Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 24
24 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982
Aumingja Andrés og Kú
Vorið er tími ástarinnar og ást-
hrifninnar, en það er svolítið ein-
kennilegt að haustið, sem oft er
líkt við hrörnuri, er líka ástartími,
ekki síst skólaæskunnar. Þá kem-
ur unga fólkið sæit og hraustlegt
eftir útivinnu og sumarleiki og
sest á skólabekk og fer að gefa
hvort öðru hýrt auga. Við sem
bráðum erum að verða miðaldra
leyfum okkur i laumi að taka dá-
lítið þátt í þessari gleði.
Haustdagarnir undanfarnar
vikur hafa verið dásamlegir, stillt
og bjart veður, sölnað lauf í görð-
um og túnin orðin gul. Hvað er
fegurra á slíkum dögum en að sjá
Ragnheiði í þriðja bekk í Menntó
og Gunnar í 4. bekk halda hvort
utan um annað og ganga með
slætti og bliki í augum um götur
Reykjavíkur....
Og það er iíka gaman að horfa
á Jón og Gunnu, sjötug hjón á
Grettisgötunni, leiðast hægt upp
Laugaveginn og hverfa fyrir
horn. Ástin - eða eigum við að
kalla það kærleik - á sér nefnilega
engin aldursmörk. Það er gott að
geyma svolítið af hrifnæmi ung-
lingsins til æviloka, þó að
reynslan sé stundum bitur. Slíkt
er góð vörn gegn vonsku
heimsins.
Og vonska heimsins lætur ekki
að sér hæða. Undanfarna daga
höfum við mátt lesa í dagblöðum
um ungan og hraustan strák á
Englandi sem er að skjóta sig svo-
lítið í bráðfallegri ungri stúlku, en
af því að hann er svo ólánsamur
að vera fæddur inn í slekt og eiga
kerlingu fyrir móður, sem er
drottning, þá má hann'ekki. Allt
ætlar af göflunum að ganga. Það
hlýtur að vera álíka ömurlegt að
vera fæðingarprins eins og vera
fæðingarhálfviti. Strákur þessi
heitir Andrés Filippusson og
stelpan því fallega nafni Kú. Hún
þykir ekki nógu fín fyrir hann, af
því að hún hefur einhvern tíma
Iátið mynda sig bera. Aumingja
Andrés og Kú. Ætli þau sleppi
ósködduð út úr þessu?
Já, svona er lífið. Sumum
leyfist það sem öðrum leyfist
ekki, og líklega er ekkert við því
að gera. Við förum varla að fara
með stríð á hendur drottningunni
af Englandi úr þessu.
Fátt er betra en að rölta um
götur gamla bæjarins á mildum
haustdegi og hlusta á ærsl
æskunnar og hljóðan virðuleika
ellinnar. Húsin standa kyrr á sín-
um stað og hafa orðið vitni að
mörgu um ævina, sérstaklega séu
þau komin til ára sinna. Þau
kippa sér ekki við neitt upp, en
horfa þó forvitnum augum á þá,
sem leið eiga hjá, og geyma hina
vandlega sem innan dyra eru.
Stúlkan, sem gengur hröðum
skrefum eftir Óðinsgötu, veit að
það er fylgst með henni. Það sést
á þótta höfuðburðarins og bylgj-
andi hárinu.
Guðjón.
Opía
Á sínum tíma tók Ólafur Lárus-
son prófessor saman bækling um
nöfn íslendinga í manntalinu 1703
og kennir þar margra grasa. Ekki
er ófróðlegt að kynnast því hvernig
börnum voru valin nöfn á þeim
tíma. Hér eru nokkur sýnishorn:
Kariamannanöfn:
Aðalbrandur, Alexitíus, Alexí-
ur, Andór, Arviður, Asser, Athan-
asíus, Bartolomeus, Bassi, Beinir,
Birtingur, Dagstyggur, Eilífur,
Engilbrikt, Fabian, Gilbrikt, Gis-
elerus, Gunnhvatur, Hafur, Hall-
argeir, Hein, Helvítus, Hemingur,
Hieronymus, Járngeir, Jessi, Jóst,
Jurin, Jörin, Kaprasíus, Kastían,
Krákur, Lafrans, Loðinn, Mel-
kjör, Núpur, Ólifer, Óræki, Panta-
leon, Panti, Sefrin, Semingur,
Skíði, Sturli, Styr, Svartur, Svart-
höfði, Tindur, Tunis, Víghvatur,
Villas og Þórylfur.
Kvennanöfn:
Abel, Addlaug, Agata, Alfífa,
Alrfður, Birgit, Briget, Bigida,
Brigiet, Broteva, Dordia, Dryí-
ana, Drysiana, Dýrvin, Elíka,
Elka, Emerentíana, Evlalía, Fídes,
Friðsemd, Gjaflaug, Gloriant,
Hallótta, Hugraun, Jóná, Kjerdís,
Kvennborg, Lalía, Línanna,
Lukka, Lúsía, Mekkin, Munnveig,
Nannvör, Natalía, Neríður, Opía,
Orný, Petronella, Pontisiana, Sax-
fríður, Silkisif, Togiana, Úlfa, Við-
brekka, Þórarna og Þórvör.
Alls eru þetta 52 karlanöfn og 47
kvennanöfn. Nú geta vaknað
spurningar. Eru þessi nöfn enn til?
Myndu foreldrar gefa börnum sín-
um þessi nöfn nú, prestar sam-
þykkja þau eða vildi nokkur maður
bera þau? Svo að lokum tvö
kvennanöfn sem ekki eru í fyrr-
nefndu safni: Friðsvunta og
Fimmsuntrýna.
sunnudagskrossgátan
Nr. 343
1 2 3 íT io ¥ ’ R? g 9 10 II / 2
1Z 22 / /3 5 32 )¥■ )S )b 9 )? 22 >e /9 IS
20 z/ 22 /r )? 9 32 II 9 2/ z )0 /? 22 13
23 i rv" Y 21/ /? / 2¥ b )Sr V 1? 2 25' 9
)5' {? H- £T b’ 2C ¥ 1? 20 22 2Y V (p 22
3 ib 2Z 2(, 1? 9 T~ 2°) 20 17-
2/ 9 2? IL 13 ((P 9 l& >5' il ¥ W
10 30 7- 0 2(r 32 2/ /3 9 n 22 9 n- 10 22
1? 7 ¥ 22 /? z 25' 9 (d ¥ ry' 22 10 23 22
1 V 2J 22 v ¥ & 20 02 )/ TT~ rr~ r~ 22
* £ /<* 11- / 12 22 ¥ 25' 1 17- nr 22 )(>jp•
32 xY L 2 Z J 9 y w> 1/ /5" 22 7/ %
20 /<7 22 // /3 22 /3 22 )7- /r 2*7 %
AÁBDÐEÉFGHI
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á
þorpi hér á landi. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til
Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 343“.
Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
3! 15 2$ 5 25 // 1
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort se
lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá ao
finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hj álp, því með
því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnu-
brögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja
til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr
greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei
komið í stað á og öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 339
hlaut Þuríður Hjaltadóttir, Röðli,
270 Varmá. Þau eru Spámaðurinn
eftir Hahlil Gibran. Lausnarorðið
var Vilhjálmur.
ÍJKLMNOÚPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Verðlaunin að þessu sinni er ísa-
fold, ferðaminningar frá íslandi
eftir Inu von Grunbkow í þýðingu
Haralds Sigurðssonar.
J
Ina von
(irimilikoiv
ISAIOII)
IVröaiuyndir frá Íshuuli
llunikiiir SigurtKsou
íslenskiiOi