Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 11
Helgin 16.-17. október 1982 ÞJóÐVILJINN — StÐÁ 11 Úr stórmyndinni „Stórjapanska keisararíkið“ sem sýnd er við mikla aðsókn. / kvikmyndum og sögubókum: Japanir fegra framgöngu sína í heimsstyrjöldinni NágrannarJapana, Kínverjar, Kóreumenn í norðri og suðri, og margir aðrir hafa vaxandiáhyggjur afþvíað í Japan er margt reynt til að fegra fortíð japanska heimsveldisins og dæmdir stríðsglæpamenn eru settir á hetjustall í kvikmyndum. í sögubókum sem nú eru notaðar í japönskum skólum er sagt frá landvinningum Japana með full- komnu hlutleysisyfirbragði, rétt eins og um sjálfsagðan hlut hefði verið að ræða. Ekki er lengur minnst á fræg ódæði eins og þegar japanskir hermenn slátruðu um 200 þúsund Kínverjum við Nank- ing 1937 né heldur segir frá hundr- uðum þúsunda Kóreumanna sem voru fluttir nauðugir til þrælkun- arvinnu í Japan. Árásarsinnar þeirra tíma breytast með sérstæð- um hætti í skyldurækna og eins og misskilda friðarsinna í filmum og bókum. Stríðið er nú sýnt í sögubókum og í kvikmyndum sem vinsælar eru orðnar einkum' í tveim þáttum: annarsvegar f er dýrleg fórnfýsi j ap- anskra hetja, hinsvegar miklar þjáningar japönsku þjoðarinnar. Tojo hershöfðingi og forsætis- ráðherra, sem Bandaríkjamenn hengdu árið 1948 fyrir stríðsglæþi fær einskonar uppreisn æru í stór- myndinni „Dai Nippon Teikoku", sem mjög vinsæl hefur orðið og þýða mætti heiti hennar með „Stór- japanska keisararíkið". í mynd þessari eru herstjórar Japans hinir friðsömustu menn, sem ekki mega ógrátandi og þá út úr neyð gefa fyrirskipanir sem grimmdarlegar afleiðingar hafa. Hinn japanski keisaralegi hermaður berst jafnan eins og hetja, þótt öðru hvoru sé hann plagaður af samviskubiti. Aftur á móti eru andstæðingarnir, hvort sem þeir eru kínverskir, breskir eða bandarískir heldur en ekki hugleysingjar og launvíga- menn. Japanir hafa ekki komið sér upp miklum her eftir stríð, en sagt er að hann sé ákaflega vel búinn. Banda- ríkjamenn hafa lengi viljað að Jap- anir legðu meira fé í herinn (og léttu þar með ýmsum útgjöldum af þeim sjálfum, en Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er allmiklar her- stöðvar í landinu). Nú hafa sumir grannar Japana tilhneigingu til að ætla að sögufölsun í kennslubókum og kvikmyndum geti verið liður í undirbúningi að því að vekja upp aftur japanska hernaðarstefnu. áb tók saman. ÍSAFOLD Fjárfestingaákvarðanir á íslandi Stjómunarfélag íslands boðar til ráðstefnu fimmtudaginn 21. október nk. um efnið „FJÁRFESTINGAÁKVARÐANIR Á ÍSLANDI” Ráðstefnan verður haldin í Kristalssal Hótels Loftleiða og hefst kl. 10:15. Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir: 10:15 Ráðstefnan sett - Hörður Sigurgestsson stjórnarformaður Stjórn- unarfélags íslands 10:30 Uppruni fjármagns á íslandi - Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri 10:50 Fjárfesting opinberra aðila - Halldór Ásgrímsson alþingismaður 11:10 Fjárfesting einkaaðila - Víglundur Þorsteinsson framkvæmdastjóri B.M. Vallá hf. 11:30 Umræður og fyrirspurnir 12:00 Hádegisverður 13:15 Fjárfesting og framlag einstakra atvinnu- greina til hagvaxtar - Sigurður B. Stefánsson, Þjóðhagsstofnun 13:35 Ákvarðanataka um fjárfestingar - Pétur Maack dósent, Háskóla íslands 13:55 Félagsleg sjónarmið og arðsemi - Björn Björnsson hagfræðingur, Alþýðusambandi (slands 14:15 Helstu kostir í stýringu fjármagns - Kristján Jóhannsson, hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda 14:35 Umræður og fyrirspurnir 15:00 Kaffihlé 15.30 Hvað er að? Hvert stefnir? -dón Sigurðsson forstjóri íslenska járnblendifélagsins 15:50 Pallborðsumræður - Halldór Ásgrímsson, alþingismaður - Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður - Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks hf. - Sigurgeir Jónsson, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL STJÓRNUNARFÉLAGS ÍS- LANDS í SÍMA 82930 Jakob Hálfdanarson Tölvuskólinn Arkimedes Sjálfsævisaga Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga Raunhæf tölvustjórn - Opið hús í dag kl. 10-17 og sunnudag kl. 13-17 Jakob Hálfdanarson Sjálfsævisaga Bernskuár Kaupfélags Þingeyinga Undirritaður óskar að fá...eint. af bókinni „Sjálfsævisaga, bernskuár Kaupféiags Þingeyinga,“ eftir Jakob Hálfdanarson á kr. 444,60. pr. eintak. Nafn Heimili Póstnúmer-póststöö □ Greiðsla kr.........fylgir. □ Óskast sent í póstkröfu. ISAFOLD AUSTURSTRÆTI 10 101 REYKJAVÍK ........... Námskeið: Forritun I og II Skráavinnsla I og II Kerfisfræði I og II Ath.: Ný ísl. kennsluforrit Tölvur m/litastýringu Diskettustöð með hverri vél Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Ný námskeið hefjast 18. okt. ’82. Kennari Steinþór Dilljar Kristjánsson Innritun á Laugavegi 97 (2h) í síma 17040, sýningar- dagana, og í síma 50615 á kvöldin. - Þú getur haldið áfram hjá Arkimedes. Arkimedes Laugavegi 97, Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.