Þjóðviljinn - 27.02.1982, Side 25
Helgin 27.-28. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25
tónlist
Edda Erlends-
dóttir með tón-
leika á
Kjarvalsstöðum
Edda Erlendsdóttir pianó-
leikari mun halda tónleika að
Kjarvalsstöðum á morgun sunnu-
daginn þ. 28. febrúar n.k. og
munu tónleikarnir hefjast kl. 5
siðdegis.
A tónleikunum verða flutt eftir-
farandi verk:
Paysage og Improvisation eftir
Emmanuel Chabrier.
Nocturne nr. 6 og 63 eftir Gabriel
Fauré.
3 etýður eftir Claude Debussy.
Koss Jesúbarnsins eftir Olivier
Messiaen.
Jeux d’Eau og Ondine eftir
Maurice Ravel.
Þetta eru allt verk eftir frönsk
tónskáld og eru samin á tima-
bilinu 1890—1944. Verkin eru
meira eöa minna tengd þeirri
stefnu sem nefnd hefur verið
impressionismi i tónlist og varð
Edda Erlendsdóttir, pianóleikari.
til i Frakklandi i lok siðustu
aldar.
bess skal getið að hluti af þess-
ari efnisskrá var fluttur á
Háskólatónleikum föstudaginn
19. febrúar s.l.
Edda Erlendsdóttir stundaði
nám við Tónlistarskólann I
Reykjavik og lauk þaðan einleik-
araprófi 1973. Hún hlaut siðan
franskan styrk og stundaði nám
viö Tónlistarskólann i Paris i 5 ár
Edda hefur áður haldiö tónleika
hér á landi og hefur einnig gert
upptökur fyrir Rikisútvarpið.
Hún er nú búsett i Parls.
Tvennir tónleikar
hjá Háskólakórnum
Háskólakórinn heldur tvenna annað kvöld kl. 20.30. Tónleik-
tónleika um helgina, aöra i dag, arnir eru haldnir i Félagsstofnun
laugardag kl. 17.00, og þá seinni stúdenta.
Klassískt kvöld á Hlíðarenda
Það er ætlunin aö hafa tvö list-
form i öndvegi á Veitinga-
staðnum Hliðarenda annað kvöld,
þ.e. matargeröarlistina og tón-
listina.
Hliðarendabændur eru að
kveöja staðinn, en þar hefur nú
verið skipt um eigendur. Af þessu
tilefni ætla þeir að efna til
„Síöasta klassiska kvöldsins á
Hliðarenda” eins og þeir kalla
það og hjónin Sigurður Björnsson
og Siglinde Kahlman koma i
heimsókn. Matreiðslumenn húss-
ins verða meö sérstakan mat-
seðil, logandi steikur og fleira.
Allir á Hliöarenda annaö kvöld.
Þursarnir út á land
Þursaflokkurinn, sem nú
hefur starfað nær samfellt i
fjögur ár, leggur upp i sina
fimmtu hljómleikaferð um
landið. Þursarnir eru Asgeir
Óskarsson slagverk, Egill
Ölafsson söngur, Tómas
Tómasson bassi, Þórður Arna-
son gitar. Þursaflokkurinn mun
leika á eftirtöldum stöðum:
28. feb. Félagsheimilinu
Húsavik. 1. mars Héraðsskólinn
Laugum. 2. mars Stórutjarnar-
skóli. 3. mars Menntaskólinn
Ákureyri. 4. mars Dynheimar
Akureyri. 5. mars Félags-
heimilinu Bifröst Sauöárkróki.
6. marsHéraösskólinn Reykjum
Hrútafiröi. 10. mars Valaskjálf
Egilsstöðum. 11. mars Héraðs-
skólinn Eiöum. 12. mars Egils-
búð Neskaupstað. 13. mars
Herðubreið Seyöisfirði. 14. mars
Sindrabær Höfn Hornafiröi. 15.
mars Héraðsskólinn Skógum.
16—26. mars Reykjavik og
nágrenni.
Víðfrægur jass-gítar-
leikari heimsækir ísland
Paul Weeden, viðkunnur jass-
gitarleikari, heimsækir Island i
fyrsta skipti nú um mánaða-
mótin. Hann leikur á tónleikum
og skemmtunum, og leiðbeinir á
námskeiðum, bæði á Akureyri og
i Reykjavik i rúman hálfan
mánuð.
Paul hefur leikið inn á margar
hljómplötur og á tónleikum með
ýmsum frægum jass-leikurum og
söngvurum, t.d. Sonny Stitt, Gene
Ammons, Jimmy Smith, Nancy
Wilson, Coleman Hawkins, Lou
Bennett og Art Farmer. Hann
hefur leikið á tónleikum og jass-
hátiöum á fjölmörgum stöðum i
fjórum heimsálfum, og komið
fram sem einleikari með út-
varps-jasshljómsveitum, bæði i
Berlin, Stokkhólmi, Osló og viðar.
A Akureyri dvelur Paul 1.—8.
mars, og kennir á námskeiði á
vegum Tónlistarskólans,
Menntaskólans og Tónlistar-
félagsins. Einnig leikur hann
opinberlega á KEA. I Reykjavik
kennir Paul á námskeiði á vegum
Tónskóla FIH og leikur á
skemmtistööum og klúbbum, en
nánar verður greint frá þvi siðar.
um helgina
myndlist
Gerla sýnir
í Rauða
húsinu
Gerla opnar sýningu i dag á
Installation-verki i Rauða húsinu
á Akureyri.
Installation eða innsetning, eins
og það hefur verið kallað á
isíensku, er listform þar sem
listamaðurinn stillir upp ýmis-
konar hlutum, aðfengnum eða
búnum til af honum sjálfum, i
ákveðiö rými. Einnig eru oft
notuö hljóö. Er samspil hlutanna
látið byggja upp ástand eða
andrúmsloft meö uppstillingu
þeirra og afstöðu.
Gerla (Guðrún Erla Geirs-
dóttir) stundaði nám i Myndlista-
og handiðaskóla íslands. Hún
lauk þaðan teiknikennaraprófi
1975 eftir fjögurra ára nám.
Veturinn 1975—76 stundaöi hún
þar nám i frjálsum textil. Haustið
eftir hélt Gerla til Hollands i
framhaldsnám við Gerrit
Rietveld Academie i Amsterdam
og lauk þaöan prófi i monumental
textiel 1980. Auk þess lagði hún
stund á leikbúninga- og leik-
myndagerð. 1977—78 hlaut hún
námsstyrk frá hollenska rikinu.
Sýning Gerlui Rauða húsinu er
fjórða einkasýning hennar. Auk
þess hefur hún tekið þátt i sam-
sýningum bæði hér heima og
erlendis. Sýningunni lýkur sunnu-
daginn 7. mars.
Steinunn
Þórarins
dóttir sýnir
á Kjar-
valsstöðum
Ný sýning hefur verið opnuð á
Kjarvalsstöðum og þaö er Stein-
unn Þórarinsdóttir sem sýnir þar
verk sin. I sýningunni eru skúlp-
túrar, flestir unnir i leir en einnig
i gler, gifs, járn o.fl. Sameiginlegt
viöfangsefni allra verkanna er
hugleiðing um manninn sem ein-
stakling og hópveru.
Þetta er önnur einkasýning
Steinunnar, en hún sýndi I Galleri
Suöurgötu 7 fyrir 3 árum. Þá
hefur hún tekiö þátt i sam-
sýningum heima og erlendis.
Sýning Steinunnar Þórarins-
dóttur er i Vestursal Kjarvals-
staða og er opin daglega frá kl.
| 14—22. Henni lýkur 14. mars n.k.
Paul Weeden, gitarleikari
ALÞVÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalag Kjósarsýslu, Mosfellssveit.
Félagsfundur verður haldinn i Hlégarði laugardaginn 27. þ.m. og hefst
kl. 10.00 f.h. Dagskrá: Framboðsmál. — Stjórnin.
Alþýðubandalagið Hveragerði
Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 27. febr. kl. 13.30 að Blá-
skógum. Dagskrá:
1) Framboðsmál. Stjórnin.
2) önnur mál.
Alþýðubandalagið Akureyri
Auglýsir almennan félagsfund fimmtudaginn 4. mars kl. 20.30
F'undarefni: 1. Gengið frá framboðslista. 2. Fréttir frá nýliðnum fundi
miðstjórnar og ráðstefnu um sveitarstjórnarmál. 3. Kosningastarfið. —
Stjórnin.
Alþýðubandalagsfélagar á Selfossi
F'élagsfundur verður haldinn laugardaginn 6. mars n.k. kl. 14.00 að
Kirkjuvegi 7 Selfossi.
Dagskrá: 1) F'ramboðsmál 2) önnur mál. — Uppstillingarnefnd.
Opið hús fyrir þátttakendur á sveitarstjórnarráð-
stefnu AB og gesti þeirra
Opið hús verður fyrir þátttakendur á sveitastjórnarráöstefnu Al-
þýðubandalagsins og gesti þeirra i Þinghól i Kópavogi á laugar-
dagskvöld. Húsið opnað kl. 21.
— Kaffi, kökur og aðrar veitingar.
— Kvöldrabb og óvæntar uppákomur.
— Komum öll. Nefndin.
Orðsendingtil Kópavogsbúa
veana prófkjörs 6. mars n.k.
1) Kosningarétt hafa þeir sem veröa 18 ára einhvern tima á þessu ári,
eöa eru eldri og eru búsettir i Kópavogi skv. skráningu bæjar-
stjóra/Hagstofu 28. febrúar 1982.
2) Nöfnum á lista Alþýöubandalagsins veröur raöað eftir hendingu —
ckki stafrófsröð.
3) A Iista Alþýöubandalagsins skal setja sex krossa, 3 viö kvennanöfn
og 3 við karlanöfn.
Stuöningsfólk! Veljum sjálf á G-listann, lista Alþýðu-
bandalagsins. Tökum fullan þátt í prófkjörinu 6. mars.
Stjórn og uppstillingarnefnd
Arshátið Alþýðubanda-
lagsins i Suðurlands-
kjördæmi
Arshátið Alþýðubandalagsins i
Suðurlandskjördæmi verður
haldin i Aratungu, föstudaginn 5.
mars n.k. og hefst kl. 21.00.
Dagskrá:
1. Margrét Frimannsdóttir,
ávarp.
2. Visnavinir syngja.
3. Garðar Sigurðsson alþm.,
ávarp.
4. Helgi Seljan alþm., skemmti-
atriöi.
5. Sigurgeir Hilmar, grin og gleði.
Garðar Helgi
Hljómsveit Stefáns P. leikur
fyrir dansi til kl. 2 um nóttina. Og
þaö er aldrei aö vita nema Jónas
Arnason komi i heimsókn...
AB í uppsveitum Arnes-
sýslu og Kjördæmisráð.
Landverndarsamtökin á N-Vesturlandi:
„Eina leiðin til
sæmilegs friðar”
Eins og frá hefur verið skýrt
hér i blaðinu hafa nýlega verið
stofnuð Landverndarsamtök
vatnasvæðis Blöndu og Héraðs-
vatna. Telja þau nú fast að 400
manns.
Hinn 17. febr. sl. boðuðu sam-
tökin til fundar i félagsheimilinu
Argarði i Lýtingsstaðahreppi.
Fundinn sóttu hátt á annaö
hundrað manns. Framsöguræður
fluttu þeir ólafur R. Dýrmunds-
son, landnýtingarráöunautur
Búnaðarfélags íslands, Stefán H.
Sigfússon, landgræðslufulltrúi og
Bjarni Guöleifsson, formaöur
Samtaka um náttúruvernd á
Norðurlandi. A fundinum mættu
og, samkvæmt tilmælum fundar-
boöenda Kristján Jónsson og
Guðjón Guðmundsson frá Raf-
magnsveitum rikisins og Sigurð-
ur Eymundsson, rafveitustjóri á
Blönduósi, en urðu að hverfa af
fundi áöur en honum lauk.
Miklar umræður urðu á fundin-
um og að þeim loknum var sam-
þykkt svohljóðandi ályktun:
„Almennur félagsfundur i
Landverndarsamtökum Blöndu
og Héraðsvatna, haldinn i Ar-
garði 17. febrúar 1982 mótmælir
harölega þeirri eyðingu gróður-
lendis, sem virkjunarleið I við
Blöndu hefur I för með sér.
' Jafnframt mótmælir fundurinn
þeim vinnubrögðum, sem höfð
hafa verið i frammi við samn-
ingagerðina þ.e. aö knýja á um
einhliða lausn, sem samrýmist
ekki landverndarsjónarmiðum.
Fundurinn krefst þess, aö reyndir
verði samningar um að virkja
Blöndu samkvæmt öðrum val-
kostum, sem taka fullt tillit til
landverndarsjónarmiöa og bend-
ir jafnframt á, aö það sé eina leiö-
in til aö sæmilegur friður verði
um virkjunina”.
Heimildir blaðsins herma, að
Kristján Jónsson forstjóri Raf-
mangsveitna rikisins, hafi lýst sig
fúsan til frekari viðræðna um
þessi mál viö stjórn samtakanna,
væri þess óskað.
— mhg