Þjóðviljinn - 04.09.1982, Side 15
Helgin 4.-5. septembcr 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 15
um helgina
Ketill sýnir á
Fríkirkjuvegi 11
Dagana 5.-15. september 1982
heldur Ketill Larsen málverka-
sýningu að Frikirkjuvegi 11. Sýn-
inguna nefnir hann „Bjarmi frá
öðrum heimi”. Þetta er 12. einka-
sýning hans. Á sýningunni eru 40
myndir. Flestar myndanna eru
nýjar af nálinni. Þær eru ýmist
málaðar i oliu eða acryl-litum,
eða unnar með blandaðri tækni. Á
sýningunni verður leikin tónlist
eftir Ketil af segulbandi. Sýningin
verður opin alla dagana frá kl.
14.00 til 22.00.
KetiII Larsen með nokkra
„bjarma frá öðrum heimi”.
Kantötutónleikar í Hallgrímskirkju
Á sunnudagskvöld kl. 20.30 heldur Hallgrimskirkja I Reykjavik fjár-
öflunartónleika til ágóða fyrir orgelsjóð kirkjunnar.
Á tónleikunum verða fluttar tvær kantötur eftir Johann Sebastian
Bach, báðar fyrir baritónsöngvara og kammerhljómsveit. Flytjendur
eru þýskur söngvari, Andreas Schmidt, Kristján Stephensen óbó-
leikari, kammersveit skipuð islenskum hljóðfæraleikurum og litill kór
meðlima Mótettukórs Hallgrimskirkju. Stjórnandi er Hörður Askelsson
og konsertmeistari Rut Ingólfsdóttir.
Láta allir flytjendur vinnulaun sin renna i orgelsjóðinn sem standa á
undir kaupum á stóru pipuorgeli i kirkjuna þegar hún verður tilbúin.
Verð aðgöngumiða er 100 krónur en 50 kr. fyrir námsfólk og lifeyris-
þega.
Djassað annað kvöld í Kjallaranum
A sunnudagskvöld kl. 21 upphefst jazzleikur I Stúdentakjallaranum
við Hringbraut og stendur hann fram eftir kvöldi. Þar leika Tómas
Einarsson á bassa, Friðrik Karlsson á gitar, Sigurður Flosason á saxa-
fón, og Gunnlaugur Briem á trommur.
Staðarhólskirkja í notkun á ný
A sunnudaginn kemur, 5. september kl. 14. verður Staðarhólskirkja i
Saurbæ tekin i notkun á ný meö hátiðarguðsþjónustu, en aðfaranótt 17.
febrúar i fyrra fauk kirkjan af grunni sinum i fárviðri og
skemmdist mikið. Þaðverður biskup Islands, Pétur Sigurgeirsson sem
predikar en sóknarpresturinn , sr. Ingiberg J. Hannesson, prófastur á
Hvoli flytur ávarp og þjónar fyrir altari. A eftir verða veitingar I
Tjarnarlundi i boði sóknarnefndar.
Galleri Lækjartorg:
Haukur og
Hörður sýna
í dag kl. 14 opna tvibura-
bræðurnir Haukur og Hörður
Harðarsynir sýningu i Galleri
Lækjartorgi og stendur hún fram
til 19. september. A sýningunni
eru mikrorelief þrykk, sem er
eigin útfærsla þeirra á grafiskri
tækni, skúlptúr unnin i HH23 og i
við og enn fremur mikrorelief
þrykk i skúlptúr.
Þeir bræður eru fæddir 1952 eru
sjálfmenntaðir i listgrein sinni en
hafa lagt stund á guðfræðinám
við Hí. Þeir hafa áður sýnt 1977 á
Loftinu við Skólavörðustig, 1978 i
The Collectors Gallery of Fine
Art i Brooklyn, New York og á
FIM sýningunni á Kjarvals-
stöðum 1981.
Max Schmid við nokkrar mynda sinna
Annað sjónarhorn í
Listmunahúsinu
I dag verður opnuð i Listmuna-
húsinu, Lækjargötu 2, sérstök
ljósmyndasýning. Það er sviss-
neskur ljósmyndari, Max
Schmid, sem sýnir þar og er
myndefni hans sótt i náttúruna. A
sýningunni eru 74 ljósmyndir,
flestar frá Islandi, en Max hefur
komið hér á hverju ári frá 1968 og
tekið ljósmyndir i óbyggðum
landsins.
Myndir Max Schmid hafa birst i
ýmsum þekktum timaritum og
fremsta ljósmyndatfmaritið i
heimalandi hans gaf á þessu ári
út risastórt almanak með mynd-
um eingöngu eftir hann.
Sýningin i Listmunahúsinu
verður opin fram til 26. septem-
ber á virkum dögum frá kl. 10 til
18 og laugardag og sunnudaga frá
kl. 14—18JLokaöer á mánudögum.
Furuhúsgögn
Tegund Bella - 3 + 1 + 1 - Litir blátt, brúnt og rústrautt. Sófaborö og hornborð.
Ný málverka-
sýning á Mokka
: 1 septembermánuði verða á
' Mokka sýndar 22 vatnslita- og
oliumyndir eftir Olgu von
Leuchtenberg. Verkin eru flest
frá tslandi og Rússlandi en þetta
er þriðja sýning Olgu hér á landi.
Hún er fædd i Frakklandi
lauk námi frá Museum School of
Fine Arts i Boston og félagi I
Cambridge Arts Assosiation.
Það er margt fagurt djásnið á sýningu finnsku AG.AU. hópsins '82 I
Gallerii Langbrók.
Finnsk silfursmíð í
Galleríi Langbrók
1 dag verður opnuð sýning i
Gallerii Langbrók, Amtmanns-
stig 1 i Reykjavik, á finnskum
gull- og silfurmunum. Aðstand-
endur sýningarinnar eru 10
Finnar sem hingað eru komnir á
styrk frá tslensk-finnska menn-
ingarsjóðnum. Er margt fagurra
muna á sýningunni og með henni
vilja Finnarnir benda á mögu-
leika handverksins I samkeppn-
inni við vaxandi iðnaðarfram-
leiðslu.
Sýningin er opin daglega frá kl.
12—18 og um helgar frá 14—18.
Henni lýkur 20. september. —v
Tegund PIA - 3 + 2 + 1 - Litir blátt, brúnt og rústrautt. Furuborð og hornborð.
© Vörumarkaðurinn hf.
I Ármúla 1a Húsgagna- og heimilisd. s:86-112 | Matvörudeild s:86-111, Vefnaðarv.d. s:86-113.