Þjóðviljinn - 07.08.1982, Qupperneq 18
Þessi húsgögn heiur TM framleitt um nokkurra ára skeiö. Norskur húsgagnaframleiöandi reyndi aö fá framieiöslu stólanna (hægra megin) stöðvaöa, þar eö honum fannst of nærri
sinni framleiðslu gengið, én að sögn Emils hafði hann ekki erindi sem erfiöi.
F ólk vill f alleg
á viðráðanlegu
húsgögn
verði
segir Emil Hjartarson í Meiönum
um mubblur? Eða raunveru-
legum svörum við áleitnum
spurningum? - og hverjir
skyldu spurðir, fleiri en hann?
Árangurinn af þessari spurn-
ingahríð Emils varð viðtal, sem
hann að vísu verður að skrifa
sjálfur - en blaðamanni tókst í
lok viðtalsbilsins að lauma að
nokkrum spurningum, sem
Emil svaraði. Það viðtal fer hér
á eftir; og vonandi slæðist með
eitthvert slangur af svörunum
við spurningum Emils, svona í
bland við allt annað.
Trésmiðjan Meiður hefur starf-
að um nálægt tuttugu og fimm ára
skeið, og að sögn Emils er það
"trúlega eina húsgagnafram-
leiðslufyrirtækið á landinu í dag,
sem framleiðir heimilishúsgögn í
nokkuð miklum mæli - og hefur
eiginlega frekar fært út kvíarnar en
hitt, þrátt fyrir stöðugt vaxandi
samkeppni við innflutt húsgögn“.
- Hvernig stendur á því, að þú
getur sagt, að þitt fyrirtæki hafi
frekar fært út kvíarnar, þcgar aðr-
ir tala um samdrátt og þaðan af
verri aflciðingar samkeppninnar
við erlenda húsgagnaframl-
eiðendur?
”Það má til dæmis benda á það,
að í allri baráttu af þessu tagi, er
alltaf einhver einn, sem fellur síð-
ast. Þó að fyrirtækið gangi vel enn-
þá og sé enn vaxandi, þá hef ég
ekkert bréf upp á það, að það muni
ganga þannig allan næsta áratug-
inn.“
Húsgögn á sérprísum
”Stöðugt vaxandi innflutningur
er búinn að leggja flest húsgagna-
fyrirtæki landsins að velli. lslensk
húsgagnaframleiðsla í heild hefur
því ekki þolað þennan alfrjálsa inn-
flutning. Það er margt, sem kemur
þar til. í nágrannalöndum okkar er
mikil offramleiðsla á húsgögnum,
og húsgögn eru boðin á niðursettu
verði og alls kyns sérprísum, sem
Emil Hjartarson
voldugir erlendir framleiðendur
geta boðið í krafti sinnar stærðar.
Við hér á íslandi ráðum auðvitað
ekki við slíkt til lengdar".
- Þú vilt þá ekki mcina, að þessi
fyrirtæki hefðu lagst niður hvort eð
var - vegna t.d. kröfunnar um
hagræðingu, vegna aukinnar
sérhæfingar, vegna þess að vélak-
ostur þeirra hefur verið óhag-
kvæmur?
”Sjáðu til, hagræðing og skipu-
lagning í iðnaði er þannig vaxin -
og þetta vita allir - að ef þú ætlar
þér að ná mikilli hagræðingu og
góðum afköstum eða mikilli fram-
leiðni eins og það heitir á nú-
tímamáli, þá þarf hvert fyrirtæki að
geta sérhæft sig í staðlaðri fram-
Ieiðslu. Það þýðir, að fyrirtækið
þarf að geta framleitt mikið magn
af fáum tegundum húsgagna.“
Fólk vill fjölbreytni
”Slíkt er yfirleitt ekki hægt hér
hjá okkur, vegna þess hve lítill
markaðurinn er. Slík fyrirtæki
myndu yfirfylla markaðinn ákaf-
lega fljótt. Áuk þess kallar fólk á
fjölbreytni í húsgagnaúrvali. Fólk í
velferðarþjóðfélagi gerir ákaflega
miklar kröfur til m.a. húsgagna, og
það kaupir ekki nema þau hús-
gögn, sem það vill fá - og hefur þá
spekúlerað í þeim hlutum.
Þessir menn eru meöal þeirra, sem koma við sögu I hvert sinn sem TM-húsgögn hefja framleiöslu á nýju húsgagni. Ekki náöist þó til þeirra
allra vegna sumaf/rfa, en þeir sem hér eru mættir eru frá vinstri taliö: Gísli Guömundsson, Haukur Pálsson, Emil Hjartarson, Guömundur
Hauksson, Haíldór Guémundsson og aö baki hans Ingimar Þór Gunnarsson. Þeir könnuöu m.a. sófasettiö, sem þeir sitja i á myndinni. Ljósm.: gel
Svo er auðvitað til annar
draumur, þegar þessi mál ber á
góma, og hann er sá, að framleiða
húsgögn til útflutnings. En það er
bara svo gífurlega stórt stökk fyrir
okkur hér, sem erum tiltölulega
vanþróaðir í húsgagnaframleiðsl-
unni - eða, ef þetta er orðað á
meinlausari hátt: við erum ung
húsgagnaframleiðsluþjóð, það er
stutt síðan við fórum að framleiða
húsgögn. Ætli það séu nema 30 —
40 ár.“
Margra kynslóða reynsla
”Það er ákaflega stórt stökk fyrir
slíka þjóð að ætla sér að framleiða
húsgögn út fyrir sinn heimamarkað
og keppa við offramleiðslu er-
Það er ekki beinlínis auðvelt
verk að hafa viðtal við Emil
Hjartarson í Meiðnum. Um
leið og blaðamaður settist niður
með honum í annarri verslun-
inni af tveimur í Síðumula,
reiðubúinn að spyrja hann á-
leitinna spurninga um húsgögn
hönnun og fleira því tengt, hóf
Emil sjálfur spurningahríð á
hendur blaðamanni: um
tilganginn með skrifum um hús-
gögn og hönnun, hver ætlunin
væri að ná fram með slíkri
umfjöllun - þægilegheitasnakki