Þjóðviljinn - 07.08.1982, Side 2

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 7. — 8. ágúst 1982 Spurninga leikur Svör við spurningaleik 4 Rétt svör við spurningaleik 4 fara hér á eftir en nafn þess sem verðlaunin hlýtur er jafnan birt viku seinna. 1. Gunnar Thoroddsen, Davíð Sch. Thorsteinsson og Sigurður Líndal eru allir af Briemsætt. 2. Friðjón Þórðarson og Svavar Gestsson eru skyldir í annan og þriðja legg. 3. Ronald Reagan var fæddur í hjónabandi en Soffía Loren og Willy Brandt ekki. 4. Selma Lagerlöf fékk Nóbelsverðlaun en Tolstoy og Maugham ekki. 5. Þorbjörn er fjall við Grinda- vík. 6. Tveir á finnsku er kaksi. 7. Ljóðabókin Gestaboð um nótt er eftir Einar Braga. 8. Ragnar Halldórsson forstjóri álversins var eitt sinn verkfræð- ingur bandaríska sjóhersins. 9. Dúkskot varð frægt fyrir að þar drap kona mann á eitri. 10. Frescómyndin í Landsbankan- um er eftir Jóhannes Kjarval. Verðlaunin Getraun þessi reynist mörgum ær- ið þung og reyndist ekkert af þeim sem bárust fyrir spurningaleik 3 rétt með öllu. Þau Sigurjón Sigurbjörns- son, Lára Eggertsdóttir og Kristín Eggertsdóttir voru með öll svör rétt nema eitt. Ástæða er til að undirstrika, að æt l ast er til að svör séu póstlögð til blaðsins innan viku frá því blaðið með spurningaleiknum kom út því svör birtast ávallt í næsta helgarblaði við. Merkja skal við umslögin: Þjóðviljinn, Síðmúla 6, spurningaleikur nr.... Verðlaun fyrir spurningaleik 5 er bókin Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck. 1) Tveir af þessum mönnum eru systrasynir. Hverjir? a Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður. b Hjörleifur Guttormsson ráðherra C Jón Helgason forseti Sam- einaðs þings 2) Þorpið er ein þekktasta Ijóðabók Jóns úr Vör. Úr hvaða þorpi er hann? a Bolungarvík b Djúpavogi C Patreksfirði 3) Tveir af þessum mönnum voru samtímamcnn. Hverjir? a Charles Dickens b Jónas Hallgrímsson C ' Wolfgang Amadeus Mozart 4) Eftir hvern er málverkið sem sést hér á myndinni? a Paui Gaugain b Vincent van Gogh C Edvard Munch 5) Þjóðteikhúsið í Reykjavík er teiknað af einum þess- ara manna. Hverjum? a Guðjóni Samúelssyni b Guðlaugi Rósenkranz C Rögnvaldi Ólafssyni Hvar er myndin tekin? 6) Af hvaða stað er þessi mynd? a Eskifirði b Grundarfirði Þjóðleikhúsið. C Þingeyri 7) Ein af eftirfarandi fullyrð- ingum er röng. Hver? a Adolf Hitler var fæddur í Austurríki b Injánablóð rann ■ æðum Winstons ChurchiIIs C Franklin Roosevel Banda- ríkjaforseti var sonur The- ódórs Roosevelts Banda- ríkjaforseta. Hitler Churchill Roosevelt 8) Meðan Mussolini var ein- ræðisherra á Ítalíu unnu ítalir íþrottaafrek. Hvert var það? a Urðu stigahæstir allra þjóða ó Ólympíuleikunum í Berlín 1936 b Urðu tvisvar sinnum í röð heimsmeistarar í knatt- spyrnu C Urðu fyrstir allra til að klífa Mount Evcrest 9) Hver var forsætisráðherra íslands árið 19S2? a Hermann Jónsson b Ólafur Thors C Steingrímur Steinþórsson 10) Eitt af eftirfarandi nöfnum er sama nafnið og Jakob á íslcnsku. Hvcrt er það? a Diego (spænska) b Giovanna (ítalska) C Jenicek (tékkneska)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.