Þjóðviljinn - 27.02.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Síða 6
- , 6 S1ÐA r ÞJÓÐV^^ JH^lgin j2J7,—28. febrúar .l082 UOBVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Biaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karisson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. ritstjórnargrein Kosningabaráttan er hafin • Fyrir tæpum fjórum árum varð Alþýðu- bandalagið forystuafl i fjölmörgum sveitar- stjórnum um allt land. I Reykjavik og tveimur fjölmennustu kaupstöðunum varð Alþýðubanda- lagið þátttakandi i meirihlutasamstarfi. í tugum annarra sveitarstjórna hafa trúnaðarmenn flokksins gegnt forystustörfum. Nú um helgina koma sveitarstjórnarmenn Alþýðubandalagsins saman til þess að meta árangurinn af þessu við- tæka starfi og leggja á ráðin um nýja sókn á kom- andi kjörtimabili. • Þáttaskil urðu i Reykjavik fyrir fjórum árum er Alþýðubandalagið felldi flokksræði Sjálf- stæðisflokksins. Félagið i Reykjavik hefur ákveð- ið framboðslista til borgarstjórnarkosninga og er hann kynntur i blaðinu i dag. Full ástæða er til þess að lýsa ánægju með þá forystusveit sem val- in hefur verið til þess að leiða baráttuna i höfuð- borginni til sigurs. Listinn er að jöfnu skipaður konum og körlum sem njóta óskoraðs trausts flokksmanna vegna starfa sinna að borgarmál- um. • Sveitarstjórnarkosningarnar i vor eru þýð- ingarmiklar af mörgum ástæðum, og sem fyrr eru höfuðandstæðurnar i Reykjavik. Meginás á - takanna snýst um það hvort fésýslumönnum að baki Sjálfstæðisflokksins tekst að stöðva þá fé- lagslegu framfarasókn, sem hófst með úrslitum kosninganna 1978, eða hvort henni verður fram haldið undir forystu Alþýðubandalagsins. Takist Sjálfstæðisflokknum að endurvinna Reykjavik mun þess skammt að biða að landsstjórnin falli einnig fyrir leiftursókn i anda Thatchers og Reagans. • Félagslegar framfarir eru kjörorð þeirra þáttaskila sem urðu i réttindum launafólks, að- búnaði á vinnustöðum og i húsnæðismálum með árinu 1978. Fjölmörg lög tryggja nú rétt launa- fólks á sviðum þar sem hann var áður litill sem enginn. Bygging dagvistarheimila, verkamanna- bústaða og dvalarheimila aldraðra sýna i verki að unnið hefur verið að bættum lifsskilyrðum fólks á öllum aldri. • Atvinnulifið i fjölmörgum bæjarfélögum þar sem Alþýðubandalagið hefur verið i forystu er nú öflugra og traustara en löngum áður. 1 Reykjavik er fólki aftur tekið að fjölga og fyrirtæki, sem áður flúðu borgina, snúa nú aftur. Endurreisn eldri fyrirtækja i félagslegri eigu, uppbygging annarra og áform um ný atvinnutækifæri sýna i framkvæmd islenska atvinnustefnu sem Alþýðu- bandalagið boðaði i kosningunum 1978. • Á þessum grundvelli standa frambjóðendur Alþýðubandalagsins i Reykjavik og um allt land er þeir leggja út i kosningabaráttuna. Það er traustur grunnur sem á að duga til sigurs ef vel er unnið. Það er höfuðnauðsyn að Alþýðubandalagið komi sterkt út úr kosningunum þvi annars munu milliflokkarnir hlaupa i ihaldsfaðminn eins og áratugareynsla sannar. • Alþýðubandalagið boðar þjóðskipulag þar sem fólkið er herra eigin mála og réttur allra til þátttöku og ákvarðana á sem flestum sviðum er grundvöllur stjórnskipunar. Þátttaka i stjómun fyrirtækja, ákvörðunarréttur i málefnum vinnu- staða og skóla, beinar kosningar til nefnda og ráða i hverfum bæja og borgar eru aðeins fáein dæmi af mörgum um ný sóknarsvið lýðræðis og valddreifingar. Þess vegna eru lýðræði og vald- dreifing eitt helsta kjörorð þeirrar baráttu sem framundan er á vegum Alþýðubandalagsins um allt land. —ekh úr aimanakinu Almennt mun vist talið að fyrsta verslunarbúðin i veröld- inni, sem rekin var með sam- vinnusniði, hafi tekið til starfa i smábænum Rochdale á Eng- landi hinn 21. des. 1844. Vel má rifja lftiilega upp þá sögu nú, þegar minnst er 100 ára land- náms sam vinnuhreyfingarinnar á tslandi. bað hefur stundum verið sagt, aö þvi sé hættast við ógiftusam- legum endalokum, sem best og glæsilegast fari af stað og vonir manna séu hvað mest bundnar við. Obrigðul regla er það þó ekki, sem betur fer. Og naumast verður það sagt, að samvinnu- stefnan hafi helgað sér land i Rochdale með neinni háreisti. Vefurinn „sleginn” um 1840. Sjálfsagt þótti að konum og börnum væri þrælað út miskunnarlaust. Þegar rofar til í Rochdale Litla kaupfélagsbúðin var siður en svo likleg til þess að vekja á sér athygli nema ef verið hefði fyrir það eitt, að innan veggja hennar fóru fram verslunar- viðskipti með nokkuð nýstárleg- um hætti. Fjölmennt hefur það þá heldur ekki verið liðið, sem batt vonir sinar um betri hag og léttari lifsafkomu við þessa verslunartilraun. En hvað sem um það er þá sannaðist enn hið fornkveðna að „mjór er mikils vísir”. Það sýnir saga sam- vinnuhreyfingarinnar allt frá þvi að fyrstu samvinnusamtök- in hófu verslun sina á neðstu hæðinni i gamla ullargeymslu- húsinu i Rochdale og til þessa dags. , „Neyðin kennir naktri konu að spinna”, segir máltækið. Þrátt fyrir það að miklar og voldugar frelsishreyfingar hefðu farið um heiminn og jafn- vel valdið sliku róti meðal grunnmúraðra rikja, að þau riðuðu til falls, þá finnst nú- timamanninum að lifskjör vinnustéttarmannsins hafi varla getað verið öllu verri en þau sem tiðkuðust i Rochdale um þessar mundir. íbúar þorps- ins voru milli 2000 og 3000 að tölu. Yfirgnæfandi meiri hluti þeirra voru námumenn og verk- smiðjufólk. Vinnutiminn var langur, vinnan erfið, launin sultarpeningur og aðbúð öll hin versta. Vikukaup verkamanns- ins var i hæsta lagi 10 shillingar en komst allt niður i 1 shilling og 6 pence. Dýrtið var gifurleg. íbúðirnar, sem þó voru hörmungarhýbýli en hreinustu höfuðból fyrir allskyns bakteri- ur og sýkla kostuðu 2-3 shiiling á viku. Ekki tók betra við þegar tilmatfanganna kom. Mjólk var að visu fáanleg en þá bæði óhrein og vatnsborin og þrátt fyrir svo takmarkaða „vöru- vöndun” var hún það dýr, að al- mennt urðu verkamenn að neita sér um hana. Kvartbrauð,mesti ógerðarmatur, kostaði frá 8-10 pence, sykurpundið var fáan- legt fyrir 1 shilling. En i sykur- inn blönduðu kaupmenn gjarnan salti svona til búdrýg- inda. Pundið af tei kostaði 8 shillinga. Þá munaðarvöru neit- uðu verkamenn sér að mestu um en drukku vatn i staðinn. Til þess aö fá á það telitinn var soðinn i þvi eplabörkur. Kartöfl- ur voru ódýrasta fæðutegundin og þvi aðalfæða verkamanna. Ljósmeti allt var okurdýrt. Höfðu fæstir efni á þvi að kaupa sér svo mikiö sem kertisstúf og urðu þvi að hýrast i myrkrinu er þeir komu heim að enduðum vinnudegi, sem einstakt þótti ef ekki stóð lengur en 12 klst. Þannig var lifsafkoma verka- manna i Rochdale á haustnótt- um 1844. Þó að okkur kunni að finnast hún óglæsileg þá töldu verksmiðjueigendur að betur yrðiaðherðaaðhnútunum. Þeir kváðust ekki fá staðist svona háar kaupgreiðslur. Verka- mönnum sýndist aftur á móti að ekki mundi nema fótmál frá þeim lifskjörum, sem þeir áttu við að búa og til hreinnar og beinnar hungursneyðar, neituðu að stiga þetta skref og gerðu verkfall. Magnús H.Gislason skrifar Þegar hér var komið sögu tóku menn að svipast um eftir leiðum til úrbóta. Flestir töldu, aö félagslegar aðgerðir með einhverjum hætti, myndu áh'rifamestar. Margir fundir voru haldnir en erfiðlega gekk að komast að ákveðinni niður- stöðu. Ýmsir vildu reyna að stofna einskonar kaupfélag aörir drógu úr, bentu á fengna reynslu af áþekkum tilraunum og töldu hana ekki fýsilega til fordæmis. Að lokum kom verka- maður, Charles Howard að nafni fram meö tillögu um að stofna kaupfélag og skyldi það á ýmsan hátt vera frábrugðið þeim félögum, er þekkst höfðu til þess tima. Það varð úr að 28 vefarar þarna í þorpinu sameinuðust um að hrinda i framkvæmd hugmyndinni. Vefararnir voru ofurlitið skár launaðir en aðrir verkamenn i Rochdale. Vera má að það hafi átt verulegan þátt i aö einmitt þeir höfðu hug- dirfö og bjartsýni til þess að ráðast i stofnun fyrirtækis sem aðáliti þátiðarmanna allflestra, studdu dapurlegri reynslu, hlautað eiga sér litla von um lif- vænlega framtið. Hitt mun og hafa valdið verulegum áhrifum, enda tengt hinu fyrra að þeir höfðu nokkur kynni af ýmsum félagsmálahreyfingum: stjórn- málum, trúmáium, bindindis- málum, allir áttu þeir sér ein- hver félagsleg hugðarefni. Nokkurn kunnugleika höfðu þeir af samvinnustarfsemi Roberts Owens, sumir hverjir a.m.k. enda hafði verið reynt að stofna einskonar sam vinnufélag i Rochdale 1830 en saga þess varð stutt. A sunnudagskvöldum komu vefararnir saman til funda- halda hjá einum stofnandanum, James Smith. Þar undirbjuggu þeir stofnun félagsins, ræddu fyrirkomulag þess og væntanleg verkefni og gerðu uppkast að félagslögum. Einn þeirra erfiðleika sem gera mátti ráð fyrir að hvað erfiðast yrði að yfirstiga i sam- bandi við stofnun fyrirtækisins voru fjárhagsvandræðin. Eitt- hvert fjármagn þyrfti til að byrja með og hvar áttu þessir snauðu menn sem fæstir höfðu viðunanlega til hnifs og skeiðar að taka það fé? Jú, ráðið var að- eins eitt: Að taka það af eigin launum þótt lág væru. Þeir ákváðu að leggja fram hver um sig 2 pence á viku þar til þeir hefðu aurað saman i 28 sterlp. Með þaðfjármagn skyldi haldið úr hlaði. Fjársöfnunin tókst með þvi að fá litilsháttar lán hjá Vefarafélaginu. Fyrsti fundurinn, sem form- mlegur getur talist, var haldinn 11. ágúst en opinberlega var félagið stofnað 28. okt. Akveðið var að opna búðina fyrir jólin. Félagið hlaut nafnið: Félag sanngjarnra umbótamanna i Rochdale. Stefnuskrá þess var i 6 liðum. Hún er einstæður vottur um bjartsýni og lifstrú þessara örsnauðu erfiðismanna. Hún var þannig: 1. Að koma upp sölubúð. 2. Að koma upp ibúðarhúsum fyrir félagsmenn. 3. Að koma upp iðnaði á veg- um félagsins og til að framleiða vörur handa félaginu og sjá þeim félagsmönnum, sem á þyrftu að halda fyrir sæmilega launaðri atvinnu. 4. Að kaupa eða leigja land i sama tilgangi. 5. Að koma upp samvinnuný- lendu þar sem framleiðslu-, vörudreifingu, menntun og stjórnarfari væri komiö i viðun- andi horf, og aðstoða önnur félög til sömu framkvæmda. 6. Að koma upp gistihúsi fyrir bindindismenn. Hér svifur enginn örbirgðar- andi yfir vötnum. Hér lögðu út árar þvilikir hugsjónamenn að manni finnst að hjá þeim hlyti svona félagsstofnun að takast, ætti hún sér á annað borð nokkra lifsvon. Það breytir engu þótt aðeins fyrsti liður stefnuskrárinnar hafi verið framkvæmdur I byrjun og sum atriði hennar hafi jafnvel ekki verið útfærð enn i dag, vegna þess að reynsla siðari tima hef- ur sýnt, að önnur verkefni lágu nær. Það er svo skemmtileg tilvilj- un en e.t.v. ekki með öllu óvænt að einmitt um svipað leyti og vefararnir i Rochdale hófu sina baráttu fyrir betri tið voru fá- tækir búandamenn úti á Islandi að leitast við að mynda með sér samtök, sem mættu verða þeim brjóstvörn I baráttunni við þunghent verslunarvald. Þær tilraunir bar að visú upp á sker en urðu engu að siður undir- staða þeirra atburða sem gerðust meö stofnun Kaup- félags Þingeyinga 38 árum siðar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.