Þjóðviljinn - 30.01.1982, Page 30

Þjóðviljinn - 30.01.1982, Page 30
30 SÍÐA — ÞjóÐVILJÍNN Helgin 30.-31. jariiiar 198á Fiskmarkaðurinn í Bandaríkjunum: Aukning hj á Kanadamönnum minnkun hjá Islendingum milliáranna 1980og 1981 segir SigurðurMarkússonframkvæmdastjóriSjávarafurðadeildarSÍS Það er alveg ljóst, að Kanada- menn eru i sókn á fiskmarkað- inum i Bandarfkjunum og veita okkur þar verulega samkeppni. Sem dæmi um sókn þeirra má nefna að á fyrstu 9 mánuðum ársins 1980 réðu þeir yfir 40% af fiskinnflutningi tii Bandarikj- anna en viö 25%, en fyrstu 9 inánuði ársins 1981 voru þeir komnir uppi 46% en við niöur i 20%. Astæðan fyrir þessum samdrætti hjá okkur íslending- um cr einnig sú að mun meira magn var saltað og hcrt hér á landi í fyrra en áður hefur veriö, sagði Sigurður Markússon framkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar SIS i viðtali við Þjóðviljann i gær. Hann sagöi ennfremur að árið 1977 hefðu Kanadamenn ráöið 30% af innflutningi fisks til Bandarikjanna og siöan hefðu þeir sótt á jafnt og þétt. tslend- ingar réðu yfir Í0% af innfiutn- ingi fisks til Bandarikjanna áriö 1977 og viö vorum komnir uppi 25% 1980 en duttum svo niður i 20% aftur sem fyrr segir vegna aukinnar skreiðar- og saltfisk- verkunar. t fyrra fóru 165 þúsund tonn i saltfiskvinnslu á móti 134 þús- und tonnum árið áður og skreið- arverkun jókst úr 52 þúsund lestum 1980 i 92 þúsund lestir 1981, fyrstu 10 mánuði ársins. Varðandi samkeppni þá sem Kanadamenn veita okkur á fisk- markaði I Bandarikjunum, sagði Sigurður að gæði islenska fisksins þættu meiri en þess frá Kanada. Kanadamenn hefðu vissulega aukið gæðin hjá sér á liönum árum en það hefðum við einnig gert og hefðum við þar nokkurt forskot. Þvi væri það alveg bráðnauðsyniegt fyrir okkur aö slaka þar hvergi á, heldur reyna að bæta okkar vöru sem frekast er unnt. Varð- andi neyslu fisks i Bandarikjun- um sagði Sigurður að innflutn- ingur á þorskflökum hefði auk- ist um 17,5% fyrstu 9 mánuði ársins 1981 og samanlögö aukn- ing á blokk og flökum alira teg- unda, hefði verið 10% 1981 mið- að við áriö á undan. Ljóst væri þvi að innflutningur freðfisks tii Bandarikjanna hefur aukist nokkuð á fyrstu 9 mánuðum árs- ins 1981. — S.dór Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra: ALUSUISSE greiðir í sumar 80% hærra verð í Noregi en hér Athugasemd við ummæli Ragnars Halldórssonar í viðtali sem Morgun- pósturinn átti í dag við Ragnar Halldórsson tram- kvæmdastjóra ísal viður- kenndi hann að rétt væri eftir mér haft/ að álver Alusuisse í Tenessy í Bandaríkjunum greiddi 30 mills fyrir kilóvattstund (kWh) af raforku. Hins vegar staðhæfði hann að ég hefði farið með rangt mál i Morgunpóstinum í gær varðandi það raforkuverð sem álbræðsla Alusuisse i Husnes í Noregi greiðir. Ég fullyrti að orkuverðið í Noregi væri um 50% hærra Hjörleifur Guttormsson. en það sem álverið í Straumsvik nú greiðir og ætti eftir að hækka síðar á þessu ári. Af tilefni fullyrðinga Ragnars Halldórssonar framkvæmda- stjóra er rétt að eftirfarandi komi fram: ALÞVOUBANDALAGIÐ Norðurland vestra Kagnar Arnalds fjármálaráðherra hefur framsögu á almennum stjórnmáiafundum á Siglufirði i dag, laugardag 30. jan. ki. 15 að Hótel Höfn og á Sauðárkróki á morgun sunnudag 31. jan. kl. 15.30 i Villa Nova. Fundirnir eru öllum opnir. Kjördæmisfundur með forystumönn- um úr kjördæminu i Villa Nova sunnudag kl. 13.30. Flokksstarfiö á dag- skrá. Hafnarfjörður Vinnufundur um bæjarmálini dag laugardag 30. jan. i félagsheimilis- álmu Iþróttahússins við Strandgötu kl. 13.30. Fulltrúar G-listans i nefndum og ráðum mæta. Fjölmennið. Opið hús — Kosningavaka Kaffi, kökur, góðir félagar og niðurstöður forvalsins eru á dagskrá i opnu húsi i risinu, Grettisgötu 3 i kvöld laugardag 30. janúar. Lang- holts-og Laugarnesdeild ABR sér um bakkelsið. Mætum öll. Borgarnes og nærsveitir Undirbúningur sveitarstjórnarkosningaer fundarefni i dag, laugardag 30. janúar kl. 16 að Kveldúlfsgötu 25. Selfoss og nágrenni Ásmundur Stefánsson og Haraidur Steinþórsson mæta á almennan fund I dag, laugardaginn 30. janúar kl. 14 að Hótel Selfossi (gagnfræða- skólanum). Allir velkomnir. Akranes Sameiginlegt prófkjörum helgina i Iðnskólahúsinu við Vesturgötu kl. 10- 16laugardag 30. og sunnudag 31. janúar. Stuðningsmenn G-listans eru hvattir til að taka þátt i prófkjörinu. Reykjavik Seinni umferð forvalsi dag, laugardag 30. janúar kl. 10 - 23. Fjölmenn- iö. Tekiö á móti framlögum i kosningasjóð á skrifstofunni. Stuðnings- menn hvattir til að ganga i félagið og taka þátt i forvalinu. Inntöku- beiðnir á staðnum. Akranes Opið hús I Reiná morgun, sunnudag 31. janúar kl. 13 - 18. Svavar Gests- sonog Skdli Alexandersson mæta um þrjúleytiö. Litið við i Rein eftir prófkjörið og fáið ykkur kaffisopa. ÍSLANDSDEILD amnesty internationat Pósthólf 7124, 127 Reykjavík ”MANNSHVARF”1982 V-Húnavatnssýsla Almennur fundurum heilbrigðismál i dag, laugardaginn 30. janúar kl. 16 i félagsheimilinu Hvammstanga. Frummælendur: Matthias Hall- dórsson læknir og Þórður Skúlason sveitarstjóri. Allir velkomnir. Akureyri Fyrri umferð i forvalier i dag, laugardaginn 30. janúar og á morgun sunnudag 31. janúar kl. 14 - 18 báða dagana i Lárusarhúsi, Eiðsvalla- götu 18. Kópavogur Þorrablótverður um næstu helgi laugardaginn 6. febrúar. Miðar seldir i Þinghól á þriðjudag kl. 20 - 22.30. Borðapantanir teknar um leið. Sim- inn er 41746og 41279 (Lovisa). Aðgangseyrir 200 kr. HERSTOÐVAANDSTÆÐINGAR Þorrablót á ísafirði Hópur herstöðvaandstæðinga á Isafirði efnir til Þorrablóts i Gúttó i kvöld laugardaginn 30.janúar kl. 20. Fjölbreytt skemmtiatriði og dans. Raforkuveröið til álbræslu Alu- suisse i Noregi er þannig upp- byggt, að grunnverð er 2,95 norskir aurar og á það leggst 17% flutningsgjald, sem gerir 3,46 aura. Þar viö bætast 2,2 aurar sem fastur orkuskattur og er verðið þannig samtals 5,66 norsk- ir aurar á kólóvattstúnd sem svarar til 9,5 mills. en álverið hér greiðir nú 6,5 mills. Er núverandi raforkuverð i Noregi þannig 48% hærra en álverið i Straumsvik greiðir samkvæmt núverandi gengi, þvi að engir skattar leggj- ast á raforkuverðið til stóriðjunn- ar hérlendis. A miðju þessu ári hækkar norska grunnorkuveröið i 4 aura kilóvattstund og verður það með orkuskatti 6,88 aurar norskir, eða sem nemur 11,6 mills, og er það 80% hærra verð en Alverið i Straumsvik greiðir nú. Ragnar Halldórsson fram- kvæmdastjóri vill ekki telja raf- orkuskattinn i Noregi til orku- verðsins, en hann er að sjálfsögðu hluti af þvi og rennur til sama að- ila, sem á raforkuverið, það er til rikisins. Að mati Ragnars væri rétt að reikna fastagjaldið 20 dollara á tonn, sem er hluti af skattlagn- ingu Isal, á móti raforkuverðinu, en álverið i Noregi greiðir einnig skatta og er óeðlilegt að blanda þessu saman. En jafnvel þótt fastagjaldið væri tekið með inn i þetta dæmi nemur það aðeins upphæð sem svarar til um 1.3 mills á kilóvatt- stund og væri munurinn miðað við mitt ár 1982 eftir sem áður 60% hærra raforkuverð i Noregi. 10% hækkun á síma Á mánudag, 1. febrúar, hækk- ar gjaldskrá simans innanlands um 10% en 10% hækkun á gjald- skrá póstþjónustunnar kemur til framkvæmda 1. mars. Þá - hækka símgjöld til útlanda á mánudag um 22% i samræmi við þær breytingar sem orðið hafa á gengi gullfranka frá þvi gjöldin voru ákveöin 1. nóvem- ber s.l. Sem dæmi um hækkanirnar má nefna: Stofngjald fyrir sima hækkar úr 1189 i 1308, gjald fyrir umframskref hækkar úr 45 aur- um i 50 aura og afnotagjald af heimilissima á ársfjórðungi hækkar úr 192,50 1 211,75. Flutn- ingsgjald hækkar úr 594,50 I 645. Við þessi gjöld bætist söluskatt- ur. Simtöl til útlanda hækka sem hérsegir: Til Danmerkur, Fær- eyja og Sviþjóðar kostar hver minúta i sjálfvirku vali 11 krón- ur, en 15 kr. ef fengin er aðstoð talslmavarðar. Simtal til Nor- egs ogFinnlands kostar 12 kr. og 16 kr. hver minúta með sama hætti til Bretlands og 13 og 17 kr. og til Bandarikjanna 27 kr. og 31 kr. r

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.