Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 32
DJOÐVIUINN Helgin 16.-17. október 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Aðalsími Kvöídsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 nafn vikunnar Guð- mundur Steinsson Nafn vikunnar aö þessu sinni er Guðmundur Steinsson, en hann er höfundur Garðveislu, sem sýnd er um þessar mundir í Þjóðleik- húsinu. Guðmundur og Garð- veisla hans hafa verið mikið í fréttum allt frá því í vor, er æfing- ar á Garðveislunni hófust. Tveir ieikarar hættu í sýningunni í vor, en mjög algengt er að skipt sé um leikara i hlutverkum á æfinga- tímabilinu og þá af ýmsum ástæð- um. Nú brá hins vegar svo við að nokkrir fjölmiðlar gerðu úr þessu hið mesta fjaðrafok og gáfu sér að leikararnir hefðu hætt vegna þess að þeir hefðu átt að vera naktir. Hér var sem sagt búið að svið- setja hinn mesta skandala, löngu áður en verkið var farið að taka nokkra mynd á æfingum, enda kom í ljós að engar hugmyndir höfðu nokkru sinni verið uppi um að viðkomandi leikarar yrðu naktir í sýningunni. Þegar verkið var svo frumsýnt í haust héldu fjölmiðlar enn áfram að blása upp hneykslisfréttir um verkið, og fæddist það þvi inn í heldur óvinsamlegan heim. Gagnrýnin hefur verið allmisjöfn og talsvert um hneykslunarraddir sem telja að hér sé á ferðinni hið mesta klám og guðlast. Það gerðist svo í vikunni að höfundur leikritsins Garðveisla, kveður sér hljóðs í fjölmiðlum, en til þessa hefur verið hljótt um hann og hans skoðanir á málinu. í yfirlýsingu sem hann lætur fara frá sér segir m.a.: „Leikhúsfólki er það vissulega alltaf gleðiefni ef því tekst, að hræra við hugum manna. - Það er eitt af hlutvcrkum ieikhússins að vekja menn til umræðu um mál er við teljum að séu okkur öllum nokkurs virði. En ég hefði kosið að það hefði verið með öðrum hætti, því ég tel mig eiga brýnt erindi við áhorfendur í þessu verki. Ég hefði óskað að umræð- an beindist að meginkjarna verks- ins en ekki að þeim hlutum sem eru því og mér alveg óskyldir og liggja óraleiðir frá mér og mark- miðum sýningarinnar" Leikrit Guðmundar, Garð- veisla, liggur nú fyrir á prenti, en það er Lystræninginn sem gefur verkið út. Menn geta því kynnt sér verkið og boðskap þess, að svo. miklu leyti sem leikrit verður metið af bók, en ennþá frekar með því að sjá þessa umdeildu sýningu í Þjóðleikhúsinu. Því má svo bæta við að Guðmundur Steinsson er einn afkastamesti leikritahöfundur íslendinga. { vetur verður leikrit hans, Stundarfriður væntanlega leikið bæði í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og í Þjóðleik- húsi Svía, Dramaten, en enginn íslenskur leikritahöfundur fyrr og síðar hefur komist samtímis inn á þessi tvö höfuðvígi norrænnar leiklistar. s í Riddurum hring- stiganserþað strákur sem segir söguna... ég álít að heimurinn passi vel inn í strákshöfuð Heimurinn í höfði stráks Fyrst var spurt hvort þessi skáldsaga - þar sem höfuðper- sónumar eru Reykjavíkurstrák- ar í nýbyggðu hverfi fyrir hér um bil tveimur áratugum - væri ein- hvers konar framhald af ljóðun- um, þar sem bæði þessi tími og þetta skeið æskunnar eru ofar- iega á baugi. - Bæði já og nei, svarar Einar og kemur sér makindalega fyrir, augsýnilega alvanur viðtölum. í ljóðabókinni „Róbinson Krúsó snýr aftur” eru nokkur ljóð sem eru ort með svona stráksrödd, Viðtal og myndir hg Sögur spruttu af grunnum húsanna Viðtal við Um þessar mundir kemur út hjá Almenna bókafélag- Einar Má Guðmundsson í tilefni útkomu verðlaunasögu hans ljóð einsog til dæmis „Skærulið- amir hafa umkringt Vatnaskóg”. Hvað eigum við að segja, þar er reynt að draga heiminn inn í strákshöfuð, vel að. merkja ímyndað strákshöfuð. í Riddur- um hringstigans er það strákur sem segir söguna, og stráksrödd- in er orðin skáldsögupersóna af holdi og blóði, með augum og tönnum. Strákurinn Jóhann Pét- ursson segir söguna og er um leið persóna í henni. Sjónarhorn hans er kannski ekki alveg óskylt því sem er í ljóðunum, manns- rödd talar í gegnum strákshöfuð. Ég álít að heimurinn passi vel inn í strákshöfuð. Það er ekki eins mikið af landamæravörðum í hug þeirra. Og svo geta þau verið ógnvekjandi einsog hnötturinn. - En hvar skilur þá á milli ljóð- anna og sögunnar? flýtir blaða- maður sér að skjóta inní. - Fyrir mér er munurinn á Ijóðum og sögum ekki svo mikill. Saga án Ijóðrænnar tilfinningar er leiðinleg, og það er vel hægt að segja sögur í ljóðum. En ef til vill má segja að í sumum ljóðunum mínum sé þeirri veröld lýst utan- frá sem í sögunni er lýst innanfrá. Sko, sérðu, ég hugsa hlutina oft öðruvísi í ljóðunum. í þeim er mun meiri bein félagsleg pæling. inu skáldsaga sem hlautfyrstu verölaun í afmælissam- keppni félagsins nú í vor, ,,Riddararhringstigans”eftir Einar Má Guðmundsson. Einar Már hefur áður sett á prent þrjár Ijóðabækur, „Er nokkur í kórónafötum hér inni?” og „Sendisveinninn ereinmana” árið 1980, og ,, Róbinson Krúsó snýr aftur’ ’ vorið 1981. Sama ár kom út í Danmörku úrval úr þessum bókum undir nafninu „Frankensteins kup” (Valdarán Frankensteins). Ridd- arar hringstigans er fyrsta skáldsaga Einars Más, og afleysingafréttaritara Þjóðviljans þótti því vel til fundið að halda á fund hans á Kristjánshöfninni í Kaupmanna- höfn og spyrja hann spökum spjörunum úr um yrkingar og sagnagerð og tengslin þarna á milli. í sögunni er hið félagsiega frekar undirtónn. Ljóðin voru líka oft krydduð þessu módemíska þunglyndi, ljóð einsog „cold war blues” í Róbinson Krúsó, og ,,OG” í Sendisveinninn er ein- mana. í sögum verður maður að leyfa tímanum að njóta sín, á meðan maður í ljóðum pakkar honum í misfagrar umbúðir. Staðnaðir geimfarar - Hvað með þennan tíma sem tekinn er fyrir bæði í ljóðum og sögu? spyr ég meðan Éinar Már fær sér Camel; svona í kringum 1960, hafa honum áður verið gerð skil í sögum? - Nei alls ekki, sem betur fer fyrir mig. Kannski fattar maður ekki samtímann fyrr en eftir á, ég veit það ekki. En mér finnst merkilegt að skáldin á sjötta og sjöunda áratugnum, módernist- amir eða atómskáldin, þau eru að pæla í állt öðmm hlutum en þeirri veröld sem var að vaxa upp í kringum þau. Á meðan sögum- ar spruttu af grunnum húsanna allt í kringum skáldin voru þau meira í Ieit að sálarangist í búðar- gluggum, enskuslettum hjá ung- börnum, eða sátu á útlenskum torgum og kaffihúsum og gerðu uppdrætti að kirkjuturnum. Þetta var jú stemmningin þá, grámygla hversdagsins númer eitt, tvö og þrjú. A meðan lifði söguhefðin . helst meðal hús- mæðra við eldhúsborðin og nærðist á Kaaber-kaffi. - En voru atómskáldin og aðrir höfundar þessa tíma ekki Bítlarnir voru eins konar alþjóöasam- band unglinga einmitt að rísa gegn stöðnun í ís- lenskum bókmenntum? - Jú auðvitað- Þau voru að rísa gegn stöðnun, gegn íhaldssemi af öllum fáanlegum sortum. Þau opnuðu möguleikana fyrir nýrri Ijóðlist og nýjum leiðum til að horfa á hlutina. Gerðu ljóðlistina að öðru og meira en vfsum fyrir drykkfellda hestamenn. En hvers vegna hafa svo margir þess- ara „djörfu bylgingarmanna sem ruddu nýjum formum braut”, einsog alítaf er sagt við hátíðleg tækifæri, endað sem gamlir nöld- urseggir? Nú mega þeir sem ruddu nýjungunum braut ekkert nýtt sjá, það er hlálegt. Yrki unglingur ljóð eða tjái sig um heiminn fær hann þessa grasa- tínslumenn yfir sig í búnaðar- blöðum af öllum kynjum. Og þess vegna þegar þú spyrð hvort eftirstríðsáraskáldin hafi ekki verið að rísa gegn stöðnun er spurningin kannski frekar hvar stöðnuðu þau sjálf, segir Einar og hnyklar brýrnar. Allt virtist fara í taugarnar á þeim, bítlarnir, plastleikföng o.s.frv. Nútíminn var bara syndafall. Ég vil meina að á eftirstríðsárunum þegar menn voru sem ákafastir í að horfa út fyrir klakann hafi þeir oft, í stað þess að draga alþjóð- legar víddir inn í sinn eigin heim, gerst svo súperintematíonal að við lá að þeir breyttust-í geim- fara. Alþjóðasam- band unglinga Var það ekki einmitt þetta sem einn danskur gagnrýnandi nefndi í sambandi við ljóðin þín, að það væri merkilegt hvað þessi reynsla ungs fólks væri alþjóðleg, þú gætir rétt eins verið að tala um Kaupmannahöfn og Reykjavík? - Sko, er það ekki yfirleitt það sem menn ganga út frá þegar þeir skrifa bókmenntir, að þeir skilji hver annan? Annars geta menn bara talað við sjálfa sig eða skrif- að hver öðrum bréf sem er líka nauðsynlegt, segir Einar á með- an hann setur Igga Popp á fón- inn. í dag eru líka öll samskipti orðin miklu alþjóðlegri. Ég álít að með Bítlunum miklu frekar en með Sameinuðu Pjóðunum hafi menn byrjað að tala saman eða kallast á á milli landa. Bítl- arnir voru eins konar alþjóða- samband unglinga. Eða til að nota nýjasta frasann, Bítlarnir staðfestu fyrir mönnum „sameig- inlegan reynsluheim". Þaðeral- veg sama hvort þú talar við mann frá Sauðárkróki eða Melbourne; tilfinningin er þarna. Á sínum tíma varð „I want to hold your hand“ eins konar „Öreigar allra landa sameinist" unga fólksins. Framhald á bls. 30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.