Þjóðviljinn - 20.11.1982, Side 20

Þjóðviljinn - 20.11.1982, Side 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN___________ dægurmál (sígiid?) „Hróp okkar fyrir Nýverið sendi breska reggae- hljómsveitin UB-40 frá sér fjórðu breiðskífu, UB-44. BU40 er fyrir margra hluta sakir einhver at- hyglisverðasta hljómsveit Breta um þessar mundir. UB-40 er ein af fáum hljóm- sveitum sem berst gegn kynþátt- afordómum í Bretlandi og hefur orðið eitthvað ágengt í baráttu sinni. Á tónleika þeirra koma jafnt hvítir sem svartir og skemmta sér hlið við hlið en það mun víst frekar fátítt um þessar mundir í Englandi. UB-40 var stofnuð í Birming- ham.1978 en það var ekki fyrr en um mitt ár 1979 að hún tók á sig þá mynd sem við þekkjum ídag. I hljómsveitinni má finna flesta þá litarhætti sem prýða jörðina en þrátt fyrir ólíkan menningarlegan bakgrunn eiga þeir það sameigin- legt að vera allir verkamanna- synir frá Birmingham. Pessi upp- runi og blanda leynir sér ekki ef textar hljómsveitarinnar eru at- hugaðir. Fyrsta platan sem UB-40 sendi frá sér var lítil og á henni var lagið „King/Food For Thought" sem eru skot l myrkri” fór í fyrsta sætið á breska vinsældarlistanum. Þar með var UB-40 fyrsta hljómsveitin til að ná þessu marki án þess að njóta stuðnings einhverra hinna stóru útgáfufyrirtækja. UB-40 er reggaehljómsveit eins og sagt var í upphafi. Tónlist hennar hefur ekki breyst mikið frá því að tyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Signing Off kom út. Tónlistin er öllu vandaðri en fyrr en þrátt fyrir litlar breytingar er þessi hljómsveit og tónlist hennar alltaf jafn heill- andi. Textar UB-40 hafa hrifið mig alveg frá því ég komst yfir Signing Off. í textum sínum reyna þeir að brjóta til mergjar ýmis af þeim réttlæti þjóðfélagsmeinum sem hrjá Breta (og okkur öll). Á UB-44 taka þeir fyrir kynþáttafordóma, hina ómennsku færibandavinnu og hlutskipti fanga svo eitthvað sé nefnt. Uppbygging texta UB- 44. er mjög athyglisverð eins og sjá má í „Fley politician“ og „The Prisoner". Þó UB-40 hamri stöð- ugt á því sama verður með engu móti sagt að textar þeirra séu fra- sakenndir: I won’t close my eyes To the sufferers plight. In a a world full of sadness I won't turn off my light. Our cries for justice Are shots in the dark But our strength ’s in our bite And not in our bark It’s tirne to stand And shout it out loud And the louder we scream the sweeter the sound. „Iwon ’t close my eyes. “ í heild þá er ég ánægður með þessa plötu því hún hefur bæði fram að færa góða og vel flutta tónlist og góða texta. Breska reggae-hyómsveitin UB-40: A tónleika hennar koma jafnt hvítir sem svartir sem mun frekar fátítt um þessar rnundir í Bretaveldi. SVIF Björns Thoroddsen Björn Thoroddsen gítarleikari sendi fyrir stuttu frá sér sína fyrstu sólóplötu, Svif. Björn hef- ur nú um nokkurt skeið verið í hópi okkar bestu gítarleikara. Hann hefur aðalega helgað djass- inum krafta sína og er einn fárra íslendinga sem hefur farið vestur um haf til að leggja stund á djassgítarleik. Ég hygg að fyrir utan hóp djassáhugamanna sé Björn eink- um þekktur fyrir veru sína í hljómsveitinni Tívolí sem lék lagið „Fallinn* við miklar vin - sældir og fyrir ferð sína með Björgvin Halldórssyni til Rúss- lands nú fyrir skömmu. Á Svif eru 11 lög og þar af 10 eftir Björn sjálfan. Til liðs við sig hefur hann fengið marga af okkar bestu hljóðfæraleikurum, Jakob Magnússon, Eyþór Gunnarsson, Kristin Svavarsson, Árna Sche- ving, Hjört Howser, Guðmund Ingólfsson og Hans Rolin og Mikael Berglund, en ef mig minnir rétt þá voru þeir einnig með í ferðalagi Björgvins til Rússlands. Tónlist Björns er ekki með öllu ólík því sem Mezzoforte hefur verið að gera þó samanburður af þessu tagi sé ekki með öllu sann- gjarn. Ekki treysti ég mér til að hólfa tónlist Bjöms nánar, það verða aðrir hæfari menn að gera. Tónlist Björns lætur ágætlega í eyrum, róleg og afslappandi, það eina sem finna má að henni er það hve keimlík sum lögin eru. Um tónlistarflutninginn er það að segja að hann er mjög góður og leiícur þar enginn betur en Björn. Hann er einn af okkar allra bestu gítarleikurum. Þeir Hans Rolin og Mikael Berglund komast einnig vel frá sínu og reyndar má segja það um alla sem lögðu hönd á plóginn við gerð þessarar plötu. Svona framtak er alltaf vel þeg- ið því að ég býst við að það verði oftast hugsjónastarf að senda frá sér djassplötu hér á landi. Gott er til þess að vita að til eru menn sem hafa tíma og þrek til að berj- Björn Thoroddsen: I hópi okkar bestu gítarleikara. Ljósm.:eik. Umsjón Sif Jón Vióar Andrea Jóhanna og Þorbjörg Kristín: Eldhressar á Upptökuheimilinu. Ljósm.: gel. Kópavogs- heimilið ekki hæli sitja heima um helgar og fara út með eldri krökkum sem eru að djúsa og vilja þá ekki vera öðru- vísi. - Hvað finnst ykkur um aðra vímugjafa, t.d. sniff? - Og finnst ykkur að það ætti að lækka aldurstakmarkið í ríkinu? - Nei, það á ekkert að vera að lækka aldurstakmarkið til að kaupa í ríkinu það eykur bara drykkju, það mundi heldur ekk- ert minnka sniffið, svo er sniffið eiginlega hætt, það var bara tískufyrirbrigði. - Hvað með hass? J.Þ.: Mér finnst að það ætti að leyfa hass fyrst að brennivín er leyft. Þ.K.Þ.: Það finnst mér alls ekki, þá er bara einn vímugjafinn í viðbót til að velja úr. - Hvernig er þetta heimili starfrækt? - Við erum 8 krakkar hérna og heimilisverkunum er skipt niður á okkur og umsjónarmennina. Það eru haldnir fundir tvisvar í viku, á þriðjudögum er rætt um viðburði helgarinnar og almenn samskipti en á fimmtudögum er beðið um heimfararleyfi og svo- leiðis. Svo eru haldnir aukafundir ef eitthvað spes kemur uppá. Við getum fengið heimfararleyfi um helgar og útivistarleyfi á kvöldin. Svo fara umsjónarmennirnir stundum með okkur á rúntinn um helgar. Annars finnst okkur að strætó ætti að fara spes ferð um helgar frá planinu kl. 3 í öll hverfi, það er svo oft sem krakkar nenna ekki heim kl. 1 og vita svo ekkert hvernig þau eiga að kom- ast heim seinna um kvöldið. - Finnst ykkur að það væri hægt að breyta Kópavogsheimil- inu á betri veg? - Það ætti að vera lengra úti- vistarleyfi og svo væri ekki vit- laust að hafa mörg lítil hús frekar en þetta stóra. Svo mundi maður búa hjá sínum umsjónarmanni, það yrði miklu heimilislegra þó að þetta sé náttúrlega alveg ágætt. Síðan varð ég að þakka fyrir mig og kveðja því að allur hópur- inn var að fara á frumsýninguna á Dýragarðsbörnum. sif Se'inustu helgi brá ég undir mig betri fætinum og skrapp í heim- sókn á Unglingaheimilið í Kópa- vogi. Þar hitti ég tvær eldhressar 14 ára stelpur, Þorbjörgu Krist- ínu Þorgrímsdóttur og Jóhönnu Þórðardóttur og áttum við eftir- farandi spjall. Skólinn betri hér - Hversvegna eruð þið hér? Þ.K.Þ.: Ég kom hingað sjálf- viljug út af heimilisvandamálum. J.Þ.: Ég var rekin úr skóla og flæktist of mikið úti á kvöldin, svo voru líka vandamál heima. - Hvaða^álit hafið þið á skólum almennt? - Maður var kominn með námsleiða þó að við vanræktum ekki námið, okkur gekk báðum vel í skóla. Það er líka leiðinlegt við skóla hvað það eru oft þröng- ar klíkur sem stjórna skólanum. Núna erum við í skóla hérna á heimilinu (nánar tiltekið niðri í kjallara) og það er miklu betri skóli en við vorum í, hann er miklu frjálslegri og þar sem við erum bara 8 hafa kennararnir miklu meiri tíma fyrir hvern ein- stakling. - Að hvaða leyti er hann frá- brugðinn þeim skóla sem þið vor- uð í? - Við förum á bíó og ræðum síðan um myndirnar, hvort þær voru góðar eða slæmar o.s.frv. Það kemur líka leikari til okkar og kennir okkur tjáningu en það er partur af námsefninu. - Hvernig er samband ykkar við aðstandendur? - Það er vitlaus afstaða hjá aðstandendum og fleirum í sam- bandi við þennan stað, sumir krakkar kalla þetta hæli og vor- kenna okkur fyrir að vera hérna en það er algjör vitleysa, þetta er mjög gott heimili og mjög góður mórall hér milli allra. En eftir að við komum hingað hefur verið betra samband við aðstandendur en áður, opnara samband. Það er eins og þeir skilji núna að við höf- um átt við vandamál að stríða og taka þar af leiðandi meira mark á manni. - Hvað gerið þið um helgar? Þ.K.Þ.: Ég er yfirleitt heima. J.Þ.: Ég fer niður í bæ. Hér eru útivistarleyfi til 11 og stundum til 1 um helgar, eða þá ég fer á Villta, það er ágætur staður nema að aðgangseyrir er of hár og ald- urstakmarkið líka of hátt. Það vantar stað fyrir krakka á aldrin- um 13-16 það er svo leiðinlegt á félagsmiðstöðvunum. Það vantar einhverskonar dansstað þar sem maðui gæti verið aðeins í því og svo kannski laumast út og fengið sér sopa úr flöskunni við og við. En það ætti bara að henda ofur- ölvi krökkum út. - Afhverju haldið þið að það séu alltaf yngri krakkar sem byrja að drekka? - Krakkar fá bara fyrr áhuga fyrir áfengi, miklu fyrr núna en áður, það eru kannski áhrif frá eldri systkinum eða félögum. Það eru ekkert allir sem nenna að

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.