Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 Björn Björnsson Minneapolis: Nú hef ég ekkert handa for- vitnum... Undirritaður hafði samband við Bjöm Björnsson, ræðismann íslands í Minneapolis og spurði um þau áhrif heimsóknarinnar, sem hann yrði ennþá var við. Það er ennþá mikið talað ura Vigdísi; að hún hafi stolið senunni; og mikið rætt um hana sem per- sónu og hversu glæsileg öll hennar framkoma var. Ég hef fengið margar fyrirspum- ir um ísland og það sem íslenskt er að undanförnu. M.a. kom hér ung kona sem vildi fá íslensk blöð með það fyrir augum að læra íslensku! Menn vita nú miklu meira um fsland en áður. Allir vita nú t.d. að við emm ekki eskimóar. Um þau ummæli að mörgum fyndist ekki hafa verið nógu vei staðið að undirbúningi af hálfu ráðuneytanna hér heima sagði Bjöm, að hann vissi ekki til að svo hefði verið. Nefridi hann sem dæmi að þær íslensku konur sem hefðu kvartað yfir að fá ekkert til að selja, hefðu einfaldlega farið of seint af stað. Tvær vikur væri ekki nægur tími til að fá hluti senda að. heiman. En hins vegar á ég alltaf í erfið- leikum með að fá landkynningar- bæklinga, sagði Bjöm. Núna á ég til dæmis ekkert til að láta fólk hafa sem vill vita eitthvað um ís- land. Og mér þykir ákaflega leið- inlegt að geta ekki sent þeim sem skrifa og spyrjast fyrir um ísland eitthvað til baka. Einnig vildi ég óska, að fyrirtæki heima á íslandi svöruðu bréfunum mínum. -gel- Tómas Karlsson í u tanríkisráðuneytinu: íslenskri menningu til fram- dráttar Tómas Karlsson var á vegum utanríkisráðuneytisins í þessari ferð sem annar af tveimur full- trúum Islands í undirbúnings- nefnd Norðurlandanna. Mér fannst þetta alveg stórkost- legt fyrir íslands hönd. Eg tel þessa opnun Scandinavia Today hafa orðið íslandi, íslenskri list og ís- lenskri menningu, til mikils fram- dráttar og verið ein stórkostlegasta kynning sem ffam hefur farið af þessu tagi á bandarískri gmnd. Höfuðástæðan fyrir því hversu stór hlutur íslands varð er hin frá- bæra frammistaða forsetans okkar 'meðan á heimsókninni stóð. Orð- rétt máttu hafa eftir mér: ,,Hún stal senunni á hverjum einasta degi meðan hún dvaldi í Bandankjun- um“. Um viðbrögð frá Bandaríkjun- un) um hlut íslands í hinum 6 stóru sýningum, sem í gangi eru núna ytra, er of snemmt að segja, þar sem þau hafa ekki komið fram ennþá. Þó vil ég nefna hina mjög svo lofsamlegu gagnrýni sem tón- verk þeirra Karólínu Eiríksdóttur og Þorkels Sigurbjömssonar hafa fengið hjá einum virtasta tónlistar- gagnrýnanda Bandaríkjanna á Washington Post. Um tónsmíð Þorkels segir hann í niðurlagi ,,It may be a masterpiece". -gel- Vegna þrengsla í síðast helgarblaði Þjóðviljans féll þessi grein niður. Hún er hér birt óbreytt og ber að hafa það í huga við lestur hennar. Á fundi í klúbbi blaðamanna í Washington. Honum var útvarpað beint. LANDKYNNIN G fyrir hverja—til hvers? Nú, þegar liðnar eru hátt í þrjár vikur frá því að opin- berri heimsókn forseta íslands Vigdísar Finnboga- dóttur til Bandaríkjanna lauk, er ekki úr vegi að athuga, hvaða áhrif þessi heimsókn hefur haft fyrir ísland. Hvort eitthvað hefði mátt betur fara, eða hvort okkur beri gæfa til að fylgja þessari gífurlegu Iandkynn- ingu eftir, þannig að hún nýtist okkur íslendingum eins og hún gefur svo sannar- lega tilefni til. í upphafi er best að gera sér grein fyrir því, að ísland, og þá sérstaklega Vigdís forseti, hefur trúlega aldrei áður fengið aðra eins umf jöllun í bandarískum fjölmiðl- um. Við Iauslega athugun undirrit- aðs á því, hvað hinn venjulegi Ameríkani, þ.e.a.s. maðurinn á götunni, vissi um ísland, þá var ljóst að það var harla lítið. Greinilegt var þó, að þeir sem eitt- hvað vissu, mundu að þar hafði fyrir tíu árum verið haldið skák- einvígi þeirra Fischers og Spasskís. Fæstir höfðu minnstu hugmynd um hvar það var staðsett á hnettin- um, hvað þá meira. En eftir þá umfjöllun sem Vigdís forseti fékk þar vestra er, eins og gestgjafamir komust svo oft að orði, ísland komið á landakort þeirra Banda- ríkjamanna. Mannaflinn í för með forsetanum voru f jórir starfsmenn. Var það síst of mikið þar sem mikil vinna er í kring um forsetann í svona heimsókn, og mjög þétt dagskrá í allt að 16 tíma á dag. En á vegum ráðuneytanna, þ.e. menntamálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, voru hvorki meira né minna en 12 manns að meðtöldum mökum! Það fer því ekki hjá því að fólk spyrji. T.d. hver borgar? Hvert var erindi alls þessa fólks frá mennta- málaráðuneytinu? Menntamála- ráðherrann var þarna ásamt konu sinni, Birgir Thorlacius og frú, Kristinn Hallsson og frú. Það verður að teljast eðlilegt að ráð- herrann hafi farið, enda er hér um að ræðamenningarkynningu.Hann bauð einnig bandarískum fræði- mönnum sem stunda íslensk fræði til hádegisverðar í New York. Einnig var hann fulltrúi íslands við kynningu á samnorrænu mál- verkasýningunni umdeildu í Washington, kynningu sem haldin var fyrir fjölmiðla. Þeir félagar Birgir og Kiistinn eru, þegar þetta er ritað, ennþá í Bandaríkjunum að sögn menntamálaráðuneytis- ins. " í förinni í Bandaríkjunum voru einnig Hans G. Andersen sendi- herra ogfrú.Sverrir Haukur Gunn- laugsson frá ísl. sendiráðinu í Washington og frú, og frá utan- ríkisráðuneytinu héðan fór Tómas Karlsson og frú. Verður að teljast að þetta sé all-fjölmennur hópur, svo ekki sé meira sagt. Fjölmennið var svo mikið að ekki var til nóg af miðum fyrir blaðamennina sem komu frá íslandi á blaðamanna- fund með þjóðhöfðingjunum sem haldinn var í National Press Club! Þegar sendiráðið í Washington var búið að taka frá miða fyrir íslensku sendinefndina voru einungis þrír miðar eftir fyrir 7 blaðamenn! Halldór Reynisson forsetaritari: Ég bjóst við því fyrirfram að góður rómur yrði gerður að máli Islands og annarra Norðurlanda í sambandi við þessa kynningu á Norðurlöndum nútímans. Okkar hlutur varð sérstaklega stór vegna þess hlutverks okkar að forseti ís- lands var þarna í forsvari fyrir öll Norðurlöndin. Við íslendingar megum mjög vel við una, því að athyglin beindist svo mjög að ís- landi fyrir bragðið. Mér er sérstaklega minnisstæð dvöl okkar í Minneapolis. Það var eins og að koma á þjóðhátíð. Það kom dáh'tið á óvart að það virtist sem allir hefðu lagt hönd á plóginn við hátíðina. Mér fannst ákaflega tilkomumikið að koma inn í Metrodome í Minneapolis þar sem 55.000 manns voru viðstaddir og tóku þátt í stærstu landkynningar- samkomu sem ég hef orðið vitni að. Sjálfum fundust mér einnig mjög ánægjulegar allar viðtökur er við fengum í Seattle, og hið norræna yfirbragð sem þar er á öllu. Þess ber að gæta þegar rætt er um þessi tvö fylki, Minnesota og Washington að þar er fólk af norrænum uppruna mjög fjöl- mennt. Talið er t.d. að í Washing- Halldór Reynisson forsetaritari: Okkar hlutur varð stór tonfylki einu séu um 5000 manns sem eiga ættir að rekja til íslands. Um umfjöllun fjölmiðla sagði Halldór: Við hér á íslandi hugsum oft sem svo, og lítum þá í eiginn barm, að sjálfsagt sé að svona kynning eins og Scandinavia Today fái mjög ýtarlega umfjöllun í fjölmiðl- um og að sh'k kynning eigi greiða leið til almennings. En í Banda- ríkjunum eru 230 milljónir íbúa og það er ekki hægt að ætlast til þess að kynning sem þessi nái til allra. Hins vegar miðað við þetta fyrir- tæki hefur landkynning fyrirNorð- urlöndin og þá sérstaklega ísland Setningarræðu Vigdísar Finnbogadóttur sjónvarpað um Bandaríkin. tekist mjög vel, og við Islendingar getum verið mjög ánægðir. Og á Bandaríkjamönnum var það sama að heyra. Það var t.d. frétt um öll Banda- ríkin þegar Vigdís forseti hitti Reagan Bandaríkjaforsetaað máli í Hvíta húsinu; blaðamannafundi í National Press Club með þjóð- höfðingjum Norðurlandanna var öllum útvarpað beint um öll Bandaríkin sem og hátíðarsam-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.