Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.10.1982, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 16.-17. október 1982 Til sölu Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki vegna Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar: 1. Land-Rover diesel, árg. 1979. 2. Land-Rover diesel, árg. 1977. 3. Mercedes Benz, 17 manna, árg. 1974. 4. Volvo vörubifreið, N84 m/6 manna húsi, árg. 1970. 5. Ford D-910 vörubílsgrind, árg. 1973. 6. Loftþjappa, HYDRO 125 cub. 7. Flutningakerra, pallstærð 5m2. Bifreiðar þessar og tæki verða til sýnis í porti Vélamiðstöðvarinnar að Skúlatúni 1 mánu- daginn 18. og þriðjudaginn 19. þ.m. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi3, miðvikudaginn20. þ.m. kl. 14.00 e.h. INhfkAUPASTOFNUN REYK1AVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Aðalfundur Aðalfundur Landverndar, landgræðslu og náttúruverndarsamtaka íslands, verður haldin í Munaðarnesi 13. og 14. nóvember n.k. Stjórnin kvikmyndir Bankastjóri smælingjanna La banquiére (Madame Emma) Frönsk, 1980 Stjórn: Francis Girod Kvikmyndun: Bernard Zitzerman Tónlist: Ennio Morricone Leikendur: Romy Schneider, Jean-Louis Trintignant, Jean-Claude Brialy, Claude Brasseur. , Sýningarstaður: Regnboginn. Einhvern herslumun vantar til að gera Madarne Emma að veru- lega góðri kvikmynd, en hvað sem það er verður það ekki skrifað á reikning Romy Schneider. Það er fyrst og fremst leikur hennar í aðal- hlutverkinu sem gefur myndinni gildi. Emma Eckhert er ævintýraper- sóna,en á sér þó fyrirmynd í raun- veruleikanum, frönsku kaupsýslu- kohuna Marthe Hanan,' sem sagt er að hafi gert allt vitlaust í París á þriðja áratug þessarar aldar. Hún stofnaði sparisjóð og greiddi hærri vexti en tíðkuðust í bönkum og hugðist með því rétta hlut smæl- ingjanna sem einatt fengu illa með- b)L»LI)L»»V SMIÐJUVEGI 44 D KÓPAVOGI SÍMI 75400 og 78660 Á SÓLARHRING Bílaleigan hf. býður nú sérstakt haustverð á bílaleigubílum sínum sem gildir frá 1. okt. til áramóta. Innifalið í þessu fasta verði er ótakmarkaður fjöldi ekinna km, trygging svo og söluskattur. VERÐSKRÁ PR. SÓLARHRING: Toyota Starlet Toyota Tercel Toyota Corolla Toyota Corolla St. kr. 690 kr. 710 kr. 730 kr. 750 Erum einnig með sérstök helgartilboð sem gilda frá kl. 16.00 á föstudegi til kl. 9.00 á mánudagsmorgni. VERÐ PR. HELGI: Toyota Starlet Toyota Tercel Toyota Corolla Toyota Corolla St. kr. 1.500 kr. 1.540 kr. 1.580 kr. 1.620 Nú er hægt að láta verða af því að heimsækja Jónu frænku á Húsavík eða hann Palla frænda í Þykkvabænum verðsins vegna. II i : II nu (jfta aiur rari ÚT M RHR ferð í bankakerfinu. Marthe var af fátæku fólki komin og hlaut litla menntun, en peningavit hafði hún í ríkum mæli. Ég veit ekki hversu nákvæmlega handritshöfundurinn Georges Conchon hefur farið eftir heimildum um ævi Marthe Hanan, en í myndinni er talsvert mikið lagt í að skapa hið rétta sögulega and- rúmsloft, andrúmsloft þess tíma- bils sem stundum er kallað á ensku „the roaring twenties". Þetta er gert með því m.a. að skjóta inn svart-hvítum fréttamyndum, sem ýmist eru raunverulegar eða ná- kvæmar eftirlíkingar af frétta- myndum þriðja áratugarins, og tekst það oft býsna vel. Laus í reipunum Myndin byrjar á stuttum og nokkuð ruglingslegum atriðum úr fortíð Emmu í stíl sem minnir á gamanmyndir þögla skeiðsins og eru að mínu viti ekki nógu vel út- færð, veita ekki nógu miklar upp- lýsingar og undirbúning undir það sem koma skal. Þegar líður á myndina fær áhorfandinn þá til- finningu að kvikmyndastjórinn hafi ekki gert upp við sig hvaða stíl hann ætlaði að nota, og þá kemur fram ósamræmi í formi og innihaldi sem veldur því að myndin verður losaraleg á köflum. Þrátt fyrir þennan galla er Madame Emma Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar spennandi mynd og auðskilið að hún var í hópi þeirra mynda sem besta aðsókn fengu í Frakklandi í fyrra. Einsog fyrr segir er það leikur Romy Schneider sem fyrst og fremst gefur myndinni gildi. Henni tekst að gera Emmu Eckhert að eftirminnilegri, sterkri persónu sem áhorfandinn tekur trúanlega án fyrirvara. Slík kvenhlutverk eru reyndar alltof sjaldgæf í kvikmynd- um, og þær leikkonur öfundsverð- ar að fá tækifæri til að kljást við þau. Emma Eckhert er öðrum þræði ævintýrakvendi sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, metnaðargjörn og útspekúleruð og kann þá list að stjórna fólki - eða eigum við að segja kúga fólk til að framkvæma það sem hún telur að eigi að framkvæma. Hún kann að notfæra sér fegurð sína og veik- leika fólks á hinum ýmsu sviðum. En hinum þræðinum er hún bar- áttukona og vill hjálpa þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Hún svífst einskis í viðskiptunum þegar hún á í höggi við spillt auð- vald, en er stálheiðarleg gagnvart viðskiptavinum sínum, alþýðunni sem trúir henni fyrir sparifé sínu. Hart er barist Það segir sig sjálft að þegar ein- hver rís upp og fer að berjast gegn þeim sem völdin hafa og pening- ana, þá er hraustlega fekið á móti og allt reynt til að berja upp- reisnarsegginn niður. Frá sjónar- hóli valdaherranna hlýtur það að vera hámark ósvífninnar að kona skuli leyfa sér annað eins. Keppi- nautar hennar í bankakerfinu neyta allra bragða til að koma henni á kné, en það er sama hvað þeir reyna - alltaf tekst Emmu að sigrast á erfiðleikunum, og hjálpast þar allt að: styrkur og áræði hennar sjálfrar, stuðningur tryggra aðdá- enda og jákvæðar sveiflur í stjórn- málunum. Að lokum stendur hún með sigurpálmann í höndunum og þá er ekki nema um eitt að ræða fyrir þá sem vilja hana feiga: þeir fá leigumorðingja til að plaffa hana niður. Romy Schneider tekst einstak- lega vel að túlka Emmu Eckhert í blíðu og stríðu, og þó nær leikur hennar hámarki þegar öll spjót standaáhenni. Semkona-ogekki síst sem lesbísk kona - verður Em- ma fyrir niðurlægingu sem hefði nægt til að gera útaf við hvaða með- almenni sem var. En hún á enda- lausar birgðir af hugrekki og reisn og Iætur aldrei bugast. Ógœfusöm stjarna Romy Schneider hóf feril sinn sem kvikmyndaleikari barnung. Móðir hennar var einnig kvik- myndastjarna, austurríska leik- konan Magda Schneider. Fyrsta hlutverkið sem Romy hlaut frægð fyrir var Sissy, litla sæta stelpan sem varð keisaraynja eða guð má vita hvað í afar væmnum mynda- flokki sem framleiddur var í Austurríki á sjötta áratugnum. Síðar lék hún í ótal myndum, flest- um frönskum, en einnig bandarísk- um. Vegur hennar sem kvik- myndaleikkonu fór stöðugt vax- andi, en í einkalífinu var hún ógæfusöm og svo fór að hún stytti sér aldur nú fvrir skömmu. aðeins 44 ára gömul. Á þessu ári hafa nokkrir heimsþekktir kvikmynda- leikarar fallið frá, og Romy Schneider er þeirra ekki ómerkust. Hún lék í mörgum myndum, mis- jöfnum að gæðum, en nokkrar þeirra munu halda nafni hennar á lofti enn um langa hríð. Ein þeirra verður sýnd í Fjalakettinum síðar í þessum mánuði: Réttarhöldin, sem Orson Welles gerði fyrir 20 árum eftir samnefndri skáldsögu Kafka. Óþarfar persón- ur Madame Emma er því miður of gölluð mynd til að hún eigi langt líf fyrir höndum, nema sem dæmi um hæfileika Romy Schneider. Það er Emma sjálf sem allt snýst um, og aðrar persónur hverfa flestar í skugga hennar. Það er helst að aðalkeppinautur hennar, Vannist- er bankastjóri sem er í öruggum höndum leikarans Jean-Louis Trintignant, verði minnisstæður. Persónurnar eru of margar til að þeim verði öllum fundinn staður í leikfléttunni og margar þeirra virð- ast með öllu óþarfar, þær gera ekki annað en flækjast fyrir. Þetta eykur enn á losarabrag myndarinnar. Þegar upp er staðið verður sú hugsun áleitin, að persónan sem um er fjallað og leikkonan sem túlkar hana svo frábærlega hefðu báðar átt skilið að fá aðra meðferð, alvarlegri og dramatískari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.