Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 13
Helgin 16.-17.,október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 Stöndum kinnroöalaust að bráðabirgðalögunum Svavar Gestsson á beinni línu Þjóðviljans: Kjaraskerðing og bráðabirgðalögin: Skylda okkar að verja sjálfstæðið Aðstoð við þá sem byggja í fyrsta sinn: Verður stórefld Erla Guðmundsdóttir, Kópavogi spyr: Hvað hefur þú sem yfirmaður húsnæðismála í landinu hugsað þér að gera fyrir þá sem byggja í fyrsta sinn? Svavar: Starfshópur sem var skipaður fyrr á árinu og hafði það verkefni að kanna þessi mál og gera tillögur skilaði nýlega til- lögum til ríkisstjórnarinnar. Hug- myndir hópsins ganga út á það að nýtt kerfi í þessum efnum taki gildi frá og með næstu áramótum. Á þá að hækka raungildi lán- anna? Já, það'er í formi hækkaðra lána til þeirra sem eru að kaupa eða byggja í fyrsta sinn. Við ætlum okkur að stuðla að stórauknu sam- starfi lífeyrissjóða, banka og hins opinbera til þess að hér geti verið fyrirkomulag sem er þolandi fyrir unga fólkið. Áður var þetta þannig eins og menn vita, að verðbólgan byggði þetta fyrir menn en nú er það úr sögunni. Verðtrygginga- kerfið hefur komið mjög illa við fólk sem ekkert á og verður að brjótast áfram sjálft. Þetta fólk er það sem við viljum fyrst og fremst koma til móts við og það liggja fyrir mjög víðtækar tillögur í því efni. Lagast þetta þá á næstunni? Ég geri mér vonir um að svo geti orðið. Það sem ríkisstjórnin gerði með efnahagsráðstöfununum í sumar var að tvöfalda framlagið til Byggingasjóðs ríkisins á næsta ári. Það hins vegar dugir ekki til því að almenna kerfið þarf að eflast að mun. í því sambandi tel ég einnig nauðsynlegt að einfalda mjög af- greiðslu á lánum til húsbyggjenda þannig að þeir þurfi ekki að hlaupa á milli stofnana til að verða sér úti um lánsfé heldur geti fengið fyrir- greiðslu á einum stað. Það mál hef- ur verið rætt sérstaklega við Seðla- bankann. Svo finnst mér óskaplega mikill galli að húsnæðislánin koma í mörgum skömmtum og á meðan verður maður að vera í leiguhús- næði og greiða fyrir stórfé. Já, þetta kerfi er ekki nærri nógu gott og sérstaklega þarf að gera nógu mikið fyrir þá sem byggja í fyrsta sinn. Lánin hafa þó haldið raungildi sínu en þau verða samt að hækka. Það er ekki húsnæðiskerfið sem veldur vanda húsbyggjenda heldur fyrst og fremst verðtrygg- ingastefnan í efnahagsmálum. Kristinn Ásmundsson Selfossi spyr: Hversu lengi getur rikisstjórnin dregið að leggja bráðabirgðalögin fyrir Alþingi? Mín skoðun er sú að eftir að það varð ljóst að Eggert Haukdal styddi ekki ríkisstjórnina og hætta á að lögin féllu vegna stöðunnar í neðri deild, þá eigi að láta reyna sem allra tyrst á afstöðu þingsins til laganna. Ég tel að það væri heiðar- legast og eðlilegast bæði frá þing- ræðislegu og lýðræðislegu sjón- armiði. Telur þú að Alþýðubandalagið hafi brugðist launafólki með þess- um bráðabirgðaiögum? Nei, það tel ég ekki. Rökin eru þau að ég taldi yfirvofandi hættu á því að erlendar skuldir landsmanna ykjust svo stórlega að sjálfstæði þjóðarinnar væri í hættu. Ég tel það fyrstu skyldu Alþýðubanda- lagsins að tryggja sjálfstæði þjóðar- innar. Það er hins vegar ekki ánægjuefni fyrir Alþýðubandalag- ið að þurfa að standa að skerðingu á verðbótum eins og nú hefur þurft að gera en þegar um það er að ræða að reyna að bjarga þjóðinni frá þeirri hættu sem vaxandi erlend skuldasöfnun hefur í för með sér, þá tel ég að slíkt sé fullkomlega réttlætanlegt og í rauninni hefði verið hreint ábyrgðarleysi af Al- þýðubandalaginu gagnvart launa- fólki að láta erlendar skuldir verða meira en 50% af þjóðarframleiðsl- unni á ári. Var 2.9% kjaraskerðingin í síð- ustu samningum ekki nóg skerðing á kjörum lágtekjufólks? I þessu sambandi er vert að benda á að upp í þá skerðingu sem fólk verður fyrir 1. desember nk. koma ýmsar ráðstafanir eins og láglaunabætur upp á 175 miljónir króna, lengingorlofs og minnkandi verðbólga. Allt þetta tel ég að geri það að verkum að raunveruleg skerðing verði í kringum 3% eða svo. Ég' held því að skerðingin verði aldrei neitt í líkingu við það sem stjórnarandstöðublöðin hafa bent á en hins geta menn líka spurt hvort það væri líklegt að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar stæði fyrir minni eða meiri skerðingu á verð- bótum á laun, þegar allt kemur til alls. En hverjum er Alþýðubandalag- ið að gera til hæfis með svona kjaraskerðingaráðstöfunum? Flokkurinn er auðvitað ekki að gera neinum til hæfis í þessum efn- um. Alþýðubandalagið er bara að fylgja sinni stefnu og leggur það fyrir kjósendur þegar þar að kemur. Þetta er nú ekki í stefnuyfirlýs- ingu Alþýðubandalagsins? Það er í stefnu Alþýðubanda- lagsins að verja lífskjör eins og mögulegt er á íslandi en við teljum hins vegar að góð lífskjör geri enga stoð í þessu landi ef það er ekki sjálfstætt. Okkar frumskylda er að verja sjálfstæði þjóðarinnar og jafna hér lífskjör. Við kærum okk- ur ekki um að verða feitir þjónar Ameríkanans. Það er mergurinn málsins. „Meginatriðið er auðvitað að ef psoriasissjúklingar og sérfræðing- ar í húðsjúkdómum, eru sammála um lækningamátt Bláa lónsins, þá verði það notað“. Ljósm. - eik Unglingageðdeild og gæsla geðsjúkra fanga: Stofna ber heimili fyrir geðsjúka fanga Jóhann Þórhallsson Reykjavík spyr: Eru einhver áform um að stofna sérstaka unglingageðdeild? Svavar: Það hefur verið ein af \ óskum Kleppsspítalans að fá það sem næsta áfanga í þeim málum og það verður tekin afstaða til þess þegar lokið verður við geðdeildar- húsnæðið, sem ég vonast til að verði á næsta ári. En hvað með sérstaka gæslu fyrir geðsjúka afbrotamenn? Sú nefnd sem ég skipaði til að sinna geðheilbrigðismálum á síð- asta ári skilaði áliti fyrir nokkru. Þar er gert ráð fyrir því að þessir menn verði vistaðir í sérstakri stofnun á vegum dómsmálaráðu- neytisins. Þessi nefnd var skipuð sérfræðingum í geðheilbrigðismál- um og það var hennar álit að þessi mál ættu að sjá undir dómsmála- ráðunevtið er ekki heilbrigðisráðu- neytið. Gildi Bláa lónsins i Svartsengi: Hlut- laust mat liggi fyrir Valur Margeirsson, Kefla- vík spyr: Munt þú beita þér fyrir því að gerð verði ítarleg könnun á gildi „Bláa lónsins" við Svartsengi fvrir sjúklinga með psoriasis- húðsjúkdóminn? Svavar: Hugmyndin á bak við þá ráðstöfun ráðuneytisins að komu upp bráðabirgðaaðstöðu við Bláa lónið í sumar, var sú að þið hefðuð möguleika á að kanna gildí lónsins fyrir sjúklinga sem þangað leituðu. Ætlunin var að okkar sérfræðingar legðu mat á fengna reynslu, einmitt um þessar mundir og leiði þær at- huganir til jákvæðrar niðurstöðu er ætlunin að nota lónið áfram fyrir pso riasissjúklinga. Heilbrigðis- ráðuneytið er tilbúið til að leggja fjármagn í framkvæmdir við Svartsengjalónið, þegar mat sér- fræðinga liggur fyrir. Aðalatriðið er að bæði þið í samtökum psoris- asissjúklinga og húðsjúkdóma- læknar komist að sameiginlegri niðurstöðu um það hversu gott þetta lón er. Þá fyrst getum við mælt með því við aðra að veitt verði fjármunum í þessu skyni. En nú eru ekki allir sérfræðingar á cinu máli varðandi gildi Bláa lónsins? Það er rétt en ég hef lagt á það áherslu að þeim ágreiningi verði vikið til hliðar og ég hef lýst mig reiðubúinn að kalla til sérfræðinga erlendis frá til að skoða þetta ef menn geta ekki treyst hver öðrum hér heima. Var ekki að þínu frumkvæði skipuð nefnd til að hafa umsjón með tilraunum okkar í lóninu. Hef- ur hún citthvað starfað? Jú, það er alveg rétt, ég skipaði þessa nefnd á sínum tíma. Ef þeir eru ekki að vinna þá eru þeir að svíkjast um og það er slæmt. Ég mun að sjálfsögðu athuga það mál sérstaklega. Meginatriðið tr að ef þarna er um skynsamlega lækninga- aðferð að ræða þá verði hún notuð. tÍKA**aS* BITIÐ FAST I VITIÐ Tappi Tíkarrass hefur vak- iö ómælda athygli aö und- anförnu sem ein efni- legasta hljómsveit landsins. TAPPI TÍKAIWASS Nú hefur Tappinn veriö tekinn upp og aettir þú aö kanna þaö sem í hon- um býr, strax í dag. Dreifina: Steinar, s. 85742. Útqefandi:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.