Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 Lýðveldið Ekvador Flatarmál: 270.670 km2 Fólksfjöldi: 7.185 miljónir (1975) Höfuðborg: Quito (um 600 þús. íbúar) Stærsta borgin: Guayaquil (850 þús. íbúar) Árið 1973 bjuggu 38% í borgum Kynþættir: indíánar 39%, kynblendingar 41% hvítir 10%, blökkumenn og múlattar 10%. Tungumál: spánska, en indíánar í hálendinu tala ketsjúkamál Mikilvægustu útflutningsvörur: hráolía, bananar, kaffl, kakó og sykur. Ekuador Yflrbyggður vörubfll á götu í Quito, ætlaður til fólksflutninga. Guayaquil QUITO í ágúst Borgarlíf i 3000 m hæö. Quito höfuöborg Ecuador, liggur i 2850 m hæð yfir sjávar- máli og er ein hæstliggjandi höfuðborg i heimi. Einungis LA PAZ, höfuðborg Bóliviu, slær hana út, hér i álfu. Nýkominn gestur finnur fljótlega fyrir hæð- inni. Orstutt labb uiii göturnar framkallar skyndilegan súrefnis- skort. Sé gengið of hratt upp hallann, finnur maður fljótlega fyrir máttleysi i hnjánum og andardrátturinn örvast fram úr hófi. Sé haldið áfram, fer andar- teppa og svimatilfinning að gera vart við sig. Ferðamönnum er ráðlagt að hafa hægt um sig fyrsta sólarhringinn, borða litið og forðast áfengi. En þótt Quito liggi hátt, er borgin umlukin enn hærri fjöll- um. Borgin stendur i hliðum eld- fjallsins PICHINCHA, sem er um 4800 m. á hæð, og fjallahringurinn er ólýsanlega tilkomumikill. Af CERRO dePANECILLO (bein þýðing: Brauðfjall) má i góðu skyggni sjá CAYAMBE ( 5790 m) og COTOPAXI (5897 m). Hið siöarnefnda er hæsta virka eld- fjall i heimi. Órofa þyrping af húsum og strætum breiðist útum hásléttuna i allar áttir og inn á milli má lita breið torg, lysti- garða og kirkjuturna. I Quito er sjaldan heiðskir himinn, oftast léttskýjað, en loftslagið mjög þægilegt. Arið um kring er hér allt að 22 stiga hiti að degi til, en lækkar i 8—12 gráður á kvöldin. Borg Inkanna Quito er gömul Inkaborg. Um það leyti, er Spánverjar lögðu að landi i leit að gulli og gersemum, var rikinu skipt milli tveggja bræðra (ATAHUALPA i Quito og HUASCAR i Cuzco — nú Perú). Þennan klofning notaði Spánverj- inn PKARRO sér af miklum klókindum og náöi öllu rikinu á sitt vald. Quito, sem var nyrðri höfuðborg Inkanna, var siðan „endurreist” af fylgismanni Piz- arros, BENALCAZAR aö nafni, og hlaut nafnið SAN FRANCISCO DE QUITO. Gamli borgarhlutinn ber greinileg merki nýlendutim- ans. Hvitmálaðar byggingar með breiðum súlnagöngum, voldugar kirkjubýggingar, háir bogar á götuhornum, aiít ber þetta vitni um spænsk áhrif. QuitO/ þröngar/ skrykkjóttar götur/ hellulagöar, brattar. Skýjakljúfar i vestrænum stíl, stórbankar, f lug- félög, gangstéttarveitingahús og tipp-topp tíska frá Ev- rópu. Jakkafataklæddir herrar meö svartar stresstöskur og sjálfumglaðan svip, indíánakonur meö reifabörn á bakinu. Tötralegur betlari, sem réttir fram lófann og tautar tryllingslega fyrir munni sér. Sviphreinar bygg- ingar frá nýlendutímanum, ofskreyttar kirkjur, skugg- sælir trjágarðar, hlandlykt í dimmum hornum. Og yfir öllu saman ríkir stöðugur niður umferðarinnar, í bland við köll óteljandi götusala. Bílar og fólk Borgaryfirvöldin i Quito hafa séö sér þann kost vænstan að breyta flestum umferðaræðum i einstefnuakstursgötur. Umferðin er heldur betur ruddaleg, bilar og strætisvagnar berjast um plássið og fótgangendur eiga fótum fjör að launa. Eigi maður að hafa minnstu von um að komast yfir götu, dugir ekki annaö til en eld- snögg viðbrögð og töluverð heppni. Bilarnir eiga alltaf rétt- inn. Gangirðu yfir götu á grænu ljósi, máttu hvenær sem er eiga von á þvi að bill beygi i veg fyrir þig, án þess að sýna minnstu til- litssemi. Mótleikur fótgangenda felst i þvi, að stunda viðavangshlaup á miili tepptra og hæggengra öku- tækja, án þess að taka tillit til ljósa eða löggæsiumanna. Þó Einar Hjörleifsson segir frá dvöl sinni í Ecuador Fyrri hluti bætir aðeins úr skák, að lögreglu- þjónar standa viöa á gatnamótum og gegna hlutverki umferðar- ljósa. Stundum hefur mér sýnst rikja þegjandi samkomulag milli þeirra og fótgangenda. Lögreglu- mennirnir einbeita sér að þörfum bilanna, en láta i staöinn óátalin viðavangshlaup um göturnar. „Má ég bursta skóna þina?" Einhver svipmesti þáttur borgarlifsins eru götuviðskiptin. 1 gamla borgarkjarnanum eru götusalar með nokkurra metra millibili. Það er engu likara en helmingur borgarbúa standi á strætinu og bjóði hinum helm- ingnum til kaups allt milli himins og jarðar. Þarna kennir margra grasa; indiánakonur með börnin bundin á bakið bjóöa fram ávexti i körfum, litlir drenghnokkar selja blöð og sælgæti, eöa bursta skó vegfarenda, miöaldra maður reynir aö losna við mánaðar- gamla hvolpa, kona stendur á torgi með heilan hóp i kringum sig og lýsir hástöfum hinum frá- bæru flikum sem hún hefur á boð- stólum. 60% skortir fulla atvinnu Opinberlega er reiknaö meö þvi, að um eða yfir helmingur at- vinnufærra ibúa skorti fulla at- vinnu. Einungis um 4% hafa enga atvinnu, afgangurinn vinnur hluta úr degi eða fyrir lægra kaupi en eðlilegt er. Þetta dulda atvinnuleysi kemur m.a. fram i hinum gifurlega fjölda götusala. 1 Quito, sem telur um eina milljón ibúa með útborgum eru þeir um 30 þúsund talsins Raddir götusalanna. t mars siðastliðnum héldu göt- salarnir i Quito með sér fund. Aö fundinum loknum gáfu þeir út svohljóðandi yfirlýsingu (i útdrætti): „Við erum verka- fólkið, sem stöndum á stræt- um borgarinnar, i borgarhliðum og á torgum. Sem og á markaðs- torgum, fyrir framan kvik- myndahús, iþróttavelli og við helstu umferðaræðar til borgar- innar. Við bjóðum almenningi upp á margvislega þjónustu. Við burstum skó. Við seljum happ- drættismiða, blöð og póstkort, fatnað og skó. Sælgæti. innlenda og innflutta ávexti. Það er okkur að þakka, að nóg framboð er af kjöti og grænmeti á markaðstorg- inu...” Og yfirlýsingin heldur áfram: „Sérhvert okkar á sér sérstaka sögu. Juan var vikadrengur og siðan málari, viðgerðarmaður og bakaralærlingur. Seinna vann hann i vefnaðarverksmiðju og læröi aö nota vefstól. En I stað vefstólanna komu sjálfvirkar vélar og honum var varpað á dyr... Maria, sem kallar i sifellu: „kaupið happdrættismiða, dregið á morgun” vann frá barnsaldri erfiða vinnu sem þjónustustúlka. Henni leiddist stritið og vildi verða sjálfstæð... Manuel litli, sem gljáburstar skó vegfarenda, kom úr sveitinni með pabba sinum. Hann héltút á strætin með litinn kassa, bursta, áburð og lit- inn klút og kynntist þannig borg- inni... Hann langaöi að vinna i verksmiðju, en var sagt, að hann þyrfti að hafa lokið barnaprófi... Hann er enn skóburstari”. Kjör götusalanna Tekjur þessa fólks eru mjög misjafnar. Suma daga selst litið sem ekkert og aðra daga selst vel. „Við búum viö daglegt öryggis- leysi og tekjur okkar nægja okkur einungis til lifsviðurværis, en hvorki til þess að eignast viðun- andi húsnæði, fá fullnægjandi læknishjálp eða afla okkur frek- ari menntunar”. Engar opinberar tölur eru til um tekjur þessa fólks. En að meðaltali eru þær sjálfsagt enn lægri en venjulegt verkamanna- kaup. Lágmarkskaup verka- manna er hér um 4500 sucres á mánuði, eða um 650 danskar krónur (ég hef engin tök á þvi að fylgjast með islensku verðbólg- unni). Innfæddir segja mér, að þetta kaup nægi tæplega til fram- færis fjölskyldu. Ef fjölskyldan, oft 7—8 manns, vill gera meira en rétt að skrimta, er ekki um annað að ræða en drýgja tekjurnar. Konan, sem oftast er með heilan barria- hóp i kringum sig, eftir fyrstu hjónabandsárin getur þá reynt að ráða sig sem þjónustustúlku. í þvi starfi getur hún unnið sér inn jafnvirði 250 DKR á mánuði auk fæðis og húsnæðis. Eins og fram kemur I yfirlýsingu götusal- anna, hér að framan, er þetta þrælayinna, enda allt unnið meö handafli. T.d. er allt þvegið i höndunum á steyptum vaska- brettum, i isköldu vatni. Þvotta- vélar þekkjast varla nema á rik- ustu heimilum, og jafnvel þar borgar sig betur að ráða þjón- ustustúlku til að sjá um verkið, jafnframt þvi að þjóna fjöl- skyldunni til borðs og sængur. Einnig er algengt, aö konur sitji á fjölförnum stööum og eldi ofan i þá, sem framhjá ganga. Þegar liður á daginn, má fá kjöt, kar- töflur, maishröngla, banana og hrisgrjón á spottpris. Bensín á 60 aura .lítrann Verölag er hér ótrúlega lágt, séð með augum útlendings. Inn- lendir ávextir og grænmeti kosta sama og ekkert, en kjöt er heldur dýrara, eða um 12 DKR kilóið af nautakjöti. Bensinið kostar 15 sucres galloniö, eða um 60 aura litrinn. Samt hefur það þrefaldast i verði á skömmum tima. Eins er ódýrt i strætó eða um 30 aura danska. Nýlega kröföust eigendur strætisvagna 100% hækkunar far- gjalda, eða úr 2 i 4 sucres. Nú linnir ekki látum meðal almenn- ings, mótmælayfirlýsingum rignir yfir stjórnvöld, slagorð eru máluö á vagnana og námsmenn i GUAYAQUIL, stærstu borg Ecuador, efndu til viötækra götu- óeirða. M.a. kveiktu þeir i nokkrum vögnum. Eigendurnir brugðust við með þvi að taka vagnana úr umferð um tima og fóru fram á vernd lögreglunnar. Nú bendir allt til samgönguverk- falls i borgum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.