveggja alþýðusambanda sem voru við lýði i landinu og má segja að þessi þróun hali lagt grunninn að hinum mikla kosn- ingasigri nú. Eins og kunnugt er greiddi meiri hluti ílokks sem að sumu leyti er likur Alþýðubanda- lagina svokallaðir Folk-demó- kratar, Koivisto atkvæði þegar i fyrstu umferð. Hann er þvi íull- trúi vinstri aflanna i Finnlandi. Ótal gamansögur eru sagöar af Mauno Kiovisto. Meðan hann gegndi íorsetaembætti i veikinda- forföllum Kekkonens keyptu þau hjónin, Tellervo og hann, sér ibúð á 4. hæð i blokk og bjuggu hana ósköp látlausum léttum húsgögn- um. Svo stóð á aö hann varð að vera erlendis meðan flutningarn- ir áttu sér stað og þegar hann kom heim til sin, umkringdur ör- yggisvörðum, uppgötvaöi hann að gleymst hafði aö fá honum lykla- völdin. Hann sagði öryggisvörð- unum hróðugur að hann vissi þó nýja simanúmerið sitt en þá kom i ljós að ekki var búiö aö tengja simann. Hann taldi sig ekki geta kastað grjóti i gluggann svo hátt uppi svo að hann sagðist þá bara fara á hótelið. „Þaö er svo gott að koma i morgunmatinn til konunn- ar sinnar” sagði hann öryggis- vörðunum að skilnaöi. Þá er hann vis með að koma i götóttum sokkum eða ósamstæð- um og það þykir Finnum bara sniðugt. Hann litur nefnilega ekki út fyrir að vera annað en hann sjálíur, óskaplega venjulegur. Hann hrósar sér aidrei af afrek- um sinum og virðist ekki vera mikill flokksmaður i þeim skiln- ingi að hann er ekkert að reyna sérstaklega að upphefja sinn flokk. Þá hleypir hann sér ekki út i fánýttkarp við andslæðinga sina eins og stjórnmálamönnum er lagið. Þegar hann var i kosningabar- áttunni spurður einhvers i sjón- varpinu og viðurkenndi að hann gæti ekki svaraö voru viðbrögð áhorfenda: „Öskaplega er þetta hrifandi maður! Ef hinir fram- bjóðendurnir stóðu lrammi fyrir þvi sama voru viöbrögðin hins vegar: „Hvað er þessi maður að gera i pólitik úr þvi hann getur ekki svarað?” Það eru sem sagt einhvers konar leyndir töírar sem einkenna persónu nýja forsetans. Kosning hans var með nokkrum hætti uppreisn kjósenda gegn hin- um hefðbundnu stjórnmálamönn- um. —GFr

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.