Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJODVILJINN Helgin 16.-17. október 1982
sHák
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur:
Karl Þorsteinsson er
með yfirburðaforskot
Karl Þorsteins siglir nú hraðbyri í
átt til sigurs á haustmóti Taflfélags
Reykja víkur sem nú fer senn að
Ij úka. Þegar þetta er ritað er lokið 8
umferðum á mótinu og hefur Karl 2
vinninga forskot á næstu menn
hefur hlotið 7 vinninga af 8
mögulcgum sem er afbragðsgott
hlutfall. Það vita ailir sem fylgst
hafa með skák að undanförnu að
Karl er nú sem óðast að komast í
þröngan hóp bestu skákmanna
þjóðarinnar og verður fróðlegt að
fylgjast með honum á næstunni.
Staðan á haustmótinu er að öðru
leyti sú að þeir Björn Þorsteinsson
og Hrafn Loftsson eru með 5 vinn-
inga að loknum 8 skákum. Björn
þarf auðvitað ekki að kynna, hann
stendur alltaf fyrir sínu en Hrafn
Loftsson kemur nokkuð á óvart
með frammistöðu sinni. Hann til-
heyrir þeirri kynslóð í Taflfélagi
Raykjavíkursem hvað hressilegust
er í allri framgöngu á hinum tígl-
ótta akri skákborðsins.
f 4.-5. sæti koma svo tveir efni-
legur skákmenn, Róbert Harðar-
son og Ágúst S Karlsson. Hafa þeir
báðir hlotið 4'/2 vinning. Þar eru á
ferðinni skákmenn sem vert er að
gefa gaum að.
í B-flokki hefuj; Bolvíkingurinn
Halldór G.Einarsson náð glæsi-
legri forystu á næstu menn, hefur
hlotið l'h vinning af 8 mögulegum.
Það er ekki ýkja langt síðan Hall-
dór hélt frá heimahögum sínum
með nesti og nýja skó; skáklíf í
Reykjavík er með blómlegu móti
Snilldartaktar
Karpovs
í Tilburg
\ Umsjón
Helgi
Olafsson
og það getur hann stundað af kappi
meðfram menntaskólanámi. Ér-
lingur Þorsteinsson og Björgvin
Jónsson koma næstir. Erlingur er
með 6'h vinning og Björgvin 5'h v.
af 7 mögulegum.
í C— riðli er komin upp sú gagn-
merka staða að Jóhannes Ágústs-
son hefur hlotið 8 vinninga af 8
mögulegum, glæsilegur árangur
það. í 2. sæti kemur Davíð Ólafs-
son með 6 v. af 8 mögulegum og
þeir Rögnvaldur Möller og Stefán
Þ. Sigurjónsson með 5 vinninga af
8 mögulegum.
I D- riðli eru Björn S.Björnsson
og Sölvi Jónsson eftir með 6V2 vinn-
ing af 8 mögulegum.
I E- riðli er Óskar Bjarnason
með 6V2 v. af 8 mögulegum, einum
vinningi fyrir ofan þá Arnór
V.Arnórsson og Sigurbjörn Árna-
son sem báðir hafa teflt einni skák
minna.
Keppnin ír unglingaflokki er
geysihörð að vanda og þar tróna á
toppnum Þröstur Þórhallsson og
Þráinn Vigfússon með 5 v. af 6
mögulegum.
Við vindum þá okkar kvæði í
kross. Á hinu blauta Hollandi hafa
undanfarið setið að tafli nokkrir
fremstu stórmeistarar heims og
haldið uppi merki Interpolis-
mótsins í Tilburg. Þegar tefldar
höfðu verið 10 umferðir voru
Karpov ogTimman í efsta sæti með
6‘h vinning, en þess má þó geta, að
Karpov átti inni frestaða skák gegn
landa sínum Vasily Smyslov.
Karpov byrjaði mót þetta með
fítonskrafti. Hann vann þrjár
fyrstu skákirnar. Undanfarið hafa
menn verið að dást að snilldar-
töktum Harry Kasparovs, en sigur-
skák Karpovs gegn V-
Þjóðverjanum Robert Húbner er
að mínu áliti ein sú fallegasta sem
tefld hefur verið á þessari öld.
Karpov sýndi þar á sér hliðar, sem
því miður lítið hefur borið á í hans
heimsmeistaratíð; hann fórnaði
hverjum manninum á fætur öðrum
og vann. Mitt í öllum látunum
leyndist þó þessi rósemi sem hefur
einkennt Karpov allt frá því að
hann lagði skákheiminn að fótum
sér. Hér kemur snilidin í allri sinni
dýrð:
NYJUNGIPLASTEINANGRUN AISLANDI
Aukið öryggi fyrir
húsbyggjendur
Plastelnangrun hf. á Akureyri hefur nú hafið framleiðslu á einangrunarplasti í
öðrum eldvamarstaðli en eldri framleiðsla. Þetta plast er ekki eldleiðandi og
lendirþvííflokkiBl skv. staðliDIN 4102 (tregbrennanlegbyggingarefni).
Þar sem útlit er
óbreytt munum við
í framtíðinni bjóða
eingöngu þessa gerð
og á sama verði
og fyrri framleiðslu.
Á þessum myndum
gefur að h'ta báðar
gerðir af plasti sem eru
á markaðnum í dag.
Myndimar til hægri em
teknar einni mínútu
eftir að eldur var borinn
að kubbunum.
Sama verð um allt land.
Helstu útsölustaðir:
REYKJAVÍK - SAMBANDIÐ, BYGGINGAVÖRUDEILD
REYKJAVfK - JL-HÚSHD. BYGGINGAVÖRUDEILD
HÚSAVÍK - KAUPF. MNGEYINGA
VOPNAFIRÐI - KAUPF. VOPNFIRÐINGA
EGILSSTÖÐUM - KAUPF. HÉRAÐSBÚA
HÖFN f HORNAFIRÐI - KAUPF. A-SKAFTFELLINGA
ICEPIAST
PIASTEINANGRUN HF.
ÖSEYHI3 PÓSTHÓLF 214 602 AKUREYHI SÍMI96 223D0 S 22210 TaEX2083 FJ4R.7123-2344
Karl Þorsteins að tafli við eina titilhafann í mótinu, Hauk Angantýsson.
Skákinni lauk með sigri Karls sem með því nær tryggði sér sigur á
haustmótinu. - Ljósm.: - eik.
Jóhannes Ágústsson: 8 v. af 8
mögulegum í C-riðli.
Hvitt: Anatoly Karpov
Svart: Robert Húbner
Caro - Kann
1. e4-c6
2. d4-d5
3. Rd2-dxe4
4. Rxe4-Bf5
5. Rg3-Bg6
6. h4-h6
7. Rf3-Rd7
8. h5-Bh7
9. Bd3-Bxd3
10. Dxd3-Rgf6
(Það er óþarfi að fara mörgum orð-
um um byrjunarleikina. Þetta er
allt saman útþvæld teóría, hefur
sést í stórmeistarapraksís um
áratugaskeið.)
11. Bf4-e6
(Tískan breytist. Hér var áður talið
afskaplega vandað að leika 11.-
Da5+ 12. Bd2 Dc7. Undirritaður
er ekki svo ýkja fróður um þessa
byrj un fá..., en þó má benda á að á
síðustu árum hefur byrjunin tekið
miklum stakkaskiptum, einkum
fyrir tilverknað Bent Larsen.)
12. 0-0-0
(Leiki svartur nú 12.-Rd5 kemur
hvítur 13. Bd2 og síðan -c4. Hvítur
vinnur leikinn til baka með betri
stöðu.)
12. ..-Be7 13. Re5-0-0
(Þetta er nýja stefnan sem
Larsen
innleiddi. Áður þótti mönnum
ekki fýsilegt að hróka svona beint
ofaní sóknarmöguleika hvíts. Satt
að segja virðist þesi skák renna
stoðum undir þessa fyrri skoðun.)
14. c4-c5?!
(Vafasamur leikur. Húbner þyk-
ir ein mesta reiknisvél sem þekkist
og hann hefur eflaust álitið stöðuna
sem kemur upp eftir 16. leik svarts
hagstæða sér.)
15. d5-Rxe5 16. Bxe5-Rg4
25. Hxd7!!-Dxd7 27 Dd5-'
26. Rf5-f6
(Hreintfrábærtaflmennska. Það
gerist ekki á hverjum degi að menn
fórni heilum hrók til þess að kom-
ast í endatafl þessum heila hrók
undir.)
Bolvíkingurinn efnilegi, Halldór G.
Einarsson er langefstur í B-riðli.
Eftir 8 skákir hafði hann hlotið l'h
vinning.
riddarinn á g3 fær ákjósanlegar
stökkpall á f5 -reitnum. Þegai
menn skoða þessa skák er gott aé
hafa í huga, að Húbner er ekkerl
blávatn þegar kemur að því að
verja erfiðar stöður.
18. ..-Bg5+ 20. dxe6-Dc8
19. Kbl-Rf6 21. e7!
(21.. Rf5+ Kh7 er ekki alveg
Ijóst. Karpov tekur því aðra
stefnu.).
21. ..-He8 23. De5-Kg8
22. Hd6-Dg4 24. Hel-Rd7
(24. - Rxh5 kom til greina, en
hvítur á gott svar 25. He4! Nú verð-
ur hvítur að bregðast hart við því
hinn stolti frelsingi á e7 er í hættu.)
17. Bxg7!
(Hugmyndin sem liggur að baki
þessari fórn er óvenju djúp.)
17. ..-Kxg7
(Hvað annað?)
27. ..-Dxd5 29. g3-Bc7
28. cxd5-Bf4 30. Kc2!
(Karpov fer sér að engu óðslega.
Kannski ætti maður að segja að
þessi leikur beri vott um tilfinningu
fyrir samræmi, kóngurinn er altént
betur staddur á c2 en bl.)
30. ..-b5 33. d6-Ba5
31. Rxh6+-Kh7 34. He6
32. Rf5-Hg8
(Svartur gæti nú gefist upp því
hann á enga vörn við 35. d7.
Húbner þráast þó við í nokkra leiki
í viðbót, sennilega verið í tíma-
hraki.)
34. ..-Hg5 36. d7-Hh2
35. Hxf6-Hxh5 37. Re3!
18. de2!
(Fyrsta skrefið. Hvítur setur í
riddarann og býr sig undir að opnt
d-línuna með, - dxe6 sem þýðir ac
Auðvitað vinnur 37. e8 (D), en
það er ekki stfll Karpovs að gefa
peð þurfi hann ekki á því að halda.
Svartur gafst upp.