Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 dægurmál Umsjón: Sif Gunnarsdóttir • Halldór á „Halló“ Elísabet, Kristbjörg, Örn og Gunnar á ,Villta“. myndir: - gel. [Góðirhá'sar‘l Jæja, í þessu blaði byrjar nokk- urs konar unglingasíða sem mun vonandi koma hálfsmánaðarlega. Það verður fjailað um ýmislegt á henni, t.d. verða viðtöl, umsagnir um bækur (fyrir jólin), einnig auglýsingar frá menntskólum um uppákomur, hljómleika ofl. og ým- islegt annað. Á fyrstu síðunum hef ég hugsað mér að taka Villta tryllta Villa fyrir og pæla svolítið í honum. Ég byrjaði á að spyrja unglinga á Villta og niðri á Halló hvað þeim fyndist um staðinn. Svörin voru mjög misjöfn en þó var ein skoðun nokkurn veginn augljós, að Villti er næstum einungis stundaður af diskóliði og þá aðallega vegna þess að músíkin höfðar meira til þeirra en pönkara eða rokkara. Þá er það kannski spurningin hvort vanti stað fyrir pönkara þar sem þeir geta komið saman og Eftir nokkra stressaða hringi á Villta, valdi ég ungan myndarlegan dreng, dró hann útí hom og bað hann um viðtal. Hann sagðist heita Gunnar Gunnarsson. Blm.: Kemurðu hingað oft? G.G.: Nei þetta er í fyrsta skipti. Blm.: Hvert ferðu þá aðal- lega um helgar? G.G.: Mest lítið, ég fer auðvit- að á skólaböll, svo reynir maður stundum að komast í Sigtún en það er sjaldan. Ég fer ekkert á planið, ég hef aldrei stundað þann stað og ekki félagsmið- stöðvarnar heldur. Blm.: Heldur þú að Villti hafi leyst einhver vandamál í sambandi við hallærisplanið? G.G.:Jáaðmörgu leyti, hérna erum við inni en hingað koma bara krakkar sem geta skemmt sér án víns því það má auðvitað ekki drekka hérna. (Ölvun var ekki áberandi.) Blm.: Finnst þér Villti dæmi um góðan unglingastað? hlustað á músík sem þeir fila? Ef þið hafið einhverja skoðun á málinu og viljið koma henni á fram- færi skuluð þið endilega skrifa, líka ef þið eruð með einhverjar meiri- háttar hugmyndir, endilega festa þær á blað og skrifa til : Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, merkt: Dægurmál (sígild?). Sif hljómplöfuklúbburinn lON-UST Hljómplötuklúbburinn TÓN-LIST býður þig velkominn í hópinn. Hjá okkur snýst allt um hljómplötur. Klúbburinn er nýjung hér á landi, en erlendis hafa hliðstæðir klúbbar starfað árum saman. Markmið TÓN- LISTAR er að bjóða félagsmönnum sínum allar markverðar og vinsælar hljómplötur og snældur með allt að 20% afslætti! Inntökuskilyrði í TÓN-LIST eru þau ein að kaupa 1 hljómplötu með 10% afslætti og siðan eins og þér hentar best. Klipptu nú út miðann hér fyrir neðan, skrifaðu á hann nafnið þitt og heimilisfang og sendu hann í Hljómplötuverslunina LIST Miðbæjarmarkaði (eða líttu inn). Þá færðu sendan um haél bækling með nánari upplýsingum og plötulista yfir allar tegundir af tónlist: Ný-bylgja — jass— pönk — klassik — country — þjóðlög — disco — íslenskar og erlendar. Ath.: Vertu snar því við verðum að takmarka fjölda klúbbfélaga — svo þeir fyrstu verða fyrstir, en þeir síðustu komast ekki að. I ýNafn: Tappi trommari, Tappi bassaleikari, Tappi gítarleikari, Tappi hljómborðsleikari og söngvari. Tappaljós- myndari Jón Hólm. Loksins er hin langþráða plata Tappa Tíkarrass komin í verslanir. Beðið hefur verið eftir þessari plötu með mikilli óþreyju því Tappinn, með Björk íbroddi fylk- ingar, hefur verið eitt stærsta núm- erið á tónleikum sumarsins. Það er mál manna að Tappinn sé ein af okkar al-efnilegustu hljómsveitum í dag og miklar vonir við hana bundnar á komandi árum. Hljómsveitina skipa, Björk Guðmundsdóttir söngvari, Jakob Smári Magnússon á bassa, Eyjólf- ur Jóhannsson á gítar og Guð- mundur Þór Gunnarsson slær á trommur. Þessi plata, sem ber nafnið bitið fast í vitið, hefur að geyma fimm lög eftir hljómsveit- armeðlimi. Þegar ég setti plötuna á fóninn í fyrsta sinn varð ég fyrir dálitlum vonbrigðum en eftir því sem ég hlustaði á hana oftar þeim mun betri fannst mér hún. Þetta er ein af þessum plötum sem vinna stöð- ugt á. Tónlist Tappans lætur vel í eyrum, einföld, kraftmikil oggóð. Ekki treysti ég mér til að lýsa tón- list Tappans svo vel fari. Það verð- ur hver að gera fyrir sig. Textar Tappans, eru veikasti hlekkur plötunnar. Smá glæta er í ,,Óttar‘ en að öðru leyti finnst mér þeir frekar bragðdaufir. Vid svífum yfír bláma veraldarinnar í leit ad endalausri sælu med ótta gagnvart raunvcruleikanum viö lifum í draumi, lifum í draumi. (Óttar) Hljóðfæraleikur á plötunni er nokkuð góður. Guðmundur, Jakob og Eyjólfur sleppa ágætlega frá sínu, trommuleikarinn er veik- asti hlekkur plötunnar. Björk stendur sig mjög vel og er ég efins um að við eigum marga jafnoka hennar í söngvarastétt. Yfirleitt þá er ég hrifinn af plöt- unni og tel hana með því betra sem út hefur komið í ár þó örlítill byrj- endabragur sé á henni. Það er bjart framundan hjáTappanumog vænti ég mikils af honum á kom- andi árum. Tappinn hefur kvatt sér hljóðs í tónlistarlífi lands- manna og öðlast sess sem ein af okkar betri hljómsveitum. JVS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.