Þjóðviljinn - 16.10.1982, Síða 10

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 bókmenntir Bókmenntafræðingur gerist rithöfundur: Jafnvel þótt um flest hafi verið skrifað... Á þessu ári fjöigar íslenskum rithöfundum talsvert. Ein þeirra sem ber ábyrgð á því er Álfrún Gunnlaugsdóttir bókmenntalektor í Háskólanum, en þar hefur hún kennt almenna bókmenntafræði frá því til þeirrar námsbrautar var stofnað. Mál og menning gefur út smásagnasafn eftir Álfrúnu sem nefnist „Af manna völdum”. Undirtitill bókarinnar er „til- brigði um stef”. En Álfrún er vör um sig og vill ekki segja frá því hvert þetta stef er. Þessar frásögur, segir hún, eru tengdar innbyrðis, þótt skipt sé um persónur og vettvang- sumar gerast reyndar erlendis. Um það er ekki mikið fleira að segja. Þeg- ar maður hefur valið þessu efni form skáldskapar þá getur sá hinn sami ekki sagt umbúðalaust hvað þetta er. Maður verður líka svo sam- dauna því sem maður hefur skrif- að að það er erfitt að nálgast text- ann utanfrá eins og Iesandi. Ýms- ar flokkanir sem bókmennta- menn nota sér til stuðnings til að ná betur tangarhaldi á efninu eru vitanlega góðar til síns brúks. En í þessu dæmi verð ég að láta öðr- urp það eftir að flokka fyrir mig. Fordómar - Nú eru þeir fordómar út- breiddir, að þeir sem fjalla um bókmenntir í kennslu, með rann- sóknum eða gagnrýni séu þeir seni vildu gjarna skrifa en geti það ekki. Veit ég vel, svarar Álfrún. En gleymum því ekki, að það er líka sköpun á vissan hátt að fást við bókmenntir. Og ég er heldur alls ekki viss um að þeir sem við bók- menntir fást gangi yfirleitt með rithöfund í maganum. - Gekkst þú lengi með hann? - Nei, ekki gekk ég með þann þunga þegar ég byrjaði í bók- menntanámi, svo mikið er víst. Samt er þó nokkuð síðan rithöf- undurinn lét á sér kræla, það er töluvert síðan ég fór að taka saman það'efni sem ég vann svo úr, mestmegnis á síðastliðnu ári. - Nú hefur verið sagt að um flest hafi þegar verið skrifað og um margt vel. Bókmenntafræð- ingur veit þetta mörgum öðrum betur - er sú vitneskja ekki letj- andi? - Það má vel vera. En þótt um flest hafi verið skrifað og þótt kannski sé ekkert nýtt undir sól- unni þá getum við huggað okkur við það að lífið er nógu marg- breytilegt til að enn má reyna að finna nýtt form, nýjan farveg því sem mönnum liggur á hjarta Rannsóknir - t>ú hefur aldrei fengist við gagnrýni? - Mighefurstundumlangaðtil þess, ekki síst þegar ég hefi orðið hrifin af einhverju verki. En mér hefur líka fundist að ég hefði ekki tíma til þess. Það er rannsóknar- skylda á kennurum og mér hefur kannski fundist að ég mætti ekki t.aka tíma frá öðru því sem sinna þarf. - Um hvað fjalla þínar rann- sóknir? - Miðaldabókmenntir mestan part, riddarasögur. Það æxlaðist svo til að mér var í námi gert að læra miðaldafrönsku og upp úr þeirri iðju fannst mér opin leið að bera saman þýðingar sem gerðar voru í Noregi á þrettándu öld og þau verk sem þær eru sprottnar af. Þeir sem þýddu þessar riddara- sögur gerðu það nokkuð ná- kvæmlega, en þeir slepptu líka mörgu úr. Gjarna var álitið að þetta væri fyrir klaufaskap eða einhvern vanskilning. En ég tel mig vita að þetta sé með ráðum gert, að þýðendurnir hafi með þessari hegðun viljað ná fram vissum áherslum, að í starfi þeirra birtist- misjöfn afstaða til þeirra texta sem þeir eru að glíma við. En þessar rannsóknir koma Víst lítið við þessum frásögum mínum sem núna eru að koma út. Og í kennslu fer ég einkum með bókmenntir sem eru yngri. Skemmtilegast finnst mér að kenna suðuramerískar bók- menntir, franska höfunda okkar aldar og spænsku klassíkina. Álfrún: Nú verða aðrir að flokka fyrir mig (ljósm eik) Bókmennta- frœðin - Nú varðst þú fyrsti kennar- inn í þessum fræðum hér við Há- skólann. Hvað finnst þér um stöðu greinarinnar? Ég gæti náttúrlega kvartað yfir fjárskorti eins og allir aðrir. Upp- haflega var þessi grein hugsuð til að víkka sjóndeildarhring stú- denta, og alls ekki sem aukagrein einvörðungu, heldur sem aðalfag ef svo verkast vildi. Þessi náms- braut hefur að nokkru leyti tekist - ef menn spyrja hvort stúdentar úr henni vinni að bókmenntum. En það er líka hægt að spyrja, hvort skólinn eigi líka að hugsa fyrir atvinnutækifærum. Það er almenn tilhneiging uppi til að vanmeta þær greinar sem ekki verða í askana látnar ef svo mætti segja. En menn mega ekki missa sjónir af því, að margt annað skiptir máli en það sem hægt er að reikna á þennan veg hugmyndir lifa sem við verðum að koma á milli kynslóða, án þeirra er erfitt að skilja nútímann, með þeim sér maður eigið líf og«annarra í nýju samhengi. Við lifum á sérhæfingartímum og fólki er gert að kjósa sér hlut snemma. En þessu fylgir að það er engu líkara en menn séu smeykir við almenna menntun, en hún hefur þann kost að vera grundvöllur til að standa á ef menn vilja halda áfram við að til- einka sér hugmyndir og þekk- ingu. Eitt að lokum: eru til karla- og kvennabókmenntir? Það getur verið heppilegt í ein- staka tilfellum að nota slíka flokkun - þegar farið er yfir bók- menntir frá ákveðnum tímum og þá með tilliti til annarra þátta - úr þjóðfélagsfræðum osfrv. En sköpunin sjálf er samkynja, hún er sameign kynjanna. A.B. ræðir við Alfrúnu Gunnlaugsdóttur Að deyja í Danska listakonan og rit- höfundurinn Dea Trier Mörch hefur skrifað nýja skáldsögu sem hún nefnir KVÖLDSTJARNAN. Hún fjallar um dauðann, en sú bok hennar sem þekktust er hér og í heimalandi höf- undar, Vetrarbömn segir frá ýmsum þeim tíðindum sem fylgja bömum inn í heiminn. Fólkið í bókinni vill ekki sjúkra- húsdauða, ekki stofnanadauða. Þegar tæplega fertugur ntaður ein- stæður faðir með tvö böm, kemst að því að móðir hans sjötug er með krabbamein, býður hann henni að flytjast til sín. Hann hefur alltaf verið nátengdur móður sinni, hef- ur alltaf verið hræddur um að glata sátt og samlyndi ást hennar— og svo bætist það við að helst vill hún ekki leggjast inn á sjúkrahús. Sjúkdómurinn breytir móður- inni í lítinn fugl með tómleg augu — sjúkdómurinn færir þau mæðg- in mjög nálægt hvortöðru. En son- urinn fær marga raun að reyna — ýmist finnur hann til haturs ásjúkl- ingnum og sjúkdómnum eða hann er gagntekinn blíðu í garð móður sinnar, þær stundir koma að hann óskar þess að hún deyi sem fyrst, en á öðrum stundum neitar hann að samþykkja með sjálfum sér skilnað þeirra. Carsten Jensen skrifar umsögn um þessa bók í Information, og er hún heldur hryssingsleg: þar segir að ,,Kvöldstjarnan“ sé kurteisleg fegrun á dauðanum, frásögn um velheppnaðan forréttindadauða í fjölskyldu- og vinahópi, sem leyfi sjötugri konu að kveðja Iífið vel undirbúin. „Kvöldstjarnan er hetjuleg tilraun til að sættast við tilhugsunina um dauðann — en til- raunin hefur svipt lífi hina innri spennu skáldsögunnar", segir þar. Gagnrýnandanum finnst, að í skáldsögunni sé dauðinn í of rýr- um mæli vandi þess sem er að deyja, en þeim mun frekar vandi hinna lifandi. „Þess vegria höfum við fundið upp um dauðann tungu- mál, sem hrærist með varúðar- kurteisi í róandi tóntegund. Mál dauðans er mái hins góða smekks. Og eins og ailtaf þar sem góður smekkur ríkir“, segir í umsögn- inni, „er það eitthvað sem er fal- ið.... -áb Ein af myndum Deu Trier Mörch úr Kvöldstjörnunni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.