Þjóðviljinn - 16.10.1982, Síða 21

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Síða 21
október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Jón Viðar Sigurðsson • Andrea Jónsdóttir Kristín E., Kristín S.,Gugga og Kolla: Villti bara fyrir diskófrík- in... G.G.: Já mér finnst Villti bara gott dæmi um góðan unglinga- stað. Það er að vísu ansi dýrt inn (90 kr.) en það á kannski eftir að lækka með tímanum. Blm.: Heldur þú að ungl- ingastaðir geti leyst einhver vandamál unglinga? G.G.: Þeir eru visst athvarf fyrir unglinga, maður hittir fé- laga sína og getur stundað tóm- stundaáhugamál. Mér finnst líka að það ætti að vera meira gert fyrir krakka í skólum, kannski opin hús um helgar svo að félagar geti komið saman og kannski dansað án þess að þurfa að borga heila formúu fyrir. Og á næsta borði við okkur sátu þær Elísabet og Kristbjörg. Blm.: Jæja, komið þið hingað oft? E.K.: Við komum sirka aðra hverja helgi, við vildum koma- oftar en við eigum heima í Garðabænum, svo að ef maður nennir ekki heim með síðasta strætó þá er helvíti dýrt að kom- ast heim, en okkur finnst að- gangseyririnn ekkert of hár. Ef við ættum heima nær mundum við alveg láta okkur hafa það að borga 90 kr. kannski hverja helgi. Blm.: Hvar hélduðþið ykkur aðallega um helgar áður en Villti kom? E.K.: Við vorum aðallega heima eða í bíó. Við fórum voða lítið á planið, kíktum bara ef við vorum á leið heim úr bíó. Blm.: En félagsmiðstöðvarn- ar? E.K.: Okkur finnstbara hund- leiðinlegt í félagsmiðstöðvum en æðislega gaman í Villta! Blm.: Haldið þið að Villti hafi leyst unglingavandamálið niðri á plani? E.K. Já, er ekki planið hálf- tómt síðan Villti opnaði ? Blm.: Finnst ykkur Villti dæmi um góðan unglingastað? E.K.: Já þetta er góður staður og hann hefur tekist mun betur en félagsmiðstöðvamar. Blm.: Finnst ykkur svona staður leysa einhver vandamál unglinga? E.K. Þeir leysa kannski engin vandamál en eitthvað verðum við að fara og þó það yrðu opin hús í skólum um helgar þá væri tilbreytingarlaust að vera þar og hitta alltaf sama fólkið. Eftir þetta skellti ég mér út á dansgólfið og hitti þar annan dreng sem var mjög opinn fyrir að láta taka viðtal við sig og heitir hann Öm Logason. Blm.: Stundar þú staðinn? Ö.L.: Já, ég kem hingað hver ja helgi, og það er ekkert svo dýrt fyrir mig þar sem þettá eru einu útgjöldin hjá mér. Svo held ég að ef aðgangseyririnn væri minni þá mundu frekar myndast kh'kur héma sem mundu svo kannski koma til með að fæla annað fólk frá með því að vera með stæla og þykjast eiga stað- inn. Sigríður Magnúsdóttir (í svartri peysu á miðri mynd) spjallar við blaða- mann. Blm.: Hvar djammaðirðu aðallega áður en Villti opnaði? Ö.L.: Eg var oftast á planinu en kom svo beint hingað þegar staðurínn opnaði. Ég fór ferlega lítið í félagsmiðstöðvarnar, Krakkarnir þar eru flestir yngri en ég svo að maður fílaði sig sem einhvem öldung. Blm.: Heldur þú að Villti leysi einhver vandamál í sam- bandi við Halló? Ö.L.: Já, að minnsta kosti fýr- ir stóran hluta. Blm.: Hvernig ætti góður unglingastaður að vera? O.L.: Ja, mér finnst Villti gott dæmi um góðan unglingastað. Annars finnst mér í sambandi við unglingavandamál, þá leysa svona staðir engin einkavanda- mál krakka. Ef þau eru á annað borð þá skiptir engu máli hvort maður er hér eða niðri á plani! diskó en Villti er bara fyrirdiskó- ið. Mér finnst að það mætti reykja og drekka þar. Það er tími til kominn að fullorðnir fatti það að unglingar vilja skemmta sér með víni. Ég meina auðvitað vilj- um við það, fyrst að fullorðna fólkið sækir svona í það hlýtur að vera eitthvað spennandi, ekki satt? En í sambandi við unglinga- staðinn þá finnst mér náttúrlega að það mætti reka ofurölvi ungl- inga út en ekki að hella víninu þeirra niður, mér finnst það bara sadismi þar sem þau eru búin að borga fyrir það! Blm.: Ferðu ekkert í félags- miðstöðvamar? H.G.: Nei mér finnst þaðmjög óspennandi staðir. Blm.: Finnst þér þú vera unglingavandamál? H.G.: Ég er ekkert frekar vandamál en krakkarnir uppi í Villta eða liðið í Þórskaffi, mun- urinn er að þau hafa stað inni til að skemmta sér á, en ekki ég. Blm.: Heldur þu að ungl- ingastaðir leysi einhver vanda- mál? H.G.: Nei, alls ekki. Blm.: Af hverju segir þú það? H.G.: Nú þeir bara gera það ekki. Nast varð á vegi mínum Sigríður Magnúsdóttir og við áttum sam- an eftirfarandi spjall: Blm.: Hefur þú farið á Villta? S.M. Ég fór einu sinni og fannst leiðinlegt. Músíkin var líka einhæf og leiðinleg og svo er líka svo dýrt inn. Blm.: Hvar heldur þú þig þá aðallega um helgar? S.M.: Hér og mér finnst ekk- ert færri koma hingað síðan Villti opnaði. Það eru líka bara diskó- fríkin sem fara þangað, pjattað fólk. Svo verður maður að vera hér ef maður er að djúsa. Blm.: Hvernigfyndist þérað góður unglingastaður ætti að vera? S.M.: Það ætti að vera fjöl- breyttari músík og það ætti að mega drekka, það er fáránlegt að krakkar þurfi alltaf að hírast úti ef þá langar í glas. Blm.: Ertu unglingavanda- mál? S.M.: Ég, nehei. Næst sveif ég á fjórar stelpur sem sátu á bekk og virtu liðið fyrir sér, þær heita: Kristín E., Kristín S., Gugga og Kolla. Blm.: Hafið þið farið á Villta? Allar: Við höfum farið nokkr- um sinnum en okkur finnst leið- inlegt, það er léleg músík og svo er líka svo DÝRT. Blm.: Hvar eruð þið þá aðal- lega úm helgar? Allar: Við erum hérna og hka stundum í skiptistöðinni í Kópa- vogi þar safnast saman pönkarar eins og við. Við förum ekkert í félagsmiðstöðvarnar, okkur finnst krakkarnir leiðinlegir þar og músíkin óhæf. Það vantar nefnilega alveg stað fyrir krakka eins og okkur, stað fyrir pönk og rokk, það þarf ekki að vera neitt eins fínt og Villti, bara staður þar sem við getum komið saman og hlustað á og dansað eftir músík sem við fflum. Stundum eru hljómsveitir uppi í skóla (Víghól í Kópavogi) og þá flykkjumst við auðvitað þangað. Blm.: Finnst ykkur að Villti hafi leyst Hallærisplansvanda- málið? Allar: Bara fyrir diskófríkin. Blm.: Leysa unglingastaðir einhver vandamál? Allar.: Við höfum ekki rekist á neinn unglingastað ennþá sem leysir nein vandamál, minnsta kosti ekki fyrir okkur. Eftir þetta sagði ég takk og fór heim. Sif Sérstök haustsending 15% lægra veröi Fólkfer hingað, ef það vill detta í það Eftir viðtölin á Villta tryllta Villa röltum við okkur niður í bæ. Þar varvægast sagt múgurog margmenni enda veðrið mjög gott. Eftir nokkurt Iabb og Ieit hittum við dreng að nafni Hall- dór Gunnarsson og var hann al- veg til í að svara nokkrum spurn- ingum. Blm.: Hefur þú aldrei farið á Villta? H.G.: Nei ég hef aldrei farið, það væri allt í lagi að kíkja en ég mundi aldrei stunda staðinn. Blm.: Af hverju ekki? H.G.: Ha, miðað við það sem ég hef heyrt um hann finnst mér staðurinn bara ekkert spes og mér fyndist bara allt í lagi ef hon- um yrði lokað. Blm.: Finnst þér einhver sér- stakur hópur fara þangað? H.G.: Já, tvímælalaust bara diskófrík! Blm.: Hvar heldur þú þig þá aðallega um helgar? H.G.: Það er mjög misjafnt, ég er hér, heima eða á skiptistöð- inni í Kópavogi en það safnastoft krakkar fyrir þar á kvöldin. Blm.: Heldur þú að Villti hafi leyst Hallærisplansvanda- málið. H.G.: Já það hefur leyst vandamál fyrir diskófríkin en mér finnst ekkert hafa fækkað fólki hér (planið var eins og áður sagði, allt annað en mannlaust). Auðvitað fer fólk hingað ef það langar að drekka. Blm.: Hvað fyndist þér gott dæmi um unglingastað? H.G.: Mér finnst að hann ætti að höfða til fleiri hópa en bara Enn einu sinni gerum við stórfellt grín að verðbólgunni og bjóðum þér nýjan bíl á að- eins kr. 71.960.- þetta þýðir í reynd að verðið á nýjum Skoda er 15% lægra en verið hefur og ekki nóg með það, þú þarft ekki að borga nema kr. 45.000.- út Þess ber þó að gæta að í þessari sérstöku haustsendingu er takmarkaður fjöldi bíla svo nú.er um að gera að hjóla í Halla og tryggja sér bíl strax. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 JÖFUR HF: Þú borgar aðeíns 45.000 og færð splunkunýjan bíl í hendurnar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.