Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 athugasemdir Þórarinn Þaö gengur í bylgjum Pör Það þyrfti að athuga pör. Parið er undirstaða mannlífs, svo eitthvert líf sé nefnt. Af tvennu kviknar eitt. Sérhver mannvera erfædd afpari. Annað málersvo það að sumir eru par í hálfa mín- útu, aðrir kannski í nítíu ár. En parið birtist ekki bara þarna í grunninum. Segja má að saga mannsins sé um margt para- saga, svo víða sprettur þar eitt af tvennu. Ætli parið sé ekki meiri- háttar hreyfiafl í sögunni? Nú heyri ég hálsliði gnesta. Fé- lags- og einstaklingshyggjumenn hrista hausa, hvorir á sínum væng. En athugið vel: Hvorir á sínum væng í parinu sem þeir sjálfir eru saman. „Múgurinn er hreyfiaflið". „Nei, þaðer hetjan einasem öllu veldur“, tuldra þeir á víxl. En hvað er þétta tvennt, múgurinn og hetjan annað en par? Par er par hvort sem sam- komulagið er tekið úr verki eftir Strindberg eða Disneymynd fyrir alla fjölskylduna. Eg veit ég þarf ekki að tíunda pör neitt sérstaklega, stikla því á stóru: Adam og Eva, Marx og Engels, J. Þorlaksson og Norð- mann, Jenna og Hreiðar, Bald- ur og Konni.... Bara svo eitt- hvað sé nefnt og reynt að bera sem víðast niður. En þessi sam- tíningur af handahófi sýnir hvernig pörin ganga eins og rauður þráður gegnum mannlíf- ið. saman á þennan hátt, mynda éin- ingu tveir og tveir, bæta og upp- fylla hvor annan: Salt og pipar, kók og Prins póló, hákarl og brennivín, brauð og smjör. Fiestir þessara hluta verða hver um sig ekki nema svipur hjá sjón án hins. Málpör í málinu er líka paragrúi. í sumum málpörum eru orðin orð- in svo tvímana að hvort um sig verður að óskiljanlegri vitleysu ef hitt vantar: Við erum oft út um h vippinn og h vappinn og vitum vel hvar við erum eða erum ekki á meðan. En hvar er hvippurinn takk fyrir? Að ég tali nú ekki um hvappinn? Sama gildir um það sem við segjum íbelgogbiðu,að hvorki getum við sagt það í belg- inn einan, en þó enn síður í bið- una óstudda. Rúið og stúið eru samskonar fyrirbæri, þ.e. par, orð sem unnast (eða hatast) og eilífð fær aldregi að skilið. Enn pör Hlutpör Eins eru pör í hlutaheimi. Hlutir og fyrirbæri raða sér oft Stundum verða pör til þegar óskyldum hlutum lýstursaman. í hlutaheimi myndast oft á þennan hátt pör sem minna á ást-við- fyrstu-sýn-hjónabönd og verða ævilöng. Dæmi: Tékkneski gúmmískórinn og dögg í ís- lensku grasi. Þar lá lausn á gömlu vandamáli í felum á fjar- lægu landi og beið síns tíma. Eins getur sameiginlegt um-' komuleysi sameinað og gert að pari tvo vanmáttuga aðila sem allstaðar eiga undir högg að sækja. Dæmi: íslenski bóndinn og sovéska bifreiðin. Frægt par Loks er ég þá kominn að frægu pari sem ég ætla að gera nokkrar athugasemdir við: fs- lenska þjóðin og bárujárnið, hlutkennt fyrirbæri og fólk. Þetta par tók saman nokkru fyrir aldamótin síðustu, segja mér fróðir menn og hefur staðið alla tíð síðan, þó skip»st hafi á skin og skúrir. Það var ekki þrautalaust í byrj- un, sambúðin kostaði skilnað. Þar var það torfið sem varð frá að hverfa, en ekki reyndist um ann- að að gera. Nýtt hlutverk Bárujám er upphaflega hugs- að sem þakefni. Sambilð þjóðar og efnis hafði hinsvegar ekki staðið lengi þegar nýir eiginleik- ar þess fóru að koma í ljós. Þetta efni reyndist einnig tilvalið til að klæða með veggi og verja þá þannig regni, sem hér á landi er haldið því óeðli að falla ekki eins og regn á að gera, heldur frussast og lemst þvers og kruss um veggi og þil, ef það þá pískast ekki hreinlega upp í móti. Bárujárnið reyndist ómetan- legt í baráttunni við þennan vá- gest og þarna höfum við því dæmi um það hvemig annar aðil- inn í pari getur vaxið og þroskast við sambúð og samspil við hinn. Og það þarf ekki að vera á kostn- að hins aðilans. í hérumræddu pari þroskaðist svo þjóðin að sínu Ieyti, henni leið miklu betur í þessum híbýlum, hún lifði betur og gat rétt úr sér. Fleiri þjóðir munu reyndar hafa áttað sig á þessu sömu eigin- leikum bámjárnsins. Eru þar helst nefndir falklendingar og færéyingar. En ást færeyinga á efninu hefur greinilega ekki ver- ið jafnheit og hún varð hér á landi. Það sem við kennum við dóttur sjávarguðsins og frumefn- ið járn kalla þeir „hrukkuplöt- Dofnar yfir Lengi gekk allt vel, en svo fór að bera á erfiðleikum í sambúðinni. Bárujárnið hafði þann eiginleika að það ryðgaði með tímanum. Sérstaklega ef það var ekki mál- að og því haldið vel við. Fallegu húsin urðu ýmist eins og ryðkláf- ar á þurru landi, eða stagbætt eins og úr sér gengnar flíkur. Og þjóðin hélt framhjá. Nýja efnið hét steinsteypa. Þar fundu landsmenn nú lífshamingju sína. Nýtt par varð til. Sambúðin við bámjárnið var orðin virkilega trist, veslings bárujárnið mátti þegja og þola, það var að tákngervingi alls ljót- leika. Þorpslýsingar í íslenskum skáldsögum geyma mikið báru- jámsníð, þar er af nógu að taka, en hér skal sýnt hvemig utanað- komandi fagurkeri lítur á málin. í ferðabók þeirra Audens og MacNeice, Letters From Ice- land, lýsir skáldið Auden Reykjavík 1936 í bréfi til vinar síns Kristófers Isherwoods. Hrifningin er ekki veruleg. í inn- siglingunni spyr hann sjálfan sig hvort nokkuð það geti að líta sem gefa kunni komumanni í skyn að hann sé að nálgast höfuðborg. Ekki er það nú margt, svaraði hann sjálfum sér, og þegar ömur- leikanum er svo betur lýst kemur þessi setning: ritstjjórnargrein Peningar og kosningar Prófk jörsumrœðan Það hefur um tíma verið nokk- ur siður hjá Sjálfstasðismönnum og þó enn frekar Alþýðuflokks- mönnum að halda fram prófkjör- um sem stóru og ótvíræðu skrefi í átt til aukins lýðræðis; það heitir svo, að almenningur ekki aðeins kjósi flokk, heldur og einstakl- inga innan flokka. Sjálfstæðis- mönnum er að sönnu nokkuð runninn prófkjörsmóðurinn eftir öll þau svöðusár sem hann hefur skilið eftir í flokki þeirra. En Al- þýðuflokksmenn halda fast við opin prófkjör sem sitt höfuð- stolt. Og telja það allt að því til- ræði við lýðræðið þegar andmælt er og bent á það til dæmis, að einkum þegar um smærri flokka er að ræða þá geti fjandmenn flokks með sniðugri smölun í prófkjör truflað furðu mikið framboðsmál hans. En í raun og veru eru miklu fleiri hættur fyrrgreindum próf- kjörum tengdar_ Þegar skoðuð eru samfélög þar sem þau eru mjög iðkuð, þá koma vel fram ýmsar aukaverkanir sem ganga þvert á lýðræðislegar hugmyndir. Og ef litið er til Bandaríkjanna sérstaklega, þar sem pólitískir flokkar eru tiltölulega veik- byggðir, en eftir því mikið í það lagt að „byggja upp” einstakl- inga til framboðs og þing- mennsku, þá verða gallar þessa fyrirkomulags því ljósari sem lengra líður. Hagsmunafé Profkjörahríð gerír ráð fyrir tvöfaldri kosningaherferð, og kosningaherferðir eru dýrar. Þar eftir ræður það æ meiru um það, hver jir komast í gegnum tvöfalda víglínu og inn á bandaríska þing- ið, hver fjárhagur frambjóðenda er, og í hvaða sjóði þeir geta gengið. Hlutur hinna pólitísku flokka í þessum kostnaði fer sí- minnkandi. En þar eftir fer vax- andi sá hlutur, sem svonefndar PAC (Pólitískar athafnanefndir) greiða í stríðskostnað fyrir stjómmálamenn. í síðustu meiri- háttar kosningahrinu greiddu um 3500 slíkár nefndir um þriðjung af kostnaði þeirra sem kosnir voru í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Pólitískar athafna- nefndir tannlækna, mjólkur- framleiðenda, fasteignasala og margra annarra. Oghluturþeirra í kostnaði við kosningatöfra fer vaxandi og er talinn nema um áttatíu milljónum doilara á þessu ári. Taki menn líka eftir því, að það er ekki aðeins um banda- ríska aðila að rasða; talið er að 33 af 125 stærstu erlendu fjárfest- ingaraðilunum í landinu hafi komið sér upp „Pólitískum at- hafnanefndum” til að veita fé til vinsamlegra frambjóðenda. Vond dœmi Því vitanlega er það svo, að búist er við því að greiði komi á þingi fyrir fé í kosningasjóð. Svo mjög, að sumir þingmenn em famir að kvarta yfir því, að á Kapítólhæð í Washington sitji „besta þingsem tilsöluer”. Einn af talsmönnum Demókrata, Jim Wright, hefur komist svo að orði: „Sæti á þingi ætti að vera eitthvað annað en sæti í káup- höllinni í New York, sem hæst- bjóðandi getur tryggt sér”. Eldjárn skrifar „Bærinn er að mestu leyti úr bárujárni”. í formála að endurútgáfu ferðabókarinnar 1%5 kveðst Auden hafa komi aftur til íslands 28 árum síðar, 1964. Hann segir að oft sé það svo að nútímaarkí- tiktúrur í fjölmörgum borgum geri menn nostalgíska úr hófi fram. Um Reykjavík gegni hins- vegar allt öðru máli: „Stein- steypa, stál og gler eru kannski ekki þau byggingarefni sem manni geðjast best, en þau eru þó allavega framför frá bárujárn- inu“. Endurnýjun lífdaga Svona var nú málum háttað þegar þama var komið sögu. En oft verður efni úr óefni. Ekki er það nema rúmum 10 árum síðar en Auden er hér á ferli öðru sinni, að til landsins kemur annar erlendur snillingur, Buckminster Fuller að nafni. Hann tjáir ís- lendingum það að vart geti á byggðu bóli fegurra byggingar- efni en bámjárnið. Og ekki nóg með það: Af öllu snjöllu sem ís- lendingum hafi dottið í hug fyrr og síðar sé þó ekkert snjallara en það uppátæki að nota bárujám sem klæðningu utan á húsveggi. Og það var eins og við mann- inn mælt, nýtt líf færðist strax í hiðgamlasamband. „Bárujárns- kumbaldamir“ sem engum datt í hug að gætu verið bústaðir fyrir annað er rottur og sagga urðu nú allt í einu að eftirsóttum ævin- týrahöllum, það var slegist um ryðhrúgurnar og milljónir reidd- ar fram. Og nú fá flugmenn ofbirtu í augun yfir Reykjavík af öllu spegilgljáandi glænýja bámjárn- inu sem hvarvetna er verið að festa upp við dynjandi hamars- högg. Um samlíf þessa pars, þjóðar og bámjáms, má þvf segja eins og jum bárujárnið sjálft: Það gengurí bylgjum. Arni að getur verð álitamál hve beint samband er á milli fjár- streymis frá fyrirtækjum og öðr- um hagsmunaaðilum til þing- manna og atkvæðagreiðslna á þingi. En það er vitað, að 186 þeirra 192 þingmanna, sem vildu hlífa læknum og tannlæknum við ýmsum ákvæðum neytenda- vemdar höfðu þegið þeninga frá „Pólitískri athafnanefnd” lækn- anna. Samband bílakaupmanna dreifði um milljón dollar í kosn- ingasjóði og uppskar að fellt var lagafrumvarp, sem átti að skuld- binda bílasala til að benda á mögulega galla notaðra bíla við sölu þeirra. Svo mætti lengi telja. r Pólitískt borðhald: Diskurin kostar kannski þúsund dollara, en í staðinn.... Bergmann skrifar Öflug samtök, eins og þau sem fasteignasalar hafa með sér, senda spumingaskrár út til þing- mannaefna og heimta af þeim ýtarlegar greinargerðir um af- stöðu þeirra til sinna hagsmuna- mála. Síðan hafa bæði þeir og aðrir fundið sér marga mögu- leika á að fara í kringum ákvæði laga um hámarksupphæðir sem leyfilegt er að leggja í kosninga- sjóði. Fjársterk samtök geta hæglega háð „hliðarkosninga- baráttu” fyrir eigin reikning eins og þau íhaldsmannasamtök, NCPAC, sem felldu fjóra „frjálslynda” öldungadeildar- þingmenn úr sessi fyrir tveim ár- um og hafa þegar safnað tæpum fjórum milljónum dollara til höf- uðs Edward Kennedy. Nú má segja sem svo, aðærinn sé munur á Bandaríkjunum og íslandi, og víst er það rétt. En þær staðreyndir, sá fjáraustur og sú einstaklingsdýrkun sem ein- kenna prófkjörastússið og svo samanlagt kosningakerfi Banda- ríkjanna er svo sannatrlega víti til vamaðar. Við erum í stjórnar- skrárumræðum að glíma við mis- vægi kosningaréttar eftir lands- hlutum - það misvægi er smámál miðað við það vægi sem fjár- sterkir aðilar hafa í þeirri kosn- ingabaráttu sem siglir æ lengra inn í lögmál auglýsingamarkað- arins. ÁB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.