Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 9
Helgin 16.-17. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Mikil sölu- aukning hjá Dráttar- vélum h.f. Veruleg söluaukning hefur orðið hjá Dráttarvélum hf. það sem af er árinu. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Gunn- arssonar, framkvstj., nam heildarsala fyrirtækisins fyrstu 9 mánuði þessa árs 25,2 millj. kr. á móti 9,9 milj. á sama tíma sl. ár. Skiptist þetta þannig, að sala tækja og véla hjá Söludeild hefur orðið 19,1 millj. nú, en 6,7 millj. í fyrra; sala Varahlut- adeildar 6,1 millj. kr. nú, en3,2 millj. kr. í fyrra. Að sögn Gunnars hefur aukningin fyrst og fremst orðið í sölu hverskonar búvéla. Sala á Massey-Ferguson dráttarvélum mun um þriðjungur af sölunni hjá Söludeild, ýmsar búvélar aðrar annar þriðjungur og svo aðrar vél- ar og tæki, gröfur o.fl. Gunnar áleit, að um fjórðungur þeirra dráttarvéla, sem fluttar yrðu til landsins í ár, myndu vera af gerð inni Massey-Ferguson. - mhg Vegna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands 7.10. 1982 Athugasemdir við gagnrýni Margt er bullað í blöðum og ekki nema eðlilegt. Þjóðviljinn hefur verið keyptur á mitt heimili undan- farin tíu ár og mér oft líkað mis- jafnlega innihald hans, enda senni- lega fremur andstæður þeim helstu stjórnmálaskoðunum, sem birtast í blaðinu. Það er ekki í frásögur fær- andi og skiptir hér engu máli. Þegar um er að ræða skrif í þetta annars oft skemmtilega dagblað, sem beinlínis rífa niður sinfóníu- hljómsveitina okkar, þá kemur að því að hreyfa verður andmælum. Það er Þjóðviljanum ekki sam- boðið að hafa gagnrýnanda, sem hvorki hefur í sér nennu til að sitja tónleika né heldur virðist hafa, af skrifum hans að ráða, nokkrum tónlistarsmekk. Hvort það á að líta á skrif hans sem gálgahúmor eða L.Þ. sé áhug- amál að drepa niður íslenska tón- list veit ég ekki, en hitt er víst að skrif hans um tónleikana þann 7. október s.l. voru ekki dagblaði sæmandi. Ég hef fylgst með framförum þessarar hljómsveitar undanfarin 6 ár með því að sækja hljómleika hennar og veit, að nær allir eru mér sammála um, að hljómsveitin hef- ur tekið gífurlegum framförum einkum síðustu 2 ár, en stjórnandi hennar Jean Pierre Jaquillat hefur stjórnað henni síðustu 3 ár og á eflaust mikinn þátt í þeim fram- förum. Varðandi umrædda tónleika og ummaéli L.Þ. t.d. um 6. sinfóníu Tschaikowskys vil ég fullyrða að flutningur hljómsveitarinnar jaðr- aði við að vera frábær og með því betra, sem þessi hljómsveit hefur gert. Orð L.Þ. um verk Jónasar Tómassonar, sem var bráð- skemmtilegt, eru ekki svaraverð, en þær annarlegu hvatir, sem hljóta að liggja að baki þessum skrifum öllum hjá L.Þ. væru sjálf- sagt verðugt verkefni fyrir sérfræð- inga á öðru sviði en tónlist. Því miður á ég ekkert ráð til L.Þ., en ég skora á dagblaðið Þjóð- viljann að sjá hvort ekki sé hægt að fá til starfa óbrenglaðri talsmann góðrar tónlistar í landinu en um- ræddan L.Þ. Að síðustu vil ég nefna, að ráð væri hjá blaðinu að fá sér nýja mynd af stjórnanda hljömsveitar- innar, ef birta á aftur, því sú, sem fylgdi furðuskrifunum í síðasta helgarblaði er hlutaðeigandi til skammar fyrir aldurs sakir. Það er e.t.v. skiljanlegt að birta gamlaðar drengjamyndir af stjórnmálalegum andstæðingum, en ekki trúi ég Þjóðviljanum til þess að vera á móti tónlist. Ármann Ö. Ármannsson. St. Jósefsspítali Landakoti Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar: Lausar eru tvær stöður aðstoðardeildar- stjóra á lyflækningadeild l-A, frá og með ára- mótum. Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á lyflækninga, handlækninga og gjörgæslu- deild. Skurðstofa: Laus staða fyrir hjúkrunarfræðing með sér- mám í skurðstofuhjúkrun. Einnig er laus námsstaða fyrir hjúkrunarfræðing. Röntgendeiid: Starfsmaður óskast til sjúkraflutninga á spít- alanum. Vinnutími kl. 8-16 alla virka daga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 19600 kl. 11-12 og 13-15. Reykjavík 15. október, 1982. St. Jósefsspítalinn Landakoti. Nytttækí tiíb^H þjonustu reiðubúíð Olís hefur nú tekið í notkun nýtt tæki, olíusugu sem gerirviðskiptavinum kleift að fá skipt um vélarolíu á bílum sínum á ein- faldan og hraðvirkan hátt. Olíusugan sem er til ókeypis afnota, er sett upp miðsvæðis í borginni, á bensínaf- greiðslu Olís við Álfheima, gegnt Glæsibæ. Olíusugan er einföld í meðförum: Sog- röri er rennt niður um olíukvarðagat vélar- innar og óhreina olían sogast upp á auga- bragði. Síðan er nýrri og hreinni olíu hellt á vélina, lesið af kvarðanum til öryggis, — og ekið af stað. Við bendum bíleigendum á að ódýrasta og einfaldasta ráðið til að viðhalda bílvél- inni er að fylgjast vel með olíunni og skipta reglulega. Slíkt stuðlar einnig að minni eldsneytiseyðslu. Við bendum einnig á að Olís býður ein- göngu l.flokks gæða olíurfrá B.P. og Mobil. Einföld olíuskipti — gjörið svo vel. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.