Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 stjórnmál á sunnudcgi____ VERÖLD í KREPPU / Svona hafa vanskilaskuldirn- ar margfaldast á síðustu ár- um. Myndrit þetta sýnir, hvaða ríki hafa komist í greiðsluþrot og ekki getað staðið við greiðslu umsaminna afborgana á árun- um 1956 til 1982. Myndritið ásamt listanum yfir viðkomandi ríki sýnir bæði hversu ört þessum ríkjum hefur fjölgað nú síðustu árin og líka margföldun þeirrar upphæðar, sem lána- stofnanir hafa orðið að taka til sérstakra skuldbreytinga af þessum ástæðum. Á árinu 1980 nam heildarupphæð slíkra skuldbreytinga t.d. 4.459 miljónum dollara, en í ár er talið að heildarupphæðin nemi 27.913 miljónum dollara samkvæmt myndritinu. Myndritið tekur bæði til ríkisskulda og bankaskulda, og eru tölurnar komnar frá OECD. Argentina 500 1967 Turkey 440 1968 Brazil 300 Argentina 270 Biazil 270 Argentina 274 1969 Turkey 220 Chile 90 1970 Total 584 Indonesia 310 Ghana 170 1971 Total 480 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 Indonesia 110 Indonesia 180 Peru 120 Ghana 100 India 100 Total 500 Peru 100 Indonesia 2,090 Ghana 18 Total 2,108 India 100 Chile 258 Pakistan 236 Cambodia 2 Total 496 India 340 Pakistan 107 Total 447 Pakistan 650 Chile 460 India 194 Ghana 190 Total 1,494 India 248 Chile 230 Total 478 Zaire 280 India 200 Total 480 Zaire 210 India 120 Sierra Leone 52 Total 382 Peru 1,212 Turkey 1,100 Total 2,312 1979 1980 1982 Turkey 3,200 Zaire 1,000 Sudan 500 Togo 220 Total 4,920 Turkey 3,000 Nicaragua 562 Yugoslavia 420 Zaire 402 Sierra Leone 40 Liberia 35 Total 4,459 Poland 4,300 Turkey 3,200 Uganda 730 Sudan 500 Zaire 500 Bolivia 460 Pakistan 250 Togo 242 Nicaragua 180 Madagascar 140 Jamaica 103 Senegal 75 C A.R. 72 Liberia 34 Total 10,786 Argentina 5,000 Peru 4,800 Poland 4,600 Romania 4,000 Vietnam 3,500 Costa Ricá 2,600 Sudan 600 Zaire 530 Bolívia 450 Pakistan 447 Togo 340 Senegal 300 Honduras 220 Madagascar 120 Guyana 110 Malawi 98 Sierra Leone 68 Uganda 60 Liberia 58 CAR 12 Total 27,913 Sources: Euromoney; OECD Ragnar Arnalds, fjármál- aráðherra sat í síðasta mán- uði ársfund Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Alþjóða- bankans, sem haldinn var í Toronto í Kanada. Við spurðum Ragnar um viðhorfin á fundinum og horfur varðandi efnahags- þróunina á næstunni. Ragnar sagði: Á þessum fundi, sem sóttur var af fulltrúum á annað hundrað ríkja, m.a. af fjármálaráðherrum og helstu efnahagssérfræðingum, þá virtust allir sammála um það, að í efnahagsmálum heimsins ríkti nú hið versta ástand, sem menn hefðu fengið að reyna síðustu 50 árin, ef frá eru taldar afleiðingar heimsstyrjaldarinnar sem auðvitað voru allt annars eðlis. Atvinnuleysi er nú meira en þekkst hefur síðan í heimskrepp- unni miklu fyrir stríð, og búist er við að í OECD löndunum verði 32 milljónir manna atvinnulausar á næsta ári, en voru 25 milljónir 1981. Sem sagt kreppan dýpkar óð- fluga, og það Sem menn greindi þá helst á um þarna á fundinum var það, hvort við værum komnir niður á botninn og ættum fyrir höndum að skríða þar í nokkur ár, - eða hvort enn meira hrap sé fram- undan. Ástandið lýsir sér einnig nú í lægsta verði á matvælum og hráefn- um öðrum en olíu, sem verið hefur í 30 ár en meðalverð á þéssum vör- um er t.d. 20% lægra nú en það var árið 1975, þegar önnur en mun minni lægð í efnahagsmálum gekk yfir. Á hinn bóginn hafa vextir verið í algeru hámarki að undanförnu og ekki komist hærra síðan í heimskreppunni miklu fyrir hálfri öld. Ástæðurnar fyrir þessu eru auðvitað margþættar og umdeilan- legar. Þreföldun olíuverðs í lok síð- asta áratugar, ofan á olíuverðs- hækkanirnar frá árunum 1973 og 1974, hefur sópað gífurlegum fjár- munum til olíuframleiðsluríkj- anna. Ég er heldur ekki í vafa um að óvenju forhertar hægri stjórnir í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa átt sinn stóra þátt í að ýta undir öfugþróun í efnahagsmálum með þeim trúarákafa sem fylgt hefur kenningunni um lykilhlutverk pen- ingamagns í umferð. Því hefur ver- ið trúað að með nógu grimmum aðgerðum til að minnka peninga- magn í umferð, þá mætti leysa allar meinsemdir efnahagslífsins. En á sama tíma hafa skattar á háum tekjum og stórfyrirtækjum svo ver- ið lækkaðir í þessum ríkjum og þannig stuðlað að hrikalegum halla á fjárlögum með þeim afleiðingum að ríkissjóðir viðkomandi landa hafa þurft að taka þeim mun meiri lán á almennum lánsfjármarkaði. Hvort tveggja hefur svo þetta stuðlað að hinum háu vöxtum, sem allt eru að drepa. Og þegar kreppan fer að herða að, þá skapast þessi klassíski víta- hringur í kapitalísku hagkerfi: Minnkandi kaupgeta veldur sam- drætti í framleiðslunni, sem aftur leiðir til atvinnuleysis og þannig enn minnkandi kaupgetu. Þess sjást nú reyndar merki að Reagan-stjórnin í Bandaríkjunum reyni að snúa við af þessari braut, bæði með mýkri framkvæmd „monitarismans“ og með skatta- hækkunum. Afleiðing þess hefur líka orðið sú, að vextir hafa lækkað verulega seinustu vikurnar, hvort sem það verður nú til frambúðar eða ekki. Verst leiknu fórnarlömbin Flest ríki heims finna mjög fyrir áhrifum kreppunnar, þar á meðal þau ríki, sem kalla sig sósíalfsk. f vestrænum iðnrfkjum er ástandið þó víðast ekki jafn sársaukafullt fyrir alþýðu manna, eins og það var fyrir 50 árum, þótt efnahags- og atvinnuástandið sé almennt skoðað hörmulegt. Ástæða þess, að alþýða manna í iðnríkjunum sleppur betur nú, hún er sú að bar- átta verkalýðshreyfingarinnar og flokka hennar hefur tryggt fólki margháttuð félagsleg réttindi, m.a. atvinnuleysisbætur, sem verja fólk fyrir verstu áhrifum kreppunnar. Þetta er þó mjög misjafnt í einstök- um löndum. Og í þróunarlöndunum er þessu öðru vísi farið. Þar er neyðin þeim mun meiri, enda eru þau háðari verðlagningu á hráefnum heldur en ríku þjóðirnar. Sannleikurinn er sá, að verð á iðnvarningi hefur farið heldur hækkandi að undanförnu á sama tíma og hráefnisverðið hefur kol- fallið og viðskiptakjör þróunar- landanna því snarversnað. Fyrir nokkrum árum létu menn t.d. 5 tonn af tei fyrir eina dráttar- vél, en nú kostar samskonar drátt- arvél 13 tonn af tei. Hrapandi lánstraust Eitt af einkennum kreppunnar er glundroði á fjármagnsmarkaði sem ekki á sinn líka og lýsir sér m.a. í því að lánstraust ýmsra þjóða hrynur óvænt og á þeim standa þá spjót úr öllum áttum. Frægasta dæmið um þetta er að ’jálfsögðu Pólland, en þar eru erf- iðleikarnirsérstaks eðlis og að veru- legu leyti heimatilbúnir. Hitt kom meira á óvart á þessu ári, þegar Ungverjar lentu í sams konar vanda á lánamörkuðum. Þeir gátu ekki staðið við skuldbindingar sín- ar og í marga mánuði var ungverski seðlabankinn í greiðsluþroti, þar til loks tókst, með hjálp fjölmargra ríkja á Vesturlöndum undir forystu austurríska seðlabankastjórans að skipuleggja björgunarleiðangur. Seinasta dæmið um þetta er á- standið í Mexico, sem er nú í greiðsluþroti og vitað er að flest ríki rómönsku Ameríku eiga það sama á hættu. Sjúkdómseinkennin lýsa sér m.a. í því, að bankamenn á alþjóðlegum lánamarkaði tregðast við að lána ríkjum sem lenda í vandræðum með að standa í skilum. Viðkomandi ríki tekst þá ekki að taka þau lán sem þarf til að framlengja fyrri skuldir, og van- skilin magnast þar til allt er komið í harðan hnút.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.