Þjóðviljinn - 30.10.1982, Page 7
5\NGAPO/?£
REKKJAN
I FJORUM LITUM
Opið í öllum deildum: mánud.-miðvikud. 9—18,
fimmtud. 9-20, föstud. 9-22 og laugard. 9-12,
juuDijn
Jón Loftsson hf,
Hringbraut 121 Sími 10600
Húsgagnadeild
^ Sími 28601 ^
Viðtal við Gísla Ag
Gunnlaugsson, sagnfræðing
sem er að senda frá sér bók
um fátœklinga í Reykjavík
á árunum 1786-1907
Helgin 30.-31. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Gísli Ágúst:
Tilvitnanir í bréf
þurfamanna
lýsa ástandinu á
átakanlegri hátt
en
nokkur
sagnfræöingur
geturgert.
Ómagar
Ein af þeim bókum sem
væntanlegar eru út fyrir jólin
að þessu sinni er eftir ungan
sagnfræðing, Gísla Ag.
Gunnlaugsson, og nefnist hún
Ómagar og utangarðsfólk. Hún
kemur út í bókaflokknum Safn
til sögu Reykjavíkur sem
Sögufélagið og
Reykjavíkurborg standa í
sameiningu að. Undirtitill
bókarinnar er Fátækramál
Reykjavíkur 1786—1907. Þetta
þótti okkur á Þjóðviljanum
ákaflega forvitnilegt efni og
gripum Gísla þess vegna
glóðvolgan rétt áður en hann
hélt til síns heima í Bonn í V-
Þýskalandi.
— Hver eru tildrögin að því að
þú samdir þetta verk, Gísli?
— Það er nokkur langur aðdrag-
andi að því. Ég var við nám í sagn-
fræði í Englandi á árunum 1973 til
1976 og var annað sérsvið mitt fé-
lagssaga Evrópu. Þar og víða um
álfuna hefur að undanförnu verið
mikill áhugi á sögu lágstéttanna og
farið frarn heilmiklar rannsóknir á
sögu þeirra. Ég var svo heima við
nám á árunum 1976—1979 og að
áeggjan Jóns Guðnasonar lektors
tók ég fyrir fátækramál á árunum
1870—1901 og var afrakstur þéss
ritgerð í tímaritinu Sögu 1978. En
þá var ég líka algjörlega fallinn
fyrir þessu efni, ekki síst þegar ég
komst að því hversu stór hluti þjóð-
arinnar hafði orðið undir í þjóðar-
sögunni ef svo mætti komast að
orði. Þannig er þessi nýja bók til-
komin.
Ekki annað
til en 'h
ofnbrauð
Bréf þurfamanna sjálfra segja
meira um neyð og bjargarleysi en
langar lýsingar fá megnað. Eftir-
farandi bréf barst bæjaryfirvöld-
um í Reykjavík frá Olafi nokkr-
um Oddssyni, 4. desembcr, 1807
(fært til nútímastafsetningar);
„Þar ég öngva lífsbjörg hefi
handa mér og minni konu og
börnum framvegis til viðurhalds,
svo í stærsta ráðaleysi afliendi ég
konu og börn þessari sveit sem
þau að öllu leyti eru sveitlæg til,
en flý sjálfur héðan í burt til
minnar sveitar til að bjarga lífinu
ef mögulegt er.“
Og sem dæmi frá seinni hluta
aldarinnar má nefna beiðni um
styrk til fátækranefndar Reykja-
víkur frá Rósenkrans nokkrum
að upphæð 4 ríkisdalir. Þetta er
árið 1866 og neðan við bréfið
hafa þeir G.Zoéga og J.Árnason
skrifað:
„Við höfum skoðað matbjörg
Rosenkransar og þar er ekki ann-
að til en '/: ofnbrauð og er því
nauðsynlegt að hann fái ein-
hverja hjálp.“
og OKI
utangarðsfólk
— En hvers vegna valdirðu ein-
mitt Reykjavík og hvers vegna
þetta tiltekna árabil?
— Fyrra ártalið miðast við
stofnun kaupstaðar í Reykjavík en
hið síðara við ný fátækralög og nýja
bæjarstjórnarreglugerð í Reykja-
vík árið 1907. Eftir það verður ver-
uleg breyting á eðli og untfangi fá-
tækraframfærslunnar. Ég valdi
höfuðborgina vegna þess að þar
voru meiri sviptingar en í smærri
sveitarfélögum. Mér þótti
freistandi að sjá hvaða áhrif
breytingar til borgaralegra atvinn-
uhátta hefðu í för með sér á fram-
færslu ómaga.
— Og hver var niðurstaðan?
— í hefðbundnu bændasamfé-
lagi er fjölskyldan bæði
framleiðslu- og neysíueining og þar
var jafnan stór hópur sem ekki gat
fest sig, bæði vegna skorts á jarð-
næði og hjúskaparlöggjafarinnar.
Þá voru þær fjölskyldúr yfirleitt
leystar upp og einstaklingarnir
gerðir að niðursetningum. I þétt-
býli eru fjölskyldurnar hins vegar
ekki framleiðslueining og þá eiga
aðrar lausnir frekar við. Þar var
frernur valin sú leið að veita fólki
styrk til áframhaldandi búsforráða.
Þó var það aðeins gert ef tryggt
þótti að fjölskyldurnar gætu komist
á réttan kjöl á nýjan leik.
— Þarna hafa sem sagt verið um
tvær meginaðferðir að ræða?
— Já. Fyrri aðferðinni var beitt í
mörgum tilgangi. í fyrsta lagi til að
bjarga fólki frá örbirgð, í öðru lagi
viðleitni til að koma í veg fyrir unt-
ferð fátækra beiningarmanna, í
þriðja lagi til að nýta vinnuafl
þeirra sem gátu unnið og í fjórða
lagi var þetta aðferð samfélagsins
til að viðhalda ríkjandi þjóðfélags-
skipan, svo sem að koma í veg fyrir
húbokur efnalauss fólks, en þeim
tilgangi átti bann við öreigagifting-
um að þjóna. í þéttbýli er ekki
hægt að nýta vinnuafl ómaga eða
niðursetninga með sama hætti og í
dreifbýli. Á seinni hluta 19. aldar
þegar borgaralegir atvinnuhættir í
sjávarútvegi og vaxandi þjónusta
taka að styrkjast er farið út í það í
stórauknum mæli að styrkja fólk
með fjárframlögum til þess að það
geti séð um sig sjálft.
— Hversu stór hluti þjóðarinnar
var þá á fátækraframfæri á þessum
árum?
— Á síðari hluta 18. aldar var
framfærslubyrðin tiltölulega há en
þá var um 10% þjóðarinnar þurfa-
ntenn. Þessi tala lækkar svo veru-
lega þegar kemur fram á fyrstu ára-
tugi 19. aldar og verður um 4—5%
landsmanna. Reykjavík og Sel-
tjarnarneshreppur voru til 1847
sameiginlegt framfærsluhérað,
einkum vegna þess að margt fólk
sem bjó á Seltjarnarnesi vann í
Reykjavík. Hlutfall ómaga var
svipað á báðum stöðum. Á árunum
1855—1870 óx svo fátækrabyrðin
mjög á nýjan leik bæði vegna harð-
æris og þess að þjóðin var orðin
fjölmennari en atvinnuhættir
leyfðu að óbreyttu. Árið 1870 eru
þurfamenn hátt í 15% þjóðarinnar.
Árið 1901 hefur maður svo fyrst
alveg örugga tölu um fjölda þurfa-
manna en þá var gerð nákvæm
rannsókn á tölu þeirra. Þeir voru
þá 7.8% þjóðarinnar. Fækkun frá
1870 stafar í fyrsta lagi af Vestur-
heimsferðum, í öðru lagi af hag-
stæðara árferði og í þriðja lagi af
breyttum atvinnu- og búsetuhátt-
um. I Reykjavík var hlutfallið þá
heldur lægra en á landsbyggðinni
þrátt fyrir það að til bæjarins
streymdi fátækt fólk sem hafði
atvinnu í lausamennsku eða sem
þurrabúðarfólk.
— Og hvernig voru svo hagir og
mcnning þurfamannanna?
— Því er reynt að lýsa allræki-
lega í bókinni, og þá fyrst og fremst
með beinum tilvitnunum í bréf
þeirra um hagi sína þegar þeir sóttu
um framfærslu og úttektir fátækr-
anefndarmanna á högum þessa
fólks. Þetta er geysilega merkilegt
efni og lýsir ástandinu á miklu
dramatískari og átakanlegri hátt en
nokkur sagnfræðingur getur gert.
Þessi dæmi sýna einatt grimmd
sveitarstjórna í garð þurfamanna
og deilur þeirra um framfærslu ein-
staklinga.
— Var mik.il grimmd ríkjandi í
Reykjavík á þessum árum?
— Mér sýnist á öllu að í Reykja-
vík hafi verið meiri skilningur á
aðstöðu og högum þurfamanna en
víðast hvar annars staðar á landinu
eftir því sem mér hefur verið unnt
að kynna mér.
— Hversu stór hluta af útgjöld-
um sveitarfélaga fór til fátækra-
mála?
— Þau voru aðalviðfangsefni
þeirra alla 19. öld og árið 1901 fór
enn meira en helmingur útgjalda til
fátækraframfærslu og mun meira
en til heilbrigðis- og skólamála svo
að dæmi séu nefnd. í Reykjavík
voru opinberar framkvæmdir meiri
en annars staðar en samt voru út-
gjöld til fátækramála á bilinu 30—
50% þar. Hér skal það nefnt að
framfærslan fór öðru vísi fram í
Reykjavík en annars staðar. Þar
starfaði sérstök fátækranefnd, ,að
danskri fyrirmynd, frá árinu 1822
og hún var eiginlega forveri sér-
stakrar bæjarstjórnar sent mynduð
var 1836enda fjallaði hún í raun og
veru um það hvernig tekjum bæjar-
ins skyldi varið.
— Var ekki ásókn fólks til sjáv-
arsíðunnar talin vandamál lengst af
á þessu tímabili?
— Jú, því að hún var í trássi við
gildandi vinnustéttarlöggjöf.
Menn unnu sér ekki sveitfesti fyrr
en eftir 10 ára búsetu og því var
reynt að stugga við fólki áður en til
þess kæmi að það ynni sér
sveitfesti, og það sent heint, kann-
ski veikt eða gamalt, á framfærslu
sinnar sveitar án þess að það
sveitarfélag hefði notið vinnu þess.
Fólk fór stað úr stað án þess að vera
beinlínis flökkufólk í sama skiln-
ingi og fyrr á öldum.
— Segðu mér að lokum, Gísli,
dálítið af sjálfum þér og hvað þú ert
að fást við núna?
— Ég lauk BA-prófi frá Uni-
versity of East Anglia í Norvich í
Englangi árið 1976 og stundaði síð-
an nám hér heima eins og áður
sagði. Ég bý núna í Bonn í Þýska-
landi en þar er kona mín, Berglind
Ásgeirsdóttir, sendiráðsritari. Auk
þess að sitja heima við barnagæslu
vinn ég að norrænu rannsóknarefni
fyrir Sagnfræðistofnun Háskóla ís-
lands og að útgáfu frumheimilda
um Skaftárelda. Þessi verkefni eru
komin á það stig að ég get hæglega
unnið þau erlendis.
— GFr