Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 7
Helgin 16.-17. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Björn ríki veginn á Rifl 1467: Attust þeir þar illt við” Sögulegur steinn verður tilefni upprifjunar. Hér segja sögur að enskir hafi hálshöggvið Björn ríka Þorleifsson hirðstjóra. Vígið varð tilefni mikilla eftirmála og margir rekja ófrið Dana og Englendinga árið 1468 sem stóð í nokkur ár til þessa vígs í Rifi. Björn hirðstjóri sem var kvæntur Ólöfu dóttur Lofts ríka stóð í ströngu við enska um langa tíð. í bók Gunnars M. Magnúss, Landhelgisbókinni, segir m.a um þessa atburði: „Eftir að Björn ríki var orðinn hirðstjóri hér, lét hann enska hvergi í friði þarsem hann til spurði um ólöglegar atfarir þeirra. Þau hjón hafa búið á Skarði á Skarðs- strönd. Hið strengilega bann er Kristján konungurgaf út hið síðasta ár, og afturköllun verslunarleyfa handa Englendingum, virðist hafa verkað í gagnstæða stefnu. Enskir hafa siglt hingað eftir sem áður, meðal annarra hafa á þessu ári komið hingað Englendingar frá Lynn. Björn hirðstjóri mætti þeim á Rifi á Snæfellsnesi. „Áttust þeir þar illt við“ og „féll þar Björn og sjö menn aðrir með honum, en Þorleifur sonur hans varð handtek- inn, en Ólöf komst undan með XX menn, og þó sem nauðulegast, því þeir veittu henni eftirför; hún kom til Rauðamels ytra“. Hirðstjóri höggvinn í spað og sjö menn aðrir Eigi skal gráta Björn bónda Berast hinar hroðalegustu fregn- ir af viðureign þessari, sú er ein, að Englendingar hafi höggið líkama Björns í stykki og sökkt þeim í sjó. Þetta er haft eftir Ólöfu konu hans, eftir atburðinn: — Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði. Lét hún síðan leysa út Þorleif son sinn, en eftir það hefur hún leitað grimmilegra hefnda; eru nú enskir hvergi óhultir fyrir henni og hennar mönnum. Hefur hún látið drepa þá, hvar sem þeir hafa náðst, en vestur á ísafirði hefur hún látið taka 3 duggur með áhöfn allri. Ganga nú hinar stórfenglegustu sögur af framgöngu Ólafar, enda skelfast enskir, er þeir fregna af ferðum hennar". Síðar dró til stórátaka þegar Kristján konungur I. lét gera nokkur skip enskra upptæk í Eyrarsundi. En það er framhald þessarar sögu. — óg Blaðamaður í því bóli Bjarnar sem enginn vildi gista. Það er þingmaður og héraðshöfðingi sem fer með dárskap ogspé við blaðamann. Farið í steininum er sagt vera eftir eggvopn enskra er þeir vógu Björn bónda á Skarði. Steinninn er á Rifi. .. Helgarferöir-vikuferöir AMSTERDAM. - eina sanna ..Evrópuhjartað Amsterdam er óumdeilanlega í sviðsljósinu um þessar mundir - jafnt hér- lendis sem erlendis. Þessi fallega stórborg hefur í æ ríkara mæli tekið við hlutverki hins eina sanna „hjarta Evrópu" og í borginni finnur þú tækifæri til nær allra þeirra hluta sem hugurinn girnist. Einstaklingsferðir Brottför alla föstudaga í 5 daga ferðir. Brottför alla þriðjudaga eða föstu- daga í vikuferðir. Innifalið f verði: Flug, gisting með morgunverði. Gisting á lúxushótelunum Marriott og Hilton eða á hinu stórskemmtilega og vingjarnlega Parkhotel. Allt einstaklega vel staðsett hótel. Hópferðir aðildarfélaga 5 daga ferðir (hægt að framlengja) Október: 22, 29 Nóvember: 12, 26. Desember: 10. Verð er sama og f einstaklings- ferðunum en auk flugs og gistingar með morgunverði er eftirfarandi innifalið: Ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og skemmtisigling um síki Amsterdam. Næturlífið er fjölskrúðugt og eldfjörugt, verslanirnar í sérflokki, veitingastað- irnir hver öðrum skemmtilegri og listheimurinn óviðjafnanlegur. Síðast en ekki síst mætir þér hvarvetna glaðvært og hlýlegt viðmót sem Hollendingar hafa löngum verið annálaðir fyrir. Hvað er gert í Amsterdam? Verslun Glæsilegar verslanir af öllum tegundum. Verðlagið er engu líkt. Veitingahús Veitingahúsin eru frá öllum heims- hornum enda gjarnan sagt að ( Amsterdam sé hægt að „borða á öllum tungumálum". Líflegir barir og notaleg kaffihús að auki. Næturlífið Diskótek, næturklúbbar og skemmtistaðir skipta hundruðum. Myndlistin 50 listasöfn, t.d. Rembrandt- og Van Gogh söfnin, Rijksmuseum, Stede- lijks Museum, vaxmyndasafnið Madame Tussaud's, hús önnu Frank o.fl. Tónlistin Klassík, popp, jazz, kirkjuorgel og margt fleira. Snjöllustu listamenn heims troða upp í hverri viku. Gleymum heldur ekki ballettinum og 50 kvikmyndahúsum með allar nýjustu myndirnar með ensku tali. Knattspyrnan Deildarkeppnin, Evrópuleikir, lands- leikir. Verð frá kr. 4.950 Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ib Verð miðast við flug og gengi 1.9.1982

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.