Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 Út er komin hjá ísafoldarprentsmiðju bók, sem ætla má að marga fýsi að sjá. Ber hún titilinn: Úr fórum Jakobs Hálfdánarsonar: Sjálfsæ visaga — Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga. Fyrsta kafla bókarinnar nefnir Jakob: „Dálítil frásaga eigi merki- leg og þó í vissum greinum ein- kennileg.“ Greinir hann þar frá æviferli sín- um í stórum dráttum og er frásögn- in rituð á árunum 1901-1908. Næsti kafli nefnist: „Jakob Hálfdánarson hefur í áformi að skrifa hér um Kaupfélag Þingeyinga frá 1881 til 1891“, ritaður á árabilinu 1891- 1902. Þá er greinin „Eitt orð um viðskipti“, en þar skýrir höfundur viðhorf sín til þeirra mála. Greinin birtist í nokkrum tbl. Ófeigs, handskrifuðu blaði Þingeyinga 1892. Loks er greinin „Fáir drættir úr djúpi“, en þar er enn fjallað um Kaupfélag Þingeyinga og tildrögin að stofnun þess. Sú grein er samin í tilefni aðalfundar Kaupfélags Þing- eyinga 1912 og birtist í Tímariti Kaupfélaga og samvinnufélaga sama ár. Alnafni Jakobs og afkom- andi, Jakob Hálfdánarson, tækni- fræðingur, hefur tekið saman niðjatal þeirra hjóna, Jakobs og Petrínu. Bókinni lýkur svo með mynda- og nafnaskrá, en henni fylgir og kort, gert af Jakobi yngra, þar sem merktir eru bæir og ör- nefni, sem fyrir koma í bókinni. Jakob Hálfdánarson um það leyti sem hann vann að stofnun Kaupfélags Þingeyinga. Jakob Hálfdánarson á cfri árum. Á moldum hans hefur vaxið Einar Laxness ritar ýtarlegan for- mála en hann hafði umsjón með útgáfunni, ásamt Pétri Sumarliða- syni, sem nú er látinn. Sjálfsagt kemur það ýmsum á óvart hve mikið Jakob Hálfdánar- son lét eftir sig í handritum, sem nú eru ýmist geymd í Landsbókasafn- inu eða hjá niðjum hans. Því fer fjarri að allt hafi verið tínt upp úr handraða Jakobs með útkomu þessarar bókar og munu margir vænta þess, að ekki verði látið við hana eina sitja. Hrifinn af mörgum hugvekjum Jakob Hálfdánarson fæddist að Brennuási í Fljótsheiði við Bárðar- dal 5. febrúar 1836. Foreldrar hans voru hjónin Hálfdán Jóakimsson og Aðalbjörg Sigprðardóttir. Hjá þeim var aldrei auður í garði en með dugnaði og sparsemi komust þau þó af án annarra hjálpar, „það er að segja úr mannanna sveit“. Á Brennuási ólst Jakob upp, var far- inn að lesa húslestra 8 ára gamail, lærði undirstöðuatriði í reikningi en skriftarkennsla var „lítil og hvikul“. Brennuás var bókaheimili miðað við það, sem þá gerðist hjá efnalitl- um bændum. Faðir Jakobs keypti Ný félagsrit, útvegaði sér Alþing- istíðindin og þau tímarit íslensk, sem fáanleg voru, svo sem Ármann á Alþingi. „Og ég varð hrifinn af mörgum hugvekjum til framfara og félagsskapar, sem þessi rit höfðu í sér fólgnar og mun ég því mörgum unglingum fyrri hafa byggt loft- kastala um félagsskap og aðrar framfarir, sem ekki hefur þó orðið með öllu þýðingarlaust, þó margt hafi fokið út í veður og vind“. Og víst var þarna þeim fræjum sáð, er áttu eftir að bera ríkulegan ávöxt. Þrettán ára gömlum var Jakobi komið fyrir til náms hjá sr. Jóni Austmann á Eyjadalsá. Ekki gekk það nám allt að óskum sr. Jóns. Hann taldi latínuna nauðsynlega undirstöðu annars tungumála- náms. En Jakob leist ekki á latín- una og aftók með öllu kynni við hana. Varð svo að vera þótt sr. Jóni þætti miður. Aftur á móti komst Jakob nokkuð niður í dönsku, landafræði og reikningi. Eftir ferminguna dvaldist Jakob heima á Brenniási, byggði þar sína „loftkastala" og las „oft um félags- skap og fannst hann vera almáttug- Flutt í Grímsstaði. Vorið 1857 fluttust foreldrar Jakobs að Grímssöðum í Mývatns- sveit en hann hafði farið þangað árið áður. Við þann bæ var hann jafnan kenndur síðan. Á Gríms- stöðum var Jakob betur settur með að koma á framfæri félagsmálahug- myndum sínum en á meðan hann var á Brenniási. Gekkst hann m.a. fyrir stofnun tókbaksbindindisfé- lags, lestrarfélags og sparisjóðs, sem þó varð ekki langær, „datt í sundur af frosti og fjúki fáum árum seinna“. í raun og veru undi Jakob aldrei vel veru sinni á Grímsstöðum. Kom þar ýmislegt til en mestu mun þó hafa valdið að hann var þar leiguliði og þeirri aðstöðu, eða öllu heldur aðstöðuleysi, undi hann illa. „Ég hafði lengi þráð frjálsan blett einhversstaðar á jörðinni og ekki fengið hann. Þótti honum ör- vænt um að úr því rættist hérlendis og afréð að flytja til Brasilíu. En vegna truflunar á skipsferð sat Jak- ob eftir. Sú truflun varð áhrifarík um félagsmálaþróun með Þingey- ngum og raunar landsmönnum >llum. En þótt ekki yrði af Brasilíuför- nni flutti Jakob frá Grírnsstöðum eftir fimm ára dvöl þar, • og að Brettingsstöðum. Og „fannst mér þár heiðríkara yfir mér en nokkurn tíma áður og eftir, því þetta kot mátti ég fara með eins og ég vildi“. Heiðríkjan hélst þó aðeins í tvö ár, þá varð Jakob að flytja í Gríms- staði á ný, mest vegna dauðsfalla í fjölskyldunni. Þjóðhátíðarför 1874. Jakob mætti fyrir hönd Þingey- inga, ásamt Jóni á Gautlöndum, á iþjóðhátíðinni á Þingvöllum árið 1874. Gekk hann þá með þá hug- mynd, að koma upp einu framfara- félagi yfir landið allt í minningu þjóðarafmælisins. Þótt Jakob tali um eitt framfarafélag virðist hann hafa haft í huga, að hin einstöku félög, sem starfandi væru víðsvegar um land, mynduðu með sér sam- band og styddi þannig eitt félagið annað. Hreyfði Jakob þessari hug- mynd fyrst heima í héraði en síðan á Þingvöllum. Virtust margir að- Hyllast hana en af framkvæmdum varð ekki og bíður hvað síns tíma. En þarna braut Jakob upp á hug- mynd, sem síðen átti eftir að verða að veruleika, þar sem eru hin margvíslegu félagasamtök, sem nú spanna landið allt. En J'akob var þarna á undan sínum tíma, sem stundum endranær. Ekki var Jakob allskostar ánægður með þjóðhátíðina en lýs- ir, sumu sem þar gerðist, mjög skemmtilega: „Kristján 9. er, að mér fannst, mikið ljúfmenni, fjörugur og skarplegur, - af dönskum mönnum, er ég hefi séð, flestum fremur. Veisla mikil var haldin kóngi af erindsrekum þjóðarinnar á Þingvelli, og hefi ég þar mest borgað fyrir eina máltíð, reykvísk- Uppskipun við lausabryggju á Húsavík um aldamótin. um veitingamanni, 12 kr. og aðra handa hirðinni, 10 kr., sem hver ftmdarmaður þjóðkjörinn, varð að leggja til“. Jakob dvaldi tvo daga í Reykjavík: „Annan daginn var ég við borð konungs og finnst mér hálf róman- tískt að minnast þess og lýsa. Borð- haldið var fyrir 20-30 menn, 3 karl- menn þjónuðu fyrir borðum, allir í hárauðum kjólum, 10 sinnum var borið á borð og af og 3 réttir matar í hvert skipti. Salurinn glumdi af hljóðfæraslætti, og var nýtt lag byrjað í hvert sinn er á borð var borið. Þegar frá upphafi lá seðill hjá hverjum diski, er prentað var á, hvaða réttir ættu að koma á borð- ið.... Mikill er munur, er maður lítur frá þessu, sem er daglegt brauð þess manns, er hlotið hefur þetta nafn, „konungur“, til hins ve- sælasta, er ég hefi heyrt og séð vera daglegt brauð manneskjanna, svo sem þurr biti brauðs eða annað því um líkt. Og þó er ekki vissa fyrir að hinn sé sælli en þessi, - og báðir jafnt herfang grafar og gleymsku fyrr eða síðar“. Brettingsstaðir. - Svartkrítarmynd K. Jakobsson. Grímsstaðir. - Svartkrítarmynd Petrínu K. Jakobsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.