Þjóðviljinn - 07.08.1982, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 07.08.1982, Qupperneq 7
' y . . T j,'. y . t ff’/rtfþl,*} ... ,r Helgin 7. - 8. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 7 Alda spillingar og glæpa gengur yfir Breta... á síðum dag- blaðanna Mikil alda uppljóstrana um spillingu og glæpi meðal opin- berra embættismanna gengur nú yfir Bretland. Ekki verður ensk- um dagblöðum flett þessa dagana öðruvisi en við blasi flennifyrir- sagnir um þessa óáran. Einkum er það „The Sun”, — sem næst á eftir „Times” er eitthvert „áreið- anlegasta” dagblað Bretiands- eyja, sem hefur látið sig málið varða. Ef marka má „The Sun” virðist bresk embættismannastétt sam- anstanda af fjórum ólikum mann- gerðum þ.e. morðingjum ræn- ingjum, kommum og hommum. Af þessum fjórum er sú siðast- nefnda i minnstu áliti i enskri pressu. Það þykir að visu bölvað að vera þjófur og mannslagari og að opinber embættismaður að- hyllist kommúnisma nær nátt- úrulega engri átt. Allt þetta eru þó hrein smáatriði miðað við þá botnlausu niðurlægingu bresku þjóðarinnar þegar embættismenn hennar eru afhjúpaðir sem kyn- villingar. Sigmundur gamli, sál og geð, setti á sinum tima fram þá kenn- ingu að þvi nær sem eitthvert sjúklegt eða óeðlilegt atferli stæði mönnum þeim mun harkalegar brugðust viðkomandi menn við þessum atferlum. Þeir sem t.d. ærast yfir strák sem hnuplar súkkulaði úr búð eða yfir rónun- um i bænum eru menn sem sjálfa langar að lauma einhverju i vas- ann eða setjast á bekkinn með strákunum og fá sér einn. Það siðgæðisstrið sem nú er háð I enskri pressu gæti átt sér svip- aðar skýringar. — bv Leiðrétting Undirritaður hefur sem afleys- ingablaðamaður metnað sem er i hóf stillt. Það eina sem ég krefst undanbragðalaust af sjálfummér er að sá texti sem ég læt frá mér fara skiljist. Á þessu hefur orðið misbrestur og eftir þvi sem ég fæ best séð er það ekki mér að kenna. t fróðlegri og skemmtilegri grein sem ég birti fimmtudaginn 5. ágúst og bar yfirskriftina „Kók og Pepsi glima um hylli fólks” |hefur slæðst inn villa sem gerir |niðurlag greinarinnar merking- arlaust þvaður. Siðasta setning greinarinnarbirtist á eftirfarandi hátt i Þjóðviljanum: „í öðru lagi hefur verið bent á að á meðan fólk drekkur að meðaltali einn bolla af kaffi á dag muni það ekki hafa nein áhrif á heildarkoffinneysl- una þótt fólk hætti að drekka kaffi og gosdrykki . 1 staðinn fyrir kaffi og gosdrykki á að standa koffingosdrykki. 1 grein um FIAT föstudaginn 6. ágúst er breyttu skipulagi FIAT verksmiðjanna m.a. lýst með þessari einföldu og skýru setn- ingu.. „Aður framleiddi FIAT 29 ólikar týpur bila sem byggðar voru á 14 grunnmódelum, — þ.e. „Typo Uno”. Hér hefur heil setn- ing fallið burt. Réttur er taxtinn svona: Áður framleiddi FIAT 29 ólikar týpur bila sem byggðar voru á 14 grunnmódelum. Nú verða aðeins framleiddar 6 mis- munandi týpur sem allar verða byggðar á sama grunnmódeli, — þ.e. „Typo Uno”. — Björn Vigfús- son. <£c.-13 ANTI-TtMlORJST SQ I COMMISSIONLR. M‘N£t 2> «g&-!2 FINStkPRINTS <CC-I 5ERIOUS CRIME SQ C-3 C.t.D <gC-ll INTE.LUGENCE SPECIAL 6RANCH v b-s m t-a F«.'yLM5-5S_— g~~FC>R£.NSIC_____ ’OClCE P*NÍt Drengirnir ætla ekki að iáta sér segjast þótt Mikki lifvörður hafi fengið sparkið. Öldrunarsýningin: Síðasta sýningarhelgi Nú er siðasta sýningarhelgi á öldrunarsýningunni á Kjarvals- stöðum. Þar eru sýndir hand- munir og alþýðulist. Kl. 20.30 annað kvöld verður málþing og þar munu mæta Svav- ar Gestsson heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðherra og séra Sig- uröur Haukur Guðjónsson for- maður öldrunarráðs. Þeir munu lýsa viðhorfum að loknum al- þjóðafundi um öldrunarmái i Vin. Þá verður rætt um spurninguna „Hvað höfum við lært af sýning- unni?” Siðan verður sýningunni slitið. fer frá Keflavík á föstudögum í allt sumar! FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi Breska bílalestin er nafn á sérstöku ferðatil- boði breska ferðamálaráðsins BTA og Flug- leiða. Flogið er til Glasgow eða London og síðan ferðast hver og einn um Bretland eins og hann lystir með bílaleigubíl eða lest og gistir á góðum hótelum víðsvegar um landið, sem eru þátttakendur í samstarfinu. Breska bílalestin er ferðamáti sem allir geta notfærtséren þóekkisíst fjölskyldur, þvíbörn og unglingar fá verulegan afslátt í flestum tilfellum. Það verður flogið frá Keflavík á föstudögum í allt sumar og stefna tekin á Glasgow eða London. Flug, bílaleigubílar, lestarferðir og gisting eru á frábæru verði. T.d. kostar flug- far, vikugisting í tveggja manna herbergi og morgunverður aöeins frá 5.133 krónum sé flogið til London og flugfar, vikugisting í tveggja manna herbergi og morgunverður aðeins frá 4.659 krónum sé flogið til Glasgow. Austin Mini er hægt að leigja fyrir minna en 60£ á viku með ótakmörkuðum akstri og ýmsa stærri bíla fyrir álíka hlægilegt verð. Ef þér hentar ekki að hefja ferðina á föstu- degi, getur þú tengt tilboðsverðið á bílaleigu- bílunum, lestarferðunum og gistingunni þeim sérfargjöldum, sem í boði eru hverju sinni. Leitið upplýsinga og fáið bækl- ing hjá söluskrifstofum Flug- leiða, næsta umboðs- manni eða ferðaskrif- stofunum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.