Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Blaðsíða 24
24 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.—31. janúar 1982 Myndlistaskólinn í Reykjavík Tryggvagötu 15 Skólinn hefur nú flutt starfsemi sína aö Tryggvagötu 15, 6. hæð, inngangur er frá Grófinni við hornið á Tryggvagötu. Kennsla hefst mánudaginn 1. febrúar samkvæmt stundarskrá. daegurtónlist Bow Wow Wow Sköpun Bow Wow Wow má þakka þeim umdeilda Malcolm McLaren. Hann var hér á árum áður umboðsmaður Sex Pistols viö heldur vafasaman orðstir. Sagan um fæðingu BWW er á þá leiö að Malcolm hafi hrein- lega rekið Adam úr gömlu Adam and the Ants sem hann þá var umboösmaöur fyrir og tekið sjálfur aö sér hlutverk Adams. Adam and the Ants var á þessum tima meiriháttar „kúltúrpönkband". Við brott- reksturinn hirti Adam nafnið og gerði samning við C.B.S. og varð störstjarna. En Malcolm og félagar stofnuðu BWW Malcolm tolldi ekki lengi i sviösljósinu. bvi fékk hann hina 15 ára Anabellu Lwin til að ganga til liðs við hljómsveitina. Það var fyrst þá sem hjólin fóru aöganga hjá þessum fyrrver- andi„Maurum”. Þau komust á samning hjá EMI en hættu þar fljótlega og fluttu sig þess i stað yfir á R.C.A. Maicolm McLaren skapaði nýja imynd fyrir hljómsveitina. Fáránlega Imynd um villt náttúrubörn.Hljómlistin tók einnig miklum stakkaskiptum frá dögum Adam and the Ants. BWW hafa algerlega snúið sér frá pönkinu og þess I stað að meiriháttar „pælingum” i S- Ameriskri tónlist, þar sem hinn sterki danstaktur S-ameriskrar tónlistar ræður rikjum. Tónlistarblanda af þessu tagi fellur i grýttan jarðveg i minum eyrum. Þeir kumpánar Dave Barbarossa, Matthew Ashman og Leroy Gorman eru allir Anabella I fullum skrúða. ágætir tónlistarmenn. Sérstak- lega finnst mér trommuleikur Dave Barbarossa skemmti- legur. Söngur Anabellu er sæmilegur, ekki góður og ekki lélegur. Textar plötunnar eru frekar einfaldir og oft á tiðum hund- leiðinlegir. t heild þá finnst mér þessi plata þreytandi og leiðinleg. Eg var frekar hrifinn eftir aö hafa heyrt hana I fyrsta sinn en eftir að hafa spilað hana nokkrum sinnum get ég með engu móti fengiö mig til að hlusta á hana. jvs 55 Bodies” missa Magga trommara LAUNÞEGAR! Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur skattframtala 1982 er ^ FEBRUAR Síðasti skiladagur fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur er lö.mars. Ríkisskattstjóri Þrir fjóröu hlutar hljóm- sveitarinnar Bodies sitja nú eftir með sárt enniö og horfa á bak einum fjórðungnum, þeim ágæta trommara Magnúsi Stef- ánssyni. Að sögn Mikes Pollocks mun Magnús hyggja á samstarf við Björgvin Halidórsson söngv- ara. Þessi skyndilega brottför Magnúsar úr „Bodies” kemur sér sérstaklega illa fyrir hljðm- sveitina nú, þegar hún er á leið inn i stúdió til að taka upp fjög- urra laga plötu. En Mike Pollock sagöi að þeir myndu halda ótrauðir áfram og væru strax byrjaðir að leita aö nýjum trommara, þvi að framundan hjá Bodies væri m.a. hljóm- leikaferö um landið. a Magnús, fyrrum trommuleikari i Utangarðsmönnum og Bodies.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.