Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 19
Helgin 16.-17. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 D0032 Krabbameinssjúklingar: Bjartsýni er besta lyfið Krabbamein er bölvaldur miljóna manna og mikil umræða í gangi um það, hvernig best sé ekki aðeins að iækna sjúklinga heldur og hverskonar vitneskja, hverskonar umgengni þeim sé fyrir bestu. Flestir læknar eru á þeirri skoðun að bjartsýni sé eitt. besta lyfið sem krabbmeinssjúklingar geta komistyfir. Húnhjálparhon- um yfir marga örðugleika, sættir hann frekar við óumflýjanlegar aukaverkanir meðferðar þeirrar sem hann gengur undir, styttir legutíma á sjúkrahúsum osfrv. Björn Þorsteinsson flytur erindi um landnám Ingólfs Stofnfundur: Félagið Ingólfur Þriðjudaginn 19. október n.k. er boðað til framhaldsstofnfundar fél- agsins Ingólfs. Verður fundurinn haldinn í Arnagarði við Suðurgötu í Reykjavík, stofu 201, og hefst kl. 20.30. Þar verður lagt fram frum- varp að lögum fyrir félagið og geng- ið frá stofnun þess. Síðan mun dr. Björn Þorsteinsson flytja erindi um landnám Ingólfs. Félagið Ingólfur var upphaflega stofnað þann 19. október 1934 og starfaði fram yfir 1940. Gaf félagið út Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess, alls 10 hefti, sem töldust 3 bindi, og auk þess Þætti úr sögu Reykjavíkur. A s.l. ári var Ingólfur vakinn til starfa á ný, og fulltrúaráð og stjórn kosin til bráðabirgða. Mun félagið sem fyrr hlúa að sögu landnámsins að fornu og nýju og standa að út- gáfu Landnáms Ingólfs. Hafa nú þegar verið lögð nokkur drög að útgáfu fyrsta heftisins. Af efni þess má nefna grein Björns Pálssonar um Vatnsléysustandarhrepp á 19. öld; dr. Björns Þorsteinssonar um landnám Ingólfs; Sighvats Bjarna- sonar, bankastjóra íslandsbanka, um verslunarlífið í Reykjavík um 1870; Steingríms Jónssonar um vitamál á Suðurnesjum fram til 1900; Þórunnar Valdimarsdóttur um félagið Ingólf 1934-42; og loks nokkrar vísitasíur Sigurbjarnar Einarssonar biskups. HVAÐ MEÐ MM ÞIG Bjartsýnin og sannleikskrafan geta hæglega rekist á.... Samt sem áður er „sálrænt ör- yggi“ eitt af þessu tagi ekki yfir vafa hafið. Enn sem fyrr reynist læknum það einatt erfitt að þurfa að segja sjúklingum allan sannleikann um veikindi þeirra, eins og nú er mjög mælt með. Meginreglan „sann- leikann við sjúkrabeðinn" krefst þess m.a. að læknar gefi hiklaust nýjar upplýsingar um gang mála - ef hann t.d. sleppir úr samtali við sjúkling, eða breytir lítillega út af venju þegar hann talar við hann (t.d. með því að setjast á rúm- stokkinn) getur þetta leitt til þess að sjúklingurinn er gripinn mikilli angist. Enda vita sjúklingarnir, að eins og nú er komið lifir aðeins tæp- ur helmingur þeirra í fimm ár eða lengur eftir að krabbamein hefur fundist. Þá er kvartað yfir því í ýmsum löndum, að sjúklingarnir fái ekki hina bestu meðferð vegna þess að þeir eru sendir á milli sjúkrahúsa og heimilislækna eða heilsugæsl- ustöðva og því sé einatt ekki hugað sem skyldi að því, að samræmingar sé að fullu gætt í meðferðinni. Vestur-Þjóðverjar hafa í þessu sambandi tekið þann kost að byggja upp stórar miðstöðvar sem fást einvörðungu við krabbameins- rannsóknir og lækningar - þar eiga að njóta sín möguleikar á því að stefna saman mörgum sérfræðing- um og miklu af dýrum búnaði. Samt sem áður hefur miðstöðvum þessum ekki tekist að ná betri ár- angri en venjulegum sjúkrahúsum - ekki svo umtalsvert sé. En áfram er haldið að leita að samstarfsform- um þar sem t.d. „farandráðgjafi" um krabbameinsmeðferð hefur samband við sérfræðinga úr ýms- um greinum og á ýmsum sjúkra- húsum og er markmiðið ekki síst, að láta sjúklinginn finna, að hann er í einskonar stórfjölskyldu ráð- gjafa, sem allir þekkja vel sögu hans og eru reiðubúnir til að bæta hver annan upp. NIKKO Vissuð þið? að Nikko hafa árum saman verið i fremstu röð framleiöanda hljómtækja i hæsta gæðaflokki og hafa meðal annars hlotið Grand Prix verðlaunin í Bandaríkjunum, sem er kröfuharðasti markaður heims. Ef það sannar ekki gæðin, hvað þá? Staðgreiðsluverð kr. 13.995, SEfXABANKl ÍSLANDS ffnW Sími 19630. Tryggvagotu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.