Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 27
Helgin Í6.-17. október 1982 ÞJÓÐVILJINN - StÐA 27. Á sextugsafmæli Árna lögmanns Halldórssonar Hversu óðfluga líður tíminn ekki. Að því er bestu heimildir herma, er Árni lögmaður okkar Austfirðinga sextugur í dag. Karskur gengur kappinn að sjálfsögðu enn til leiks og ann sér engrar hvfldar í erilsömum störfum sínum, oftlega hafa þau störf beinst að því að rétta hlut þess, sem lotið hefur í lægra haldi, enda í góðu samræmi við lífsskoðun hans. En málasviðið er vítt og engu erindi er neitað, ef nokkur kostur er á úr- lausn. Árni er fæddur og uppalinn á einu þekktasta Framsóknarheimili á Austurlandi, sonur þeirra miklu merkishjóna Önnu G. Guðmunds- dóttur, kennara og Halldórs Ás- grímssonar, kaupfélagsstjóra og al- þingismanns. Ungur hvarf hann á vit þeirrar mannúðar- og réttlætisstefnu, sem sósíalisminn byggist á og hefur þar hvergi hvikað frá á hverfulli tíð. f því sem öðru hefur hann ekki legið á liði sínu, sósíalisminn hefur þar átt ötulan talsmann og áróðurs- mann um leið og skeleggan barátt- umann, þegar á hefur reynt. Mestu skiptir þó að þar fer góður drengur, sem sækir og ver sín mál af einlægni og kappí og er hverjum manni til- lögubetri, ef í harðbakkann slær. Margvísleg störf Árna rek ég ekki hér, en Árni er mikill félags- málamaður og hefur víða við kom- ið. Félagslegum áhuga hans hefi ég kynnst síðustu árin og m.a. hefur hann sett mark sitt á fundi okkar félaganna í Alþýðubandalaginu eystra og best vita þeir það á Egils- stöðum, hvern liðsmann og hauk í horni þeir eiga þar sem Árni er. Fjarri fer því að við höfum ætíð verið á einu máli, enda lognmolla jáyrðanna honum lítt að skapi. En ráðhollur hefur hann reynst og gagnrýni hans hefur verið sett fram til þess að skerpa skilninginn og fá fram frjórri umræðu um framtíðar- hugsjón þá sem aldrei má missa sjónar á. Súumræða hefuroft orð- ið hin ágætasta og má ég biðja um meira af slíku. Árni er flugskarpur og fljótur að átta sig á meginatriðum, kostir sem sannarlega njóta sín til fullnustu á Landsins mesta úrval af VIDEÓSPÓLUM i: Stór sending nýkomin Nýtt efni í hverri viku Opio virka daga kl. 11—21 laugardaga kl. 10—20 sunnudaga kl. 14—20 Holtsgötu 1 sími 16969 jli! VINNUEFTIRLIT RÍKISINS TftóJ' Síðumúla 13, 105 Reykjavík, Sími 82970. Laus staða Laus er til umsóknar staða Umdæmiseftirlitsmanns á Austurlandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Vinnueftirliti ríkisins Síðumúla 13 fyrir 15. nóvember n.k. á þar til gerðum eyðublöðum. Nánari upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri eftirlitsdeildar í síma (91j-29099. starfssviði hans. Æviskrá hæfir ekki hér, því árnaðaróskir áttu þetta aðeins að vera með merkileg tímamót, smákveðja til hins síunga afmælisbarns með þökk fyrir ágæta samfylgd, sem ég vona að vari sem allra léngst. Njóttu sem allra lengst lífsgæf- unnar, sem ljær þessari jarðvist gildi og mættum við njóta krafta þinna í þágu hreyfingar okkar eystra sem allra lengst. Hamingjuóskir eru sendar austur í Egilsstaði til ykkar hjóna beggja. Megi framtíðin færa ykkur ótaldar yndisstundir. Helgi Seljan Kæri vinur og bróðir. Betur væri ég horfinn til þín í Runu austur á fegursta fjörð á fóst- urjörð á þessum fegins degi í lífi þínu, en það verður að bíða betri tíma að heyra í þér hressandi hlátrasköllin og ylja sér við bjart- sýnisgeislann í augunum þínum. Þetta er orðin nokkuð löng veg- ferð. Allt frá því við sátum saman í stúdentaráði með Ellu Pálma einni kvenna, Palla Líndal, Tomma í Keflavík, Víkingi, Jóni P., Jóni úr Hornafjarðar-Hólum og Jónasi Gísla — og ætluðum að frelsa heiminn. Eg er raunar ekki frá því að þú sért á þeim buxunum enn þá. Svo líða árin og þú með öðrum ræður mig á bæjarskrifstofurnar í Kópavogi. Undur varstu nú mjúk- hentur við þennan græningja sem hvorki vissi í þennan heim né annan f sveitarstjórnarmálunum í þá daga. En ég náði mér ögn niðri á þér þegar ég gat lokkað þig til þess að fara til Færeyja. Þú hefur ekki sleppt af þeim hendinni síðan. Einhvern veginn er það svona með þig fóstri minn, að tryggðin þín og þelið góða er það sem ég met mest við þig og lái mér hver sem vill. Það er ekki að ástæðulausu að ekki má maður óáreittur ganga um göturnar í Klaksvík, svo ekki víki ffiSKAM er 56 síður Foreldrar! Gefið börnun- um ykkar árgang af Æsk- unní. Nýjir áskrifendur fá einn eldri árgang í kaup- bæti. Það borgar sig að gerast áskrifandi. Af- greiðsla Laugavegi 56, sími 17336. Bókaskrá Æskunnar 1982 er komin út. sér að manni hver maður eða svo til og spyrji af þér og þínum. Það segir sína sögu og þá kemur mér það í hug að við höfum aldrei álpast þangað saman, að finna Álf Klakk og fleiri snillinga á þeim bæ. Væri það ekki ráð nú þegar heldur er farið að hægjast um hjá okkur báðum eða hváð? Fyrst ætlaðir þú raunar að taka mig með þér í róður á Færeyingn- um þínum Klakki og verðum við að vinda bráðan bug að því á næsta sumri. Mér þótti vænt um að lesa kverið þitt um hann Frissa frænda þinn, það lagði mannlega hlýju frá hverjum stafdrætti eins og þín var von og vísa. Engan veit ég vera meiri vin þeirra er minna mega sín en þig og er það kannski einhver ríkasti þátt- urinn í fari þínu. Minningarnar renna upp eins og filmuborði. Manstu þegar ég rakst á þig á Kastrupflugvelli um árið. Mig minnir það væri á þorra. Þú varst eins og digur bóndi í rétturh, hress og glaður sem endra nær, og svo sungum við og hinir farþegarnir ííka, við raust með kaupfélags- stjórana í bassanum í flugvélinni alla leið heim. Sú ferð var fljótfarin — en mér ,er til efs að annar eins konsert hafi verið flutt- ur í flugvél fyrr eða síðar, það var eins og söngvagleði í rútubíl. Margar gleði- og ánægjustundir við borð með svignandi krásum húsfreyju megum við Nanna muna úr ykkar húsi. Allur sá góði íslenski matur, herra Guð. Vatnið fer að renna út úr munnvikunum. Og all- ar vísurnar og sögurnar sem þú hef- ur gert tilraun til að láta tolla í gleymnum huga mínum, þær eru ekki færri en legíó. Þó er það ein vísa sem mér er efst í huga á þessari stundu, þessi sem hann nafni þinn og frændi orti um Sæluvoginn. Pegar ég skilst við þerman heim þreyttur og elliboginn eg mun róa árum tveim inn á Sœluvoginn. Ekki gæti ég hugsað mér neitt betra en fá að hverfa með þér á fari þínu hvar þú situr keikur í skut og heldur um stjórnvölinn með hýruna í augunum og kúrsinn er tekinn á Sæluvoginn. Forláttu þessar flýtislínur elsku legi vinur, þær eiga að flytja þér bestu árnaðaróskir heim á Borgar- fjörð og þrotlausar þakkir fyrir þá gæfu að hafa fengið að kynnast þér. Hittumst heilir sem fyrst, kysstu Gínu og berðu kveðjur börnum og vinum frá okkur Nönnu. Lifðu í eilífri náðinni. Þinn Hjálmar Ólafsson El Salvador- nefndin á íslandi heldur allsherjarfund á Hótel Borg kl. 14 Iaugardaginn16. október. Hefjum öflugt vetarstarf. Fjölmennum. Stjórnin Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför Ingólfs Jónssonar hæstaréttarlögmanns Dísardal. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á deild IA Uanda- kotsspítala fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Sóley S. Njarðvík Inga Rúna Ingólfsdóttir Ása Stína Ingólfsdóttir Þór Ingólfsson Magni Ingólfsson Ingólfur N. Ingólfsson Eiríkur J. Ingólfsson Hrafnhildur Þ. Ingólfsdóttir Sóley Njarðvik Ingólfsdóttir Kristín Njarðvík barnabörn og barnabarnabörn. Kristinn Guðmundsson Rannveig Sigurðardóttir Sigríður Kristjánsdóttir Rannveig Árnadóttir Ásbjörn Sveinbjörnsson Jón Bergþórsson Útför Þórdísar Guömundsdóttur frá Helgavatni verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. október kl. 13.30 Rut Guömundsdóttir Ásmundur Guðmundsson Anna Einarsdóttir Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móðursystur okkar Sigríöar Friöriksdóttur er lést 30. sept. síðastliðinn að Hrafnistu Reykjavík. Sigríður Þ. Ottesen og systur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.